Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 2
J^LAUGARDAGUR 27. JÚXÍ 1998
SÖGUR OG SAGNIR
Daguc.
Ágúst Sigurðsson frá Möðru-
völlum skrifar.
I síðasta þætti um fjölskylduna í
Hvassafelli í Eyjafirði á liðinni
öld sagði frá örlögum Hallgríms
Þorsteinssonar, elzta sonarins,
en hann var holdsveikur geðsjúk-
lingur, hlaut að þiggja af sveit,
því að bræðurnir og Rannveig
systir þeirra tóku engan arf nema
ættarfylgjur. Þar í voru þeir afar-
kostir, sem réðu úrslitum í ójöfn-
um Ieik við harðneskju hvers-
dagslífsins. Einnig greind, sem
þó varð ekki notið, enda Iokaði
fátæktin bók og skóla, og góðleiki
yfirbragðsins, sem var fölt við
dökka brá.
Og þannig skildi hin opinbera
þjónusta við Hallgrím, að hann
fékk ómáanlegan skjalastimpil-
inn: Niðursetningur. Þegar búið
var að jarða í Hólum snemma í
júlí 1876.
Næstur honum í aldursröð var
Jónas, einnig fæddur á Neðsta-
landi í Öxnadal. Hann kom um
haust eins og nafni hans og föð-
urbróðir, Jónas Hallgrímsson
skáld frá Steinsstöðum. 3. nóv-
ember kom drengurinn á Neðsta-
landi, skáldið þann 6. Jónas Þor-
steinsson kvæntist náfrænku
sinni, Rósu dóttur Ólafar frá
Myrká og Guðjóns bónda í Sörla-
tungu, sem hét ýmist Svellatunga
og Skollatunga á jarðaskrám
Möðruvallaklausturs. Rrúðkaup
sitt til Rósu hélt Jónas ekki til að
milda bráða barneign. Þau lifðu
saman í sextán ár, áður en móð-
urlíf hennar opnaðist. Heldur var
hann að uppfylla síðustu ósk
ekkjunnar móður sinnar. Dauð-
inn var sestur um kyrrt og breytti
blóðfallssjúkum bústað í frelsi
sálarinnar hinn 22. nóvember.
Pússunin var gerð í Miklagarðs-
kirkju hinn 20. október. Allt Hð
blæbrigði haustsins, þegar kalt
landið deyr. Hvort sem ártalið er
1858 eða eitthvert annað mæðu-
og sorgarár, þegar bráðapestin
drap féð. Presturinn frændi
þeirra, síra Jón E. Thorlacius, tók
eftir, hvað þau voru hamingju-
söm, þrátt fyrir öll ósköpin, sem
á höfðu dunið í Hvassafelli.
Hann vildi gleðja, hressa upp á
hinn sára hversdagsleika, og
skrifaði Jónas bónda í kirkjubók-
ina, rósina hans bóndadóttur,
einnig í Hvassafelli. Hið rétta
var, að Guðný Þórðardóttir frá
Sörlastöðum í Fnjóskadal, hin
deyjandi ekkja, var bóndinn í
dánarbúinu, en Guðjón var ný-
kominn að Hvassafelli í því skyni
að rétta við búskap, sem enginn
var. Aðeins þetta eina fardagaár,
þá hafði hann séð nóg, og fór
með Þorstein bróður Jónasar
sem vinnumann sinn út að
Steðja á Þelamörk, þar sem karl
faðir hans var fyrir. Annað hafði
hann ekki, fyrst hann rann á
svellinu í nafnmörgu tungu. Þre-
menningarnir Jónas og Rósa
fluttu vestur að Steðja 20 árum
síðar. Þau og Hallgrímur voru til
1861 í sama ábúðarrétti og for-
eldrar bræðranna höfðu átt í
Hvassafelli, en eftir þrot og upp-
gjör, urðu þau að vera í hús-
mennsku á sinni feðraleifð, því
að ekki var talað um vinnu-
mennsku við Jónas, sem ætlað
var, að yrði Hvassafellsbóndi eft-
ir föður sinn. Hallgrímur yar
veikur. Þá og lengi enn, eins og
sagt hefur verið frá í Islendinga-
þáttum, haldinn af góðvild. Fékk
að vera vegna góðsemi annarra.
1862 fengu Jónas og Rósa
ábúðina á Rútsstaðahjáleigunni
Sámsstöðum í Öngulstaða-
hreppi, en Grundarsókn. Þar var
mjög votlent og bæjarstæðið
ógott vegna vatnsagans. Býlið var
talið með rýrustu kotum og bað-
stofukytran lág og Iek nema væri
Hjaltalínshúsin á Nunnuhóli. Hér hirti Sigtryggur Þorsteinsson fé Stefáns kennara á Möðruvöllum.
