Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 6
22 — MIÐVIKUDAGUR 29.APRÍL 1998 .Dggur HEIMILISLÍFIÐ í LANDINU í hrauninu viðÁlfta- nesveg kúra nokkur hús. Sum hafa verið þama lengi, í tugi ára, en önnurskemur. Carl Brand og Hlín Eiríks- dóttirhafa búið sér þama hamingjugarð í 43 ár. Margar af kryddjurtunum lifa allt árið út, þó svo þær ættu kannski ekki að gera það.“ Þar að auki rækta þau mikið af grænmeti, brokkoli, gulrætur, kúrbít og fleira. Ekki má gleyma lauknum, en af honum rækta þau margar tegundir. Borða mest sjálf Löngu áður en farið var að selja hér útlent grænmeti eins og kúrbít og klettakál, voru þau hjón farin að rækta slíkt. Þau hafa fengið mjög stóra kúrbíta og hafa einnig selt svolítið af uppskerunni, en segjast þó Húsið er byggt til að falla vel inn í landið og hraunið meðfram tröppunum er alþakið gróðri. Það er varia hægt að trúa því að þessi gróður sé I Álftaneshrauninu. Hann er grósku- mikiH og mjög fallegur. Þau hjón hafa unnið stórvirki við að græða upp hraunið í kring um sig, en lóðin er VA hektari að stærð. Þau rækta þarna ýmsar tijáplöntur og runna og svo einnig sumarblóm og grænmeti. „Við borðum grænmeti úr garðinum allt sumarið,11 segja þau. „Ekkert annað, enda bæði grænmetisætur." Hlín er úr Laugardalnum í Reykjavík, en foreldrar hennar ráku þar ræktunarstöð, þar sem nú er Grasagarðurinn. Hún var á garðyrkjuskóla í Englandi og þau hjón bjuggu í Laugardaln- um fyrstu árin, eða þar til borg- in vildi fá landið til umráða. „Við ræktum allt að 20 teg- undir af kryddjurtum," segir Hlín. „Koriander, basil og rós- marín svo eitthvað sé nefnt. Carl Brand og Hl/n Eirfksdóttir standa á veröndinni við húsið sitt. Hraunið og hluti garðsins i baksýn. ársin 1993. borða mest af henni sjálf. Þau eru sammála um það að lífrænt ræktað grænmeti bragðist miklu betur en ann- að grænmeti og geymist þar að auki betur. „Hér hefur aldrei verið notað annað en Iífrænn áburður,“ segir Carl. „Og sum árin höfum við fengið alveg gríðarlega mikla uppskeru." Þau voru eitt sinn með hænsni iíka „hamingju- hænsn“ sem framleiddu „hamingjuegg". En nafn- giftin kom til af því að þessar hænur fengu að ganga lausar í landinu og voru afskaplega hamingju- samar með það. í gróðurhúsi á lóðinni eru litlu plönturnar að stinga upp kollinum. „Við byrjum á því að rækta gul- rætur mjög snemma inni,“ segir Hlín, „til að fá uppskeru fljótt. Svo erum við með tvö önnur beð fyrir gulræturnar, þannig Víða sést ekki lengur i hraunið, svo mikiH er gróðurinn, bæði tré, runnar og smærri plöntur. að við fáum stöðuga uppskeru yfir sumarið. Og borðum þær allar,“ bætir hún við. Bastarðarnir lifðu Þau hjónin segjast hafa misst talsvert mikið af trjám þegar hitastigið féll um 20 gráður yfir nótt 1963. „En það reyndist vera til bóta, því bastarðarnir lifðu,“ segir Carl „og við fengum miklu sterkari stofna út úr þessu.“ Ekki er við annað komandi en að prófa svolítið afurðirnar og blaðamaður fær afburðagott piparmyntute, heimabakað brauð og heimalagaða sultu, en þau búa til fimm tegundir af sultum úr því sem þau fram- Ieiða. Þetta er allt þegið með þökkum og áður en varir er kominn tími til að kveðja þessi heiðurshjón seVn hafa breytt beru hrauninu við Alftanesveg- inn í sælureit. -VS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.