Dagur - 30.05.1998, Side 5
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 199 8 - S
FRÉTTIR
Bankaráðið ber
ábyrgð á málinu
Á bladamannafundi sem Kjartan Gunnarsson og Helgi S. Guðmundsson héldu I
fyrradag varð mönnum tíðrætt um raunverulega ábyrgð bankaráðs Landsbankans.
Sigurðux Þórðarson
ríMsendurskoðandi
segir að bankaráð
Landsbankans hafi
ekki viljað opinbera
rannsókn á Lindar-
málinu fyrir tveimur
árum. Erum hvorki
lögreglu- eða dóms-
vald, segir ríkisendur-
skoðandi.
„Bréf bankaráðs Landsbankans
til okkar, þau efnistök og þær
ákvarðanir sem í þvf bréfi koma
fram, varð til þess að við lögðum
ekki til að opinber rannsókn færi
fram í Lindarmálinu. Þar kemur
líka fram ástæða fyrir því að
bankaráðið vill ekki halda áffam
með málið. Bankaráðið ber
ábyrgð á málinu. Við hjá Ríkis-
endurskoðun erum engin lög-
regla eða dómstóll. Við upplýsum
mál og vekjum athygli á hlutun-
um en fullyrðum ekkert um sekt
eða sýknu manna. Síðan fór
bankaráðið vel yfir þetta og kom
svo með ástæður fyrir því, í bréfi
til okkar, hvers vegna það vill
ekki halda áfram, og þess vegna
leggjum við ekkert frekar til í
málinu,“ segir Sigurður Þórðar-
son ríkisendurskoðandi um það
hvers vegna hann lagði ekki til
opinbera rannsókn í seinna svari
Ríkisendurskoðunar til banka-
ráðs Landsbankans í Lindarmál-
inu fyrir tveimur árum.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
til bankaráðsins um Lindarmálið
29. mars 1996 er bent á ýmis at-
riði varðandi störf framkvæmda-
stjóra Lindar sem gætu hafa ver-
ið brot á hegningarlögum. Sömu-
leiðis gætu ákvarðanir banka-
stjóra hafa varðað við lög. Samt
sem áður var ekki óskað opin-
berrar rannsóknar þá en þess í
stað skrifaði bankaráðið Finni
Ingólfssyni bréf og óskaði sam-
ráðs við hann um hvað ætti að
gera.
Ekki ástæða
Viðskiptaráðherra svaraði og
sagði að það væri í verkahring
bankaráðsins að taka ákvörðun
um hvort eitthvað frekar verði
gert það bæri ábyrgð á málefnum
Lindar hf. Þá skrifaði Kjartan
Gunnarsson, formaður banka-
ráðs Landsbankans, Sigurði
Þórðarsyni ríkisendurskoðanda
bréf. Þar segir að bankaráðið hafi
snúið sér til viðskiptaráðherra en
hann taki enga afstöðu til frekari
rannsóknar málsins. Síðan segir í
bréfinu:
„Bankaráðið telur ekki að svo
komnu máli ástæðu til að efna til
opinberrar sakamálarannsóknar
á störfum og starfsháttum Þórð-
ar Yngva Guðmundssonar, fyrr-
um framkvæmdastjóra Lindar
hf.“
Það er þetta í bréfi bankaráðs-
ins sem varð til þess að Ríkisend-
urskoðun sá enga ástæðu til að
leggja til að opinber rannsókn
færi fram enda ekki í verkahring
hennar, að sögn Sigurðar Þórðar-
sonar. - S.DÓR
Byggingtn lílt-
lega blásin af
Stjórn Rekstrarfélags Olfus-
borga lagði til á fundi fulltrúa-
ráðs í gær að hætt verði við
byggingu þjónustu- og kennslu-
byggingar í Olfusborgum.
Grunnur byggingarinnar er að
mestu klár og búið að verja tals-
verðu fé til hennar.
„Byggingin hefur ekki form-
lega verið blásin af, en ég hef þó
á tilfinningunni að þetta mál sé
dautt," sagði Halldór Björnsson
formaður Rekstrarfélagsins f
gær. Halldór sagði að á fundin-
um í gær hefði verið samþykkt
breytingartillaga þar sem ákveð-
ið var að fresta aðgerðum og vísa
málinu til aðalfundar Rekstrar-
félagsins 22. júní næstkomandi.
Orn Friðriksson fyrrverandi
formaður Samiðnar, sem hefur
verið öflugasti andstæðingur
þjónustu- og kennslumiðstöðv-
arinnar sagðist í gær ekki vilja
ræða þetta mál í fjölmiðlum.
„Svona mál ræði ég ekki gegnum
Qölmiðla, þau eiga heima innan
hreyfingarinnar," sagði Örn. -JBP
Halíinn á FSA
nærri 60 milljónir
Innlögðum sjúMingum
íjölgaði um 3,1%,
kostnaður á legudag
hæMcaði um 2,3%,
gerviliðaaðgerðum
fjölgaðium 14,6%,
vefjarannsóMmm um
13,5% og röntgen-
rannsóMmm um 5,3%.
Aðalfundur FSA var haldinn á þriðju hæð nýbyggingarinnar, sem hýsa mun barna-
deildina á næsta ári samkvæmt áætiun. - mynd brink
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
var rekið með 56,7 milljóna
króna tapi á sl. ári sem er um
3,6% af rekstrargjöldum. Sam-
kvæmt starfsemis- og rekstrará-
ætlun var gert ráð fyrir halla-
rekstri að upphæð 6,2 milljónir.
