Dagur - 14.03.1998, Qupperneq 2

Dagur - 14.03.1998, Qupperneq 2
 r 1 2 — LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 FRÉTTIR Tryggvi P. Friðriksson og Elínbjört Jónsdóttir i Gaiieri Fold: Ef hiutirnir eru sýnilega i góðu lagi þá er aldeilis óhætt að kaupa myndir eftir gömlu meistarana. Gnmsamlegar myndir sjást ekki Gallerí Fold efnir til upp- boðs á verkum gömlu meistaranna á sunnudag. Sérfræðiugar telja að fals- aðar myudir séu horfnar af markaðnum. Að halda uppboð á gömlu meisturun- um í miðri umræðu um umfangsmikl- ar málverkafalsanir og meðan Ríkislög- reglustjóri rannsakar tugi málverka - er það ekki brjálæði? „Nei, þetta er ekki brjálæði. Þetta er hlutur sem verður að gera og málið er ekki flóknara en svo að fólk verður að fara varlega. Ef hlut- irnir eru sýnilega í góðu lagi þá er al- deilis óhætt að kaupa myndir eftir gömlu meistarana," segir Tryggvi P. Friðriksson í Gallerí Fold, en galleríið efnir til Iistmunauppboðs á Hótel Sögu næstkomandi sunnudagskvöld. „Það á að vera hægt að ganga úr skugga um að myndir séu ekki falsað- ar. Við reynum að fá eigendasögu allra verka sem við fáum inn og sem betur fer eru flestar myndir auðsjáanlega í lagi.“ Sðlu tuga falsaðra mynda forðað Það er mikið talað um að markaðurinn fyrir myndir gömlu meistaranna hafi lamast vegna falsanaumræðunnar, sem meira að segja hefur borist inn í sali Al- þingis. „Það ætti ekki að vera þannig. En hitt má segja að nú ætti að vera góður tími til að kaupa. Og þótt þessi umræða hafi átt sér stað er enn í lagi að kaupa góðar myndir. Var ekki verið að tala um að verðmæti verðbréfa hefði hrunið um 8 milljarða? Ekki hætta menn þó að kaupa þau og þessi markaður er ekki verri en hver annar,“ segir Tryggvi. Hann spáir engu um mætingu og verslun á uppboðinu. „Maður rennir blint í sjóinn“ Uppboðsmyndirnar voru til sýnis í gær og um helgina i galleríinu við Rauðar- árstíg. Þegar Dagur leit inn fyrir há- degi í gær var slæðingur af fólki að skoða. Einn sérfræðinganna óttaðist ekki að hann lenti í að kaupa falsaða mynd. „Það er staðreynd að grunsam- legar myndir og falsaðar eru hættar að sjást á uppboðunum eftir að þessi um- ræða fór af stað fyrir ári síðan. Glöggir menn hafa kannski séð eina eða tvær grunsamlegar myndir á öllum uppboð- unum frá þeim tíma og fólk er orðið mjög meðvitað um þessi mál. Athygli manna hefur skerpst og glæpastarf- semin er hætt. Það má með góðum rökum halda því fram að með því að þessi umræða kom upp sé búið að koma í veg fyrir sölu á tugum falsaðra mynda," segir þessi sérfræðingur. - Ff>G Davíð fær útsýni. Reykjavíkurlistinn er búinn að fá kosninga- skrifstofu á Lækjartorgi gegnt stjórnarráðinu, þar sem voru skrifstofur Framsóknarflokksins. Einn stuðningsmanna Reykjavlkurlistans tók eftir því að þar sem hann stóð og talaði í síxna var beint augnsam- band við Davlð í Stjóm- arráðinu. Forsætisráðherra xnun því fylgjast með baráttumú um borgina úr návigi. Spuming hvort hann rnurn baka til að bjóða nýju ná- grannana velkomna? í heita pottinum á Akureyri vom menn enn að ræða björgun Dalvíkinganna í gær og hve erfið vistin í snjóhús- inu hlyti að hafa verið. Einn úr pottinum, sem taldi sig vita sitt- hvað sem ckki hefði koxnið fraxn í frcttum, sagði að almenningur hefði enga hugmynd um hve al- varlegt ástandið hefði verið fyrri nóttina í snjó- húsinu. Einn ferðalanganna hefði nefnilega ver- ið mcð flensu og hefði misst meövitund þá nótt. Dalvíkingamir hefðu hins vegar ekki viljað valda aðstandcndum auknum áhyggjum og því hefði þcssi lilið málsins aldrei komið fram í dagsljósið. Hvort sem heimildarmaður heita pottsins hefur rétt fyrir sér eða ekki, er ljóst að hver sem ástæðan var fýrir ógöngum félaganna era memi almennt sammála því að Dalvíking- amir knáu hafi bragðist hárrétt við undir erfið- um kringumstæðum. V Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Sunnan stinningskaldi og síðan all- hvöss eða hvöss suðvestanátt vestanlands. Yfirleitt þokusúld eða rigning sunnan- og vestanlands en úrkomulítið norðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 10 stig. Færð á vegum Hálka og þoka á heiðum á sunnanverðum VestQörðum. Þá er hálka á Steingrímsfjarðarheiði, Möðrudalsöræfum, Vatnsskarði eystra og Fjarðarheiði. Einnig er nokkur hálka á leiðinni frá Raufarhöfn og til Bakkafjarðar. Annars eru allir helstu þjóðvegir landsins færir. i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.