Dagur - 27.06.1998, Side 8
Vni-LAUGARDAGVR 9. MAÍ 1?98
Andlát
Anna Þ. E. Guðmundsdóttir
Barnett andaðist í Los Angel-
es aðfaranótt 9. júní sl.
Ásgerður Þórðardóttir
Flúðaseli 80, Reykjavík, lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16.
júní.
Bergur Hallgrímsson
frá Fáskrúðsfirði, síðast til
heimilis í Gullsmára 9,
Reykjavík, andaðist laugar-
daginn 20. júní sl.
Bryndfs Björnsdóttir Hope
til heimilis í Stavanger í Nor-
egi, er Iátin.
Elfnborg Pálína Ólafsdóttir
Sólheimum 38, Reykjavfk,
andaðist í Seljahlíð þriðjudag-
inn 9. júní.
Guðbjörg Jónína Helgadóttir
frá Seljalandsseli, Hvammi,
Vestur-Eyjafjöllum, lést að-
faranótt 18. júní.
Guðlín í. Jónsdóttir
Lindarbrekku, Aflagranda 40,
andaðist að kvöldi 18. júní í
Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Helgi Einarsson
múrarameistari, Stóragerði
12, Hvolsvelli, lést 20. júní á
hjartadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, Fossvegi.
Hörður Bjarnason
andaðist 17. júní á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli.
Ingólfur Skúlason
bifreiðastjóri lést á Vífils-
staðaspítala 10. júnf.
Jórunn S. Gröndal
síðast til heimilis að Hæðar-
garði 35, lést í Landakotsspít-
ala þriðjudaginn 23. júní.
Jósep GeorgAdessa
lést aðfaranótt 18. júní.
Konráð Ragnar Bjamason
fyrrv. framkvæmdastjóri, lést f
Reykjavík 21. júnf sl.
Kristján Hannesson
Suðurgötu 73, Hafnarfirði,
áður á Lambeyri, Tálknafirði,
andaðist á gjörgæsludeild
Borgarspítalans mánudaginn
15. júní.
Marta Jónsdóttir
Hvassaleiti 18, Reykjavfk, lést
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
sunnudaginn 7. júní.
Ragnhildur Hafdís Guð-
mundsdóttir
lést á Landspítalanum aðfara-
nótt 13. júní.
Sigurður Andrés Kristinsson
Kvíabekk í Ólafsfirði, lést á
heimili sínu föstudaginn 19.
júní sl.
Sigurlaug Sigfúsdóttir
Lönguhlíð 3, Reykjavík, and-
aðist á Landspítalanum
sunnudaginn 14. júní sl.
Svala Ólafsdóttir
lést á Droplaugarstöðum
laugardaginn 20. júní.
Unnur Ólafsdóttir
Kirkjuteigi 16, Reykjavík, Iést
á Hrafnistu í Reykjavík þriðju-
daginn 23. júní.
Þorvaldína Gunnarsdóttir
Hjallabraut 33, Hafnarfirði,
lést á St. Jósefsspítala, Hafn-
arfirði, mánudaginn 22. júní.
MINNINGARGREINAR
L ^
Sigriður Helgadóttir
Sigríður Helgadóttir fæddist á
Króksstöðum f Eyjafjarðarsveit
16. júní 1915. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu áAkur-
eyri 12. júní sfðastliðinn.
Foreldrar hennar voru Hall-
dóra Sölvadóttir f. 8. september
1884, d. 25. janúar 1954, og
Helgi Helgason f. 5. mars 1871,
d. 16. júní 1955. Eignuðust þau
9 börn og náðu 4 þeirra fullorð-
insaldri. Þau voru auk Sigríðar,
Aðalsteinn f. 23. september
1910, d. 3. janúar 1991; Sig-
tryggur Jón f. 27. september
1912, d. 9. júlí 1986; Jónína
Ingibjörg f. 20. nóvember 1922,
d. 4. nóvember 1985.
Þann 12. janúar 1935 giftist
Sigríður Gunnari Friðrikssyni
vörubílsstjóra f. 24. september
1908, d. 23. ágúst 1967, ættað-
ur frá Blöndugerði f Hróars-
tungu. Börn Sigríðar eru: 1)
Helga Hrönn Unnsteinsdóttir f.
21. júní 1933, hún á 2 börn á lífi
og 5 barnabörn. 2) Svala Sigur-
borg Gunnarsdóttir f. 11. maí
1935, hún á 3 börn og 5 barna-
börn. 3) Einar Orn Gunnarsson
f. 2. desember 1938, maki Mar-
ía Jóhannsdóttir f. 25. maí 1940,
eiga þau 3 börn og 5 barnabörn
á lífi. 4) Dóra Nikolína Gunnars-
dóttir f. 20. janúar 1950, maki
Guðmundur Jón Jónasson f. 16.
apríl 1955, eiga þau 3 börn.
