Dagur - 18.04.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 18.04.1998, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 - l'l ERLENDAR FRÉTTIR Frá sprengjuárás IRA í London áríð 1996. Ef fríðarsamningurínn verður samþykktur fá þeir sem bera ábyrgð á henni frelsi innan tveggja ára. Efast um friðiim Mörgum fmnst einna erfiðast að sætta sig við að iiiorðiiigjimi verði sleppt úr fang- elsi. Paddy McElhinney er 28 ára Ieigubílstjóri á Norður-Irlandi. Hann vill helst trúa því að friður sé loks í nánd, en þó koma á hann efasemdir þegar hann riljar upp atburði sem gerðust á kránni Rising Sun í Londonderry fyrir fimm árum. Þar sat hann og sötr- aði kók þegar tveir byssumenn ruddust inn og hófu skothríð sem varð níu manns að bana. McElhinney tókst ásamt 30 öðr- um að flýja inn á klósett og komust Iífs af. Ef nýja friðarsamkomulagið á Norður-Irlandi verður að veru- leika þá verður 440 afbrota- mönnum að öllum líkindum sleppt úr fangelsi í síðasta lagi í júní árið 2000, og þar á meðal mörgum sem nú afplána lífstíð- ardóm fyrir morð á óvopnuðum borgurum. Ef svo fer að skæru- Iiðasamtök mótmælenda, Ulster Freedom Fighters, sem hafa ver- ið andvíg friðarsamningnum lýsa engu að sfður yfir vopnahléi, þá verða byssumennirnir sem rudd- ust inn í krána um árið einnig hugsanlega Iátnir lausir, en þeir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi árið 1995. „Ef þessu fólki verður hleypt út, þá mun það endurtaka leik- inn,“ segir McElhinney og Iíst hreint ekki á blikuna. Sigur IRA? Hann er ekki einn um að hafa áhyggjur af því ef föngunum verður sleppt úr haldi. Þetta er Iangt í frá eina ákvæði samnings- ins sem umdeilt er, en margir ættingja þeirra sem Iátist hafa eða særst í sprengjuárásum IRA og af völdum annarra ofbeldis- verka af hálfu bæði mótmælenda og kaþólskra eiga afar erfitt með að sætta sig við þetta ákvæði í samningnum. Ekki aðeins er gert ráð fyrir því að ofbeldismönnun- um verði sleppt úr fangelsi, held- ur verður þeim einnig hjálpað að finna atvinnu og fá jafnvel starfs- þjálfun til þess að auðvelda þeim atvinnuleitina. „Ef maður verður öðrum að bana, hvers vegna ætti hann að fá frelsi og geta gengið um göt- urnar meðan einhver situr heima og syrgir föður sinn eða bróður?" spyr April Morrison, en bróðir hennar, systir og frænka létu öll lífið í sprengjuárás IRA á fisk- markað í mótmælendahverfi Belfast. Norman Tebbit, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatcher, sagði ákvæðin um Iausn fanganna ekkert annað en „sigur IRA“. Eiginkona hans lamaðist í sprengjuárás sem gerð var árið 1984, en fimm manns létu þá lífið. HEIMURINN Jeltsín reynir í þriðja sinn RÚSSLAND - Þriðja og síðasta umferð er hafin í glímu Borisar Jeltsíns við dúmuna, en hann gerði í þriðja sinn í gær að tillögu sinni að Sergei Kirijenkó verði skipaður í embætti for- sætisráðherra eftir að neðri deild þingsins hafn- aði honum öðru sinni. Samkvæmt stjórnar- skránni þarf dúman að gefa svar sitt innan viku, eða í síðasta lagi næsta föstudag. Ef dúman haf- nar Kirijenkó í þriðja sinn ber Jeltsín samkvæmt stjórnarskránni að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Boris Jeltsín. Úrval af góðum viðurkenndum tegundum af sumardekkjum á hagstæðu verði. Ódýrar stál- og álfelgur á alla bíla. Við erum ódýrastir samkv. verðkönnunum! Vönduð vinnubrögð! Verið velkomin! Höldur ehf. hjólbarðaverkstæði / s. 461 3000. Útboð Akureyrarhöfn Fríholt á Oddeyrarbryggju Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir tilboðum í gerð fríholta á Oddeyrarbryggju Akureyri. Helstu magntölur: 70 fríholtasett með alls 420 fríholtum. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júní 1998. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hafnasamlags Norður- lands, Akureyrarhöfn, frá þriðjudeginum 21. apríl gegn 2.000 kr. greiðslu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn 4. maí 1998 kl. 11.00. Hafnasamlag Norðurlands ÚTBOÐ IF.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tiíboðum í að steypa upp Félagshús Próttar í Laugardal. Um er að ræða uppsteypu og frágang á þökum. Búið er að grafa fyrir húsinu og fylla undir sökkla og girða af svæðið. Helstu magntölur: - Steypa: 730 m3 I- Mót: 5.200 m2 - Bendistál: 60 tonn Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 7. maí 1998 kl. 11.00 á sama stað. bgd 41/8 IF.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í niðurrif á dælu- stöð í Smárahvammi. Húsið er bárujárnsklætt stálgrindahús á steypt- um grunni, um 115 m2. Verki skal lokið fyrir 22. maí 1998. Húsið verður til sýnis mánudaginn 27. apríl 1998 kl. 13.00- 15.00. Tilboðsblað fæst á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: miðvikudaginn 29. apríl 1998 kl. 15.00 á sama stað. INNKA UPASTOFNUN RE YKJA VÍKURBORGA R Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 AKUREYRARBÆR Plastiðjan Bjarg Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra á Plastiðjunni Bjargi. Verkefnastjóri ber ábyrgð á markaðs- og sölumálum auk þess að sjá um hráefniskaup, framlegðarútreikninga og mánaðarleg upp- gjör. Viðkomandi kemur einnig að áætlanagerð innan Plastiðjunnar. Staða verkefnastjóra er staðgengilsstaða forstöðumanns. Krafist er menntunar og/eða reynslu á sviði markaðs- og sölumála auk þess sem menntun eða reynsla af stjórnun er æskileg, ásamt reynslu af starfi með fötluðum einstaklingum. Hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði. Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við STAK. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Plastiðjunnar í síma 461 5278. Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannadeild Akureyrarbæj- ar í síma 462 1000. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar Akureyarbæjar, Geisla- götu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur til 6. maí nk. RMTT LJÓS þý&i* RAUTT LJÓS kgÉUMFERÐAR lÍRÁÐ \ /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.