- MYND ÁS. 1952.
I kytnmi kotalífs
jafnt og þétt viðhald. Svona voru
Sámsstaðir kynslóð eftir kynslóð
í gamla kotbændahluta hins ís-
lenzka nauðþurftasamfélags.
Rósa var hér einyrki árum saman
með fíngerða, fríða manninum
sínum, sem hún vissi, að var á
rangri hillu. Mikið létti þó undir,
að þau höfðu tekið elztu dóttur
Rannveigar systur Jónasar að sér.
Jóhanna Guðný var fósturbarn
þeirra og hjá þeim til 16 ára ald-
urs. Þá gat hún fengið vinnu-
konukaup, sem var að vísu mjög
lítið, nema húsaskjól og skorinn
matarskammtur, en þó of hátt til
að hjónin á Sámsstöðum gætu
greitt það. Jóhanna Guðný Jó-
hannesdóttir var þeim jafn kær
og eigið ektabarn, einnig þegar
Olöf fæddist, þeirra fyrsta og
eina barn. Það var hinn 5. júlí
1875. Skyld- og venzlafólkið í
Öxnafelli voru skírnarvottar og
síra Sigurgeir á Grund kom yfir
um af þessu tilefni. Ólafar nafn
telpunnar var til heiðurlegrar
minningar formóður beggja for-
eldranna: Ólafar Jónsdóttur frá
Völlum f Svarfaðardal, móður
síra Þorsteins í Stærra Arskógi,
sem var Iangafi þeirra. Og svo
auðvitað í höfuðið á Ólöfu frá
Myrká, ömmu barnsins.
í vinnumennsku fram að Gilsá í
Saurbæjarhreppi, tóku Rósa og
Jónas saman það, sem Iauslegt
var og þeim tilheyrði innan
stokks og utan á Rútsstaðahjá-
leigunni og bundu upp á láns-
hesta, sem Jónas hafði sókt vest-
ur á Þelamörk. Kindunum hafði
verið komið þangað fyrir burð, en
snemmgróið er og beitarhollt á
Steðja. Þangað var nú flutt. Af
hjáleigu í kot eitt lítið. Ur einni
kytrunni í aðra, en hvort tveggja
var þó betra, beitaijörðin og bær-
inn á Steðja. Tilhlökkunin, sem
var einlæg í von og gleði, snerist
upp í andstæðu sína. Sorgin var
chúp og dimmt varð yfir, þegar
Ólöf litla, tæpra 4 ára, dó í
Þorgerður Sigtryggsdóttir frá
Nunnuhóli. Ung stúlka á Akureyri.
annarri viku þeirra á Steðja. Hún
var jörðuð hinn 20. júní á
Möðruvöllum, þar sem moldin
beið pabba hennar í 6 ár, en í
meira en hálfa öld eftir Rósu
Guðjónsdóttur. Leiði 7 barna,
sem dóu í sókninni á þessu miss-
eri úr umgeisandi andkafaveiki,
voru þá löngu týnd, en Rósa
geymdi sínar sorgir í 50 vetur og
var hún þó næsta gömul móðir,
þegar Ólöf fæddist. Öll sumur,
sem þau áttu saman á Steðja,
ræktu þau minningu barnsins
síns í bæn og trúarlegri þökk lýr-
ir þennan engil, sem hafði komið
og horfið aftur burt svo óvænt,
snöggt og sárt. Þegar vetur að
þeim tók að sveigja, hafa þau Iík-
ast til hugsað eins og aðrir Iand-
ar þeirra, að dánu börnunum Iiði
bezt. Hinn fyrsti vetur á Steðja
lagðist snemma að og illa í hjón-
in. Jónas varð 48 ára í nóvember,
Rósa var 5 árum yngri. Sumarið
hafði orðið Jónasi átakanlegust
lífsreynd, frá því er faðir hans dó
og örlög eignalauss bús voru fyr-
irsjánleg, eymd og þrot, þegar
skuldir væru greiddar. Mjög lítið
til matar fyrir 5 fullorðna heimil-
ismenn. Samt var vinnufólks-
haldi ekki hætt. Guðjón og Ólöf
komu með dóttur sína og nokkr-
ar kindur og lögðu svolítið til.
Laustenjfd vlð líkamann Sámsstaðir voru í Grundarsókn, Rúgstaðahjá/eigan, þar sem Jónas og
Vorið eftir að Jóhanna Guðný fór Rósa áttu kotalif 1862-1879. Mynd Á.S.
