Dagur - 14.03.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 14.03.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR li. MARS 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Bandaríkj afor- seti í lamasessi Voldugasti maður Bandaríkjanna er eins og sakir standa ekki forseti þeirra, heldur maður að nafni Kenneth Starr. Hann er ekki þjóð- kjörinn til valda, eins og forset- inn, heldur hafa dómarar útnefnt hann á bak við lokaðar dyr. Þessi valdamikli maður hefur mögu- Ieika á því að hrekja forsetann frá völdum, en forsetinn getur ekkert gert til að draga úr völdum hans. Hann hefur ótakmarkað fjármagn og ótakmarkaðan tíma til baráttu sinnar gegn forsetanum. A þessa leið metur fréttaskýr- andi danska blaðsins Weekend- avisen vígstöðuna í margfrægri viðureign þeirra Bills Clinton, Bandaríkjaforseta, og Kenneths Starr, sérlegs og óháðs rann- sóknadómara í málum sem snerta Clinton. Háskalegt fyrir BandaríMn I Bandaríkjunum ber á áhyggjum um að hefðbundin valdaskipting þess lands sem lýðræðisrfkis sé komin úr jafnvægi. Dómsvaldið hafi eflst um of á kostnað fram- kvæmdavaldsins. Þegar sérlegur rannsóknadómari, útnefndur af öðrum dómurum, geti náð þannig tökum á valdamiklum stjórnarfor- manni ríkisins og embætti hans, æðsta valdatákni ríkisins, sé kom- ið út í ógöngur. I bandaríska blaðinu Wash- ington Post var gefið f skyn nýlega að málsrannsóknir Starrs væru orðnar að slíku taugastrfði gegn Clinton, að næstum ómögulegt sé fyrir hann að gegna starfi sínu. Vegna þeirra miklu valda og væg- is, sem bandaríska forsetaemb- ættið hefur, væri slíkt næsta al- varlegt mál ekki aðeins fyrir Bandaríkin sjálf, heldur og stöð- ugleika í heiminum yfirleitt, vegna forystuhlutverks þess er Bandaríkin hafa. Bannsóknir Starrs á ýmsum málum sem snerta Clinton hafa staðið yfir í þrjú ár og kostað bandaríska skattgreiðendur yfir 40 milljónir dollara. Þetta með „Mónu litlu“ (eins og eitt blaðið kallaði hana) Lewinsky er aðeins það nýjasta af mörgum slíkum málum. Af þeim er Whitewater- mál svokallað líldega frægast, en m.a. á þeim lista er sjálfsvíg Vincents Foster, náins samstarfs- manns og vinar Clintons, 1993. ALmennmgsálit gegn Starr Herferð Starrs gegn Clinton er farin samkvæmt reglugerð sem nefnd er Ethics in Government Act og gekk í gildi 1978. Þegar farið var að kreppa að Nixon for- seta í Watergate-máli, reyndi hann að gera atlögurnar að sér að engu með svokölluðum „Iaugar- dagsnæturvígum", m.a. Þau voru í því fólgin að forsetinn rak heilan hóp dómara í dómsmálaráðuneyt- inu, sem tekið höfðu undir ásak- anirnar á hendur honum. Nefndri reglugerð var ætlað að tryggja, að svo grófar aðfarir framkvæmda- valdsins gegn dómsvaldinu end- urtækju sig ekki. Gripið skyldi og til hennar ef grunur léki á að hátt- settir menn í ríkisstjórn eða á veg- um hennar hefðu brotið Iög. Starr og samstarfsmenn hans hafa við umrætt verk tekið samtöl upp í óleyfi, haft í hótunum við vitni, sem eru þeim miður leiði- töm, um fangelsisvist og eyðilegg- ingu efnahags þeirra og því hefur verið haldið fxam að þeir hafi laumað til fjölmiðla „upplýsing- um,“ sem varla séu mikið meira en tilbúningur þeirra sjálfra. Baksvió Málsraimsóknir Starrs era að sögn orðnar að slíku tauga- stríði gegn Clinton Bandaríkjaforseta að honum er illmögiilegt að gegna starfi sínu. Andstæðux innan 68-kynslóðar Sífellt fleiri sérfræðingar um lög, leiðarahöfundar og þingmenn, bæði vinstri- og hægrisinnaðir, segja sem svo að fari Starr í öllu að lögum, sé ljóst að meira en lít- ið sé athugavert við Ethics in Government Act. Reglugerð þessi verður tekin til endurskoðunar á þingi í sumar og sennilegt er að henni verði þá eitthvað breytt, t.d. að óháðu rannsóknadómurunum verði sett tímamörk. Ekki er held- ur útilokað að reglugerðin verði alveg felld úr gildi. Þeir Clinton og Starr eru