Dagur - 05.05.1998, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR S.MAÍ 1998 - 21
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Fyrir þá sem ekkert vissu
Laxveiðarog rísna bankastjóra Landsbankans sem nú
hafa veriðgerð opinberað hluta virðisthafa komið
bankaráðsmönnum á óvart. Voru þeireinu mennimirí
landinu sem ekkert höfðu heyrt eða séð um vafasamar
laxveiðarog risnu? Ábendingar skorti hvorki í ræðu né
riti. Dagurbirtirkafla um málið úr „Bankabókinni“
eftir Ömólf Ámason, sem kom útárið 1994.
„Mér finnst ég ekki skemmta mér nógu vet efþað kostar mikið. Þú mátt kalla það
nisku efþú vilt. Mér erákaflega vel við að vera boðið í lax.“
í „Bankabók" Örnólfs Árnasonar
ræðir viðmælandi við hinn „al-
vitra“ Nóra. Við grípum þar nið-
ur sem Nóri hefur orðið:
„Stundum eiga heilu byggðar-
lögin allt sitt undir duttlungum
bankastjóra sem, að minnsta
kosti þá stundina, hafa hugann
við annað, eins og þegar sjávar-
útvegurinn á Bíldudal stöðvaðist
vegna aðgerða Landsbankans en
björgunarsveit þingmanna og
fleiri gat við engan átt um vand-
ann dögum saman því að allir
bankastjórarnir voru í burtu yfir
sig uppteknir við laxveiðar."
„Eru bankastjórar valdir með
tilliti til þess að þeir hafi sér-
stakan áhuga á laxveiðum eða fá
þeir veiðiáhugann af störfum
sínum í bönkunum?" spyr ég.
„Sverrir Hermannsson var að
minnsta kosti valinn vegna
áhuga á laxveiðum," segir Nóri.
Hann dregur fram blaðaúr-
ldippu úr Helgarpóstinum 22.
júní 1979 með viðtali við Sverri
Hermannsson, þingmann og
framkvæmdastjóra Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins, orð-
um sínum til sönnunar. Sverrir
segir:
„Svo stunda ég laxveiði og fer
oft í Iax. Þó hef ég ekki hætt
miklum fjármunum í það. Mér
finnst ég ekki skemmta mér
nógu vel ef það kostar mikið. Þú
mátt kalla það nísku ef þú vilt.
Mér er ákaflega vel við að vera
boðið í lax.“
„Það er ekki hætta á að nein
persónuleg fjárútlát hafi orðið
til að skemma veiðigleðina fyrir
vestfirska bankastjóranum eða
kollegum hans meðan undirsát-
ar þeirra tóku öndunarslöngu
atvinnulífsins á Bíldudal úr
sambandi," segir Nóri. ...
Sverrir Hermannsson er einn
af örfáum þingmönnum síðustu
ára sem hefur krafist þess að fá
biðlaun þegar hann hætti þing-
mennsku þótt hann settist strax
í annað starf, bankastjórastarfið,
sem ofan í kaupið er miklu bet-
ur launað. Við Nóri skoðum um-
fjöllun um þetta í Pressunni frá
19. janúar 1989 þar sem fram
kemur að í desember 1988 hafi
Sverrir, samkvæmt upplýsingum
frá Friðrik Ólafssy ni, skrifstofu-
stjóra Alþingis, fengið greitt á
einu bretti sex mánaða þingfar-
arkaup enda þótt hann hefði
verið á fullum launum hjá
Landsbankanum allan þann
tíma.
Eitthvað vafðist útborgunin
fyrir skrifstofu Alþingis enda
hafði Sverrir sjálfur sagt í um-
ræðum um biðlaunafrumvarpið
á Alþingi: „Biðlaun eru ekki
kaup. Biðlaun eru til þess greidd
að mönnum gefist kostur á því
að fá sér aðra vinnu til þess að
framfleyta sér og sínum á. Þetta
er eðli biðlauna. Og ég vil að-
eins spyrja þá að því hvort þeir
hafi kynnt sér hvernig þessum
málum er háttað almennt hjá
launþegum þessarar þjóðar og
einnig kynnt sér hvað barátta
verkalýðshreyfingarinnar al-
mennt snýst um í þessu sam-
bandi.“ Það var sem sagt skiln-
ingur hans að biðlaun skyldi
ekki greiða þingmanni ef hann
fengi kaup annars staðar. En
öðru máli virtist gilda þegar
hann sjálfur átti í hlut.
