Dagur - 16.04.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 16.04.1998, Blaðsíða 10
26- FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 LÍFIÐ í LANDINU ro^tr BÍLAR Á heimasíðu Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla, erýmis fróðleikur sem er áhugaverður hvort heldur er fyrir bifhjólaáhugamenn eða aðra. Meðal annars er sagt frá hinum árlega Hjóiadegi sem alltaf er síðasta laugardag í júni. Heimasíða Bif- hjólasamtakalýð- veldisins, Snigla Fleiri ogfleiri aðilarsetja upp heimasíður sín- aráNetinu endaerum að ræða afarþægi- legan og aðgengilegan mið- il. Meðal þeirra eru Bif- hjólasamtök lýðveldisins, Sniglar. Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar Á heimasíðu samtakanna er ýmislegt á- hugavert hvort heldur er fyrir bifhjóla- áhugamenn eða ýmsa aðra. Sagt er frá aðdraganda að stofnun samtakanna og stofnun þeirra 1. apríl 1984. Fram kemur að fyrsta mótorhjólið hafi verið smíðað árið 1885 og talið að tuttugu árum síðar hafi fyrsta mótorhjólið kom- ið til landsins. Jafnframt kemur fram að sennilega hafi fyrsta mótorhjólagengið á landinu verið svokallað Héðinsgengi, en það voru nokkrir vélvirkjar sem unnu hjá Héðni. Þeir notuðu hjólin til vinnu sinnar en í fríum mátti sjá þá aka um í hópi. Á forsíðunni eru m.a. tenglar við síðu sem kallast Allt um keðjur eða „All about chains" og gefur, eins og nafnið bendir til kynna, ýmis hollráð um keðj- ur. Árlega er haldinn Hjóladagur síðasta laugardag í júní. „Þá safnast bifhjóla- menn saman í helstu og stærstu bæjum landsins og aka í löngum röðum sem Iögreglan leiðir," eins og segir á heima- síðu Snigla. Snotur síða og fljót til, al- veg þess virði að líta á hana. Slóðin er: http://www.islandia.is/sniglar/ Gat á vatnskassa Kappamirí 4x4 klúbbun- um hafa ráð undir rifi hverju þegarkemurað vandræðum vegna bilana á fjöllum. Að minnsta kosti em þeirekki þekktirfyrir að deyja ráðalausir. Heimasíð- an þeirra erhafsjóraf allskyns fróðleik. Hérfylgja ráð um hvemig hægt erað bera sig að rifni vatnskassi fjarri mannabyggð. Gírkassapúði gaf sig, vélin seig niður að aftan og viftuspaði rakst í vatnskassann og reif innstu elimentin illa þannig að allt vatn flæddi úr kassanum. Viftu- spaðinn bognaði einnig illa. Ráðið var fram úr þessu með því að: Vatnskassinn var tekinn úr og einnig spaðinn. Gír- kassinn festur upp með "strengibandi" (strappa). Spaðinn réttur með hamri sem best og settur á sinn stað. Blöðin milli kælipípanna voru hreinsuð í burtu og pípurnar ldemmdar saman (eða blindaðar) með töng. Vatnskassakítti var síðan sett þar með, kassanum komið fyrir á sínum stað, vatni og kaffikorg hellt á hann og svo var ekið áfram. Korgurinn er settur til að þétta í rifurnar og er hinn ágæt- asti vatnskassaþéttir meðan ekki Iekur þeim mun meira. Slóðin að heimasíðunni hjá 4x4 klúbbnum er: http://rvik.ismennt.is/~4x4/ Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@islandia.is Síminn: 437 2360 m et Klettaklifur er gott fyrir heils- una. Rannsóknir sýna að 70 kílóa maður eyðir 9-13 hitaein- ingum á mínútu við það að ldífa kletta eftir því hversu brattir þeir eru og Ijögurra mínútna klifur samsvarar um 10 mínútna hlaupum. Einnig eykur klettaldifur styrk og hjartslátt. Rannsóknir í Háskólanum í Liverpool sýndu að væri