Dagur - 23.12.1997, Blaðsíða 10
10-ÞRIÐJUDAGUR 23.DESEMBER 1997
FRÉTTIR
L.
MiMI olvun í Reykjavík
Dagbók lögregluimar
í Reykjavík 19. til
22. desember 1997.
Mikið annríki var hjá lögregl-
unni þessa helgi. Mikið var um
ölvun bæði í heimahúsum og við
hin fjölmörgu veitingahús borg-
arinnar. Eitthvað virðist undir-
búningur fyrir hátíð Ijós og frið-
ar fara misjafnt í borgarbúa því
mikið var um pústra og meiðing-
ar milli einstaklinga. Töluvert
var um að unglingar söfnuðust
saman í hópa víðsvegar um borg-
ina og var kvartað undan fram-
ferði þeirra í mörgum tilvikum.
Eitthvað var um rúðubrot. Karl-
maður á miðjum aldri var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 5.
janúar nk. vegna gruns um aðild
hans að nokkrum innbrotum í
borginni á síðustu vikum.
Umferðarmál
Mikil og þung umferð hefur ver-
ið um helgina, einkum í ná-
grenni við verslunarmiðstöðvar. I
flestum tilvikum hefur umferðin
gengið vel en 39 umferðaróhöpp
voru tilkynnt lögreglu. Arekstur
var með fjórum ökutækjum á
Miklubraut við Lönguhlíð á
föstudag rétt fyrir klukkan sex.
Engin slys urðu á fólki.
Að morgni laugardags varð
umferðarslys á Miklubraut við
Reykjahlíð er þrjú ökutæki rák-
ust saman. Flytja varð fimm far-
þega á slysadeild en áverkar voru
ekki taldir alvarlegir.
Það voru 75 ökumenn stöðv-
aðir vegna hraðaksturs um helg-
ina sem er mjög mikið einkum
miðað við árstíma. Einn þeirra
sem ók á Breiðholtsbraut var
mældur á 145 km hraða. Oku-
maðurinn var færður á lögreglu-
stöð þar sem hann var sviptur
ökuréttindum. Þá voru 10 öku-
menn stöðvaðir vegna gruns um
ölvun við akstur.
Stolið úr ktrkju
Um hádegi var ekið á rúmlega
sjötugan karlmann í Síðumúla.
Karlmaðurinn féll í götuna við
höggið en meiðsl hans eru ekki
talin alvarleg. Hann var fluttur á
slysadeild af Iögreglu til skoðun-
ar.
Um miðjan dag var lögreglu
tilkynnt um þjófnað á íjármun-
um úr fatahengi í einni af kirkj-
um borgarinnar. Auk þjófnaðar á
fjármunum fyrir um 50 þúsund
krónur var tekið kort og tekið út
af því í nálægum hraðbanka.
Síðla kvölds var ungur piltur
þekktur lyrir brotahneigð sína
handtekinn af lögreglu í mið-
bænum. Hann var færður í
fangageymslu grunaður um
þjófnað í hinu helga húsi.
Réttindalaus með fíkniefni
Ráðist var að karlmailni á Lækj-
artorgi um klukkan hálf þrjú að
morgni laugardags. Maðurinn
fékk áverka á andliti og var flutt-
ur á slysadeild til aðhlynningar.
Arásarmaðurinn var handtekinn
og fluttur í fangageymslu.
Bifreið var stöðvuð um klukk-
an þrjú aðfaranótt laugardags við
Hlemmtorg. Við skoðun lög-
reglumanna kom í ljós akstur án
tilskilinna réttinda auk þess sem
hánn er grunaður að hafa verið
undir áhrifum áfengis eða lyfja. I
ökutækinu fundust ætluð fíkni-
efni. Einn aðili var handtekinn
og færður í fangageymslur.
Sparkað í niaini
Um klukkan þrjú að morgni
laugardags fannst maður liggj-
andi á gangstétt í Tryggvagötu og
hafði veriö sparkað í hann. Hann
var fyrst fluttur á miðborgarstöð
lögreglu og síðan á slysadeild.
