Dagur - 24.06.1998, Blaðsíða 4
20 - Af 11) X'AjC U D A'G U R 2 4.1 J IÍN Í '± 9 9 8
LÍFIÐ í LANDINU
r
Nú styttist óðum í
heimkomu Keikós.
Um helgina var kvíin
sett í sóttkví og sjálfur
er hann væntanlegur
með flugi síðsumars.
Við náðum tali af Ron
Fletcher, sjávarlíffræð-
ingi hjá Washington
State University, sem
undanfarin þrjú ár
hefur verið umsjónar-
maður þessa fræga
hvals, í sjávargarðinum
Sæheimi í nágrenni Seattle. Hvernig
Iíst honum á flutninginn?
„Ju. I haust verður Keikó tvítugur og
því er í raun kominn tími til að hann
fari að heiman. Keikó er til dæmis enn-
þá hreinn sveinn. Það er kominn tími
til að hann fari að hitta einhveijar
hvala-stelpur. Undanfarin tvö ár hefur
borið á vissum óróleika hjá honum vegna
þessa. Við höfum tvisvar reynt að færa
honum kvendýr af sinni tegund en í fyrra
skiptið var eins og hann þættist ekki vita
af henni í kvínni hjá sér - að vísu var þar
um að ræða gamla kýr úr dýragarði í Or-
egon, hún var komin yfir fertugt og svos-
em ekkert augnayndi lengur, það verður
það viðurkennast - og á þá síðari réðst
hann með furðulegu ofbeldi svo við urð-
um að bjarga henni undan bægslagangin-
um. An þess að ég sé að líkja þessu við
vændi, þá voru báðar þessar tilfæringar
okkur mjög kostnaðarsamar og við höfum
ekki reynt frekar að útvega Keikó kven-
mann. Það er heldur engin leið fyrir okk-
ur að reyna að sjá út hvaða smekk hann
hefur í þessum málum. Sálfræðingur
Keikós telur að bara þetta atriði eitt nægi
til að réttlæta flutninginn á Keikó út á
frjálsan mökunarmarkað."
„En hvað með flugiðr Hvernig heldur
þú að hvalurinn taki því að vera fluttur í
flugvél?“
„Jú. Ekkert mál. Keikó er vanur löng-
um og ströngum ferðalögum. Eg meina,
þetta er kvikmyndastjarna. A sínum tíma,
þegar myndirnar voru að fara í dreifingu,
þá fór hann á kannski þrjár til fjórar kvik-
myndahátíðir í mánuði. Það má segja að
dæmið hafi snúist við á tímabili. Hann
gat orðið ergilegur ef það liðu meira en
þijár vikur á milli ferða. Keikó er mjög at-
hyglissjúkur af sjávarspendýri að vera.
Að vísu eru nú nokkur ár síðan Keikó
fór síðast í flugvél og almennt er það talið
óæskilegt að hvalir fljúgi mikið eftir að
þeir eru komnir á fullorðinsaldur, en að
undanförnu höfum við verið að venja
Keikó við flugið á ný. Fyrr í vor fórum við
með hann á Sjávarlífssýninguna í New
Orleans, en þar var Keikó árlegur gestur i
mörg ár og var nú boðið sem sérstökum
heiðursgesti. Þarna fundum við í fyrsta
skipti fyrir því að hvalurinn væri með
„jet-Iag“. Hann synti á bakinu í tvo daga
eftir komuna þangað. Annars veit maður
aldrei með Keikó. Hann hefur heilmikinn
húmor, strákurinn, og það getur vel verið
að hann hafi bara verið að stríða forráða-
mönnum sýningarinnar. Hann lét sig
bara fljóta í tvo daga, tók engin stökk eða
gerði neinar kúnstir. Það var síðan á
heimleiðinni sem Keikó sýndi fyrstu
merki alvarlegrar flugfælni. Hann þráað-
ist lengi við að synda inn í fluggáminn og
að Iokum urðum við að beita valdi. I
þeim átökum varð það óhapp að Keikó
beit framan af handlegg á aðstoðarmanni
mínum, Carl Grover. Þetta getur alltaf
gerst hjá hvölum af Killer-Whale-tegund
en ákaflega sjaldgæft þó að það gerist eft-
ir þetta mörg ár í tamningu. Um síðustu
helgi skruppum við svo með Keikó til Las
Vegas. Það var bara svona skottúr og
hrein skemmtiferð. Þar lék hann á alls
oddi, þannig að við erum bara bjartsýn á
langferðina til Islands."
„Er Keikó svona mislyndur?"
„Hann hefur verið það. En það er að
Iagast. Við erum að laga það, bara þessa
dagana. Hann hefur verið á prósak síðan
í byrjun maí og hefur verið í góðu jafn-
vægi síðan þá.“
„Er það Ieyfilegt?"
„Þetta atriði var nú reyndar einn helsti
ásteytingarsteinninn í þeim viðræðum
sem við áttum við íslensk stjórnvöld. Yfir-
dýralæknirinn ykkar lagðist mjög gegn
þessu enda skilst mér að notkun prósaks
á dýrum sé enn óleyfileg hjá ykkur. I Am-
eríku erum við komnir lengra hvað þetta
varðar, erum búnir að þróa mjög fjöl-
breytta flóru af gæludýra-geðlyfjum. Að
lokum tókst okkur að sannfæra lækninn
um að lífríkið í sjónum í kringum Island
væri í engri hættu þó þar fari um einn
hvalur á prósak.“
„Þannig að þið eruð bjartsýnir á flutn-
inginn?“
„Já, þó auðvitað verði söknuðurinn
mikill. En við erum búnir að græða lítinn
sendi í höfuð hans sem gefur okkur
merki um gervihnött í hvert skipti sem
Keikó hugsar til okkar. Þannig að hann
verður áfram með okkur.“
I Vestmannaeyjum er undirbúningur að
fara af stað. I forsvari fyrir heimamenn er
Steinþór Bjarni Hlöðversson.
