Dagur - 09.12.1997, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. desember 1997
ÁætLaður hagnaður Skiima-
iðnaðar 45 imUjónir króna
Rekstur Skumaiðnað-
ar á Akureyri skilaði
39,5 milljóna króna
hagnaði á rekstrarár-
inu 1997, sem nemur
6% af veltu.
Reikningsári félagsins verður
breytt þannig að eftirleiðis
mun það hefjast 1. september
og ljúka 31. ágúst. Rekstur árs-
ins 1997 nær því yfir 8 mán-
uði. Meginástæðan fyrir breyt-
ingu rekstrarárs er að með því
fæst mun raunsærri mynd af
rekstrinum því þá kaupir félag-
ið nær allt það hráefni sem
þarf til vinnslunnar næstu 12
mánuði.
Á aðalundi félagsins sl.
föstudag var samþykkt að
greiða hluthöfum 7% arð af
hlutafé vegna ársins 1997. Þar
með verður arðgreiðsla til hlut-
hafa Sldnnaiðnaðar alls 17% á
almanaksárinu því f vor var
þeim greiddur 10% arður
vegna ársins 1996.
Meðalfjöldi starfsmanna á
árinu var 147. Gunnar Rirgis-
son stjórnarformaður segir að
að virðisauki á hvert starf nemi
um 2,8 milljónum króna, eða
alls rúmar 400 milljónir króna
á ársgrundvelli. Gert er ráð fyr-
ir að arðsemi eigin fjár verði
12% á rekstrarárinu sem hófst
1. september sl. og segir Bjarni
Jónasson, framkvæmdastjóri,
að áætluð brúttóvelta verði
1.130 milljónir króna og hagn-
aður eftir skatta um 45 millj-
ónir króna, en meirihluti hans
falli til á seinni hluta tímabils-
ins. Áætlað veltufé frá rekstri
verður 75 milljónir króna. Nýja
stjórn skipa Gunnar Birgisson
formaður, Þórarinn E. Sveins-
son varaformaður, Ásgeir
Magnússon ritari, Aðalsteinn
Helgason og Ingi Björnsson.
- GG
Frábærar vlð-
tökur á loft-
bóludekkjmn
Rekstur Gúuuni-
víiiiislimar á Akur
ejTri skilaði 2,9
milljóiia króna hagn-
aði íyrstu átta mán-
nði ársins 1997.
Afkoman er betri en á sama
tíma í fyrra þó samanburðurinn
verði ekki alveg sambærilegur
þar sem þá var birt milliuppgjör
eftir fyrstu sjö mánuði ársins.
Rekstrartekjur Gúmmivinnsl-
unnar námu 77,7 milljónum
króna en rekstrargjöld 69,4
milljónum króna. Hagnaður af
reglulegri starfsemi nam 6 millj-
ónum króna og skattgreiðslur
áætlaðar 3,1 milljón króna.
„Afkoman íyrstu átta mánuði
ársins er ekki alveg í takt við
þær væntingar sem við höfðum.
Hins vegar eru síðustu mánuðir
ársins yfirleitt besta rekstrar-
tímabilið hjá Gúmmívinnsl-
unni. Ég vænti þess að félagið
hafi náð því markmiði í árslok
að auka veltuna um 10% milli
ára,“ segir Þórarinn Kristjáns-
son framkvæmdastjóri. Þórar-
inn segir að svonefnd Ioftbólu-
dekk frá Bridgestone hafi feng-
ið frábærar viðtökur hjá íslensk-
um ökumönnum en einnig hafi
orðið veltuaukning í sólningu.
Eigið fé nam í lok ágúst 89
milljónum króna og eiginfjár-
hlutfall var 57%. Hjá Gúmmí-
vinnslunni starfa 1 5 manns.
- GG
Kveikt var á jólatré á Ráðhústorginu á Akureyri sl. laugardag, en tréð er gjöf frá vinabæ Akureyrar í Danmörku, Randers. Að
venju var mikið um söng auk ávarpa og sro birtust jólasveinarnir lafmóðir af fjöllum. Alice £ Zackrisson, formaður Norræna fé-
lagsins, varpaði fram þeirri spurningu við þetta tækifæri hvort ekki væri skemmtilegt að Akureyringar þökkuðu sjálfir fyrir tréð.
Bæjarbúar tóku því vel og á skömmum tima söfnuðust 373 nöfn á lista sem Norræna félagið sér um að senda til Randers.
Sjá einnig myndir á bls. 23 i „ Lífinu í landinu". - gg/mynd: gs
Gísla Kr. Lórenssyni, sem ívar Sigmundsson nefndi „gull-andrés“ vegna tveggja áratuga stjórn á Andrésar-andar leikunum í
Hlíðarfjalli, var afhent afmælisgjöf vegna 60 ára afmælis hans nýverið. Á myndinni eru auk hans Friðrik Adólfsson og ívar Slg-
mundsson. - mynd: gg
Stólalyftan
þrítug
Þrjátíu ár eru liðin
siðan stólalyftan í
Hlíðarfjalli var tekin
í notkun.
1 tilefni af því komu nokkrir
sporgöngumenn skíðaíþróttar-
innar á Akureyri, gamlar hetjur
úr skíðabrekkunum o.fl. saman í
skíðahótelinu í Hlíðarfjalli sl.
föstudag og horfðu m.a. á ganrla
kvikmynd sem tekin var meðan
bygging stólalyftunnar stóð yfir.
Ivar Sigmundsson, forstöðu-
maður Skíðastaða, segir að
stólalyftan bafi á sínum tfrna
verið algjör bylting og með bygg-
ingu hennar hefðu bæjaiy'firv'öld
sýnt geyslega framsýni.
Sem dæmi nefndi hann að það
þótti gott ef menn gengu upp í
toglyftuna fyrir hádegi, renndu
sér niður, fengju sér eithvað í
svanginn, og síðan væri farinn
önnur ferð síðdegis. Varla þyrfti
að reyna aö bjóða nokkrum það í
dag. - GG