Mesta breytingin varð á sjúk-
lingatengdum gjöldum, svo sem
Iyfjum, Iækninga- og hjúkrunar-
vörum, lækninga- og rannsókn-
artækjum og efnavöru til rann-
sókna. A árinu 1996 var halla-
rekstur að upphæð 13,8 milljón-
ir króna. Rekstrargjöld námu
1.380 milljónum króna en fjár-
veitingar 1.323 milljónum króna.
Stöðugildi við FSA eru 491, þar
af 30 vegna afleysinga.
Innlögðum sjúklingum á FSA
fjölgaði um 3,1% milli ára og
legudögum um 0,9% en meðal-
Iegutími styttist um 4,1% og hef-
ur styst úr 12,5 dögum 1994 í
10,5 daga í dag en kostnaður á
hvern legudag hækkar um 2,3%,
var 24.374 krónur. Gerviliðaað-
gerðum á FSA fjölgaði um
14,6%, voru 118; vefj'arannsókn-
ir voru 3.506 og fjölgaði um
13,5%; röntgenrannsóknir voru
22.679 og fjölgaði um 5,3% milli
ára. Halldór Jónsson, fram-
kvæmdastjóri, segir að íjárvönt-
un FSA í dag sé á bilinu 194 -
234 milljónir króna, þar af vegna
tækja og búnaðar um 11,8 millj-
ónir króna. Fæðingar voru 419 á
árinu 1997. A þessu ári hafa
fæðst 167 börn á móti 151 barni
á sama tíma árið 1997.
- GG
Kosningamar kærðar
Guðmundur Árni Sigurðsson,
frambjóðandi I-lista í Gerða-
hreppi, hefur kært úrslit kosn-
inganna um síðustu helgi.
I greinagerð með kærunni segist
Guðmundur vita til þess að eitt
atkvæði sem greitt hafi verið ut-
ankjörfundar hjá sýslumannin-
um í Keflavík 19. maí hafi ekki
verið talið með þar sem fylgiskjal
kjörseðilsins hafi ekki verið út-
fyllt af sýslumanni. Aðeins eitt
atkvæði skildi að listana sem
voru í öðru og þriðja sæti í kosn-
ingunum. Atkvæðið hefði getað
haft áhrif á úrslit kosninganna og
telja verður að það Ieiði til ógild-
ingar kosninganna, m.a. með
hiiðsjón af megireglu 36. sveitar-
stjórnarlaga, segir Guðmundur.
Honum þykir einnig rétt að höfð
verði hliðsjón af því að formaður
kjörstjórnar var eiginkona fram-
bjóðanda á H-listanum.
Guðmundur vill að kosningin í
heild verði úrskurðuð ógild og
kosið verði að nýju í Gerðahreppi
eða eftir atvikum að fram fari
endurtalning allra greiddra at-
kvæða í kosningunum.
Heimsmet á Grandartanga
Rafkerfi álvers Norðuráls á Grundartanga var gangsett í fyrsta sinn í
gær. Áætlað er að sjálf álframleiðslan heljist 10. júní. Framkvæmdir
við álverið hófust fyrsta apríl í fyrra og hefur bygging þess því aðeins
tekið rúma þrettán mánuði. Ekki er vitað til þess að nein dæmi séu
um að álver hafi verið byggt á svo skömmum tíma og að þessi bygg-
ingarhraði sé því heimsmet. Liðlega 115 manns vinna hjá Norðuráli.
Verðlagsstofa skiptaverðs til
Akureyrar
Sjávarútvegsráðherra skipaði í gær Valtýr Þ. Hreiðarsson til að gegna
embætti forstöðumanns Verðlagsstofu skiptaverðs frá 1. júní nk. til
fimm ára. Jafnframt er ákveðið að Verðlagsstofa skuli staðsett á Ak-
ureyri. Valtýr hefur undafarin ár starfað sem lektor í viðskiptagrein-
um við sjávarútvegs- og rekstrardeild Háskólans á Akureyri. Auk hans
sóttu Elías Oddsson, Einar Jón Ólafsson, Friðrik Björgvinsson, Frið-
rik Sigurðsson, Guðmundur Ólason, Guðrún Á. Sigurðardóttir, Jón-
geir H. Hlinason og Sigurður Þór Sigurðsson um stöðuna. —BÞ
Umdeilt skip fært til
Umdeildasta skip
landsins, Rússa-
togarinn svokall-
aði, var færður til í
gær við nokkurn
fögnuð bæjarbúa á
Akureyri. Togarinn
hefur legið við
Torfunefsbryggju
síðan í september
og hefur reynst lítil
bæjarprýði vegna
ryðgaðs útlits hans.
Togarinn hefur
beðið hér við bryg-
gju með áhöfn í all-
an þennan tíma eftir að komast í slipp, en skipið er ekki haffært. Tog-
arinn var þó ekki fluttur lengra í gær en svo, að þeir sem sakna hans
frá Torfunefsbryggju geta fundið hann á Akureyri ef fráhvarfsein-
kenni eru mikil. Haft var eftir skipverjum í útvarpinu í gær að dvöl-
in á Akureyri hefði verið erfið.