„Já, það má segja að við séum komnir
af stað með undirbúninginn, því nú erum
við þegar búnir að útvega okkur þrjá sér-
staka þurrbúninga, sem við hér köllum
„undirbúninga" í gamni fremur en alvöru,
sem eru sérsniðnir fyrir þjóðhöfðingja.
Þetta eru kanadískir búningar og það er
meiningin að fá hingað forsetahjónin og
forsætiráðherra til að taka á móti Keikó
þegar hann kemur. Við erum semsagt að
stíla á að móttökuathöfnin fari fram neð-
an sjávar. Við erum nokkuð vissir um að
slík athöfn muni vekja góða eftirtekt í er-
Iendum fjölmiðlum og verði góð land-
kynning."
„Einhveijar fleiri hugmyndir í kringum
komuna?“
„Ja, það er þá helst að nafnanefnd hef-
ur nýverið skilað af sér tillögu um ís-
Ienskt nafn á Keikó. Þeir leggja til að
hann verði nefndur Keikur. Okkur líst
ekkert illa á það. Enda skilst okkur að
þetta sé með hressari hvölum. Nú, svo
hafa menn verið leggja á ráðin, hver á
sinn hátt. Sonur minn hefur t.d. fengið
leyfi fyrir veitingastað í Klettsvíkinni,
„Keiko, the Steakhouse" eða Steikhúsið
Keikó. Meiningin er að vera þar með
hvalkjöt á boðstólum, þegar þar að kem-
ur, þegar Islendingar hefja hvalveiðar að
nýju. Þá geta menn virt dýrið fyrir sér í
kvínni og snætt „Keikó-steik" á meðan.
Við vorum komnir hérna með helvíti gott
slagorð á matseðilinn. „What you see is
what you get - for dinner."
UMBÚDA-
LAUST
Kostir fámennis
í laugardagsþættinum á Rás 1,
þar sem tilkvaddir gestir reyna
að gera upp málefni vikunnar,
var 17. júní á dagskrá. Vitnað
var í pistil Illuga Jökulssonar (sjá
föstudagsblað) um innantóm og
merkingarlaus hátíðahöld - hn-
ingnun þjóðrækni og útlenskar
blöðrur án íslenskra fána. Sem
sagt: klár og kvitt firring. Skárra
ef Stuðmenn hefðu spilað leng-
ur, enda helsti samnefnari ís-
lensku þjóðarinnar, sá lands-
maður er ekki til sem ekki dýrk-
ar Stuðmenn.
MENNINGAR
VAKTIN
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
hugsa að þau hlytu að finna til öf-
undar börnin á landsbyggðinni -
sem yrðu að halda einhvern for-
pokaðan 17. júní í sinni heima-
byggð, án Stuðmanna, án „rán-
dýrra skemmtikrafta“ eins og Ei-
ríkur Fjalar söng um. Mér datt í
hug að hér væri komin enn ein
rótin að flóttanum af landsbyggð-
inni: það væri svo miklu skemmti-
legri 17. júní f bænum. Sá fyrir
mér mannQöIdann, blöðrurnar,
fánana...
Eitthvað annað en hér í fá-
menmnu.
í Mývatnssveit
Eg heyrði í útvarpinu að Stuðmenn og
Fóstbræður kæmu fram á Arnarhóli um
kvöldið. 17. júní. Utvarpið var í gangi á
planinu við ESSÓ stöðina í Mývatns-
sveit. Og alveg óvart varð mér á að
Illugi...
...gerði Ijölmennishátíðina að umtalsefni
og allt jibbí jeiið. Fámennishátíðín var
öðruvísi. Við gengum undurfagran skóg-
arstíg sem var smekklega blöðrum
skrýddur, í fánalitum, hér og þar. Fjall-
konan, stúlka Mývetningar
úr sveitinni, sat halda
á steini þegar þjóðhátíð.
nálgaðist skóg-
arrjóður, hún
var á fagurbláum kjól í sólinni, sem fór
vel við grænt birkið. I rjóðrinu var sveit-
arstjórinn að halda ræðu um gildi
menntunar og þjóðrækni - alveg eins og
á að gera. Lítið barn svaf fyrir framan
ræðupúltið, en sveitungar sátu flötum
beinum í grasinu eða hölluðu sér upp að
björkunum. Svo kom Fjallkonan og las
ljóð eftir Davíð Stefánsson. Alveg eins
og á að gera 17. júní. Fánarnir blöktu
letilega og vindur þaut í laufi. Ilmur af
grasi.
Söngur
Að lokinni ræðu var pokahlaup eða leikir
af einhveiju tagi á grasflötinni, en ég
míssti af þeim í spjalli við héraðshöfð-
ingja og mektarbændur - alveg eins og á
að gera. Svo kom félagsmálakona og
sagði yfir hópinn á grasflötinni, „jæja,
nú syngjum við eins og við erum vön, og
Jón Arni ætlar að stjórna." Svona voru
atriðin kynnt. Ekkert svið, ekkert væl í
hátölurum. Lögreglan reyndi ekki að
meta hve margir voru samankomnir. Svo
hófst söngur. Mývetningar kunna að
syngja fjöldasöng: alvöru ljóð um fegurð,
en ekki jibbí jei úr rútubílasöngbókinni.
Og þeir syngja raddað. Hljómfagurt,
sterkt, raddað. Ekki nema færustu að-
komumenn geta slegist í þann hóp.
Enda var það ekki reynt. Svo var síðdeg-
iskaffi á hótelinu.
Hver segir að Þjóðhátíð sé innantóm
og fölsk?