Dagur - 12.03.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 12.03.1998, Blaðsíða 5
IWmt FIMMTUDAGUR Í2.MARS 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Sexið blómstrar í sveitinni í kvöld verdurfrum- sýnt í Borgarleikhús- inu gamanleikritið Sex í sveit. Þama er um að ræða einskonar svefn- herbergisfarsa, að hættifranskra. Hlutverk í leikritinu eru sex og fer Gísli Rúnar Jónson með hlutverk Benedikts, vel stæðs og kvænts miðaldra manns sem á sér kornungt viðhald, en það hlutverk er í höndum Halldóru Geirharðsdóttur. Leikritið íjallar um vandræðaganginn sem hlýst af því að Benedikt og eiginkona hans eru hvort um sig með áætl- anir í gangi um framhjáhald. Gamanleikkonan vinsæla Edda Björgvinsdóttir, sem á þriðja tug ára hefur verið í nánu slagtogi við Gísla Rúnar, leikur saklaust fórnarlamb aðstæðna. „Eg leik niður fyrir mig, eins og sagt er, persónan á að vera nokkru yngri en ég er,“ segir Halldóra, „en Gísli er alveg á réttum aldri, með svona „middl- elifecrisis“.“ Edda Björgvins er svolítið smá- bæjarleg stúlkukind, sem samt hefur peninga\átið og bijóst\itið í lagi þegar til kemur og sleppur út úr hverri klípunni á fætur annarri. Ragnar, viðhald eigin- konu Gísla, lendir í fleiri raunum en hann átti von á og þarf oft að taka á honum stóra sínum til að sleppa fyrir hom. Ellert Ingi- mundarson leikur Ragnar og fer vel með hlutverk endurskoðanda úr bænum, sem ekki beinlínis veður í kvenfólki og er talinn heldur lítill fyrir bóg að sjá. Ekki leikið saiitan lengi Þau Gísli Rúnar og Edda hafa ekki leikið saman á sviði, í hefð- bundinni leikritsuppfærslu, svo heitið geti síðustu 18 ár, þó svo þau hafi unnið mikið saman all- an þann tíma á öðrum sviðum, eins og í sjónvarpi, útvarpi, á skemmtunum og \aðar. „Þetta hefur bara æxlast svona,“ segir Gísli Rúnar, „ekki af því að það hafi verið ákveðið, en Edda hefur verið mjög áber- andi í fjölmiðlum á meðan ég hef ef til vill verið virkari í leik- húsinu. Þó hef ég raunar verið virkari alls staðar annars staðar en einmitt í leikhúsinu, einkan- lega þó í sjónvarpi að undan- förnu. Vegna þess hve leiklistin er ótryggt lifibrauð þá grípa leik- arar gjarnan flest þau störf sem þeim bjóðast í hinum ýmsu af- kimum leildistarinnar og af þeirri ástæðu m.a. má gjarnan sjá þá leikara sem eftirsóttastir eru hverju sinni, bókstaflega út um allt.“ „Það má kannski segja að leik- listin sé einskonar sjálfspynting- arhvöt," segir Halldóra. Halldóra hefur ekki verið lengi við leiklist, útskrifaðist fyrir rúm- um tveimur árum. Hún segist hafa verið heppin að því leyti að hafa fengið vinnu fljótlega. „Sumir detta strax inn,“ segir hún. Oft er það þannig að eftir- leikurinn er einfaldari ef fólk kemst inn með annan fótinn sem aðstoðar- eða afleysingarfólk. Krefst meiri gáfna? „Leikrit eins og það sem við erum nú að fara að frumsýna," segir Gísli, „er það sem stund- um er kallað létt verk og hlægi- legt en þó er langur vegur frá því að það sé létt og löðurmann- legt. Fólk hefur tilhneigingu til að álíta slík vérk auðveldari viðureignar, vegna þess að í gamanleikritum er yfirleitt verið að fást við