Dagur - 29.11.1997, Síða 9

Dagur - 29.11.1997, Síða 9
.Xk^wr LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 - 9 'flutningur í gær. hristast (væntanlega í merking- unni dauðakippir) og að eftir seinna höggið hafí ekki verið vafí um að Lárus væri látinn; hann hætti að hreyfast og hann sá á brjóstkassa Lárusar að hann and- aði ekki. Hofðu 8.000 krónur upp úr krafsinu Bræðurnir benda því á hvorn ann- an sem þann sem drap Lárus, sem vafalítið kemur til með að skipta Þax hringdi Ólafur í logreglima og til- kynnti að bíl siniun hefði verið stolið. Þeir skiptu um föt og fóru á híl Sigurðar til að ná í og losa hinn bílinn. litlu þegar dómur verður upp kveðinn. En í bílnum skiptu þeir með sér afrakstrinum af ránsferð- inni, 8.000 krónum úr veski Lárusar. Sigurður tók 5.000 krón- ur, en Olafur, sá blankari, fékk 3.000 krónur. Þeir óku úr Heið- mörk, en misstu bílinn út af Reykjanesbrautinni, húkkuðu far að leigubílastöð og héldu heim til Sigurðar. Þar hringdi Ólafur í lög- regluna og tilkynnti að bíl sínum hefði verið stolið. Þeir skiptu um föt og fóru á bíl Sigurðar til að ná í og losa hinn bílinn. Það tókst og þeir fóru hvor heim til sín. Fyrir. dómi kom meðal annars fram að Sigurður hefði klippt blóðuga skyrtu sína í búta og virðurkenndi hann að það hefði hann gert til að fela sönnunargögn. Daginn eftir ræddu þeir bræður hvað gera skyldi, en komust ekki að niðurstöðu. En Ólafur gaf sig fram við lögreglu, sagðist hafa orðið vitni að voðaverki og um áttaleytið um kvöldið var Sigurður handtekinn. Bræðurnir eru einir til frásagnar um voðaatburðinn í Heiðmörk og bera sakir á hvorn annan. Það verður áreiðanlega erfítt að skera úr um hver rétta útgáfan er af at- burðarásinni, en geta má þess að þótt líkið hafí verið illa leikið þá bendir framburður lögreglu ekki til þess að ekið hafi verið yfir höf- uð Lárusar, miðað við það hjólfar sem sást á k\iði hans. En það sem fyrir Iiggur með játningum bræðr- anna, ásamt framburði annarra og framlögðum gögnum, er ósam- ræmið merkingarlítið í raun. Bræðurnir verða að öllum likind- um fundnir sekir - samsekir - og fá þá sama dóminn. Unnið að breytingum á sviðinu í Samkomuhúsinu á Akureyri. - myndir: brink Umdeildar breytingar á Samkomuhústnu Lelkhússtjóri LeiWé- lags Akureyrar telur nýtt eldvamakerfi Samkomuhússms stinga í stúf viö um- hverfið. „Menn eru misjafnlega ánægðir með þessar breytingar á leikhús- inu. Ekki hvað varðar salinn og sviðið heldur er eldvarnakerfið umdeilt. Menn greinir á hve vel það fari í þessu gamla húsi. Mér finnst þessar lagnir stinga í stúf. Auövitað er annað ómögulegt en að úðunarkerfi sé sýnilegt en mér finnst ekki óeðlilegt að ein- hvers konar undanþágur gætu Hér má sjá inntakið fyrir slökkvibúnað- inn sem leikhússtjórinn gagnrýnir. átt við um svona merkileg hús með magnaða sögu,“ segir Trausti Ólafsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í gamla Samkomuhúsinu við Hafnarstræti á Akureyri. Auk eldvarnakerfisins umdeilda verð- ur skipt um öll sæti og sviðið lækkað, stór og rúmgóð hljóm- sveitargrylja kemur í stað þeirrar gömlu og þá verður hitaveita í öllu húsinu í stað rafmagnshit- unar áður. Kostnaður er áætlað- ur 25 milljónir og er brýnt að sögn Trausta að verkinu ljúki fyrir áramót, enda heíjast þá æf- ingar á Söngvaseið sem frum- sýndur verður 6. mars nk. Sam- komuhús Leikfélags Akureyrar er 91 árs gamalt. — BÞ Kyoto krofumar að mestu frágengnar Sanmingsionhoð ís- lensku sendinefndar- innar, sem fer til Kyoto að semja um loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, liggur fyrir í megin- dráttum og er haldið stíft í að sérstaða ís- lands verði viður- kennd. Ríkisstjórnin hefur í megindrátt- um gengið frá samningsumboði íslensku sendinefndarinnar á ráðstefnunni um loftslagssamn- ing Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Kyoto í Japan eftir helgi. Guðmundur Bjarnason, um- hverfísráðherra, segir að þar sé að mestu byggt á því sem ákveð- ið var 1995. Lögð sé áhersla á að tekið sé tillit til breytilegra að- stæðna f hveiju ríki. Islendingar vilja að gróðurbinding sé tekin með í reikninginn og að nýjar skuldbindingar takmarki ekki möguleika þeirra til að nýta end- urnýtanlega orkugjafa. Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra. Forsætis- og utanríkisráðherra hafa báðir sagt að svo geti farið að Islendingar skrifi ekki undir ' Liliktiii b.! lÓiUAiiii ^iiit öí* Kyoto samninginn, fáist sérstaða landsins ekki viðurkennd. Eftir umhverfisráðherra hefur hins vegar verið haft að það sé óvið- unandi fyrir Islendinga að standa fyrir utan. Guðmundur neitar því að hann hafí verið beygður í málinu og segir ríkis- stjómina samstíga. Hann hafí líka margsagt að endalega verði menn að meta stöðuna þegar Ijóst sé hvað upp úr hattinum komi. „En ég tel að við þurfum Iíka að meta það hvað það þýðir fyrir okkur að standa utan við. Verði ekki orðið við öllum okkar kröfum er ljóst að samningurinn leggur á okkur ákveðnar skyldur sem verður erfitt að uppfylla. Við þurfum þá að skoða það dæmi í heild sinni. Það verður t.d. erfitt fyrir sjávarútveginn að taka þátt í samningnum en það verður líka erfitt fyrir hann ef við stöndum utan við. Við erum að Ieggja áherslu á umhverfissjónarmið og hreinleika vöru okkar og við verðum ekki eins trúverðug ef við erum ekki í samfélagi þjóð- anna að takast á við þessi mál.“ -vj

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.