Dagur - 23.12.1997, Qupperneq 16

Dagur - 23.12.1997, Qupperneq 16
VEÐUR- HORFUR Línuritin sýna fjögnrra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vin- dáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Reykjavík °C Mið 10- 5- 0 -5 FÖS Lau mi^_ -10 5 0 NA3 NNA3 NA5 N4 A3 N3 NNA4 NNA4 NNA2 Stykkishólmur ”? Mið Fim Fös Lau mm 101--- ---- ---- -----M5 NA4 NNA5 NA5 N4 NNA5 NNA6 NNA5 Blönduós Egilsstaðir °9 Mið Fim Fös Lau mm_ A3 V3 NNV3 NNV3 VNV1 NA3 V3 NNV3 NV3 Kirkjubæjarklaustur ANA2 VSV2 NS2 NA2 A2 NNV3 VSV2 NA3 NNA2 Stórhöfði NA6 VSV5 NA5 N5 A5 NV6 NV3 NA6 N5 Vedrið í dag... Austlæg átt, gola eða kaldi, en norðaustlægur á Vestjförðum. Dálítil rigning verður sunnan- og suðaustan- lands og eins sums staðar suðvestan til, en á Norðurlandi og Vestfjörðum verður að mestu úrkomulaust. Hiti 3 til 7 stig. ÍÞRÓTTIR Besta jolagjofm Haukur Ingi Guönason orðinn leikmaöur á Anfield. Híiukur Ingi Guðna- son fékk sína bestu jólagjöf um helgina. Samningur við Liver- pool er klár til undir- ritunar. Draumur unga knattspyrnu- mannsins er orðinn að veruleika. Það er engum blöðum um það að fletta að Haukur Ingi Guðna- son er genginn til liðs við fræg- asta lið sem íslenskur leikmaður hefur samið við til þessa. Eins og fram kom í Degi fyrr í haust voru forráðamenn Liverpool ánægðir með Keflvíkinginn eftir vikudvöl hans hjá félaginu í október. Haukur var ekki síður ánægður hjá félaginu og nú er draumur- inn orðinn að veruleika. „Samningarnir gengu mjög fljótt fyrir sig eftir að Birgir Run- ólfsson, stjórnarmaður frá Kefla- vík, fór út á föstudaginn,“ sagði Haukur Ingi. „Samningurinn var tilbúinn á laugardaginn. Annars var mér haldið utan við allar við- ræður svo ég gæti einbeitt mér að náminu. Nú er því lokið og þá fékk ég fréttirnar. Þetta hefur farið mest í gegnum umboðs- mann minn, Norðmanninn Erik Soler, og hann hafði síðan sam- bandi við Keflvfkingana." Haukur Ingi lék með varaliði Liverpool í haust svo hann veit að hverju hann gengur. Héðinn Gilsson fór vel af stað með liði sínu Bayer Dormagen í þýsku 1. deildarkeppninni í handknattleik um síðustu helgi. Héðinn skoraði sjö af mörkum Dormagen, þar af sex þeirra í fyrri hálfleik, þegar heimamenn lögðu eitt af toppliðunum, Wallau Massenheim, að velli, 31:30, og lyftu sér þar með upp af mesta fallhættusvæðinu. Ró- bert Sighvatsson, lék einnig með Doramagen, en náði ekki að skora í leiknum. Ólafur Stefánsson skoraði „Jú ég hlakka til að fara út. Það verður ekki fyrr en 2. janúar og byrja þá væntanlega að spila með varaliðinu. Eg þekki þessa stráka ekki þó ég kannist aðeins við þá eftir dvölina í haust. Þetta eru allt ljúfir strákar og tóku mér mjög vel þá. Það er svo mikill Ijölskyldubragur á öllu hjá félag- inu að maður þarf held ég engu að kvíða.“ Þá er ekki neitt annað fyrir fimm mörk fyrir Wuppertal sem mátti sætta sig við jafntefli, 23:23, gegn botnliðinu Rhein- hausen. Patrekur Jóhannesson skoraði sex af mörkum Tusem Essen, sem mátti þola eins marks tap, 26:27, á heimavelli sínum gegn Magdeburg. Lið Alfreðs Gísla- sonar, Hameln, tapaði sínum fimmta leik í röð, gegn Niederw- urzbach 29:34, en Konráð Olav- son var ekki á meðal markaskor- ara síðarnefnda liðsins. Róbert Julian Duranona skor- Keflvíkinginn unga en að nota tímann sinn vel með varaliðinu og stefna ótrauður að sæti í aðal- leikmannahópi Rauða hersins. Dagur óskar Hauki lnga og fjöl- skyldu hans til hamingju með áfangann. Stúdentspróf og samningur við Liverpool er nokkuð sem ekki allir fá eina og sömu helgina. — GÞÖ aði fimm af mörkum Eisenach, sem náði stigi gegn Lemgo. Jafn- tefli varð í leiknum, 24:24. Eftir fjórtán umferðir hefur THW Kiel 22 stig, Lemgo er með 21 og næstu lið eru Flens- burg og Magdeburg með 18 stig. Niederwurzbach stendur hæst Islendingaliðanna með 15 stig, Wuppertal er með 13, Eisenach 11, Hameln 10, Dormagen 8 og Essen 7. Eisenach er í botnsæti deildarinnar með sex stig. Hermann hættur í markinu hjá KA Hermann Karlsson, mark- vörður hjá KA- liðinu í hand- knattleik, hefur lagt skóna á hilluna, vegna anna. Hermann hefur verið varamaður Sig- tryggs Alberts- sonar í vetur, en búast má við því að 2. flokks markvörður taki sæti Hermanns í KA-liðinu þeg- ar keppni hefst að nýju á næsta ári. Klmsmann til Tottenham Iottenham bætist góður liðs- styrkur í vikunni. Jurgen Klins- mann, sem leikið hefur með Sampdoria á Ítalíu í vetur, er aftur á Ieiðinni á White Hart Lane. Klinsmann mun leika með Tottenham það sem eftir er vetrar og síðan hugsanlega ger- ast tæknilegur ráðgjafi eftir að keppnistímabilinu lýkur. Með þessu vonast forráðamenn Tottenham til þess að liðið rétti úr kútnum og komist á þann stað í deildinni sem stórliði sæmir. Tottenham greiddi innan við 200 þúsund pund fyrir þýsku stjörnuna sem enn er goð á White Hart Lane eftir að hann lék þar fyrir nokkrum árum. Annað stórlið í fallbaráttunni, Everton, fær væntanlega góðan liðsstyrk á næstu dögum. Franski landsliðsframherjinn, Mickael Madar, er á leið til liðsins. Mad- ar, sem leikur með spænska lið- inu Deportivo La Coruna, fót- brotnaði illa fyrir ári síðan og hefur því lítið leikið með það sem af er leiktíðinni. Howard Kendall brá sér til Spánar í síð- ustu viku og nældi í Fransmann- inn sem fékk frjálsa sölu frá Deportivo. Þá er Kendall á hött- unum eftir vandræðamanninum hjá Arsenal, Ian Wright, sem mun vera falur þessa dagana eft- ir að hafa móðgað stuðnings- menn Lundúnaliðsins. Það er því margt sem bendir til þess að Kendall hafi forðað því að þurfa að selja Duncan Ferguson til að fjármagna kaup stjörnuleik- manna til Goodison Park. — GÞÖ Héðlim byrjar vel

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.