Dagur - 23.05.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 23.05.1998, Blaðsíða 3
x^Mr LAUGARDAGUR 23. M AÍ 1998 -III Fjörulalli við íslandsstrendur. Fjörulalll og niarb ejidill í mörgum þeirra. Þær fóru fram á þessa leið: Þegar presturinn var búinn að setja „svörtu hnapphelduna" á brúðhjónin, þá var sest undir borð, sem al- sett var brauði. Hvorki voru hnífar né diskar á borðinu, en frammi fyrir hverjum manni voru brauðturnar. Undirlagið voru fjórar eða fimm laufakökur úr sigtuðu rúgmjöli, flattar þunnt út og allar útskornar með laufum og rósum. Þær voru steiktar í smjöri eða tólg. Ofan á þær var svo hrúgað Iummum, kleinum, pönnukökum, skon- rokskökum og halgdabrauði, og svo stóðu sírópsbollar til og frá um allt borðið. Þegar allir voru nú komnir f gott Iag, og frammistöðumenn sáu, að fólksfjöldinn og turna- fjöldinn stóðu heima, þá var byrjað að syngja borðsálm. Þeg- ar hann var búinn stóð einhver upp, sem hafði verið kjörinn til þess áður, og sagði: „Brúðhjónin biðja boðgestina að þiggja það, sem fram er reitt“. Þá komu all- ar hendur á loft og fóru menn að brjóta brauðið og dýfa hveijum bita ofan í sírópið og stinga svo upp í sig. Þá fóru menn og að skrafa og skeggræða. Þessar víntegundir voru á boðstólum: Mjöð, hálfþykkur, sætur drykkur, einkum ætlaður kvenfólki, sem ég hef aldrei heyrt getið um síðan, extrakt, messuvín og svo brennivín, sem ávallt var sjálfsagt. Þegar menn voru nú hættir að borða var enn sunginn borðsálmur, og þá stað- ið upp. Menn gátu ekki torgað helmingnum af þessu brauði, en hver tók leifar sínar, batt um þær klút og komu þeim svo á vísa staði, þangað til heim var farið. Konur tóku leifar manna sinna og barna. Það þótti ósvinna og stórmennska ef ein- hver skildi brauð eftir á borðinu. Sumar kerlingar brutu gat á skonroksköku, helltu þar inn sírópi og tróðu svo brauðmola eins og tappa í gatið, en ekki þótti það kurteislegt, og var það heldur gert í laumi. Stundum fór svo að leka úr klútabögglun- um hjá þeim gömlu, og fór þá unga fólkið að brosa. Svo var farið að drekka púns, rommpúns, og var þá venjulega farið að syngja, en menn kunnu fátt í þá daga af Iagvísum og rak því oftast að því, að menn fóru að spreyta sig á gömlum tví- söngslögum, til dæmis í Babýlon við vötnin ströng, Brúðhjóna- bolli, Margt er manna bölið og svo framvegis. Aldrei var dansað í þá daga. Fyrsta veisla sem ég sá dansað í, var 1855, og var það kölluð matarveisla, súpa og steik, en 1857 var ég í þeirri seinustu brauðveislu, sem ég hef heyrt getið um. Hér lýkur frásögn húsfrúar Sigríðar en Olafur bætir við svolitlum fróðleik: Svo lítur út, sem brauðveislur hafi hvergi tíðkast nema í Eyja- firði og næstu sveitum. Móðir mín segist muna eftir brauð- veislu sem utansveitarfólk var í. Það hafði aldrei séð slíka fram- reiðslu og vissi ekkert á hveiju það átti fyrst að snerta af brauð- inu. Loksins tók það það til bragðs, að glápa á prestinn og fara að alveg eins og hann. Er þá ekki annars getið, en að öllu hafi reitt vel af, en óhönduglega þótti fólkið fara að mat sínum. Frú Ingibjörg Schulesen hefur sagt mér af brauðveislum við Mývatn og á Flateyjardal. Auk brauðs þess, sem áður er nefnt, voru bomar þar á borð sætu- þykkniskökur og kallaðar „súkkulubrauð". Marbendill og fjörulalli hafa blandast nokkuð í siðferðisum- ræðuna, sem um skeið hefur dunið á þjóðinni. Útvarpsfyrirles- ari og blaðamaður Ienti í þeim ósköpum að vera ásakaður um að vera frjörulalli, þar sem hann náði ekki því þróunarskeiði að vera