Skemmtilegra er að Pressan
segir, og finnst greinilega mikið
um, að „traustir heimildamenn"
telji að bankastjóralaunin séu
300 þúsund á mánuði og auk
þess fái þeir tvöföld laun í des-
ember. Mikið mega Iaunin hafa
hækkað síðan 1988 ef þetta fær
staðist, því að samkvæmt - síð-
ustu útsvarsálagningu hefur
Sverrir Hermannsson haft 960
þúsund króna tekjur á mánuði 5
árum seinna, þ.e.a.s. árið 1993.
„Attk þess að vera helteknir af
Iaxveiðiáhuga virðast allir
bankastjórarnir eiga það sam-
merkt að vera gífurlega duglegir
fjáraflamenn fyrir sjálfa sig og
passasamir að láta aðra greiða
helst öll útgjöld fyrir sig,“ segir
Nóri. „Laxveiðitúrarnir eru oft
með stórum hópum manna, þar
sem bankarnir bjóða til dæmis
forstöðumönnum fyrirtækja í
eigu bankans, eða verðbréfafyr-
irtæki í eigu bankanna bjóða
bankastjórunum og þannig má
Iengi telja. Og stundum eru út-
lendingar hafðir með, væntan-
lega menn sem geta látið sín fyr-
irtæki endurgjalda með því að
bjóða okkar mönnum eitthvað
bitastætt þegar þeir eru á ferð-
inni í útlöndum.11
Við skoðum skrá yfir verðið á
veiðileyfum í helstu ám Iands-
ins. Það kostar 36.100 krónur á
stöng á dag hjá Sverri Her-
mannssyni og bræðrum hans í
Hrútafjarðará. Það þykir ekki
mikið, til dæmis miðað við veiði-
leyfið í Laxá á Ásum sem kostar
115 þúsund krónur á dag... „Það
er ekki einhlítt að þeir séu með
gesti með sér þó að bankinn
borgi,“ segir Nóri. „Frændi
minn... fór árlega með forstjóra
amerísks stórfyrirtækis í Laxá í
Þingeyjarsýslu og tók þá alltaf
við af einum af bankastjórum
Landsbankans sem hafði fasta
daga í ánni ásamt öðrum banka-
manni, ekki alveg eins háttsett-
um. Karlarnir voru gjarnan
heldur lufsulegir á að líta við
brottför úr Aðaldalnum og á
allra vörum í sveitinni að þeir
hefðu meiri áhuga á vasapelun-
um en veiðiskapnum..."
„Skrifuðu þeir sjálfir í veiði-
bókina?“ spyr ég.
„Það veit ég ekki,“ segir Nóri.
„Af hverju spyrðu að því?“
„Af því að sumir færa inn
veiðina undir dulnefni í bæk-
urnar í veiðihúsunum, líklega til
að forðast að það sjáist hver hafi
verið á ferð og leki í blöðin,“
segi ég. „Eins og þegar verið var
að gera grín að því að Iðnlána-
sjóður byði Iðnaðarbankanum í
laxveiði og öfugt.“
„Tannlæknirinn minn fór í
sumar ásamt félögum sínum upp
í Borgarfjörð í miðlungsdýra á,
enda borga þeir veiðileyfið með
eigin aflafé,“ segir Nóri. „Þeir
ráku augun í að Jóhannes Nordal
og eiginkona hans höfðu verið
þarna vikuna áður og mokað á
land laxi með hinum ýmsu flug-
um enda mun Jóhannes vera
bráðslyngur veiðimaður. Þeir
tannlæknar spurðu hver annan
hvort það gæti verið að Jóhannes
hefði borgað sjálfur, því að í bók-
inni voru engin merki um að ein-
hver gestgjafi hefði verið með í
för. Hollið sem á eftir þeim kom
vildi sennilega ekki gefa upp
nöfn á einstaklingum því að allir
Iaxar þeirra voru færðir inn undir
nafninu Veiðifélag templara.11
Það riQast upp fyrir mér saga
sem Nóri sagði mér fyrir
nokkrum árum um bankastjóra
Framsóknarflokksins, bráð-
myndarlegan og stóran eins og
þeir áttu helst að vera í laginu
hjá SÍS, sem fór í tveggja daga
veiðiferð með einn útlendan
bankamann upp í Borgarfjörð og
gerði bankanum reikning fyrir
útlögðum kostnaði, 200 ána-
möðkum og tíu kössum af
áfengi. Hitt hafði bankinn greitt
beint.
