Dagur - 12.03.1998, Side 1

Dagur - 12.03.1998, Side 1
Vön að berjast Anna Geirsdóttir heilsugæslulækn- irgeislar. Hún geislar afhlýju, skilningi og áhuga. Húngeislaraf lífsreynslu. Anna ætlarað hjálpa Reykjavíkurlistanum að vinna horgina í vor. „Það að lenda í alvarlegu bílslysi er mikið áfall. Sjálfsmyndin breytist og það tekur nokkur ár að verða sáttur við að vera í hjólastól. Maður fer í gegnum sorgarferil sem maður er smám saman að vinna úr. Þá er mikilvægt að hafa mikið fyrir stafni og hafa markmið. Eg hafði líka stuðning frá fjöl- skyldunni og það skiptir miklu," segir Anna Geirs- dóttir, frambjóðandi númer níu á Reykjavíkurlist- anum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Strax aftur í námið Anna er fædd árið 1951 og alin upp í Reykjavík. Eftir stúdents- próf fór hún í læknisfræði árið 1979 og útskrifaðist 1985. Á öðru ári í læknisfræðinni lenti hún í bílslysi, hrygg- brotnaði og lamaðist en Iét það ekkert seinka sér í námi. Hún hefur verið bundin við hjólastól síðan. Hún hefur lokið námi í heilsugæslulækningum frá Svíþjóð og er nýflutt heim. Hún starfar nú sem heilsu- gæslulæknir í Grafarvogi. „Ég byrjaði námið strax á Grensás- Anna Geirsdóttir þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar borg- arstjórinn hringdi i hana og bauð henni níunda sætið á Reykjavik- urlistanum mynd: pjetur. deildinni og hafði það sem hluta af endurhæfing- unni. Þetta var mikilvægur hvati og ég lagði mikið upp úr því að halda í við minn árgang. Það var ekki auðvelt. Fordómarnir voru miklir. Það þótti ekki sjálfsagt að fatlað fólk færi gegnum læknisnám. En ég held að allir séu búnir að sjá það í dag,“ segir hún. Anna segir að slysið hafi kennt sér að meta mannslífið meira, heilbrigði og hreysti, og hún eigi tiltölulega auðvelt með að setja sig í spor veiks fólks því að hún viti hvað það sé að vera sjúklingur og ganga gegnum erfiðleika. Breytingamar góðar Anna er óflokksbundin þó að hún hafi stutt bæði Alþýðubandalag og Kvennalista. Hún starfaði að jafnréttismálum á námsárum sínum í Háskóla Is- lands og kynntist þar Ingibjörgu Sólrúnu. Þegar Ingibjörg Sólrún hafði samband við hana nýlega og bauð henni níunda sætið þurfti Anna ekki að hugsa sig lengi um. Hún segist stundum hafa hugsað um að það gæti verið gaman að taka þátt í borgarpóli- tíkinni. Henni hafi litist vel á breytingarnar, sem hafi orðið í borginni síðustu fjögur árin og því hafi hún slegið til. „Auðvitað hef ég alltaf haft pólitískar skoðanir þó að ég hafi aldrei fylgt flokkum,“ segir hún og kveðst fylgjandi samstarfi vinstri flokkanna í Reykjavík. Hún segist helst vilja óska þess að allir flokkarnir sameinuðust í einn stóran flokk. Reykjavíkurlistinn hafi sýnt og sannað að þeir geti veí starfað saman þannig að öll sjónarmið komist að. Til skanunar - En hvað vill Anna leggja dherslu ú í kosningabar- áttunni? „Heilsugæslumálin eru náttúrulega stórt áhuga- mál hjá mér. Ferlimál eru mér líka alltaf mjög hug- leikin. Þegar ég kom frá Svíþjóð fannst mér ánægjulegt að sjá að Reykjavíkurborg var orðin fær fyrir alla,“ svarar Anna. Hún hefur mikinn áhuga á málefnum fjölskyldunnar og segist hafa kynnst því að fjölmargar barnafjölskyldur eigi erfitt. Reykjavík þurfi að v'erða barnvænni borg. Eins og allir Grafarvogsbúar hefur hún líka orð- ið vör við umferðarvandræðin og segir stöðu mála þar vera „til háborinnar skammar". Það eigi þó eft- ir að breytast sem betur fer. -Ertu ekkert kvtðinjyrir kosningabaráttunni? „Ég er vön því að berjast og þetta verður ekkert öðruvísi. Það er rosalegur barningur að vera í hjólastól. Þetta er örugglega ekkert erfiðara.“-GHS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.