Dagur - 27.06.1998, Side 4
IV-LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
Thypr
MINNINGARGREINAR
K J
Anna Kristjánsdóttir
Anna Kristjánsdóttir fæddist í
Hafrafellstungu í Öxarfirði
14. nóvember 1908. Hún lést
á Sjúkrahúsinu á Húsavík 9.
júní sl.
Foreldrar Önnu voru hjónin
Kristján Pétur Jónsson f. 25.
maí 1868 í Voladal, d. 13. maí
1947, og Herborg Sigvalda-
dóttir Eiríkssonar bónda í
Hafrafellstungu, f. 21. janúar
1867, d. 2. janúar 1945, sem
bjuggu í Hafrafellstungu frá
1899 til dauðadags.
Systkini Önnu voru Sigvaldi
Eiríkur f. 11. mars 1899, d.
29. júlí 1966, bóndi í Hafra-
fellstungu, Guðrún f. 5. ágúst
1900, d. 9. nóvember 1991,
talsímakona á Kópaskeri,
Ingibjörg Kristveig f. 29. maí
1902, d. 21. ágúst 1902, Guð-
ný f. 30. mars 1904, d. 20.
júní 1933, ljósmóðir og Sig-
urður f. 12 maí 1906, d. 21.
jan. 1985, bóndi í Hafrafells-
tungu.
Anna ólst upp á heimili for-
eldra sinna, og sá þar um hús-
freyjustörf eftir að móðir
hennar gat ekki sinnt þeim
vegna veikinda.
Hún bjó síðan með bræðr-
um sínum Sigvalda og Sigurði
í Hafrafellstungu til ársins
1964, er þau systkinin hættu
búskap og fluttu til Kópa-
skers. Þar hélt hún heimili
fyrir bræður sína meðan þeir
lifðu og hún bjó á Kópaskeri
til ársins 1992, en flutti þá í
Hvamm, heimili aldraðra á
Húsavík og dvaldi þar síðustu
árin.
Útför Önnu Kristjánsdóttur
fór fram frá Skinnastaðakirkju
laugardaginn 20. júní.
Kveðja.
Þegar horft er til hinnar öru
þróunar á ýmsum sviðum
menningar- og atvinnumála
þjóðarinnar á þessari öld, sem
nú er að renna sitt skeið, má
segja að þeir sem fengu að
kynnast íslensku sveitalífi fyrir
miðbik aldarinnar hafi notið fá-
gætrar reynslu. Vinnuaðferðir
við búskapinn, heimilishald og
ýmsir siðir, sem nú eru aflagðir
og eru að hverfa í gleymsku,
voru þá hluti af hinu daglega lífi
og höfðu þannig verið nær
óbreyttir um aldir.
A stuttu tímabili um og eftir
miðja öldina varð breyting á öil-
um atvinnuháttum til sveita og
mörg handtök sem áður voru
unnin hurfu og nýr tími véla og
rafmagns gekk í garð.
Við bræðurnir, sem áttum
þann góða kost að vera sendir í
sveit til frændsystkina okkar í
Hafrafellstungu í Öxarfirði í
samtals tíu sumur á árunum
1933-1943 fengum að kynnast
þessum gamla og horfna tíma.
Sumardvöl í fallegri sveit, fjöl-
breytt mannlíf og þátttaka í hin-
um almennu sveitarstörfum
voru hlunnindi og ævintýri, sem
enn standa Ijóslifandi í hugum
okkar þó liðin séu 55-65 ár.
Systkinin í Hafrafellstungu,
Sigvaldi, Sigurður og Anna,
ásamt foreldrum þeirra Kristjáni
og Herborgu, meðan þau lifðu,
mynda þungamiðju þessara
minninga. Það hefur sjálfsagt
ekki ætíð verið létt verk, í önn
hins daglega lífs við búskapinn,
að fá til sumardvalar börn, allt
frá fimm ára aldri, sem þurftu
umönnun og aðgæslu í ókunnu
umhverfi. Þetta tókst þeim
systkinunum með ágætum.
Dvölin í Hafrafellstungu
(Tungu), þátttaka í störfum þeir-
ra sem þar bjuggu varð hluti af
þroska okkar og uppeldi, sem við
höfum búið að allt til þessa dags.
Anna Kristjánsdóttir, sem nú
hefur kvatt þessa lífsbraut tæp-
lega níutíu ára að aldri, átti stór-
an þátt í því að minningar okkar
um þessar sumardvalir eru svo
bjartar og ánægjulegar.