Tveir karlmenn annar 23 ára og
hinn 19 ára voru handteknir og
fluttir í fangageymslu vegna
gruns um aðild þeirra að
árásinni.
Rétt fyrir háíf fjögur að morgni
laugardags var síðan ráðist á
karlmann í Hafnarstræti og
hann „skallaður". Maðurinn
hneig niður meðvitundarlaus
skömmu síðar og var fluttur á
slysadeild með sjúkrabifreið.
Ekki er vitað um árásaraðila.
Rétt fyrir klukkan fjögur var
lögreglu tilkynnt um að fertugur
karlmaður hefði brotist inn í,
íbúð í vesturbænum og áreitt þar
stúlkubarn. Ibúar hússins vökn-
uðu við öskur barnsins og lagði
maðurinn þá á flótta. Hann var
síðan handtekinn af íbúunum
utan við húsið. Maðurinn var
fluttur í fangageymslu.
Kókaín í veislu
Rúmlega sex að morgni laugar-
dags lagði lögreglan hald á ætlað
kókaín í heimahúsi í Breiðholts-
hverfi. Húsráðandi var handtek-
inn og fluttur á lögreglustöð. Þá
voru höfð afskipti af 1 5 öðrum
veislugestum á staðnum.
Rúmlega tíu að morgni laugar-
dags var lögreglu tilkynnt um
mikinn reyk í stigagangi sambýl-
ishúss í Breiðholtshverfi.
Slökkvilið kom á staðinn og
reyndist vera eldur í barnavagni.
Töluverðar sótskemmdir urðu og
varð að reykræsta stigaganginn.
Skömmu síðar handtók lögregl-
an karlmann sem grunaður er
um verknaðinn. Hann var fluttur
í fangageymslu.
Brotist var inn í fyrirtæki í Ar-
bæjarhverfi og þaðan stolið tölvu
og öðrum rafmagnstækjum að
verðmæti á annað hundrað þús-
und.
Þá var brotist inn í heimahús í
austurborginni og þaðan stolið
tölvu og öðrum rafeindabúnaði
og hljómflutningstækjum.
Árás í miðborgiimi
Fjórar fimmtán ára stúlkur fóru
inn í söluturn í Grafarvogi um
klukkan hálf þrjú að morgni
sunnudags. Ekki er Ijóst hvort
einhverju hafði verið stolið en
stúlkurnar sögðust hafa komið
að opinni hurð, en verksum-
merki á staðnum bentu til inn-
brots. Stúlkurnar voru færðar á
lögreglustöð.
Rúmlega sjö að morgni sunnu-
dags kom karlmaður á miðborg-
arstöð lögreglu og sagðist hafa
orðið fyrir árás. Hann hafði tals-
verða áverka á andliti og var
fluttur á slysadeild til aðhlynn-
ingar. Arásarmenn eru ófundnir.
Hrópað inn um bréfalúgu
Lögð hefur verið áhersla á að halda bifreiðum frá göngugötunni þannig að engin
ónauðsynleg umferð ökutækja sé þar enda mikið af gangandi fólki þar íjólaösinni.
Úr dagbók lögregl-
minar á Akureyri vik
una 15. - 22. desem-
ber 1997.
Koma jólanna einkenndi störf
lögreglunnar í vikunni en síð-
ustu tvær vikurnar fyrir jól er
lögreglan jafnan með meiri við-
búnað en endranær vegna mik-
illar umferðar og verslunar í
bænum. Miðast störf Iögregl-
unnar þá frekar við aðstoð og
Ieiðbeiningar en refsingar og
sektir og gjarnan litið mildari
augum á smáyfirsjónir enda lög-
reglumenn sem aðrir farnir að
finna nálægð jólanna sem er jú
hátíð ljóss og friðar. Lögð hefur
verið áhersla á að halda bifreið-
um frá göngugötunni þannig að
engin ónauðsynleg umferð öku-
tækja sé þar enda mikið af gang-
andi fólki þar í jólaösinni. Þá
hefur verið lögð áhersla á að
greiða fyrir umferð þar sem þörf
hefur þótt á hverju sinni. Sérstök
áhers'Ia hefur verið Iögð á að lög-
reglumenn væru gangandi í eftir-
liti í miðbænum og ættu bæjar-
búar að hafa orðið varir við það.
