Dagur - 18.04.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 18.04.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18.APRÍL 1998 ÞJÓÐMÁL > - Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á MÁNUÐl Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 617HAKUREYRIJ 551 6270 (REYKJAVÍK) Dauði morðmgja I fyrsta lagi Tuttugasta öldin hefur séð fleiri og stórvirkari pólitíska Qöldamorðingja en nokkur önnur öld í blóðugri sögu mann- kynsins. Staðfest hefur verið að einn þeirra, Pol Pot í Kambó- díu, sé loksins dauður. Hann fékk hægt andlát í svefni, kom- inn á áttræðisaldurinn. Hvílík andstaða er ekki friðsamur dauði hans við örlög þeirra hátt í tveggja milljóna karla, kvenna og barna sem létu Iífið á hinn hroðalegasta hátt vegna ógnarstjórnar þessa miskunnarlausa harðstjóra sem aldrei sýndi minnstu merki um iðrun. í fyrsta lagi Hörmungar Kambódíu á áttunda áratugnum, þegar um fimmtungur þjóðarinnar var drepinn í þágu pólitískrar ofsatrú- ar, er einn af þeim glæpum gegn mannkyninu sem aldrei má gleymast. Það á líka við um ömurlegan hlut vestrænna lýðræð- isríkja í kambódíska harmleiknum. Bandaríkin áttu mikinn þátt í að skapa þau skilyrði sem gerðu sigur hersveita Pol Pots mögulegan árið 1975. Umheimurinn hélt líka áfram að viður- kenna morðingjastjórn Rauðu Khmeranna löngu eftir að öll- um mátti vera ljóst að hún var að murka lífið úr stórum hluta þjóðarinnar. Það er hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem vestræn lýðræðisríki heiðra skúrkinn. í þriðja lagi Sú pólitíska ógnarhreyfing sem Pol Pot veitti forstöðu, Rauðu Khmerarnir, virðist telja dauða morðingjans merk tímamót sem geri þeim mögulegt að hreinsa sig af morðæði fortíðarinn- ar. Það er mikill misskilningur. Fjöldamorðingjar eins og Adolf Hitler, Jósef Stalín og Pol Pot starfa ekki einir. Samstarfsmenn þeirra og handlangarar eru jafn sekir og foringinn. Og þeir gegna enn mikilvægum embættum í her og stjórnkerfi Kambó- díu, eins og reyndar pólitískir morðingjar víðar í veröldinni. Elías Snæland Jónsson. Með fullri reisn í gær var stór dagur í Iífi ís- lenskra karlmanna. Islending- ar hafa reyndar alltaf vitað að þeir eru mestir, bestir og laaangflottastir á nær öllum sviðum. Eiga fallegasta landið, bestu skákmennina, fallegustu konurnar og sterkustu karl- mennina. I frétt í Degi í gær var svo upplýst að íslensk typpi eru einnig lengri en samkonar græjur karlmanna í öðrum löndum. (Rétt er að taka fram að samkvæmt orðabókum má skrifa orðið typpi hvort heldur með i eða y, en í Ijósi upplýs- inganna þykir Garra meiri reisn yfir því að hafa það með tvö- földu.) í frétt Dags kom fram að fs- lenskt með- altyppi mælist að jafnaði 20 sentimetrar sam- kvæmt rannsóknum lækna og er það heldur lengra en þekk- ist hjá öðrum þjóðum. Nú kom að vísu ekki fram hvort typpin voru mæld í fullri reisn eða hvíldarstöðu en að vandlega athuguðu máli hefur Garri komist að þeirri niðurstöðu að það hljóti að hafa verið í fullri reisn. Og þetta eru mikil tíð- indi. Burt með jepp- ana Því hefur verið haldið fram að karlmenn kaupi sér gjarnan stóra jeppa sem nokkurs konar framlengingu á karlmennsku- tákni sínu og hafa íslenskir karlmenn svo sannarlega ekki verið eftirbátar annarra í því. Nú er ljóst að engin þörf er á slíku. Hægt er að leggja öllum stóru forstjórajeppunum. Is- lenskir karlmenn geta ekið um á litlum Nissan Micra eða Da- hatsu Charade og verið stoltir af því þeir vita að þó vélin í bílnum sé ekki stór er ekkert út á stærðina á því sem er á milli fóta þeirra að setja. Enga EES staðla Það rifjaðist upp fyrir Garra í þessu sambandi að til harðra deilna kom í Evrópusamband- inu þegar báknið í Brussel ákvað að setja reglur um stærð smokka. Ef Garri man rétt var ekki svo mjög um það deilt hvort ætti að setja slíkar reglur held- ur þótti sumum þessar stöðluðu stærð- ir einfaldlega ekki henta sér. ítalskir karlmenn töldu víst al- veg útilokað að þeir gætu kom- ið sínum manndómi í þessar Iitlu hosur þótt verið gæti að þær pössuðu ágætlega á bresk- an karlpening. Ekki man Garri hvernig þessum deilum Iyktaði en hann treystir því að þing- menn standi vörð um íslenska hagsmuni ef reynt verður að þröngva þessum stöðlum upp á íslenska karlmenn. ísland hefur sérstöðu á svo mörgum sviðum í samningum við Evr- ópusambandið og það hlýtur að vera hægt að fá undanþágu fyrir „extra large“ verjum þegar vísindalegar rannsóknir sýna að ekki veitir af. GARRI. ekki er spurt um ODDUR ÓLAFSSON skrifar Stundum grípur siðvæðingaræði um sig meðal þjóðarinnar af slík- um fítonskrafti, að ekkert kemst að í hugum hennar um skeið nema eitthvert eitt tiltekið