Dagur - 12.03.1998, Side 2

Dagur - 12.03.1998, Side 2
I 18-FIMMTUDAGUR 12.MARS 1998 LÍFIÐ í LANDINU Tkypir Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Síminn hjá lesendaþjónustunni: SI31821 netfang: ritstjori@dagur.is Simbréf: 416 8171,0.551 6270 RyðMáfui rússneskur Undanfarna mánuði hefur ryð- Idáfur einn rússneskur að upp- runa glatt augu bæjarbúa og fegrað ásýnd miðbæjarins. Svo sjálfsagður er hann orðinn blessaður að hann var ein aðal skrautfjöðrin á jólakortum bæj- arstjóra til starfsmanna bæjar- ins, eða var það sá sem var hér á undan þessum? Og verður trú- lega á öllum dagatölum þar sem mynd Akureyrar kemur við sögu og svo ekki sé nú talað um öll póstkortin sem verið er að fram- íeiða fyrir komandi ferðamanna- vertíð, svo ekki sé minnst á allar prívatmyndir gesta og gangandi. Lengi lifi Sjó- og bílminjasafnið!! Vel valin sýnishom Til þess að fegra bæinn nú enn frekar hefur verið komið fyrir á Torfunefsbryggjunni okkar blessaðri þar sem áðurnefnd skrautfjöður bggur bundin, nokkrum vel völdum sýnishorn- um af fyrrverandi bifreiðaeign bæjarbúa, meira segja sumum á hliðinni svo sjá megi hvernig undirvagn slíkra vagna lítur út. Gæti hentað vel fyrir kennslu- ferðir að skipshlið með nemend- ur í bifvélavirkjun. Þess vegna trúlega lætur umhverfisdeild bæjarins þá vera þar sem þeir eru óáreitta þó svo að á öðrum opnum svæðum séu þeir fjar- lægðir sem rusl á kostnað eig- enda að aðvörun liðinni. Undirritaður var nú svo kjána- legur og óyfirvegaður að hafa ekki smekk fyrir áðurnefnt skipsflak og ruslahauginn sem er að myndast á bryggjunni. Tók þvf símann fyrir jól og heyrði í yfirmanni umhverfismála á Ak- ureyri Arna Steinari, sem var innilega sammála í einu og öllu þannig að við erum orðnir tveir sem hafa svona óyfirvegaðan smekk, og það gladdi mig mjög að vera ekki „Palli einn í heim- inum“. Hringdi síðan uppveðraður í yfirvöld hafnarmála sem mér skilst að hafi Iögsögu í málinu, þeim sem þar svaraði fannst jú að þetta væri sjónmengun, hvar svo sem hann stæði kláfurinn sá arna, en sagði mér að ef menn ætluðu sér að láta þetta fara í taugarnar á sér, þá auðvitað færi þetta í taugarnar á mönnum, en sagðist sjálfur daglega sjá dýrð- ina út um gluggann hjá sér og væri nánast hættur að taka eftir þessu, og minnti mig á að þetta færði bæjarfélaginu tekjur. ... Torfunefid og fekjur bæjarins Því spyr ég bæjaryfirvöld og hafnastjórn bréflega, þar sem allir fá hláturkrampa þegar ég minnist á þetta svona maður við mann. (Nú verð ég kallaður á teppið hjá stjóra!) Hvenær kem- ur næsta skrautfjöður á Torfu- nefið? Eg var svona að hugsa um af því að tekjuhlið bæjarins var inní myndinni og ef það yrði til að lækka útsvarið mitt, mætti þá ekki fá fleiri kláfa og fleiri bíldruslur á Torfunefið í mið- bænum svo hægt væri að aug- lýsa í ferðamannabæklingum. A Akureyri er eitt stærsta sjó- og bifreiðaminjasafn norðan Alpa- íjalla. Staðsetning: I hjarta bæjarins. Besti myndatökustaður: Af Sig- öldu við Strandgötu; þar nást saman Akureyrarkirkja og söfnin bæði. Kristján Gunnarsson, Akureyri. Dýrin hafa tekið öll völd í fréttum allra Ijölmiðla og í umræðunum í heitupottunum og kaffihúsunum. AIIs staðar er verið að tala um dýrin. Loðna fannst og hún r er ýmist með 10% átu eða 15% átu, öll er hún brædd og engin fryst. Allir tala um íslenska ríkisborgarann Keikó, sem vitaskuld á að selflytja til Islands og hafa í búri á Eskifirði undir því yfirskini að einhverntímann eigi að sleppa honum lausum. Segðu mér annan. Svo er það blessaður laxinn sem elskar að láta banka- stjóra veiða sig og smáfuglarnir sem ekki má gleyma í frosthörkunum og