Dagur - 11.12.1997, Blaðsíða 1
Góður
umjólin!
Jólin eru mörgum eifið-
ur tími og munur
skorts og allsnægta
verðurhvað skýrastur
um hátíðamar. Þeir
eru sem beturfer
margirsem sinna að-
stoð viðþá sem líða
skort og hjálpa þeim
til að eiga gleðilega
hátíð. Viltu vera góður
umjólin? Lestu
áfram!
Þeir eru margir sem um hver jól
leggja náunga sínum lið og eru
fastagestir félaga sem láta gott af
sér leiða. Það er heldur engin
ástæða til að Iáta það vera að
sinna sínum minnstu bræðrum,
því víða er hægt að leita með
gjafir sem maður vill að gleðji
aðra um jólin. Jólin eru jú líka
fæðingarhátíð þess sem sagði:
„Það sem þér gjörið einum
minna minnstu bræðra, það gjör-
ið þér mér.“
Rauði krossinn einbeitir sér
mest að stuðningi við stríðshrjáð
fólk víða um heim. AUan ársins
hring er tekið við framlögum og
fatagjöfum. Hafsteinn Jakobsson
hjá Rauða krossinum á Akureyri
segir að þeir sem vinna að aðstoð
við bágstadda reyni að skipta
með sér verkum. Það hafi komið
í hlut mæðrastyrksnefndar og
Hjálparstofnunar ldrkjunnar að
sinna matar og fatagjöfum til
fólks innanlands. Rauði krossinn
styrki svo mæðrastyrksnefndir í
þeirra starfi. Hann segir að fólk
sé duglegra nú en áður að koma
með föt til Rauða krossins allan
ársins hring, þegar það tekur til í
skápum sínum. Sérstakar fata-
safnanir skili þó alltaf miklu.
LeiMöng og ný föt
Hjálparstofnun kirkjunnar leggur
nauðstöddum lið erlendis og
flestir landsmenn hafa fengið
senda gíróseðla til styrktar stofn-
uninni. Innanlands koma beiðnir
um aðstoð í gegnum sóknar-
presta og sér Hjálparstofnunin
um matargjafir til þeirra sem á
þurfa að halda. Stofnunin starf-
rækir matarbúr, bæði í Reykjavík
og á Akureyri. Jónas Þórisson
framkvæmdastjóri Hjálparstofn-
unnar kirkjunnar segir að eitt-
hvað sé um það að einstaklingar
sendi matargjafir, en mest sé um
það að fyrirtæki leggi stofnuninni
til matvæli. Hann segir að Hjálp-
arstofnun kirkjunnar leggi meiri
áherslu en áður á að sinna and-
legur þörfum skjólstæðinga sinna
ekki síður en líkamlegum og
reynt sé að veita þeim aðstoð á
allan hátt.
Unnur Jónasdóttir hjá mæðra-
styrksnefnd í Reykjavík segir að
það sé sama fólkið ár eftir ár sem
styrki starfsemi þeirra, en þó
bætist alltaf einhverjir nýir í hóp-
inn. Hún segir að allt sé vel þeg-
ið, ekki síst fatnaður, sem komi
oft að góðum notum. „Okkur
vantar alltaf ný föt. Það er svo
gaman að gefa ný föt,“ segir
Unnur. Hún bætir þvf við að not-
uð föt séu Iíka vel þegin, enda
sjái oft á tíðum ekkert á þeim.
Hekla Geirdal hjá mæðrastyrks-
nefnd á Akureyri tekur í sama
streng og segir alltaf vanta föt á
krakka á aldrinum 5-10 ára. Þær
benda á að gaman sé að fá leik-
föng sem hægt sé að stinga með
til fjölskyldna, því þær hafi upp-
lýsingar um barnafjölda hjá þeim
sem þær styðja. Gott er að merk-
ja leikfangapakka sem komið er
með til líknarfélaga með aldri og
kyni þess sem leikföngin eru
hugsuð fyrir. Þær stöllur hjá
mæðrastyrksnefnd segja þó að
Erlingur og Ann Merethe, foringjar í Hernum, með fatastafla sem bíða þeirra sem viija komast hjá jólakettinum. Liknar- og hjálpar-
stofnanir taka á móti fatnaði, mat, leikföngum og pen/ngum tii þeirra sem eiga um sárt að b/nda um jólin. mynd: brink.
mest sé um úthlutun matarmiða,
þannig að peningagjafir nýtist
best. „Það munar miklu fyrir fólk
að sleppa við matarútgjöld,
þannig að hægt sé að nota þá
litlu peninga sem til eru á heim-
ilinu í aðrar þarfir. Við fengum
gefins kartöflur í fyrra og það
gerði rosalega Iukku,“ segir
Hekla.
Margir örlátir
Erlingur Níelsson, foringi í
Hjálpræðishernum á Akureyri,
segir að þeir hafi þegar staðið fyr-
ir fatasöfnun. „Viðbrögð fólks við
því að gefa í fatasöfnunina hafa
verið frábærar og heilmikið af
fatnaði borist." Erlingur segir að
nú sé að hefjast fjársöfnun í
göngugötunni í jólapottinn. „Við
veitum svo IJölskyldum og ein-
staklingum styrk fyrir jólin úr
jólapottinum,“ sagði hann enn-
fremur.
Forsvarsmenn þeirra félaga og
hópa voru allir á því að fólk væri
örlátt og vildi láta gott af sér
leiða. Sami hópur einstaklinga og
fyrirtækja Ieggi þeim lið við að
hjálpa öðrum ár eftir ár. Hópur-
inn færi þó eitthvað stækkandi
og ástæða væri til að hvetja fólk
til að vera vakandi fyrir neyð og
skorti náungans. A heimilum
fólks eru föt, leikföng og fleiri
hlutir sem enginn notar. Þessir
hlutir koma oft í góðar þarfir
annars staðar. Hjálparstofnun
kirkjunnar, mæðrastyrksnefnd,
Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar
eru meira en tilbúnir að miðla
slíku til fólks sem þarf á því að
halda. Það er því ekki eftir neinu
að bíða fyrir okkur sem höfum
nóg, að nýta okkur þessa þjón-
ustu til þess að gleðja náunga
okkar á jólum. HH
N y 11 s t m a n ú m e r
SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA
Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi 588-7200 • Fax S88-7201
wmmmmmmmmmm
mmmmuam
Veitum hagstæð
i lán til kaupa á
! landbúnaðarvélum
SP-FJARMOGNUN HF
Það tekur aðeins
einn
virkan
aö kotna póstinum
þínum til skila