Anna ólst upp á heimili for-
eldra sinna í Hafrafellstungu og
gekk þar að öllum störfum með
systkinum sínum. Eftir að móð-
ir hennar gat ekki lengur sinnt
húsmóðurstörfum sökum aldurs
og veikinda, sá Anna um innan-
hússtörf heimilisins.
Hún var góð húsmóðir, með
afbrigðum gestrisin, var hisp-
urslaus og glaðvær í framkomu.
Það þekkti m.a. sá fjöldi fólks,
sem á hverju hausti við göngur
og réttir þáði veitingar hjá Önnu
í Tungu.
Hún bjó bræðrum sínum og
öðru heimilisfólki myndarlegt
heimili þar sem gott var að
koma og gott að dvelja og þar
ríkti einlæg lífsgleði. Má í því
sambandi minnast þess að mjög
var sótt eftir því að koma börn-
um í sveit til systkinanna í
Hafrafellstungu svo um nær
þrjátíu ára skeið var alltaf a.m.k.
eitt barn sem hafði sumardvöl
hjá þeim systkinum.
Þegar þau systldnin hættu bú-
skap árið 1964, fluttust þau til
Kópaskers, komu sér þar upp
einbýlishúsi sem þau nefndu
Tungu. Þó umhverfið væri ann-
að en suður í Öxarfirði, varð
engin breyting á gestrisni hús-
freyjunnar, glaðlegu viðmóti
hennar og myndarskap.
Hún hafði ætíð mikla ánægju
af því að taka á móti vinum og
kunningjum og minnast margir
góðra heimsókna í Tungu á
Kópaskeri.
Sigvaldi lést eftir aðeins tveg-
gja ára búsetu á Kópaskeri, Sig-
urður vann í mörg ár við af-
greiðslu hjá KNÞ, en hann lést
1985. Anna var þá orðin ein eft-
ir í Tungu og heilsan farin að
bila. Fyrir nokkrum árum
ánafnaði hún Hvammi, heimili
aldraðra á Húsavík eigum sín-
um og bjó hún á Hvammi hin
síðustu ár.
Anna er kvödd með einlægu
þakklæti fyrir hennar góða þátt í
því að gera sumardvöl okkar í
Hafrafellstungu um tíu ára skeið
að gróðurreit góðra minninga.
Hugheilar þakkir eru færðar
hjónunum Kristbjörgu og Óla
Birni Einarssyni á Kópaskeri,
sem ætíð voru Önnu til aðstoð-
ar þegar á þurfti að halda síð-
ustu árin sem hún bjó á Kópa-
skeri.
Sigurður og
Sverrir Jóhannessynir.
Það er júnímánuður 1954 og
Douglas Dakotafiugvél frá Akur-
eyri er að Ienda á flugvellinum á
Kópaskeri. Níu ára drengur bíð-
ur þess kvíðinn hvað við tekur,
hvort nokkur muni birtast til að
taka á móti honum og hvernig
muni ganga að komast á áfanga-
stað til sumardvalar hjá ókunn-
ugu fólki á ókunnugum stað.
Grænn vörubíll rennir upp að
flugvélinni. Hann er að sækja
vörur og drenginn. Komið var
við á nokkrum bæjum á leiðinni
til að afhenda varninginn. Alls-
staðar voru fram bornar veiting-
ar. Loks var ekið í hlaðið á bæ
undir fallegu fjalli í hlýlegu um-
hverfi. Á bæjarhlaðinu stóðu
búsældarleg kona og tveir karlar.
Þarna sá ég í fyrsta sinn
Önnu í Tungu og „pilta", bræð-
ur hennar tvo, þá Sigvalda og
Sigurð (Valda og Sigga) sem öll
bjuggu í Hafrafellstungu í Axar-
firði. Hjá þeim átti ég eftir að
dvelja mörg sumur og kynni mín
af þeim áttu eftir að hafa mikil
áhrif á mig, Iífsviðhorf mitt og
skoðanir.
A heimilinu hjá Önnu, Sigga
og Valda var óformleg en samt
nokkuð ákveðin verkaskipting
þó svo að allir gengju til þeirra
starfa er búskapurinn krafðist
hverju sinni.
Sigvaldi var bóndinn, íhugull,
varfærinn og fyrirhyggjusamur.
