Dagur - 29.11.1997, Page 7
LAUGARDAGUR 29.NÓVEMBER 1997 - 7
RITS TJÓRNARSPJALL
Öfund er þjóðfélagsafL
„Finnst þér sanngjarnt að fjórir
einstaklingar séu skráðir fyrir 11
þúsund milljónum króna í afla-
heimildum?" Einhvern veginn
svona orðaði Sighvatur Björg-
vinsson spurninguna sem hann
lagði fyrir annan tveggja viðmæl-
enda í Dagsljóssþætti í vikunni.
Það var Þorsteinn Már Baldvins-
son Samherjamaður sem kom
ögn af fjöllum. Allir sem á
horfðu vissu, eða hefðu átt að
vita, að hann er einn þessara
fjögurra. Sighvatur ítrekaði
spurninguna. „Finnst þér það
sanngjarnt, já eða nei?“ Þor-
steinn Már hló, spurði á móti:
„Hvar eru allir þessir peningar?"
Góð spurning. Hann er sjálfur
skráður fyrir 3 milljörðum.
Réttlæti
Umræðan um auðlindagjald fyrir
aðgang útgerðarinnar að fiski-
miðum þjóðarinnar er á miklum
skriði um þessar mundir. Hin
svonefndu „réttlætisrök" fá al-
mennan og víðtækan hljóm í
samfélaginu. Eða köllum það
öfundarrök. Sú umræða komst á
einhvern röklegan gjaldþrota-
punkt þegar Kristján Ragnarsson
spurði þjóðina hvers vegna hún
sæi ofsjónum yfir því að útgerð-
armenn hefðu með sér „lífeyri"
þegar þeir hættu að gera út. Líf-
eyri? Allir vita að málið snýst
ekki um að eiga fyrir neftóbaki í
ellinni. Meginþorri landsmanna,
sem má ekki gera út, er ósáttur
við að það einkaleyfi sem fáum
er úthlutað til þess, skuli ganga
kaupum og sölum fyrir geypifé.
Hæst lætur þegar einstaklingar
og fjölskyldur breyta „gjafakvót-
um“ sínum í hundruða milljóna
eða milljarða bankainnistæðu.
Ekki batnar öfundin þegar um er
að ræða annarar eða þriðju kyn-
slóðar „sægreifa" sem aldrei hafa
migið í saltan sjó. Eg skal hrein-
skilnislega játa að mér finnst það
undarleg tilhögun örlaganna að
ef faðir minn hefði verið útgerð-
armaður togara, en ekki björgun-
arbáta, þá gætum við feðgar
skipt á milli okkar hálfum til
heilum milljarði eftir velheppnað
hlutafjárútboð um áramótin.
Miðað við að allt væri í meðal-
Iagi. Auðvitað hafa vel stæð
einkafyrirtæki alltaf átt rétt til að
ráðstafa auði sínum. Hér erum
við hins vegar ekki að tala um
neina venjuíega arðsemi áhættu-
fjár. Þetta er - að stærstum hluta
- einokunargróði. Köllum „rétt-
lætisrökin" öfund ef vill. En hún
er þjóðfélagsafl.
Gjald eða skattur?
Stjórnmálamenn í öllum flokk-
um skynja þungann. Halldór As-
grímsson, formaður Framsóknar,
vék að því á miðstjórnarfundi
flokksins að þingmenn hefðu
heyrt raddir þjóðarinnar og það
væri verkefni flokksins að móta
stefnu á næsta ári. Það væri
áhyggjuefni að kvótinn safnaðist
á fáar hendur og „eðlilegt gagn-
rýnisatriði" að mati Halldórs, og
hann bætti við: „Jafnframt veld-
ur mikill hagnaður þeirra sem
hætta rekstri eðlilegri gremju."
Þetta síðastnefnda er í raun
svarið við spurningu Þorsteins
Más í sjónvarpsþættinum: „Hvar
eru allir þessir peningar?" Þeir
eru hjá honum og öðrum sem
hafa veiðheimildir - og vilja selja.
