Dagur - 24.06.1998, Blaðsíða 1
32
Helga Soffia Konráðsdóttir
ber hag prestastéttarinnar
fyrirbrjósti. Hún hefurtvis-
varboðið sigfram til stjómar
Prestafélagsins en ekki náð
kjöri. Nú erhún skyndilega
orðinformaður.
„Ég man eftir mér þegar ég var Iítil stelpa
og lék mér svo mikið við stráká til jafns við
stelpur. Mér þótti strákar alltaf vera í svo
skemmtilegum Ieikjum, vera í ævintýrum,
stofna leynifélög, fara í fjöruferðir og þar
fram eftir götunum. Mig minnir að ég hafi
leikið með strákum í þessum leikjum og
átti marga fína vini, sem ég þekki enn
þann dag í dag. Ég var aldrei hrædd við
stráka og er það ekki. Mér hefur aldrei
þótt mér ógnað af karlmönnum," segir
séra Helga Soffía Konráðsdóttir, nýkjörin
formaður Prestafélags Islands.
Var prestsfrú í Japan
Helga Soffía er Reykvíkingur í húð og hár,
38 ára gömul. Hún er gift Toshiki Toma,
sem er prestur innflytjenda, og eiga þau
tvö börn saman, 7 og 4 ára. Hún hefur
verið prestur í 13 ár en búið lengi erlend-
is, meðal annars í Japan í tvö ár. Síðustu
fimm ár hefur hún verið prestur í Háteigs-
kirkju í Reykjavík.
Helga Soffía er fyrsta konan sem gegnir
formennsku í Prestafélagi íslands. Hún
segist hafa látið undan áskorun um að
gefa kost á sér. Það hafi þó litið „hálf-
hlægilega út fyrir sjálfri mér í byrjun" því
að áður hafi hún tvívegis gefið kost á sér í
stjórn Prestafélagsins en ekki náð kjöri.
Hún er jafnréttissinnuð kona og hefur
brennandi áhuga á málefnum presta,
jafnvel meiri áhuga en á nokkru öðru inn-
an kirkjunnar.
Maxgt má betur fara
„Mér finnst prestsstarfið alltaf hafa verið
svo þýðingarmikið. Við prestar höfum svo
mikið fram að færa í rótlausu samfélagi
með rótlausa unglinga og ungt fólk sem er
að byija að ala upp börnin sín. Þetta unga
Helga Soffía Konráðsdóttir fagnar sigri í kosningum til formennsku í Prestafélaginu. mynd: gva
fólk er meira eða minna einangrað og slit-
ið frá foreldrum sínum. I þessu samfélagi
hafa menn ekki mikið samneyti við sér
eldri og læra þess vegna ekki mikið af
þeim. Við fljúgum úr hreiðrinu um tvítugt
og þurfum að bjarga okkur. I gamla daga
ólst fólk upp saman og hinir eldri kenndu
þeim yngri út allt lífið, um guðsótta og
góða siði, staðfestu og kjölfestu í tilver-
unni,“ útskýrir hún.
„Það sem við prestar höfum fram að
færa i samtímaumræðu er trúin á guð,
siðina og siðfræðina í samfélagi þar sem
flest er breytingum undirorpið. Ég held að
prestar hafí einstakt tækifæri í þessu sam-
félagi og eigi að vera ófeimnir við að tala
og boða guðsorð. Ég skil hins vegar mjög
vel þegar fólk setur hornin í kirkjuna sem
stofnun þvf að hún er svo margvísleg og
margbrotin. Það er margt sem má betur
fara,“ heldur hún áfram.
Kjörin skapa míning
Kjaramál presta hafa talsvert verið til um-
ræðu á undanförnum árum og margir
tengja formennsku í Prestafélaginu efa-
laust við kjarabaráttu presta. Helga Soffía
bendir á að enginn sinni stéttabaráttu
presta nema stjórn Prestafélagsins þó að
félagið sé ekki eiginlegt stéttarfélag. „Þeg-
ar ég tala um góða og bætta aðstöðu
prestanna til líkama og sálar þá er þetta
eitt af stóru málunum," segir Helga Soff-
ía um baráttumál sín og bendir á að marg-
ir prestar hafí mjög lág Iaun. Launamun-
ur sé innan stéttarinnar með tilliti til
stærðar prestakallanna og það skapi oft
erfiðleika og núning í samskiptum presta
á milli.
„Það eru svo margir prestar sem hafa
mjög lág laun og þurfa að bera mikinn
kostnað af sínum embættum. Þetta er eitt
af málunum sem ég mun beita mér í því
að þetta skiptir velferð prestanna svo
mildu máli til að þeir geti sinnt sínu
prests- og predikunarembætti almenni-
lega,“ og bætir við að sig langi líka til að
breyta hugmyndum fólks um prestastétt-
ina. Störf presta séu svo margvísleg og
mikilsverð fyrir íslenskt samfélag.
„Við erum ekki bara fólk í svörtum kufl-
um sem fer í prósesíu einu sinni á ári.“
-GHS
Stærðii: 13'
Stærðiz: 14'
Stærðir: 14'
| lu v | Sterk 09
vönduð jeppadekk fyrir
íslenskar aðstæður
Gámmívinniistofan ehf.
Réttarhálsi 2, sími: 587 5588
Skipholti 35. sími: 553 1055
Þjónustuaðilar um land allt.
\
1