eitthvað sem er létt- vægt og helsti tilgangur gaman- leikrita er að koma fólki til að hlæja, á meðan margir hyggja að leikrit alvarlegs eðlis, krefjist al- varlegri hugsunar og jafnvel meiri gáfna af hálfu aðstand- enda en ef um gamanverk væri að ræða,“ segir Gísli. „I alvarlegum Ieikritum þar sem fjallað er um alvarlega hluti er ekki að vænta mikilla eða augljósra viðbragða frá áheyr- endum, en gamanleikurinn hef- ur lyrst og fremst það hlutverk að skemmta áhorfendum og koma þeim til að hlæja og takist það ekki, liggur árangurinn fyrir samstundis; Ieikaranum hefur mistekist,“ segir Halldóra. I svona leikriti er samleikurinn afar margslunginn oft og tíðum og tímasetning hvers smáatviks og tilsvars verður að vera hárná- kvæm, að sögn Gísla. Það er ekki áhlaupaverk að skrifa góð- an gamanleik og farsi er eitt erf- iðasta form Ieikritunar. Að festast í hlutverkmu - En er ekkert erfitt fi’rir leikara, sem hefur leikid ákveðið hlutverk í margar vikur aðfara út úr þeim karakter sem hann leikur? „Nei,“ segja þau bæði í einu. „Það er oft þannig að maður er lengi að ná sér niður eftir sýn- ingu, maður fer oft ansi hátt á flug,“ segir Gísli, „en maður fest- ist ekkert í hlutverkinu. Leikar- inn kemur ekki heim til sín eftir að hafa leikið Oþelló og reynir að sálga eiginkonu sinni, af því að hann gerði það á leiksviðinu f)Tr um kvöldið. Það gæti á hinn bóg- inn svo sem verið alveg ágætis af- sökun fyrir tiltekinni hegðun, ef út í Jrað er farið ..." „Eg hef reyndar séð fáeina leikara á s\áði sem ég man eftir í svipinn, bókstaflega umbreytast fyrir framan mig,“ segir hann svo. „Þeir hreinlega verða að persónunni og það verður ekkert eftir af leikaranum. Þetta er al- veg stórkostleg sjón og þeir eru nokkrir hér á landi sem geta þetta, ég nefni t.d. Ladda, Sigga Sigurjóns og Örn Arnason, af þeim sem ég þekki til persónu- lega. Þeir eru leikarar, út í gegn.“ -VS Frá tón- leikum í Passíu- sálma AðalheiðurElín Pét- ursdóttirmun lesa Pássíusálmana í kirkju lútherstrúar- manna íMílanó um páskana. Aðalheiður Elín mun lesa sálm- ana á íslensku og ítalskur söngvari mun lesa þá á ítölsku. Hluta Passíusálmanna munu þau syngja. Adalheiður Elin heldur tónleika í Islensku Óperunni á laugardag og um páskana tekur við lestur Passíusálmanna í kirkju í Mílanó. Aðlaheiður Elín, sem er 28 ára gömul, er stödd hér á landi þessa dagana og mun halda tón- leika í Islensku óperunni næst- komandi laugardag. Tónleikarn- ir heljast klukkan 15 og undir- leikari á þeim verður Patrizia Berlich sem starfar við Borgar- leikhúsið í Piacenza. Að mestum hluta samanstendur söngskráin af íslenskum og ítölskum verk- um. Aðalheiður Elín hóf söngferil sinn með Kór Flensborgarskóla. Þaðan lá leiðin í Söngskólann í Reykjvík en siðastliðin þrjú ár hefur Aðalheiður Elín stundað söngnám á Ítalíu, þar á meðal undir handleiðslu sópransöng- konunnar Eugenia Ratti og baritónsöngvarans Piero Campolonghi. Á Ítalíu hefur Að- alheiður Elín tekið þátt í tón- leikum Consen'atorium G Dicounti, sungið við kirkjuie athafnir, brúðkaup og jólatón leika.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.