Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 14

Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 14
30 - LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 ■ I HEILSULÍFIÐ í LANDINU Gudmundur Þorgeirsson yfirlæknir á Landsspítalanum. mynd:hilmar Fólk á að gera sér dagamun Fólk á aðgera sérdagamun í mat um hátíðimarán þess að hafa afþví áhyggjur. Frekar skal hafa í huga að horða nóg afávöxtum oggrænmeti samhliðajólasteikinni. Holl hreyfing spillirekki ájólum. Þegar Guðmundur Þorgeirsson yfirlæknir á Landsspítalanum er spurður að því hvort hægt sé að undirbúa líkamann fyrir hina mildu matarhátíð sem nú gengur í garð segir hann áð lítið sé hægt að gera. Hann myndi frekar vilja benda fólld á tvíþætt áhyggjuefni í sambandi við jólamatinn sjálfan, mikilvægis neyslu ávaxta og græn- metis og hollrar hreyfingar. Fitu- og saltneysla úx böndumun „Ahyggjuefnin í sambandi við matinn eru tvíþætt. Annars vegar er mikið salt í sum- um þessum réttum sem fellur undir jólamatinn. Fólk sem hefur háan blóð- þrýsting eða tilhneigingu til hjartabilunar er í hættu statt að því leytinu. Það er frægt t.d. í Bandaríkunum að spitalar fyllast af hjartabiluðu fólki eftir svona hátfðisdaga. Fólk borðar reykta og salta kjötrétti í meira magni en það er vant. Það er því er gríðarlega mikið atriði að fólk reyni að gæta hófs í saltneyslunni og sníða sér stakk eftir vexti hvað sem tautar og raular." Guðmundur nefnir hins vegar að jólamaturinn sé óvenju fituríkur. „Fitu- neyslan fer svolítið úr böndunum þessa daga. Þrátt fyrir það er ég þeirrar skoðun- ar að það skipti ekki algerlega sköpum. Þarna erum við nefnilega að tala um lang- tímaáhrif á æðakerfið og þó það sé ekki spursmál að fituneysla hafi afgerandi áhrif á kólesteról í blóði og þar með á langtíma- ástand hjarta og æðakerfisins þá skipir það alltaf mestu hvað við borðum dag frá degi. Vegna þessa þá er ég á þeirri skoðun að fólk eigi að gera sér dagamun í mat um hátíðirnar en stilla salt- og fituneyslu þar fyrir utan í hóf.“ MiMlvægi ávaxta og grænmetis „Þó maður sé að borða jólamatinn," segir Guðmundur, ...“þá er engin ástæða að hætta að borða ávexti og grænmeti. Fólk á að reyna að halda í hlut þeirrar fæðu í matnum. Það gerir strax mjög mikið gagn og skilar okkur vítamínum sem skipta máli.“Hann leggur því áherslu á ...“að halda grænmeti og ávöxtum inni. Hafa ekki of miklar áhyggjur af því að menn víki út af dyggðarinnar vegi í sambandi matar- æðið á hátíðisdögunum. Og að fólk reyni að hreyfa sig, það er mikilvægt á svona dögum.“ — HBG iTffm Forleíkur að jólum Halldóra Bjarnadóttir skrifar Nú á aðventunni hafa flestir haft í nógu að snú- ast og því kannski ekki gef- ist nægur tími sem skyldi fyrir pör að rækta sam- bandið í öllu jólastressinu. Framundan er jólahátíðin og að þessu sinni stendur hún sérlega vel af sér hvað varðar frídaga. Upplagt er fyrir þá, sem hafa þetta góða frí, að njóta þess sem best með fjölskyld- unni og fyrir hjón/pör að gleyma því ekki, að sinna sér og sínu sambandi. Fólk er sjálf- sagt sjaldan betur upplagt til að njóta kyn- iífs, en þegar það á gott frí og er vel úthvílt. Listin að elska Að vera góður elskhugi er ekki meðfæddur hæfileiki, en allir geta náð tökum á þeirri Iist að elska. Það sem til þarf er opinn hug- ur og vilji, bæði til að gefa og þiggja og að þekkja þarfir makans, hvort heldur þær eru tilfinningalegs eðlis eða líkamlegs. Til eru sambönd sem nær eingöngu byggja á kynlífi, án heitra tilfinninga eða væntumþykju. F.n fæstum, hvort heldur er um konu eða karl að ræða, reynist einnar nætur gaman góð uppskrift að kynferðis- legri fullnægju. Þótt fullnægingin sjálf sé hápunktur flestra samfara hvað varðar karlmenn sér- staklega og flestar konur, þá finnst hinum skapandi elskhuga hún vera hluti af kynlíf- inu, en ekki þungamiðja. Flestum finnst okkur fullnægingin mismunandi í hvert skipti. Með því að leggja áherslu á forleik- inn geta kynmökin orðið betri og nautnarík- ari