Dagur - 23.05.1998, Side 2

Dagur - 23.05.1998, Side 2
Xfc^ur U V v W\ Wi • I • 'I u n-LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 SÖGUR OG SAGNIR Brúðargangur á Suðurlandi. Hér gengur presturinn á undan og tveir fullorðnir karimenn ganga með brúðnni, en konur á eftir og syngja sálma. Þessi mynd kvað vera frá Landeyjum. Brúðkaup áfyrrí tíð Átveislur, brauð veislur og drykkjuveislur brúðhjónanna. Þetta fyrirkomulag var á veisl- um í Sléttuhlíð í ungdæmi mínu. Aður en tekið var til matar, var ávallt sunginn sálmurinn „Faðir á himnahæð", og áður en staðið var upp frá matnum var líka ávallt sunginn sálmur. Ekki man ég eftir að menn hefðu dans sér til skemmtunar í veislum £ Sléttuhlíð. Aftur var það £ öllum veislum sem ég var £ í Eyjafirði. f>ar var lika oftast einhver vfn- súpa f grautarstað, og yfir höfuð farið ffnna að öllu. Dansað í Hreppum Eg hef verið í einni veislu austur í Hreppum. Þar var grautur formatur, en eftirmatur var steik, hangið kjöt og silungur úr Þing- vallavatni, og var það allt borið fram á borðið í einu. Þegar menn höfðu borðað nægju sína af þessum góðendum, voru bornar fram lummur og stýfðu menn þær úr hnefa, hníflaust. Nú eru þessar stórkostlegu át- veislur farnar að ganga úr gildi, en drykkjuveislur farnar að tíðkast. Þar er veitt kaffi með fjarskanum öllum af brauði, þá vín, sérrí eða portvín og svo púns. I þessum veislum er dans- að einna mest. (Hér má minna á að það var einmitt í Hreppunum sem veislugestir fóru út í kirkj- una í Hruna til að dansa og stigu hann svo æðislega að kirkjan sökk með öllu sem í henni var, og sagt er frá í frægri þjóðsögu. oó). Brauðturnar og síróp Sigríður Ólafsdóttir, móðir Ólafs fræðimanns og náttúrufræðings, tók saman lýsingu á brauðveisl- unum sérkennilegu, eins og þær tíðkuðust í ungdæmi hennar í Eyjafirði: Brauðveislur voru almennar í Eyjafirði í æsku minni og var ég Víða um land tíðkaðist brúðar- gangur á fyrri tíð. Að jafnaði var hann genginn frá veislusal til kirkju og aftur til veislu að vígslu lokinni. Brúðargangur var breytilegur eftir landshlutum, tímabilum og efnahag brúðhjóna og fleiri ástæðum. Yfirleitt tóku konur einar þátt í gagninum, Ieiddu þær tilvonandi brúði til kirkju og gifta konu til baka í veisluna. Þó voru einhver frávik frá þessum sið og karlar leiddu stundum brúði og klerkur fór fyrir göngunni. Gengið var afar hægt og settilega og sungnir sálmar og farið var með gott. Brúðkaupsveislur voru með meiriháttar hátíðum og var þá löngum tjaldað því sem til var í íburði og mat og drykk. Tíðar- andi og efnahagur réðu miklu um hvernig brúðkaupsveislur fóru fram og svo mun enn vera. A síðari öldum voru brúðkaup helsta tilefni veisluhalda. Fólk gerði sér dagamun á tilteknum hátfðum, vegna árstíðaskipta eða vegna Ioka vertíða eða heyskapar og þvíumlíkt. Sá siður að halda upp á afmæli er tiitölulega nýr af nálinni og þótti ekki veisluvirði þótt einhver væri að eldast. Má því ganga frá því sem nokkurn veginn vísu að þegar talað er um veislur, er átt við brúðkaup. Hér fer á eftir lýsing Ólafs Davíðs- sonar á veislum sem hann man eftir úr sínu ungdæmi. Tekur hann fram að hann hafi ekki þekkt veislusiði utan Skagafjarð- ar og Eyjafjarðar: Brauð og síróp Fyrir ekki allfáum árum (1840- 1860) var veislum í Eyjafirði svo háttað, að lítið var veitt af undir- stöðumat. Veitingarnar voru mest fólgnar í brauði og sírópi. Fékk hver boðsmanna vissan skammt geysilega stóran. Mat- mennirnir Iuku honum, en fæst- ir gátu torgað honum, og var þá hverjum heimilt að taka leifarn- ar með sér. Þessar veislur voru kallaðar brauðveislur, og man móðir mín, húsfreyja Sigríður Ólafsdóttir, vel eftir þeim frá æskuárum sínum. Svo gekk sírópsát úr móð og brauðveisl- urnar urðu því samferða. Jón Borgfirðingur skrifar mér, að einhver hin síðasta brauðveisla hafi verið haldin í Fjósatungu í Fnjóskadal 1855. Snautlegur eftirmatur Þá komu átveislurnar og hafa þær staðið í fullum blóma fram undir þennan dag. I flestum veislum, sem ég man eftir, var veittur hnausþykkur hrísgrjóna- grautur, með rúsínum í, en kan- eli og sætri mjólk út á, og svo steik á eftir. Stundum hefur líka hangið kjöt verið borið á borð með steikinni. Brennivín hefur mestmegnis verið drukkið með átmetinu, en heldra fólkinu hef- ur venjulega verið veitt vín með, portvín og sérrí, en oftast þó heldur af skornum skammti. Heldur minnir mig að, hangikjöt þætti ófínn veislukostur, en þó þótti kasta tólfunum í veislu einni, fyrir hér um bil þrjátíu árum, því þar var eftirmaturinn plokkfiskur. Þegar búið var að borða, var oftast drukkið kaffi með lumm- um, kleinum, pönnukökum eða þá kaffibrauði, og svo hófst drykkjan. Var þá mestmegnis drukkið púns. Þess verður líka að geta, að veislufólkið fékk ávallt kaffi með brauði, áður en það fór af stað til kirkjunnar, og oftast líka á kirkjustaðnum. Kaffi var líka ávallt veitt eftir að kom- ið var til veislustaðarins. Ef veisl- an var haldin á kirkjustaðnum, féll þetta kaffi saman við kaffi það, sem getið er næst á undan. Ekki man ég eftir því, að kaffi væri veitt reglulega, eftir að drykkjan hófst, en hver gat feng- ið kaffi hjá forstöðukonunni, sem vildi. Veislurnar stóðu ávallt á nótt- unni og fam undir morgun. Sett- ust þeir þá að veisluleifunum, sem ekki höfðu farið heim til sín um nóttina. Sjaldan var húsum svo háttað, að boðsgestirnir kæmust allir fyrir í einni stofu. Var þá veislan setin í tveim eða jafnvel þremur herbergjum. Heldra fólkið sat í betra herberg- inu, en hið ótignara fólk þar sem húsakynnin voru lakari, og var haft minna við það. Það fékk ekki vín og var látið borða graut- inn úr skálum, þar sem heldra fólkið át af diskum. Það mataðist með hornspónum, þar sem heldra fólkið borðaði með silfur- skeiðum eða silfurspónum, og svo framvegis. Fínt að farið Innst í veislusalnum stóð oftast borð, og sátu brúðhjónin, prests- hjónin og hið helsta fólk við það. Svo voru reistir bekkir fram með herbergisveggjunum, og var setið beggja vegna við þá. Stundum var klambrað upp bekk eða bekkjum milli þeirra, ef þess þurfti, og veislusalurinn var nógu rúmgóður. Bekkirnir voru oftast litlu lægri en borðið, enda var það kallað háborðið. Frammistöðumennirnir hringl- uðu innan um gangana milli bekkjanna. Þeir sáu um að næg- ur matur væri borinn inn, tóm föt væru fyllt og svo framvegis. Þeir voru líka nokkurs konar drykkjustjórar og buðu gestina velkomna í veislubyrjun í nafni Brúður í skautbúningi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.