Dagur - 20.03.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 20.03.1998, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20.MARS 1998 - 3 FRÉTTIR Jámblendið verður einkavætt Finnur tílkynnir sölu á járnblend/nu „með sérstakri ánægju". Iðnaðarráðherra hýð- ur ríflega fjórðungs- hlut í Jámhlendinu til sölu á Verðhréfa- þingi þann 1. apríl og áætlar andvirðið iiin 900 milljónir. „Mér er sérstök ánægja að til- kynna að ákveðið er að sala á hlut ríkisins í Islenska járn- blendifélaginu hefjist þann 1. apríl nk. og standi til 8. apríl,“ sagði iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson, í gær. Verður seldur 26,5% hlutur í félaginu, áætlað markaðsverð er kringum 900 milljónir. Um 40% bréfanna fara í tilboðssölu en 60% í almenna sölu. Benti ráðherra á að þetta væri í fyrsta sinn sem almenn- ingi hafi boðist að kaupa hluta- bréf í stóriðju á Islandi. I fram- haldi af sölunni mun stjórn fé- lagsins sækja um skráningu þess á Verðbréfaþingi. Neyti meðeigendurnir, Elkem ASA og Sumitomo Corporation, ekki forkaupsréttar að þeim 12% sem ríkið á eftir að lokinni þess- ari sölu fara þau einnig á markað. Um 60% stækkim með nýj- um ofni Járnblendiverksmiðjan verður stækkuð um 60%, með byggingu þriðja ofnsins. „Með þessu verð- ur þetta eitt stærsta fyrirtæki í heimi af sinni tegund. Markmið- ið er að byggja besta ofn í heimi hér á Iandi,“ sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Elkem og stjórnarformaður ísl. Járnblendifélagsins. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður tæpar um 2.850 milljónir. Þriðjungurinn verður fjármagnaður af eigin fé, en 2/3 með Iánsfé. Með ofninum eykst framleiðslugeta verksmiðjunnar úr 72 þúsund tonnum í 115 þús- und tonn og 25 ný störf bætast við þau 160 sem fyrir eru. Nær 400 milljóna hagnaður Árið 1997 var eitt hið besta í sögu verksmiðjunnar hvað varð- ar framleitt magn, hagnaður af rekstri var um 394 milljónir, sem svarar 11.1% af 3.540 milljóna sölutekjum. Verulegur árangur náðist í umhverfismálum verks- miðjunnar 1997, að sögn for- svarsmanna. Nýr reykhreinsi- búnaður var settur upp í ofn- húsi. Reykhreinsun frá skor- steinum var bætt verulega og dregið úr reyklosun úr rúmlega 2% af rekstrartíma ofnanna nið- ur í 0,2% milli ár|a. - HEI Fiskvinnsla í óvissu „Þetta eykur kannski at- vinnuöryggi á einum stað en dregur úr því á öðrum. Þannig að þetta skapar ákveðna óvissu,“ segir Arnar Sig- urmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslu- stöðva, um áhrif kvótaþings á atvinnu fiskverka- fólks. Á stjórnarfundi SF fyrir skömmu kom fram að menn ótt- ast áhrif kvótaþings og afnám viðskipta sem nefnd hafa verið tonn á móti tonni á starfsemi fiskvinnslunnar. Fiskverkendur telja fljótt á lit- ið að þessi breyting muni hafa minni áhrif hjá stórum sjávarút- vegsfyrirtækjum en trúlega þeim mun meiri hjá þeim minni. Það stafar af því að þeir stóru eiga kost á fleiri möguleikum og geta m.a. aukið við útgerð sína í stað þess að láta aðra veiða fyrir sig. Það mun svo aftur koma illa við þær útgerðir sem eiga lítinn kvóta en hafa getað drýgt þá með tonn á móti tonni viðskipt- um. Stjórnendur þeirra verða því að draga upp veskið og skun- da á markað ef þeir ætla að auka kvótastöð sína. -GRH Arnar Sigur- mundsson for- maður samtaka fiskvinnslustöðva. Hagkaup fllsaleggur fjöruna Ruslið í fjörunni. Verslunarstjórinn fór strax á staðinn og týndi upp flísamar og fjarlægði plastið eftir að Dagur hafði bent henni á ósómann. - mynd: bös Tveir sjóarax á upp- lyftingargöngu fundu flísar og plast í fjöru - ruslið merkt Hag- kaupi á Akureyri. Ruslið var fjarlægt strax. Slatta af afgangsflísum, flísa- brotum og plasti frá Hagkaupi á Akureyri hafði verið sturtað í fjöruna norðan við flotkvína á Akureyri og gengu tveir sjómenn fram á draslið. Þetta voru flísar sem iðnaðarmenn höfðu verið að leggja í verslun Hagkaups og