Dagur - 12.03.1998, Qupperneq 3

Dagur - 12.03.1998, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 12.MARS 1998 - 19 LÍFIÐ t LANDINU Púla bæði til sjós og lands Ágúst og Þorvaldur að aflokinni æfingu. Frá því þeir byrjuðu að æfa hafa þeir farið á hverjum degi. Þeir ætla að æfa á sjónum og á fullu þegar þeir koma i land. mynd: bös Þeirhöfðu aldrei hreyftsig neittað ráði og vorufamirað finna fyrir vemlegum stirð- leika og þyngslum. Sjómennimir Ágúst Vilhelmsson og Þor- valdurAðalsteinsson drifu sig í líkamsrækt- ina í sjómannaverk- fallinu og ætla að mæta vel í landi. Þeir félagarnir fóru að tala um það í desember að þetta gengi hreinlega ekki lengur, þeir yrðu að fara að hreyfa sig þar sem kílóin væru farin að há þeim verulega. Agúst var farinn að nálgast 140 kílóin en Þorvaldur 150 og við vinnuna gátu þeir ekki beygt sig niður að gólfi nema leggjast á fjóra fætur. Ukamsræktm orðin vanabindandi Núna eru þeir ómögulegir menn ef þeir hreyfa sig ekki á hveijum degi og þeim þykir ótrúlegt að hugsa til þess að líkamsrækt sé orðin vanabindandi. En var ekki erfitt fyrir þá að drífa sig af stað? Agúst verður fyrir svörum. „Nei, ekki fýrst við ákváðum að fara tveir. Eg hefði aldrei get- að farið einn því þá hefði ég ekki þann styrk sem fylgir því að vera með Þorvaldi. Það er náuðsyn- legt að hafa félaga sinn með sér í þessu.“ I dag er hugsunin hjá þeim þannig að ekki gangi að sleppa úr æfingu. Ef annar þeirra er seinn fyrir þá hugsi hann: „Jæja, nú er hann byrjaður að æfa á undan mér.“ Þannig hafi þeir alltaf náð að drífa sig af stað. - Hvað kom til að þeir ákvúðu að láta verða af þessu? „Það var búið að ákveða að skipið sem við erum á færi í slipp í tvo mánuði eftir áramót- in,“ segir Þorvaldur. „Sá tími var því tilvalinn til að koma sér af stað og auðvitað kom verkfallið inn í þetta líka. Það var aðalmál- ið.“ Vilja æfa sjö daga vikiumar Það var 11. janúar sem þrautin hófst og eru þeir félagarnir i tímum hjá Gunna Nella, eins og þeir segja, í Vaxtarræktinni. Hann er fyrirmyndin, enda gekk hann sjálfur í gegnum þá ströngu þjálfun sem Agúst og Þorvaldur eru í. Þeir fylgja ákveðnum hópi í gegnum æfing- arnar íjórum sinnum í viku en hina þrjá daga vikunnar fara þeir sjálfir og æfa í tækjum. - Það hlýtur að vera svekkj- andi fyrir þá að fara aftur á sjó- inn eftir að hafa æft svona vel? Þorvaldur segir það hundleið- inlegt. „Nei, nei. Við getum haldið okkur vel við á sjónum. Um borð erum við með stigvél og hlaupabraut sem konurnar gáfu okkur fyrir nokkrum árum og svo erum við víst á sérfæði sem varla er hægt að kalla fæði. Hrökkbrauð og hafragrautur." Agúst segir að þegar þeir fari aftur á sjóinn þá brenni þeir að sjálfsögðu miklu meiru. „En hvað á maður að gera þegar maður kemur dauðþreyttur inn og það er eitthvað gott að éta? Að sjálfsögðu veifa félagar okkar framan í okkur rjómafernun- um.“ Þeir kvíða þvf og eru sam- mála um að fyrir þá sé ijóminn á skyrið á morgnanna það sama og brennivínið sé fyrir alkó- hólistana. Þetta séu sömu áhrif- in. Andlegu áhrifin best Agúst og Þorvaldur finna ótrú- legan mun á sér á allan hátt eft- ir að þeir byijuðu að æfa reglu- Iega og segir Þorvaldur að and- legu áhrifin séu best. Hann sé svo mildu ánægðari og léttari allur að það sé ekkert líkt. „Það er munur á öllu og mikill munur í vinnunni. Núna getur maður beygt sig.“ Agúst horfir aðallega í gúmmíbuxurnar sem hann notar í vinnunni. „Eg var ekkert smá rogginn þegar ég kom um borð og mátaði buxurnar. Mér fannst þær ekki geta verið af mér því þær voru alltof stórar." Þó þeir séu „svekktir" að fara aftur á sjóinn þá verður það bara frekari hvatning fyrir þá að standa sig. Dagana sem þeir eru í landi á að nota vel og frítúrarn- ir verða engir frítúrar. Þá verður farið beint i líkamsræktina. En það er þó eitt sem þeir eiga sérstaklega eftir að sakna á sjónum og það eru æfingafélag- ar þeirra, alveg þrælhressar kon- ur sem umvefja þá og eru stoltar af körlunum í hópnum. Ágúst og Þorvaldur eru því tveir karlar í kvennafans, ákveðnir í að standa sig og mæta í landi. HBG 8 7 ára mynd- listarkona Guðfinna Kristín Guð- mundsdóttir er 87 ára heiðurskona sem opn- aði sínafyrstu mynd- listarsýningu ísíðustu viku. Guðfinna sótti myndlistarnám- skeið árið 1954 og ætlaði að hafa myndlistina sem tóm- stundagaman, en fékk liðagigt og gat því ekki sinnt því sem skyldi. Þrátt fyrir það hefur hún alla tíð fylgst vel með straumum og stefnum í myndlistinni. „Fyrstu myndirnar á sýning- unni eru frá 1960-1970,“ segir Guðfinna. „Ég málaði ekki mik- ið eftir að ég fékk liðagigtina, en svolítið samt. Myndirnar eru af mönnum, landslagi og fuglum, ég hef oftast haft einhveijar fyr- irmyndir." Guðfinna hefur ekkert verið að flagga myndum sínum, en ættingjar hennar, sem vissu af þeim, voru á því að fleiri myndu njóta þess að sjá þær og skipu- lögðu þessa sýningu í Gerðu- bergi. A sýningunni eru rúmlega 20 verk og við opnun hennar í Gerðubergi síðastliðinn föstudag var mikið um að vera. Gerðu- bergskórinn söng undir stjórn Kára Friðrikssonar og félagar úr Tónhorninu, „big band Gerðu- bergs“, léku létt lög. -VS Guðfinna Kristin Guðmundsdóttir, myndlistakona opnaði sina fyrstu myndlistarsýningu i siðustu viku. Hiw fmnjU,..,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.