jafn- gamlir, 51 árs. Fleira eiga þeir sameiginlegt en eru öðrum þræði andstæður. Báðir eru frá smástöð- um í Suðurríkjunum og lærðu lög í virðulegum austurstrandarhá- skólum. En í æsku samdi Clinton sig að nokkru að siðum 68-kyn- slóðarinnar, var hármikill og skeggprúður, mælti með „frjáls- um“ ástum og gagnrýndi Banda- ríkin fyrir hernað þeirra í Ví- etnam. Starr, sem er innilega trú- aður, gekk í sunnudagaskóla, klæddist aldrei nema jakkafötum ásamt bindi, Iagði þunga áherslu á að hann tæki hjónabandsheitið mjög alvarlega, gaf stöðugt til kynna að hann væri eindreginn föðurlandsvinur og stóð með stjórn Iands síns í Víetnammál- HEIMURINN Jeltsín kvefast eim RUSSLAND - Boris Jeltsíns Rússlandsforseti er lagstur í rúmið með heiftarlegt kvef, og er þetta í þriðja sinn sem hann kvefast alvarlega frá því hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir 16 mánuðum. Jeltsín afboð- aði alla fundi sína næstu daga, en ekki er vitað hversu lengi hann verð- ur frá störfum. N-Kórea blæs til heræfingar NORÐUR-KÓREA - Stjórnvöld í Norður-Kóreu létu sírenur hringja um miðjan dag í höfuðborg landsins til marks um að loftvamaæfing ætti sér stað. Hlupu borgarbúar í Ioftvarnabyrgi, og fór allt fram með friðsamlegum hætti. Þá var allsheijarútkall í herinn, en það er hluti af árlegum heræfingum um land allt og er umfang þeirra nú ekki meira en venjulega. Fleiri særast í Jerúsalem ISRAEL -1 Austur-Jerúsalem kom í gær enn til átaka og særðust fimm Palestínumenn af völdum sprengju, en ekki var vitað hvort öfgasinn- aðir Gyðingar bera ábyrgð á henni eða hvort Palestínumennirnir hafi sjálfir smíðað hana og hún sprungið of snemma. Þá héldu Palestínu- menn í Hebron áfram að varpa eldsprengjum að ísraelskum hermönn- um. Alhanir hafna enn viðræðum jUGÓSLAVIA - Leiðtogar Kosovo-AIbana neituðu í gær í annað sinn tilboði serbnesku stjórnarinnar um viðræður. Segjast Albanir ekki vilja ræða neitt á grundvelli serbnesku stjórnarskrárinnar þar sem í henni sé ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að veita Kosovo-héraði sjálfstæði. ILEIl AÐ NÁMI NAMSKYNNING A MORGUN KL. 11:00 TIL 18:00 HALDIN í BYGGINGUM HÁSKÓLA ÍSLANDS AKUREYRARBÆR Grunnskólar Akureyrar Lausar eru til umsóknar: Stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra við Lundarskóla. í Lundarskóla eru í vetur um 350 nemendur í 1.-7. bekk en mun á næstu árum fjölga í u.þ.b. 480 nemendur í 1.-10. bekk vegna breytinga á skólafyrirkomulagi sunnan Glerár. Jafnframt veður byggt við skólann. Við leitum að stjórnendum sem eru tilbúnir að taka þátt í að móta þessa breytingu, helst með reynslu af stjórnun skóla með 8.-10. bekk. Upplýsingar um starfið gefa skólastjórar í síma 462 4888. Staða skólastjóra við Brekkuskóla. í Brekkuskóla eru í vetur um 700 nemendur í 1.-10. bekk og er skólinn safnskóli fyrir 8.-10. bekk. Á næstu Árum mun nemendum fækka í u.þ.b. 500 í 1.-10. bekk vegna breyt- inga á skólafyrirkomulagi sunnan Glerár. Við skólann er ver- ið að þróa fjarkennslu á grunnskólastigi. Við leitum að stjórnanda sem er tilbúinn að halda áfram uppbyggingu einnar stofnunar á hefðum tveggja eldri, þ.e. Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Upp- lýsingar um starfið gefa skólastjórar í síma 462 4241. Á vegum skólanefndar Akureyrar er nú verið að vinna að heildstæðri stefnumótun fyrir málefni Grunnskóla Akureyrar. Stefnumótunin er unnin eftir leiðsögn Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri. í vetur er sjónum einkum beint að starfsmannastefnu, fjárveitingum og fjármálastjórnun, stoð- þjónustu og úrræðum, skólahúsnæði og aðbúnaði og mati á skólastarfi. Einnig veitir skólafulltrúi Akureyarbæjar upplýsingar um störfin í síma 460 1450. Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 8. apríl 1998. Starfsmannastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.