Hann lét sér afar annt um búið
og bústofninn og greinilegt var
að honum var það eðlilegt og
það veitti honum mikla ánægju
að annast umhirðu búfjár. Þetta
var honum í blóð borið, byggt á
reynslu kynslóða, enda voru
margir þættir í búskaparháttum
að ýmsu leyti með svipuðum
hætti og verið hafði í íslenskum
landbúnaði um aldir. Sigvaldi
var elstur systkinanna og þó svo
að þau ættu og rækju búið í sam-
einingu, var Ijóst að hann var
fremstur meðal jafningja. Engin
ákvörðun sem máli skipti var
tekin án hans samþykkis.
Þó að Sigurður væri að sjáif-
sögðu einnig bóndi og virkur
þátttakandi í bústörfum, var það
á annan hátt því hann var jafn-
framt tæknimaðurinn á búinu.
Vindrafstöð til Ijósa og hleðslu á
útvarpsrafhlöðunni og tilkoma
díselrafstöðvar nokkrum árum
síðar voru ný viðfangsefni. Þó
svo að heyvinnslutækni sem
búið réð yfir á þessum tíma
þætti ekki merkileg í dag, krafð-
ist viðhald og rekstur þessa bún-
aðar þekkingar sem ekki varð
tekin af reynslu forfeðranna.
Hana varð að sækja annað.
Þennan þátt sá Sigurður um.
Hann var á vissan hátt dæmi-
gerður fýrir þá íslensku bændur
sem á einu æviskeiði voru
tengiliðir aldagamalla búskapar-
hátta við fyrstu skref tæknivæð-
ingar í nútíma Iandbúnaði.
Anna var húsmóðirin og ráðs-
konan og gekk til bústarfa inni
og úti eftir því sem á þurfti að
halda. Það var ekki lítið verk og
vinnudagur oft langur. Hún sá
oftast um að mjólka kúna og
hluta af geitunum. Matargerð
og úrvinnsla við heimaslátrun,
mjólkurvinnsla öll, skyr-, smjör-
og ostagerð, þvottar og fjölda-
mörg önnur heimilisstörf voru
dæmigerð viðfangsefni Önnu
auk ábyrgðarinnar á börnum
sem dvöldu hjá þeim allmörg
sumur. Allt eru þetta verkefni
sem mörgum þætti meira en
nóg að annast í dag, þó að nú
sjái rafmagnið okkur fyrir tækni
sem gerir sum þeirra auðveld og
þægileg eða að þau eru raun-
verulega horfin og gleymd og
annað komið í staðinn.
Frá fyrsta degi gerði Anna sér
far um að ég aðlagaðist nýju
umhverfí. Hún setti mig inn í
gang mála á heimilinu, fékk mér
verkefni að vinna og var óþreyt-
andi að vara mig við hættunum
sem alls staðar Ieyndust að
hennar sögn.
Meðal þess sem mér bar að
varast var að hættan á að
drukkna í ánni, detta af hest-
baki, hrapa í gjánni, skera mig á
vasahnífnum eða vera sleginn af
hesti. Þetta kom mér á óvart,
fannst jafnvel ólíklegt að ég lifði
til hausts jafnhættulegt og
sveitalífið virtist í byrjun.
Eg skildi það fyrst löngu sein-
na að stöðug áminning um hætt-
ur í umhverfinu endurspeglaði
þá ábyrgð sem Anna fann til, að
skila þeim börnum sem hjá
henni dvöldu heilum á húfi að
hausti. Sú ábyrgð sem Anna fann
til mín vegna meðan ég dvaldi í
Tungu og sú umhyggja sem hún
sýndi mér alla tíð var einlæg og
hlý. Það sama á við um Valda og
Sigga, en þegar á leið voru verk-
efni mín flest tengd þeirra dag-
legu störfum. Dró þá líka nokkuð
úr lffshættunni.
Það var mikil reynsla fyrir mig
að kynnast lífi og störfum heim-
ilisfólksins í Tungu. Breytingin
á atvinnuháttum í landbúnaði
frá þessum tíma er ótrúleg. Raf-
væðing og vélbúnaður til allra
verka er sýnilegast á yfirborð-
inu í dag, en minna ber á ýmsu
öðru sem smám saman gleym-
ist. Geitabúskapur á gamla
mátann er aflagður. Fráfærur á
miðju sumri, að smala geitun-
um í stekk kvölds og morgna til
að mjólka og heimavinnsla allra
afurðanna tíðkast ekki lengur.