marbendill. Marbendill er maður að hálfu og fiskur að hálfu og Iifir í sjó. Er hann sömu tegundar og haf- meyja, en karlkyns. Fjörulalli er aftur á móti miklu óæðri skepna og heldur sig aðallega við sjávar- síðuna fyrir vestan. Hér fer á eft- ir dagsönn þjóðsaga um lalla þann sem enginn rekur mág- semdir til, en á það til að gera Vestfirðingum gramt í geði: A Vestfjörðum þykjast menn eigi allsjaldan sjá sjávarkvikindi eitt, sem þar er kallað „fjörulalli“. Bóndinn í Stapadal, sem er annar ystur bær við Arnarfjörð norðanverðan, var einu sinni á ferð um kvöld í náttmyrkri með sjónum og bar byssu sína. Þá er hann átti spölkorn eftir heim til sfn, þóttist hann verða var við eitthvað kvikt í fjörunni. Hann var kjarkmaður og lét sér ekki bilt við verða, gekk þangað og sá , er hann kom nær því, að það var einhver lifandi skepna, nokkuð svipuð sauðkind um hausinn og aftur á herðakambinn, svört á lit og Iíkust þvf að hún stæði til hálfs á framfótunum, en aftur- hlutinn lá niðri í sandinum. Hann reiðir byssuskeftið til höggs á dýrið, því ekki var skot í byssunni, og lendi höggið í hryggnum á dýrinu, svo að skeft- ið brotnaði af byssunni en dýrið féll svo sem í ómegin af högginu. Síðan fer hann að svipast um eft- ir skeftinu og er hann hafði fund- ið það, er dýrið aftur komið á kreik og farið að skrfða til sjávar, en með þvi að hann var vopn- laus, treystist hann ekki til að veita því eftirför eða ráðast á það. Komst það síðan fram í sjó, og var því líkast að það gengi á framfótunum, en drægi aftur- hlutann eftir sér í sandinum. Förin í sandinum voru líkust því að það hafi haft klaufir. Vestfírðingar lýsa fjörulalla á þessa leið og segja, að það muni vera af hans völdum að lömb undan þeim sem ganga í íjöru um fengitíð, verða oft máttlaus að aftan og enda oft vansköpuð á afturfótum. Segja þeir að fjörulallinn vilji nytja sér ærnar um fengitímann, og því verða lömbin svona vansköpuð. Lýsing á marbendli Til er vísindaleg lýsing á mar- bendli eftir Gísla Oddsson bisk- up í Skálholti. Þar kemst maður að því hvernig skepna sú var í laginu sem hló að tilburðum þ'örulalla. Lýsingin er tekinn úr bókinni De Mirabilibus Islandie, eða Undur Islands: Eg hef áður talað um haf- menn, sem latínumælandi menn hafa ef til vill kallað trítóna og sýrenur, en á vora tungu heitir karlkynið marbendill, en kven- kynið margýgur. Hinn fyrnefndi segja menn að hafi höfuð, andlit og háls og axlir og allan líkama niður að nafla eins og nakinn maður, en að hann vanti hendur, nema hvað eitthvað líkt þeim sjáist undir brjóstunum, og upp- mjótt höfuð beri eitthvað skildi líkt, afturhluti hans er eins og á fiski. Kvenkynið er í greinilegri kvenmannsmynd, og skeikar þar Iitlu, því það hefur höfuð, andlit, háls og herðar og langa hand- leggi, kvenbrjóst og slegið hár á höfði. En samt er sagt að andlitð sé ákaflega sviphart og ófrýnilegt, munnurinn víður, kinnarnar slapandi. Að öðru Ieyti er það eins og fískur með uggum. Að- eins frá þessu hafa sjómenn get- að skýrt, en annað vita þeir ekki, því þessir svipir eða ókindur sjást sjaldan lengi. Arið 1586 er það skrásett að þess konar óvættur hafí sést á Suðurlandi og heyrst harmakvein úr sjónum, sem ef til vill hefur verið eins og sýrenu- söngur. Þegar marbendill hló „Þá hló marbendiir var fyrirsögn á einni af Qölmörgum greinum sem falla inn í siðgæðisumræð- una miklu sem nú stendur yfir. Færri vita hvenær marbendill hló og af hverju. Húsfrú Guðný Ein- arsdóttir á Akureyri sendi Jóni þjóðsagnasafnara Arnasyni sög- una um hlátur