eiginkonan 5-15 árum yngri en eiginmaðurinn, voru tvöfalt meiri líkur á því að fyrsta barn yrði drengur, en væri eiginkonan 1-9 árum eldri en eiginmaðurinn. Það veit enginn Vigdís Stefánsdótfir skrifar af hverju þetta er, en hins vegar er það vitað að á meðan á heimsstyrj- öldunum stóð, giftust konur gjarn- an sér eldri mönnum og talsvert fleiri drengir fæddust en stúlkur. I kjöti, baunum og fiski er hvítuefni sem kallast arginine. Nýlegar ransóknir sýna að karlkyns mýs og rottur sem fá aukalega af þessu efni, höfðu um 30% sterkara ris í lim en samanburðarhópur. Talið er að arginine slaki á ákveðnum vöðva í limnum og orsaki með því meira blóðflæði til limsins. En þessar rann- sóknir eru enn á byrjunarstigi. HVAÐ A E G A Ð GERA Kalíumskortur Sæl Vigdís. Ég á við þann kvilla að stríða að mig vantar steinefnið kalíum og lyf sem ég tek virðast hafa þau áhrif að kalíummagnið minnkar enn. Er einhver matur sem er sérstaklega ríkur af kalíum? Hvaða áhrif hefur kalíumskortur? Kalíum (Potassium) skortur hefur áhrif á öll kerfi líkamans, s)Tu/basa jafnvæg- ið, rafboð til hjartans og millifrumu- vökva. Ef fólk svitnar mikið er gott að bæta sér upp kalíumskortinn með kalíumríku fæði. Matur sem ríkur er af kalíum er til dæmis: Þurrkaðir ávextir eins og döðl- ur, rúsínur, apríkósur og bananar. Avokado, bakaðar kartöflur, hráir tómatar og gulrætur og svo drykkjar- vörur eins og mjólk, appelsínusafi og aprikósusafi. Að öllu jöfnu þykir betra að fá kalíum úr fæðu en í töfluformi og á að vera auðvelt að fá nóg magn af því eins og öðrum steinefnum ef fæðan er fjölbreytt og úr öllum fæðuflokkum. Sértu í vafa um að þú fáir nóg af ein- hverjum efnum er gott að leita til nær- ingarfræðings sem útbýr þá matseðil í samræmi við þarfir hvers og eins. Vigdís svarar í símaim! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í simaun kl. 9-12. Símiun er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Frábær en sterkur Chili réttur 2 msk. óltfuolía 2 bollar af sniátt skomum lauk 4 lauf af hvítlauk, smátt söxuð 1 kg nautakjöt, skorið í litla bita 6 msk. chili duft 2 dósir tómatar Kjötsoð, / líter 2 bollar baunir, pinto eða nýmabaunir (fást í niðursoðnar) 1 matskeið púðursykur 1 matskeið edik salt Cayenne pipar eftir smekk Hitið olíuna í potti og Iéttsteikið laukinn og hvítlaukinn. Bætið við kjötinu og brúnið það. Setjið chiliduftið samanvið og sjóðið í 5 mín. Bætið þá við tómötun- um, sem búið er að stappa lauslega og kjötsoðinu. Látið Iok lauslega yfir pott- inn, ekki loka alveg og sjóðið í 30 mín. á lágum hita. Hrærið oft í pottinum. Bætið við því sem eftir er og sjóðið áfram í um 5 mín. I hveijum skammti, 1'/ bolla eru 254 hitaeiningar, 9 g fita, 21 g kolvetni og 25 g prótein. Prósentuvís í Ameríku • Af 47,3 milljónum manna sem stunduðu æfingar reglulega í Bandaríkjunum árið 1996, reyndust 56% vera konur. • 29% kvenna reyndust skipta sjálfar um olíu á bílnum. Kettirnir í Ameríku geispa 544 milljón sinnum á dag, það er allir til samans. 24% karlmanna þora ekki að sofna í flugvélum vegna þess að þeir eru hræddir um að slefa og verða sér til skammar með því. Meðalmaður eyðir um 15 klukku- stundum af þeim 40 sem hann á fríar í hverri viku til að horfa á sjónvarp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.