höfðu lent í Ijörunni. Þegar Dag- ur leitaði skýringa hjá Hagkaup fór verslunarstjórinn strax á staðinn og fjarlægði ruslið. „Eg hringdi strax út og suður til að spyrjast fyrir og fór svo á staðinn og stefndi múraranum með mér. I ljós kom að í vonda veðrinu um daginn hafði flísun- um verið mokað með snjónum upp í snjóhauginn sem stóð við verslunina. Þessu hafði síðan verið keyrt í fjöruna og snjórinn bráðnað þar,“ útskýrði Þórhalla Þórhallsdóttir, verslunarstjóri Hagkaups. „Þetta er ekki það sem við vilj- um. Eg týndi flísarnar upp. Þetta voru fjórar heilar flísar, nokkrar brotnar og plast, sem hafði farið með snjómoksturstækinu. Þetta var ekki með vilja gert. Það er ekki stefna fyrirtækisins að henda úrgangi í fjörur bæjarins. Við viljum vera meiri snyrtipinn- ar en það,“ sagði hún. Sjóararnir tveir sem gengu fram á ruslið á upplyftingar- göngu, meðan beðið var úrslita í atkvæðagreiðslu sjómanna og út- gerðarmanna, voru hneykslaðir. „Maður er byrjaður að átta sig á að henda ekki rusli úti á sjó, og svo gengur maður fram á þetta. Á ári hafsins!" - GHS Framsæknir Samherjar Samherji valinn úr stórum hópi til Evrópuverölaima. Stjórnarformaður Samherja, Kristján Þór Júlíusson, mun í Múnchen í dag veita móttöku viðurkenningu frá samtökunum „Europe’s 500“ í boði stjórnar Bæjaralands. Markmið samtak- anna er að stuðla að öflugu at- vinnulífi í Evrópu en þetta er í annað sinn sem samtök- in heiðra þau 500 fyrirtæki í Evrópu sem vaxið hafa hraðast og skapað flest ný störf, Kristján Þór Júlíusson m. ö. o. eru stjórnarformaður fer á framsækn- 500ftamsækinna ustu fyrirtæki iFviópu. í Evrópu. Viðurkenningin er mik- ill heiður fyrir Samherja. Fyrirtækin þurfa að uppfylla afar ströng skilyrði, m.a. með til- liti til veltuaukningar, hagnaðar og Ijölgunar starfsfólks. I byrjun voru 15 þúsund fyrirtæki vaíin til nánari skoðunar úr hópi meira en 13 milljón fyrirtækja í allri Evrópu, en hópurinn síðan þrengdur. - GG Hluthafar gagnrýnir Hluthafar á aðalfundi Flugleiða í gær gagnrýndu forsvarsmenn fyrir tap á rekstri félagsins á síðastliðnu ári. Einkum beind- ist gagnrýnin að síðustu þremur mánuð- um síðasta árs. Vöxtur hefur verið í rekstri félagsins, en sá vöxtur hefur ekki náð að skila félaginu hagnaði. Tap Flugleiða vegna innanlands- flugs varð um 250 milljónir króna og seg- ir forstjóri félagsins að bregðast verði við því með lækkun kostnaðar og hækkun tekna. Hann telur fargjöld þau sem nú tíðkast í innanlandsflugi óraunhæf. For- svarsmenn félagsins lögðu áherslu á að þetta ár yrði ár sóknar í rekstrinum og félagið yrði rekið með hagn- aði. Sigurður Helgason,forstjóri Flugleiða. Sigldi á bryggf una Síðastliðið mánudagskvöld sigldi Heiðrún GK-505 á norðurgarðinn í Húsavíkurhöfn með þeim afleiðingum að gat kom á stefni skipsins. Það var að „manúvera" í innri höfninni þegar óhappið átti sér stað. Litlar sem engar skemmdir urðu á garðinum. Viðgerðarmenn voru að helja viðgerðir á skipinu í gær og þurftu að skera stykki út stefninu og setja nýtt í staðinn. — js Jón Baldvin hittir Clinton Sendiherrahjónin í Washington, Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram, héldu ásamt Starkaði, dóttursyni sínum, á fund Clinton Bandaríkjaforseta, þar sem Jón Baldvin afhenti honum trún- aðarbréf sitt. Bryndís Schram segir Clinton hafa komið ákaflega vel fyrir og bjóða af sér góðan þokka. „Þetta var eins og að ganga inn á leiksvið, myndavélarnar suðuðu og maður þekkti sviðsmyndina og aðalleikar- ann.“ Bryndís segir að Clinton hafi átt erfiðan dag þar sem ásakanir Kathleen Willey voru nýkomnar fram og sér hafi verið samúð með honum of- arlega í huga. „Jón Baldvin kynnti Starkað sem fjórðu kynslóð stjórnmálamanna í fjölskyldunni og Clinton sagði við hann að þetta væri grýtt braut og hann óskaði honum alls hins besta,“ sagði Bryndís.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.