fyrir báða aðila. Forleikur er annað og meira en nánar gælur og kossar. Það sem þú segir og hvern- ig þú segir það er líka hluti af leiknum. Ast- fangið fólk þekkir þúsund leiðir til að sýna ástúð sína, væntumþykju og aðdáun. Kynþörf einstaklinga er mismunandi en talið er að kynþörf kvenna sé flóknari en kynþörf karla. Góður elskhugi Það veit enginn fyrirfram, hvað hinum aðil- anum hugnast í kynlífi. Konan er talin hafa meiri möguleika á að fá fullnægingu en karlmaðurinn og kynhvöt hennar er sterkari. í líffræðilegu tilliti þarf meira til að æsa upp konu en karlmann. Á vissu skeiði tíðahringsins getur hún verið næmari fyrir kynhrifum en ella og sam- kvæmt könnunum virðist reglan vera sú að í tilfinningalegu tilliti hafi konan meiri væntingar til kynlífsins en flestir karlmenn. Fyrir bragðið getur reynst erfitt að veita henni það sem hún þráir. Samkvæmt könn- un sem gerð var fyrir rúmum 40 árum kvörtuðu konur helst yfir því að rekkjunaut- ar þeirra sýndu þeim ekki næga athygli, gæfu sér ekki nægan tíma og væru ekki nógu blíðir og jafnvel of uppteknir af eigin vellíðan. Til þess að verða betri elskhugar ættu menn því að gefa sér meiri tíma til atlota og einbeita sér að því að gera henni til geðs, því þá mun hans nautn aukast að sama skapi. Halldóra Bjamadóttir hjúkrunarfræðingur skrifar um kynlíf fyrir Dug og tekur við fyrir- spumum. Símhréfsnúmer: 460 6171, netfang: ritstjóri@dagur.is. Vonleysið verður að martröð „Jólin eru tilfinningalegur álagstími," sagði séra Gylfi Jónsson í viðtali í Degi í gær og hafði þar alveg örugglega rétt fyr- ir sér. I jólakapphlaupinu sem viðgengst fyrir jólin eru örugglega fjölmargir sem finna fyr- ir gríðarlegu álagi. Fullkomnunarárátt- an blómstrar sem aldrei fyrr. Allt skal fara fram eftir fyrirfram settum reglum og allt skal vera tipptopp. Bakst- urinn og matartilbúningurinn þvílíkur að nægi mörgum stórfjölskyldum, heim- ilið nýþrifið og skreytt hátt og lágt og gjafirnar keyptar úr búðinni fyrir mörg þúsund krónur. Hvílíkar kröfur! Prestar og annað fagfólk verða sífellt betur varir við svonefndan jólakvíða þeg- ar fólk fer að kvíða fyrir jólunum og það er engin furða. Kirkjan og ritningin segja að jólin eigi að vera gleðileg því að þá sé verið að fagna fæðingu frelsarans og auðvitað er allt gert til að svo geti orðið. Allir vilja eiga gleðileg jól og kannski gleyma menn sér í allri vinn- unni við að svo geti orðið. I áranna rás hefur orðið einhver misskilningur. Jóla- kapphlaupið er farið að valda áhyggjum og kvíða. Kröfurnar valda þjáningum. Vonleysið magnast upp og verður að martröð þegar aðfangadagur loks rennur upp. Yfirborðið er slétt og fellt en undir yf- irborðinu leynist misjafnt ástand innan hverrar Ijölskyldu. I sumum tilvikum hefur orðið fráfall á árinu sem óneitan- lega veldur söknuði, kvíða og sorg innan Qölskyldunnar, að ekki sé talað um það þegar farið er í kirkjugarðinn á Þorláks- messu eða einn stóllinn \ið borðið er tómur á aðfangadagskvöld. I öðrum til- vikum geta líka erfiðleikar á borð við áfengisdrykkju valdið kvíða á aðvent- unni og spillt ánægjunni um jólin. Fá- tækt og atvinnuleysi líka. Staðreyndin er sú að einstaklingum líður illa um jólin og því þarf að breyta. Það er nefnilega hægt að koma í veg fyrir að fólki líði illa. Séra Gylfi viður- kennir að kirkjan hafi _ kannski lagt fullmikla pfjljll áherslu á gleðina sem slíka og gleymt að horfa á vanlíðanina og sorgina hjá mönnum. Kirkjan reynir nú að gera sitt til þess að draga úr kvíðanum fyrir jólin með því að ræða málin í Langholtskirkju klukkan fjögur á morgun. Einstaklingarnir sjálfir geta lagt sitt af mörkum til að snúa vörn í sókn og losna við kvíðann. Þeir geta mætt í kirkjuna til að ræða málin, þeir geta sótt styrk til sér- fræðinga, vina eða vanda- manna. Það er alltaf til bóta að opna sig og ræða málin við maka eða góð- an vin. Guðrún Helga Sigurð- ar- dóttir. ghs@ff.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.