sitkalúsin er að drepast og ránfugl er að ræna köttum og ... Meðan hestarnir kveisast eru leikskólar og skólar hálftómir vegna pestar og flensu mannanna barna, en ekkert heyrst í landlækni um að þetta sé skelfilegt og að það eigi að einangra börnin og banna samgang barna og barnafólks og það reitir enginn hár sitt né skegg. Mikill er máttur dýranna og sérstaklega ef það eru háar tölur á verðmiðanum. „Frá örófi alda hafa menn reynt að spá fyrir um veðurfar." mynd: gs. Besta land heims til búsetu H skrifar Þegar maður hefur fátt eitt að segja en \all ekki þegja, talar maður um veðrið og fær oftast góð viðbrögð frá nærstöddum. Mér hefur reyndar verið sagt af fróðum og margsigldum löndum mínum að það séum bara við Islendingar sem búum á þessari kuldalegu eyju norður \ið Dumbshaf, sem ein þjóða sé haldin þessari þráhyggju að staglast á veðrinu í tíma og ótíma. Og sé það dæmi um skort okkar á bugmyndaflugi, lokaða persónuleika og þumb- arahátt. Ahugamál fleiri en okkar En ég held nú að það sé ekki rétt að engir nema við Islend- ingar hafi áhuga á veðrinu því ef eitthvað er að marka erlend- ar bækur og kvikmyndir hafa flestar ef ekki allar þjóðir heims heilmikinn áhuga á veðrinu. Það finnst mér líka eðlilegt, því veðrið hefur áhrif á daglegt líf flestra. Að vísu mismikil. Hjá sumum er vandamálið aðeins bundið því hverju þeir eigi að klæðast, aðrir eiga allt sitt undir veðri og vindum. Virðing hinna veðurglöggu Frá örófi alda hafa menn reynt Mér hefur virst það vera almenn trú að hafi tíðarfarverið gott um lengri tíma, sér- staklega að vetrarlagi, verði okkur refsaðfyrir það. að spá fyrir um veðurfar. Það var ákveðin virðing og viðurkenning fólgin í því að vera sagður veðurglöggur. Þetta voru alþýðuvísindi sem byggðust á ýmsum teiknum í náttúrunni m.a. háttsemi dýra en tunglstaða held ég hafi þótt skipta mestu máli. En sumar spár byggðu á veðurfarinu á ákveðnum dögum t.d. átti veðrið á fyrsta sunnudegi í sumri að gefa bendingu um hvernig veðrið yrði á sunnu- dögum komandi sumar. Annar dagur sem er mikill veðurspárdagur er öskudagur- inn. Sumir segja að öskudagur- inn eigi 17 bræður sér líka en aðrir tala um öskudaginn og 18 bræður hans. Nýliðinn öskudagur kom með kulda og snjó og þannig hefur veðrið verið sfðan. Mér hefur virst það vera almenn trú að hafi tíðarfar verið gott um lengri tíma sérstaldega að vetrarlagi verði okkur refsað fyrir það. Það er búið að vera einstakt góðviðri á landinu í vetur. I staðinn fyrir að vera ánægð með það heyrist: Við fáum nú aldeilis að kenna á því í vor fyrst veðrið er svona gott núna og sennilega verður sumarið líka kalt. En því skildi ekki geta komið góður vetur og gott vor og sumar eins og snjóþungur vetur og kalt vor og sumar eins og stundum gerist? „Útskerið auma“ En þá heyrum við þennan tón: Þetta er nú auma útskerið. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að búa hér? Og þeir sem eru hátíðlegir í tali segja að við búum á mörkum hins byggilega heims og þykjast komast vel að orði. Ég get ekki skilið þetta mat og mér finnst það grunnhyggið. Við tölum um land elds og ísa og vissulega er það rétt- nefni. Og hér hafa orðið miklar náttúruhamfarir, eldgos, snjó- flóð og stórviðri en það verða náttúruhamfarir líka í öðrum löndum þótt hitastigið sé að jafnaði hærra þar en hér. Og þegar ég hugsa um flóðin í Mið-Evrópu, eldgosin á Filippseyjum, þurrka og skóg- arelda í Ástralíu, úrkomu og fellibylji í Flórída og svona mætti lengi telja, þá finnst mér að ísland hljóti að vera með veðursælustu og bestu löndum heims ... til búsetu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.