Og Þorsteinn Már bætti við að í
staðinn fyrir að Ieggja á veiði-
gjaid ætti skatturinn bara að sjá
til þess að ná aftur þessum pen-
ingum til ríkisins. Það finnst
Steingrími J. Sigfússyni líka. I
frumvarpi sem hann hefur lagt
fram á Alþingi er lagt til að lagð-
ur verði á sérstakur 50% tekju-
skattur á söluhagnað af „við-
skiptum með aflahlutdeild".
Hann komi til greiðslu á söluári,
án tillits til annarra skatta fyrir-
tækisins. Hugsanlegt er svo að
hagnaður sem eftir standi fari í
tekjuskatt sem nemi 33% til við-
bótar. Þar með yrði söluhagnað-
ur af veiðiheimild „að mestu
gerður upptækur" samkvæmt
Steingrími; eftir stæði eign út-
gerðarmannsins (“lífeyrir“) þegar
búið væri að taka af honum
hagnað „sem kann að hafa
myndast vegna fiskiveiðistjórn-
unarkerfisíns", svo vitnað sé í
greinargerð frumvarpsins.
Viðuikeiming á réttlætisrök-
um
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur margoft bent á að
sú grundvallarregla að greiða
beri fyrir afnot auðlindarinnar sé
komin á með gjöldum sem út-
gerðin ber þegar. Hann segir
réttilega: Iraun er komið veiði-
gjald. Og bætir við: Það má bara
alls ekki vera hærra. Nú hefur
Verslunarráð gefið út skýrslu þar
sem grunnhugmyndin er fylli-
Iega talin koma til greina: „Meg-
inniðurstaða skýrslunnar er að
álagning auðlindagjalds á sjávar-
útveg vegna umframhagnaðar af
fiskveiðum sé ekki tímabær. Slík
álagning kemur hins vegar til
greina í framtíðinni út frá hag-
Réttlætismnræðimni
er í raun lokid. Arð-
s eimsmitræ ð an getur
þá haldið áfram af
fuUiun krafti, og sá
bolti er nú hjá þeim
sem vilja veiðigjald.
Hvert er það verð sem
nægir til að friðþægja
þá sem „svíður órétt-
lætið“?
rænum forsendum ef raunveru-
legur umframhagnaður myndast
í greinni." Kristján Ragnarsson
tók sjálfur upp á arma sfna þann
möguleika í vikunni að auðlinda-
gjald kæmi til greina - þó með
öllum þeim blankheitafyrirvör-
um sem til eru, og auðvitað alls
ekki í fyrirsjáanlegri framtíð.
Þannig má draga fram um-
mæli sem sýna að jafnvel hörð-
ustu andstæðingar veiðigjalds Ijá
máls á því að koma höndum „al-
mannavaldsins" með einum eða
öðrum hætti yfir þá sem nefnast
í sjávarplássum landsins og
skúmaskotum öfundar því virðu-
lega nafni: „sægreifar“.
Arðsemi
Ohætt er að segja að „réttlæt-
iskrafan“ hafi knúið þessa um-
ræðu. Andstaðan er byggð á hag-
rænum rökum: útgerðin ber ekki
frekari álögur. Formaður Fram-
sóknarflokksins lýsti því að jafn-
vel hóflegar veiðgjaldshumyndir
Ieggðu Utgerðarfélag Akureyr-
inga í rúst ef að veruleika yrðu.
Sjávarútvegsráðherra segir að
þær muni færa arðsemi útgerðar
aftur um áratugi, leggja byggðir í
auðn, kalla versnandi lífskjör yfir
þjóðina og flytja vinnu úr landi.
Nú væri auðvelt að vera boru-
brattur og benda á að aldrei í
hagsögunni hefur fundist sá at-
vinnuvegur sem telur sig geta
borið auknar álögur. Og hvað
Verslunarráð á við með því að
leggja til að veiðigjald verði lagt á
„umframhagnað" er efni í mikla
veislu þrætubókarhöfunda. Það
verður fróðlegt að sjá þann út-
gerðarmann sem býðst til að
leggja „umframhagnaðinn" í
púkkið.
