Dagur - 12.03.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 12.03.1998, Blaðsíða 6
22 - FIMMTUDAGUR 12.MARS 1998 LÍFIÐ í LANDINU Einstök barátta Sophíu Wallace, 76 ára Vestur-íslendings varðtilþess aðíSÍ gerðist 25. landssam- bandið íAlþjóða kurlsambandinu. Þar með varísinn brotinn - kurl (Curling) átti kost á að verða Ólympíu- grein. Danirgeta þakkað henni ÓL- gullið. Danir ættu að þakka vestur-ís- lenskri konu, Sophíu Wallace, fyrir það að hafa hreppt fyrsta gullpeninginn á Olympíuleikum. An hennar hefði það ekki orðið. Þannig er nefnilega málum hátt- að að áhugi hennar á kurl-íþrótt- inni varð til þess að Island gerð- ist 25. landið í Alþjóða kurlsam- bandinu. Það aftur á móti þýddi að Alþjóða Olympíunefndin gat gert kurl að keppnisgrein á leik- unum, þegar 25. Iandið var kom- ið í hópinn. Sem var gert. Og Danir nutu góðs af og hrepptu gullverðlaun. En allt var þetta hálfgert plat. Enginn íslendingur stundar kurl-íþróttina okkur vit- anlega, enda engin aðstaða fyrir hendi. Þessi íþrótt, sem sumum finnst meira minna á gólfþvott en íþrótt, var ksnnt hér á landi af Sophíu og manni hennar, Thomas Wallace, lækni, árið 1991. í hennar boði komu líka fjórir menn til Kanada að kynna sér kurl, tveir frá Akureyri og tveir írá Reykjavík. Sophía segir að mót- tökur hafí verið góðar og hún sé þakldát ÍSÍ fyrir stuðninginn. Tóku bankalán fyrir hölliuni! Þau hjónin Sophia, 76 ára, og Thomas hafa verið forfallið kurl- fólk í hart nær hálfa öld, fyrst í Winnipeg, en núna í Seattle. Þessi fjölskylduíþrótt barst frá Skotlandi yfir til Kanada á lið- inni öld. Skotar iðkuðu leikinn með þungum steinum á ísi lögð- um ám og vötnum. Vestra hafa risið kurl-hallir í hundruðavís og eru í öllum borgum og flestum smábæjum og víða er þetta eina íþróttin, að vísu aðeins iðkuð á vetrum. „Við byrjuðum að æfa og keppa í skautahöll," segir Sophía, „og vorum þar fyrstu tíu árin. Skauta- fsinn hentaði ekki kurl-íþróttinni, hann var allt of rispaður og óslétt- ur og rennslið því ekki nógu gott fyrir „steinana". Vegna vaxandi vinsælda var ekki stætt á öðru en að bæta aðstöðuna. Að vel athug- uðu máli ráðlögðu glöggir fjár- málamenn okkur, við vorum fjög- ur, að taka bankalán til byggingar- innar, sem við reistum," segir Sophía Wallace. „I support Curling -also in Iceland“ Satt best að segja vorum við ís- lensku gestirnir í kurl-höllinni í Seattle fremur fákunnandi um íþróttina. Við höfðum aðeins séð henni bregða fyrir á skjánum heima á Fróni. Þar mátti sjá hringlaga steinum þeytt eftir ísnum á afmarkaðri Sraut. Með aðstoð sópara, virtist galdurinn liggja í því að koma sem flestum steinum á vissan reit. Sophía hefur selt barmmerki til ágóða fyrir íslenska kurl-höll. Henni finnst að land íssins eigi að stunda hinar köldu íþróttir. Róðurinn er þungur. HöIIin stór og framlögin kannski ekki mörg eða stór. En hún gefst ekki upp. „Hvert merki kostar fimm dali og við ætlum okkur að selja fyrir 18 þúsund dali,“ sagði Sophía. A merkinu stendur: „I support Curling, also in Iceland." Soph- ía segist hafa fengið 50 dollara frá ekkju á Nýfundnalandi sem sagði að ef maðurinn hennar væri á lífi, þá hefði hann Iíka sent annað eins til að styðja íþróttina á íslandi. íslendingarnir sem heimsóttu Granite Curling Club voru hrifnir af þessu framtaki Sophíu og hennar fólks. Og Sophíu fannst gaman að sjá Frónbúana takast á við steinana og þeyta þeim um svellið. Raunar gekk þeim vel í þessari frumraun sinni í þessari Olympíugrein. Sophía er fædd í Winnipeg og uppalin þar. Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson og Hafdís Jónsdóttir sem fluttu frá Vest- mannaeyjum til Vesturheims, úr fátækt í landnemabasl, en komust síðar í álnir. íslenska var ávallt töluð á heimilinu og Sophía talar ágæta íslensku og hugur hennar er ævinlega á ís- landi. -EMm/jbp. Wallace-hjónin ásamt íslenskum áhugamönnum um curling. myndir: magnús gIslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.