marbendils: A Suðurnesjum er bæjaþorp nokkurt, sem heitir í Vogum, en raunar heitir þorpið Kvíguvogur, og er svo nefnt í Landnámu. Snemma bjó bóndi einn í Vog- um, er sótti mjög sjó, enda er þar enn í dag eitthvert besta útræði á Suðurlandi. Einhvern tíma réri bóndi sem oftar, og er ekki í það sinn neitt sérstakt að segja af fiskifangi hans. En frá því er sagt, að hann kom í drátt þungan, og er hann hafði dregið hann undir borð, sá hann þar mannslíki og innbyrti það. Þá fann bóndi að maður þessi var með lífi, og spurði hann hvernig á honum stæði, en hann kvaðst vera marbendill af sjávar- botni. Bóndi spurði hvað hann hafi verið að gera þegar hann ágoggaðist. Marbendill svaraði: „Eg var að laga andskjólin fyrir eldhússtrompnum hennar móð- ur minnar. En hleyptu mér nú niður aftur." Bóndi kvað þess engan kost að sinni, „og skaltu með mér vera.“ Ekki töluðust þeir fleira við, enda varðist mar- bendill viðtals. Þegar bónda þótti tími til fór hann í Iand og hafði marbendil með sér og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en bóndi hafði búið skip sitt, að hundur hans kom á móti honum og flaðraði upp á hann. Bóndi brást illa við því og sló hundinn. Þá hló marbendill hið fyrsta sinn. Hélt bóndi á áfram lengra og upp á túnið, og rasaði þar um þúfu eina og blót- aði henni. Þá hló marbendill í annað sinn. Bóndi hélt svo heim að bænum, kom þá kona hans á móti honum og fagnaði bónda blíðlega og tók bóndinn vel blíð- skap hennar. Þá hló marbendill hið þriðja sinn. Bóndi sagði þá við marbendil: „Nú hefur þú hlegið þrisvar sinn- um, og er mér forvitni á að vita af hverju þú hlóst.“ „Ekki geri ég þess nokkurn kost,“ sagði mar- bendill, „nema þú lofír að flytja mig aftur á sama mið er þú dróst mig á.“ Bóndi hét honum því. Marbendill sagði: „Þá hló ég fyrst er þú slóst hundinn þinn, er kom og fagnaði þér af einlægni. En þá hló ég í hið annað sinn, er þú rasaðir um þúfuna og bölvaðir henni, því þúfa sú er féþúfa full af gullpeningum. Og enn hló ég í hið þriðja sinn, er þú tókst blfð- lega fagurgala konu þinnar, því hún er þér fláráð og ótrú. Muntu nú efna öll orð þfn við mig, og flytja mig á mið það, er þú dróst mig á.“ Bóndi mælti: „Tvo af þeim hlutum er þú sagðir mér, má ég að vfsu ekki reyna að sinni hvort sannir eru, trygð hundsins og trúleik konu minnar, en gera skal ég raun að sannsögli þinni, hvort fé er fólgið í þúfunni, og ef svo reynist er meiri von, að hitt sé satt hvorutveggja, enda mun ég það efna loforð rnitt." Bóndi fór síðan til og gróf upp þúfuna og fann þar fé mikið, eins og mar- bendill hafði sagt. Að því búnu setti hann skip til sjávar og flutti marbendil á sama mið og hann- hafði dregið hann á. En áður en bóndi Iét hann fyrir borð síga, mælti marbendill: „Vel hefur þú nú gert, bóndi, er þú skilar mér móður minni heim aftur og skal ég að vísu endurgjalda það ef þú kannt til að gæta og nota þér. Vertu nú heill og sæll, bóndi." Síðan Iét bóndi hann niður síga og er marbendill nú úr sögunni. Sagan er nokkru lengri og er sagt frá að bóndi varð mikill gæfu maður eftir að hafa skilað mar- bendli til síns heima. Onnur sögn miklu eldri um hlátur mar- bendils er eftir Jón lærða Guð- mundsson. Þar eru hlátursefnin hin sömu og örlög bónda miklu ömurlegri en í útgáfu húsfrúar Guðrúnar. En nú vita lesendur Islend- ingaþátta af hveiju marbendill hló og sjálfsagt er honum dillað þegar hann les orðaskipti þeirra Sverris og Illuga, sem eru efni í þjóðsögu nútímans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.