Þrátt fyrir góð akstursskilyrði
urðu 12 umferðaróhöpp í vik-
unni. Talsvert eignatjón varð í
þessum óhöppum og minnihátt-
ar meiðsl í 4 þeirra. Fjórir voru
teknir grunaðir um ölvun við
akstur og átta fyrir, of hraðan
akstur.
Bréfalúgmnaður
Það er ekki laust við að nokkur
spenna fylgi nálægð jólanná og
verða þá útköll lögreglunnar
stundum öðruvísi en vanalega.
A þriðjudagskvöldið var þannig
hringt úr húsi í bænum og kvart-
að yfir nágrannanum sem væri
að öskra inn um bréfalúguna.
Heyrðust öskur mannsins greini-
lega um síma tilkynnanda. Þegar
lögreglan kom á staðinn hafði
granninn linnt látum og var far-
inn til síns heima.
Hlaupandi jólaskreyting
Sama kvöld var kvartað yfir
dökkklæddum manni á hlaupum
sem sæist illa í umferðinni til
stórrar hættu fyrir hann sjálfan.
Fór lögreglan á stúfana vel birg
endurskinsmerkjum og fann
manninn eftir nokkra leit í
myrkrinu og benti honum á þá
hættu sem hann væri í að hlaupa
nær ósýnilegur í umferðinni.
Tók maðurinn því vel og var síð-
an skrýddur fjölmörgum endur-
skinsmerkjum áður en hann
hljóp af stað á ný. Varð nú sú
breyting á að því var líkast sem
ein hinna fjölmörgu jólaskreyt-
inga væri komin af stað svo vel
glampaði á endurskinsmerki
mannsins og verður ekki of brýnt
fyrir gangandi vegfarendum að
nota endurskinsmerki enda
óvenju dimmt yfir vegna snjó-
leysis.
Nautgripir á þjódveginum
Þá vissu lögreglumenn ekki
hvaðan á þá stóð veðrið þegar
vegfarandi hringdi og kvartaði
undan Iausum nautgripum við
þjóðveginn enda ekki að búist
við slíkum gripum utan dyra fyrr
en með vormánuðum í venjulegu
árferði.
Hætta af jólaskreytingum
Mikið er af alls kyns jólaskreyt-
ingum í bænum en þeim getur
líka fylgt hætta og þannig varð
maður lyrir raflosti á laugardag-
inn er hann var að vinnna við
rafmagnsskreytingu. Brenndist
hann nokkuð á höndum og var
fluttur á sjúkrahús. Er ástæða til
að hvetja fólk til að fara varlega
þegar rafmagnsskreytingar eru
annarsvegar og ávallt þarf að
hafa í huga eldhættu sem af
þeim getur stafað og er sjálfsögð
regla að slökkva á öllum inni-
skreytingum á nóttunni og þegar
farið er að heiman.
Jólakveðjur
Mikill fjöldi ungmenna var sam-
ankominn í miðbænum aðfara-
nótt föstudagsins en allt fór þar
vel fram. Allmikil ölvun var að-
faranótt laugardagsins og þurftu
nokkrir að gista fangageymslur
sökum ölvunar. Var mikill erill
hjá Iögreglunni en engin sérstök
mál komu upp. Rólegra var að-
faranótt sunnudagsins.
Lögreglan á Akureyri sendir
svo bæjarbúum og landsmönn-
um öllum hugheilar jólakveðjur
og vonar að friður jólanna megi
ríkja á heimilum þeirra um há-
tíðarnar. - DG