Varla eru þeir bændur heldur
margir nú til dags, sem horfa
með stolti og ánægju á fallega
hlaðinn og vel frágenginn tað-
hrauk í lok vinnudags, enda
annað eldsneyti heppilegra til
nútímanota. Það var líka sér-
kennilegt fyrir mig er ég lærði
síðar nútímaaðferðir við hús-
byggingar, að hafa sjálfur tekið
þátt í því í Tungu að byggja fjár-
hús þar sem ekkert byggingar-
efni var aðkeypt nema naglar og
tvær Iitlar glerrúður. Torf og
grjót í hlöðnum veggjum, reka-
viður í burðarvirki, skógarhrísl-
ur og torfþökur til að klæða
þakið. Húsið þjónaði samt lengi
og vel sínum tilgangi.
Efst er mér þó í huga fólkið
sjálft, Anna, Valdi og Siggi og
kynni mín af lífsviðhorfum þeir-
ra og tilfinningum. Þau voru í
senn sjálfstæðir bændur, stolt af
búskapnum meðan aðstæður
Ieyfðu að honum væri haldið
áfram, en um leið voru þau lítil-
lát og nægjusöm. Um allar
væntingar þeirra og drauma get-
ur enginn vitað þó eflaust hafi
nokkuð á vantað að allir hafi
draumar þeirra ræst. Það var
ekki í þeirra eðli að vera með
barlóm. Þrautseigja þeirra og
þolinmæði, gott geð og bjartsýni
hafa vonandi hjálpað þeim til að
mæta vonbrigðum lífsins. Sam-
viskusemi og heiðarleiki var
þeim eðlislægur. Þau voru
hrekklaus og öll samskipti þeir-
ra við aðra byggðu á trausti á því
að þeir hefðu sömu sjónarmið í
heiðri. Það var mannbætandi að
kynnast og eiga systkinin í
Tungu að vinum.
Nú þegar Anna, síðust systk-
inanna, er jarðsett á Skinnastað
vil ég þakka okkar Iöngu og
góðu kynni. Eg er þakklátur for-
sjóninni fyrir að hafa fengið að
kynnast þessu góða fólki. Þau
tilfinningatengsl sem við bund-
umst á þessum árum hafa verið
og verða mér ætíð mikils virði.
Eg og íjölskylda mín öll biðj-
um góðan Guð að blessa minn-
ingu Önnu og bræðra hennar
um Ieið og við þökkum af ein-
Iægni hlýhug þeirra og vináttu
alla tíð.
Axel Gíslason.
Vinningaskrá
8. útdréttur 2&jáni 1998.
íbúðarvinningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
77302 |
Ferðavinningur
Kr. 100.000
Kr. 200.000 (tvöfaldur)
16158
17887
43126
68722
Ferðavinningur
Kr. 50.000 __________Kr. 100.000 (tvöfaldur)
21034 29631 37460 540201 668011 75104
27819 33842 51172 594501 723251 75585
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvðfaldur)
2440 13032 25531 31736 49607 5849» 67082 75344
3131 13151 25808 33066 50006 59918 67697 75453
36S6 13404 27218 3793» 50626 60199 68744 75943
3792 14002 27735 39988 51402 61410 68767 76585
S66Í 17421 27979 40048 51775 61894 70207 76601
6048 17622 28071 41356 52110 61907 70491 77087
7061 17740 28433 43857 52542 62496 71216 78287
7628 17979 28986 44761 54232 62762 72627 78292
7702 18169 29313 45588 55486 62949 73294 78981
8398 19354 29717 46406 55882 64153 73849
9793 20190 30020 47884 56309 64261 74322
10323 21970 31444 48315 56872 66083 74841
12258 22030 31492 49598 57741 67020 75185
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvdfaldur)
25 8996 18985 33105 43244 53300 62168 72505
237 9749 19370 33183 43265 53316 62328 72975
348 9754 19450 33271 43577 53669 62482 73169
588 9893 19484 33936 43708 54275 62701 73266
880 10205 19876 33984 44079 546841 62809 73282
928 10382 20202 35100 44284 54940 63234 73559
1116 10946 22558 35222 45051 55075 63261 73631
1250 10972 2261» 35268 45118 55407 63592 74179
1269 11005 22796 35484 45433 55496 63795 74833
1517 12161 23666 36037 45893 55577 65357 75589
1733 13242 23754 36551 45962 55727 65403 75796
2081 13636 24242 36554 46183 55813 65717 76117
2409 13713 24894 36933 46483 55840 65846 76208
2427 13929 24906 37049 46719 55975 66148 76502
2733 14003 24948 37371 47003 56501 66252 76809
2794 14273 25732 37480 47557 5656» 66448 76967