stór- hneyksli, eða eitthvað sem hægt er að smjatta á og allir geta skil- ið. Alþingi verður óstarfhæft vegna þess hve þingmenn eru ákafir að taka þátt í siðbótinni og gjörvöll fjölmiðlunin rennur í sama farveg og verður að belj- andi stórfljóti orðaflaums um eitt og sama fyrirbærið. Oftast tekst að halda málefn- inu innan þess ramma að brátt verður engu við að bæta og hægt verður að snúa sér að hversdags- Iegum viðfangsefnum þar til næsta bylgja rís og ríður yfir. En hvort það fjarar undan fár- inu sem Iaxveiðiárátta banka- stjóra veldur um sinn, er vafa- mál. Þau tíðindi hafa nú gerst að Sverrir laxakarl fer fram á það við Alþingi að fá að létta af bankaleynd um veiðiskap og Það sem risnu Landsbanka sl. 30 ár. Hvernig þingmenn taka í þetta er óvíst, en eitt sýnist augljóst. Jóhanna Sig. hlýtur að talca und- ir erindið og verða hún og Sverr- ir þá greinilega samheijar um að upplýsa spillingu og bruðl í opinberu Ijármálakerfi. Stóra sukkið Aðeins hefur verið imprað á því hvort ekki væri rétt að minnast á fleiri þætti bankamála fyrst farið er að krefja stjórnendur þeirra svara við smátíkar- legu bruðli. Útlánatöp rfk- ishankanna nema tugum eða hundruðum milljarða eftir því hve langt er skyggnst aftur í tím- ann. Bankarnir hafa tekið að sér töp annarra fjármálastofnana og alls kyns fyrirbæra. Ríkissjóður hefur þurft að moka fé inn í bankana til að halda þeim starfhæfum án þess að nokkur sála hafi lyft brún eða spurt eins eða neins. Kannski ekki von því til skamms tíma var bankarekstur á Islandi pólitík, en ekki fjármálastarfsemi eins og eðlilegt þykir að peninga- stofnanir reki. Því var ekkert eðlilegra en að bankastjórar kæmu úr röðum pólitíkusa eða væru skipaðir af þeim og því handbendi stjórnmála- flokkanna. Enda sullaðist almannafé milli alls kyns sjóða og stofnana og kommisarar rukkuðu og útdeildu að geðþótta, og gera enn. Sérgóða liðið I því peningakerfi sem þannig var byggt upp gerðu menn lítinn greinarmun á hver átti hvað og hver var hvurs, eins og segir í gamla revíusöngnum. Því er ofur- eðlilegt að smátíkarlegar greiðsl- ur fyrir nokkurra daga kvóta í ein- hverjum straumvötnum séu lítið mál á milli vina. Enda standa bankarnir á gati þegar spurt er um hvað greitt sé fyrir lítilræðið. Og vefst síðan tunga um tönn með þeim árangri að allt banka- kerfið leikur á reiðiskjálfi. Forvitnilegt væri að vita hvaða ósköp myndu dynja yfir ef farið væri að spyija alvarlegra spurn- inga, svo sem eins og hvað varð af öllum milljörðunum sem af- hentir voru og ekki komu til baka. Hvað er búið að moka miklu af almannafé inn í sjóði og peningakerfi, sem allt laxveiðilið- ið hefur búið til og ráðskast með? Hvernig hefur allt þetta fólk, þar á meðal sjálf Jóhanna, komið sér fyrir í eftirlaunasjóð- um og starfslokaplottum? Svona má lengi spyrja. En best væri að láta það vera því kerfið má ekki við nema smáskandölum sem hægt er að afmarka við lítið svið, eins og saklausa laxveiði nokkurra sér- góðra kjána. Sverrir Hermannsson. Á að upplýsa hverjir hafifaríð í laxveiði á vegum Landsbanhans sl. 30 ár? Svavar Gestsson þingmaðurAlþýðubandalags. „Eg tel að réttara sé að skoða málið í heildarsam- hengi og at- huga og upp- lýsa hvað hefur gerst í bankanum á allra síðustu árum og setja síðan reglur út frá því. Það þjónar ekki tilgangi að fara í nornaveiðar langt aftur í tímann. Landsbankamálið sýnir okkur hinsvegar hverjir yfirburð- ir félagslegs rekstrar eru, þvert á það sem viðskiptaráðherrann hefur verið að telja okkur trú um. Háeffunin verður til þess að breiða yfir allt sukkið.“ Einar Kr. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég sé nú ekki að það þjóni mikl- um tilgangi í umræðu um málefni Landsbank- ans að upp- lýsa það, en trúi því hins vegar tæplega að það sé feimnis- mál einhvers hvort hann hafi veitt lax á vegum Landsbanka ís- lands eða annarra fyrirtækja.11 Hjálmar Amason þingmaður Framsóknarflokks. „Mér finnst það ekki vera aðalatriði f málinu. Að- alatriðið er að menn hafa verið látnir sæta ábyrgð og bankaráðið ákveðið að breyta vinnulagi sínu og reglum á þessu sviði. Mest er um vert að endurvekja traust al- mennings og trú á þessari mikil- vægu peningastofnun lands- manna. Siðvæðingin nær til framtíðar." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður jafnaðarmanna. „Ég veit svo sem ekki hvað það hefur uppá sig að vera að upplýsa málin svo langt aftur í tímann. Réttara væri að þeir sem enn eru ofar foldu komi sjálfir fram og segi frá því. Aðalatriðið er að menn standi ábyrgir, séu ábyrgir gjörða sinna og komi í veg fyrir að svona end- urtaki sig.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.