Þetta, og býsna margt fleira,
hafði Nóri veitt upp úr frænda
sínum sem átti í seli í öðrum
þjóðbankanna. Lýsing Nóra á
frændanum hljóðar svo: „Vörpu-
legur náungi, talsvert upp á
kvenhöndina..." Mér skilst að
þessi heiðursmaður hafi verið í
þó nokkurri náð hjá stúlku sem
gegndi ábyrgðarstarfi i bankan-
um sem hún hafði hlotið „vegna
óhemju andlitsfríðleika en þó
ekki síður vegna afspyrnurenni-
legs vaxtar og sérstaks mjaðma-
hnykks-göngulags sem gat víst
ruglað stabílustu menn í rím-
inu.“
Nóri segir að einhverju sinni
„eftir mjög átakamikla og erfiða
nótt,“ að sögn skurðlæknisins,
hafi hún trúað honum fyrir því
að hún hefði verið látin leysa af
í sumarfríi mann sem hafði um-
sjón með sérstökum útgjöldum
bankastjóranna. Hún hafði lofað
að halda sér saman en var víst
dálítið áhyggjufull og spurði vin
sinn hvort hún gæti hugsanlega
komist í kast við Iögin út af
þessu.
Örnólfur Árnason höfundur Bankabók-
arinnar og Á slóð Kolkrabbans. Fjögurra
ára bók segir nánast allt sem nú er sagt
um Landsbankamál - og meira til.
Það hagaði þannig til, eftir þvf
sem læknirinn sagði, að stúlkan
var Iátin greiða ýmsan kostnað
fyrir bankastjórana sem henni
þótti nokkuð sýnt að ekki kæmi
bankanum neitt við. Þar á með-
al voru viðgerðir á húsum og bíl-
um í einkaeign, veisluföng í
höfðinglega fermingan'eislu og
ýmsir reikningar frá útlöndum
sem ekki virtist vogandi að færa
sem risnu. Öll fylgiskjöl viðvíkj-
andi þessum útborgunum voru
sett í sérstaka læsta skúffu og
geymd þar.
„Heldurðu að þetta hafi verið
sama skúffan og Seðlabankinn
var hafður í áður en hann tók
vaxtarkippinn?" spyr ég. En Nóri
nennir ekki að svara svona aula-
brandara. Hann þegir augnabilk,
þungbrýnn.
„Skúffan hafði nafn þó að það
væri ekki letrað utan á hana,“
segir Nóri. „Og þetta nafn stóð á
hverju fylgiskjali, sama fyrir
hvers konar þjónustu eða vöru-
úttektir verið var að greiða.
Stúlkan sagðist ekld vita hver
hefði skrifað nafnið, kannski
áræddi hún ekki að segja lækn-
inum sínum það. En nafnið var:
Höfðatún.11
Kaflinn úr bankabókinni eftir Ornólf
Árnason er birtur með leyfi böfundar
Leikfélag
Akureyrar
Markúsar-
guðspjall
Einleikur Aðalsteins Bergdal.
á Renniverkstæðinu.
Lýsing: Iugvar Bjömsson.
Leikmynd: Manfred Lemke.
Leikstjóm: Trausti Ólafsson.
sýn. íimmt. 7. maí kl. 20.30
sýn. fimmt. 14. mal kl. 20.30
sýn. sunn. 17. maí kl. 17.00
síðustu sýningar á Akurcyri
í BústaðaMrkju í Reykjavík
31. maíkl. 20.30
og l.júníkl. 20.30
Mögulcikhúsið sýnir:
EinarÁskell
i Samkomuhúsinu á Akurcyri
laugardaginn 9. maíkl. 14.00
Gjafakort á Markúsarguöspjall
tilvalin fermingargjöf
Landsbanki íslands vcitir
handhöfum gull-debetkorta
25% afslátt.
Miðasalan cr opin jiriðjud.-llinmlud.
kl. 13-17, föstud.-sunnud.
fram að sýxiingu.
Símsvaii allan sólarhringinn.
Munið pakkaferðimar.
Sirni 462 1400
Oiutur
er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar
Söngvaseiður
The Sound of Music
„Saltiö er gott, en ef saltid missir selt-
unn. með hverju viljið þér þá krydda
það? llafið salt í sjálfum yður. oq hald-
ið frið yðar á milli." 9. 50.
eftir Richard Rodgers og Oscar
Hammerstein 0,
sýn. föst. 8. maí kl. 20.30
UPPSELT
sýn. laug. 9. maí kl. 20.30
UPPSELT
sýn. sun. 10. maí kl. 16.00
laus sæti
sýn. föst. 15. maíkl. 20.30
laus sæti
sýn. laug. 16. maí kl. 20.30
UPPSELT
sýn. mið. 20. maí kl. 20.30
sjm. fimm. 21.maík1.20.30
sýn. laug. 23. mai kl. 20.30
sýn. sunn. 24. maí kl. 20.30
Síðustu sýningar