Réttlætisumræðunni er í raun
lokið. Arðsemisumræðan getur
þá haldið áfram af fullum krafti,
og sá bolti er nú hjá þeim sem
vilja veiðigjald. Hvert er það verð
sem nægir til að friðþægja þá
sem „svíður óréttlætið"?
Aðrar auðlindir
Þegar þetta blað berst lesendum
stendur Markús Möller, hag-
fræðingur Seðlabankans og erki-
fjandi af LÍÚ þingi, á flokks-
stjórnarfundi Sjálfstæðisflokks-
ins og tekur arðsemisslaginn í
viðræðum við „landauðnar-
menn“. Hann og t.d. Þórólfur
Matthíasson hagfræðingur eru
sammála um að veiðigjald muni
ekki koma niður á arðsemi út-
gerðarinnar. I sjónvarpsþættin-
um sem hér hefur verið vitnað til
benti Markús á að ef allir útgerð-
armenn væru jafn góðir og Þor-
steinn Már og félagar þyldi út-
gerðin vel veiðigjald. Slíkt gjald
muni grisja út þá óhæfu og safna
veiðiheimildum á hendur þeirra
góðu útgerðarmanna sem kunni
að gera almennilega út - og geti
þar af leiðandi borgað fyrir. Þessi
slagur mun standa á næstunni
og eftir því sem hann verður
lærðari mun almenningur hafa
minni möguleika á að skilja
hann - alveg gagnstætt „réttlæt-
isumræðunni". En í þessum
sama þætti kvað við tón sem án
efa mun setja mark á umræðuna
í enn frekari mæli. Samhengið
við aðrar auðlindir.
Sighvatur Björgvinsson og
Ólafur Hannibalsson drápu báð-
ir á það atriði. Nú stefna þjóðir
heims á mengunarþing í Kyoto
þar sem í raun er settur „verð-
miði“ á mengun andrúmslofts-
ins. Andrúmsloftið er að verða
jafn illa sett og þegar íslenski
flotinn var á leið með að útrýma
fiskistofnum. Með því að setja á
„veiðitakmarkanir" á andrúms-
loftið munu fyrirsjáanlega skap-
ast aðstæður fyrir „kvótabrask"
og síðar, að öllum líkindum,
„frjálst framsal“ og sölu kvóta á
heimsmarkaði. Segjum nú að
ríki heimsins úthluti „mengunar-
kvóta" sín í milli, eins og allt út-
lit er fyrir. Verður mengunar-
kvóta Islands jafnað á starfandi
fyrirtæki á Islandi á árunum
1994-97 og nýjum bannað að
losa gróðurhúsaefni? Eins og
þegar menn voru verðlaunaðir
með veiðiheimildum fyrir að
ganga röskar en aðrir að fiski-
stofnunum?
Og hvað með orkufyrirtækin?
Nú verður frjálst að virkja orku á
Islandi. Þökk sé samningi okkar
um Evrópska efnahagssvæðið.
Stefnum við í þá átt að „full-
komna eignarrétt" nokkurra ein-
staklinga á fallvötnum og gufu-
afli landsins eins og hagfræðing-
arnir Ragnar Arnason og Bolli
Þór Runólfsson vilja gera við
fiskimiðin? Þeirra tillaga er að
einkavæða fiskimiðin. Einka-
væðum við svo hálendið, svo ein-
hver verði handhafi kvóta fyrir
hálendislón? Og selji hann þeim
sem hafa kvóta til að losa gróður-
húsaefni í andrúmsloftið? Há-
lendið er verðmætt. Andrúms-
loftið er verðmætt. Hingað til
hafa þessi verðmæti ekki verið
verðlögð. Nú verður það óhjá-
kvæmilegt, rétt eins og þegar
kvótakerfinu var komið á úti á
sjó. Umræðan um framtíðarskip-
an útgerðar er aðeins hluti af
miklu stærra máli sem við stönd-
um frammi fyrir og varðar auð-
lindinar allar. Samtímis því
vakna „réttlætissjónarmiðin" aft-
ur og vísa langt út fyrir fiskimið-
inn, inn á hálendið, upp í loftið.
Öfundin er sterkt þjóðfélagsafl.