Dagur - 23.12.1997, Síða 1
80. og 81. árgangur - 243. tölublad
Davíð skýri við
hverjahaimá
Með því að tilkynna
hrókermgar í ríkis-
stjóminni með löng-
um íyrirvara hefur
forsætisráðherra kall-
að yfir sig og fiokkinn
átök og þrýsting í all-
an vetur um endur-
nýjun í ráðherrastól-
um.
Mikil ólga er í báðum stjórnar-
flokkunum vegna opinberra yfir-
lýsinga Davíðs Oddssonar, for-
sætisráðherra, um að skipt verði
út ráðherrum á næsta ári. Friðrik
Sophusson, sem talinn er á för-
um úr ríkisstjórninni á miðju ári
1998 og í forstjórastól Lands-
virkjunar, sagði í viðtali við Dag í
gær: „Mér þykir eðlilegast að
Davíð Oddsson skýri það hverja
hann á við í þessu sambandi."
Þungavigtar-
menn innan Sjálf-
stæðisflokksins
sögðu blaðamanni
Dags í gær að eink-
um hefði verið um
það rætt að Geir
H. Haarde, for-
maður þingflokks-
ins, tæki við emb-
ætti fjármálaráð-
herra af Friðriki
Sophussyni næsta
sumar. Hins vegar
hefði Davíð sett af
stað atburðarás
sem vafalítið
myndi leiða til auk-
ins þrýstings næstu
mánuði í þá veru
að skipt yrði um
fleiri en einn ráð-
herra Sjálfstæðis-
flokksins.
Fraiiisóknanneiin reiðir
Yfirlýsing Davíðs kom ráðherr-
um Framsóknarflokksins mjög á
óvart. Heimildir Dags innan
flokksins herma að forystumenn
þar á bæ hafi reiðst mjög, þótt
þeir gæti orða sinna opinberlega.
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, segir almennt séð
óheppilegt að hugsanlegar breyt-
ingar á ríkisstjórn hafi Iangan að-
draganda. „Eg tel að það sé með
þetta eins og gengi gjaldmiðla,
svona umræða veikir og hún
veikir líka þá ríkisstjórn sem sit-
ur og þá ráðherra sem slíkt um-
tal er um,“ segir hann.
Halldór segir að ekki hafi verið
rætt um breytingar á ráðherra-
skipan framsóknarmanna. „Eg
hef fullt traust á ráðherrum
flokksins og tel að þeir hafi stað-
ið sig vel,“ segir hann.
Rætt hefur verið um að Guð-
mundur Bjarnason, umhverfis-
ráðherra, hafi hug á að setjast í
embætti bankastjóra Seðlahank-
ans þegar Steingrímur Her-
mannsson lætur þar af störfum á
miðju næsta ári.
Sjá fréttaskýringu bls. 8-9.
Bæði vor
og haust!
Stjúpmæður og fleiri blóm frá
sumrinu 1997 eru enn í hörku-
vexti á Þorláksmessu, í húsa-
görðum í grennd við ritstjórn
Dags í Reykjavík, líkt og þær viti
ekki að löngu er kominn vetur. I
þeim sömu görðum eru svo lauk-
ar vorsins 1998, krókusar jafnt
og páskaliljur og túlípanar,
komnir vel upp úr moldinni.
Runnarósir, sem bjuggu sig und-
ir vetur fyrr í haust, eru nú aftur
farnar að vaxa og sama er að
segja um lúpínur, næturfjólur og
fjölda annarra fjölærra garða-
blóma sem spretta á fullu um
þessar mundir, líkt og þau haldi
að komið sé vor. I görðum
margra Reykvíkinga a.m.k. er
þannig fátt sem minnir á vetur.
En líklega á það eftir að renna
illilega upp fyrir sumarblómum
næsta árs að vorið 1998 er enn-
þá langt undan. — HEI
/ görðum borgarbúa virðist nú bæði ríkjandi haust og vor en hins vegar fátt sem minnir á vetur konung, eins og þessar myndir
sem teknar voru i gær i Reykjavík bera með sér. - mynd: pjetur
Einar Már í
tíu þúsund?
Einar Már Guðmundsson hefur
rækilega slegið í gegn á þessari
jólabókavertíð en jafnvel er búist
við að skáldsaga hans Fótspor á
himnum muni seljast í um tíu
þúsund eintökum. Halldór Guð-
mundsson, útgáfustjóri Máls og
menningar, segir að bókin virðist
ætla að verða söluhæsta skáldi
saga sem komið hefur út hjá for-
laginu í allnokkur ár.
Halldór sagðist búast við að er-
lend forlög hafi áhuga á að gefa
út Fótspor á himnum og taldi
líklegt að viðræður myndu hefj-
ast strax og jólabókavertíðinni
lýkur.
Bók Einars Más er ekki eina
bók forlagsins sem erlend bóka-
forlög renna hýru auga til en for-
lög á Norðurlöndum og í Þýska-
landi hafa augastað á smásagna-
safni Gyrðis Elíassonar, Vatns-
fólkinu, sem hefur náð góðri
sölu fyrir þessi jól og verið tví-
prentað.
Foppmmjar
áAkureyri
Svo kann að fara að Norðlend-
ingar eignist sitt poppminjasafn
á Akureyri. Sigmundur Rafn
Einarsson matreiðslumaður hef-
ur viðrað þá hugmynd að koma
upp slíku safni á kaffihúsi sem
hann hyggst opna í Hafnarstræti
með hækkandi sól á næsta ári.
Hann hefur rætt málið við Rún-
ar Júlíusson sem hefur reynslu
af slíku safni sem komið hefur
verið upp í Keflavík.
Sigmundur Rafn telur ekki
útilokað að safnmunir verði
fengnir víðar af en frá Akureyri.
I þeim elrium kemur til greina
að horfa til alls Norðurlands í
sögu dægurlagatónlistar. Hann
leggur þó áherslu á að samvinna
verður höfð við þá í Keflavík
sem voru þeir fyrstu til að gera
poppminjasafn að veruleika.
- GRH
Premium
miðiarar
IWiOI
Perfectao
B0RG ARTUT'fm “• SIMI 502
1 dagar
tll jóla
Ketkrókur
9SI
Neysíuvatnsdælur
SINDRI^
-sterkur í verki
/222 • BREFASIMI 562 1024