Ekki nóg til þess, að haldið yrði í
horfinu. Þau forðuðu sér hið
fyrsta. Tóku Þorstein með, en
skildu Rósu eftir. I staðinn komu
vinnuhjú, Jóhannes á Stijúgsá og
Anna Jónsdóttir. 6 manns áttu að
lifa af einni kú og um 30 kind-
um. Snemma ársins 1861 var
sýnilegt, að tvö börn bættust við.
Ástarsamband Hallgríms og
Önnu fór ekki lengur leynt og Jó-
hannes og Rannveig voru nánir
elskendur. Aðrir og ábyrgir fyrir
sína sveit ákváðu að leysa þetta
heimili upp um vorið. Þolin-
mæðin hafði leitt til vandræða og
á fátækum og erfiðum árum
höfðu sveitarþyngslin aukizt.
Ábúðarrétturinn var tekinn af
þeim, Anna send burt og í aðra
sveit með dóttur Hallgríms,
Rannveigu tók Jón á Strjúgsá,
faðir barnsföður hennar. Svo
fljótt sem auðið yrði skyldu þau á
burt úr hreppnum, Jónas og Rósa
og Hallgrímur með. Forsjár-
mennirnir í Saurbæjarhreppi
höfðu sömu útsjón og ábyrgðar-
menn annarra sveita. Með betri
samvizku en virzt gæti, því að
þeir höfðu umliðið fjölskyldu
Þorsteins Hallgrímssonar, af því
hve voðaleg lífslok hans urðu og
ekkjan dauðvona. Börnum þeirra
var ekki við bjargandi. Hallgrím-
ur Tómasson fór úr hreppnum
1859 og síra Jón og síra Einar,
sem báðir sátu í Saurbæ, gátu
ekki, sóma síns vegna, látið þetta
Iafa lengur. Abyrgð þeirra tók til
allra sóknarbarnanna og annarra
hreppsbúa.
Daufur maður allt til
dauðans
Sama var, hvort Jónas rifjaði upp
minningarnar frá Hvassafelli á
síðari árum föður síns og foreldra
eða þegar hann átti að heita
bóndi á þeim litlu reytum, sem
eftir voru. Allt var það á einn veg.
Hvort hann kenndi sjálfum sér
um eða var beizkur í garð ann-
arra, er óvíst að ætla. En sýnin til
baka var ekki uppörvandi mynd
hugsunarinnar, þegar undirvit-
undin dró hana upp eins og bak-
svið dána barnsins. Þegar alls
var gætt, voru hjáleiguárin á
Sámsstöðum skársti ævitíminn.
Dapur maður horfði út að
Möðruvöllum af hlaðinu á
Steðja. Nýtt og reist skólahúsið
minnti hann á, að amma hans á
Steinsstöðum hafði ekki efni til
að Iáta Þorstein son sinn læra.
Því varð hann bóndi án áhuga og
getu. Fátækur og hafði engin ráð
á að kosta syni sína til náms,
nema hvað Þorsteinn lærði bók-
band og vann fyrir mat sínum
meðfram iðninni. Daufir voru
dagar Jónasar Þorsteinssonar á
Steðja. Þau þremenningarnir
björguðust af, því að Rósa var
upp alin á beitarjörð.
Jónas dó hinn 6. ágúst 1895, á
64. ári sinnar óvissu ævi og eftir
16 gleðilaus ár á Steðja. Moldirn-
ar á Möðruvöllum biðu sálaðs
holds, sem hvarf aftur til duftsins.
Rósa var lengi' ekkja á Steðja,
húskona hjá nýjum bændum, fyr-
irferðarlítil, nægjusöm og góð-
gjörn. Kunni ljóð Jónasar Hall-
grímssonar og voru einkum þýð-
ingarnar hugleiknar, en hún
hreykti sér ekki upp af venzlun-
um, hreyfði því varla, hve skyld
hún var skáldinu úr Öxnadal. -
Þrettán árum eftir missi manns-
ins síns fór hún út að Grjótgarði,
sem er þremur bæjarleiðum utar
á Mörkinni. Þar dó hún, án víls,
en með ógleymdum harmi, á góu
1930. Líkið var borið til grafar á
Möðruvöllum og jörðin opnuð
með lílcakrak, þar sem gizkað var
á, að týnd leiði Ólafar litlu og
Jónasar væri nálægt. - Hún var
hamingjumanr.eskja, trúi ég að
síra Sigurður hafi sagt, hátíðleg-