Utför Sigríðar fór fram mánu-
daginn 22. júní frá Akureyrar-
kirkju.
Ástarþakkir elsku mamma
allafyrir lífsins stund.
Fyrir unnu ævistörfin
ástarfórn og kærleikslund
þegar lífs í þungu stríði
þrengja að sinni málin vönd
göfugleikans glæstar perlur
glitra um minninganna lönd.
Inn í fagra lífsins landið
leita hjörtu vor til þín
þar setn dýrðleg öllu yfir
eiltfð náðar sólin skín
þar sem drottins dásemd Ijómar
dýrðin himins blasir við.
Helgur andi Itfs á landi
leiði þig um þroskans svið.
(Jón Bergsteinn Pétursson.)
Blessuð sé minning þín,
elsku mamma.
Börnin.
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum Itfsins degi
hin Ijúfu og góðu kynni
af alhug þakka hér,
þinn kærleikur i verki
var gjöf sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllutn,
er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
A fallegu sumarkvöldi kvaddi
tengdamóðir mfn, Sigríður
Helgadóttir, þennan heim.
Langt er síðan leiðir okkar Iágu
saman, 10-11 ára stelpuskotta
sat döpur út í bíl hjá Jóni í Fífil-
gerði á leið í sveitina til Sollu,
hann þurfti endilega að koma við
í Rauðumýri 18 og heilsa upp á
heiðurshjónin Sigríði og Gunnar
áður en farið væri úr bænum.
Þau reyndu bæði að fá mig inn
en nei takk ég ætlaði að bíða í
bílnum, fannst ég vera ein í
heiminum. Nokkur ár liðu og nú
brá svo við að stelpuskottan fór
að koma aftur í Rauðumýrina og
vildi bara alls ekki fara þaðan,
hafði klófest einkasoninn á
heimilinu og nú var ekki aftur
snúið. Síðan eru liðin um 40 ár
og margs er að minnast. Fyrst og
fremst Iangar mig, Sigríður mín,
að þakka þér alla þá elsku í minn
garð oft og tíðum óverðskuldaða,
þakka þér þá ástúð sem þú sýnd-
ir börnum okkar Einars og
barnabörnum. Þú tókst alltaf
þátt í gleði okkar og sorg. A besta
aldri misstir þú manninn þinn
hann Gunnar og markaði það ef-
laust allt þitt líf eftir það, en þú
þurftir að halda áfram og börnin
þín studdu þig og hjálpuðu. Þú
varst mjög ákveðinn persónu-
leiki, hafðir skoðun á öllum mál-
um og lást ekkert á þeim.
Frændrækin varst þú með ein-
dæmum og ræktaðir þann garð
vel og stór er vinahópurinn sem
syrgir þig núna. Eg held nú samt
að barnabörn og langömmu-
börnin hafi alltaf haft sérstakan
sess í hjarta þínu, alltaf fylgdist
þú með öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur og gladdist yfir öll-
um sigrum þeirra og fannst til
með þeim ef miður gekk. Síðasti
vetur var búinn að vera þér mjög
erfiður, margar ferðir þurftir þú
að fara niður á Sjúkrahúsið, þú
varst orðin þreytt á þessu, fannst
lítið ganga, þó alltaf dásamaðir
þú læknana þfna og starfsfólkið
allt fyrir frábæra umönnun, sem
er ekki ofmælt. Margt verður til
að minna á þig áfram, allir fal-
legu munirnir þínir sem þú gafst
okkur verða vel varðveittir og fáir
skrifuðu betur en þú. Ég bið
góðan guð að gefa fjölskyldunni
allri styrk í sorg okkar og sökn-
uði. Guð blessi minningu þína.
Það var gott að vera tengdadótt-
ir Sieríðar Heleadóttur.
Marta.
Elsku amma mín.
Núna ertu farin burtu í faðm afa
Gunnars.
Mér þykir erfitt að hugsa til
þess að geta aldrei aftur heim-
sótt þig og spjallað um heima og
geima. Hlegið með þér á góðri
stundu eða fundið fyrir væntum-
þykju þinni og ástúð þegar eitt-
hvað bjátaði á. Hlýja og vináttu-
þel var nokkuð sem þú áttir
alltaf nóg af og alltaf gastu gert
gott úr öllu. Ég og Stefán feng-
um að njóta væntumþykju þinn-
ar í ríkum mæli, sem og
drengirnir okkar tveir, sem alltaf
voru til í að fara í heimsókn til
ömmu Siggu. Það var sama hve
mörg prakkarastrikin þeir gerðu,
þú kipptir þér lítið upp við það og
máttir ekki heyra á það minnst
að þeir fengju ávítur fý'rir.
Nú verð ég að kveðja þig í hin-
sta sinn. En svo lánsöm er ég að
eiga yndislegar minningar um þig
sem ég mun geyma í hjarta mínu.
Allir fallegu munirnir sem þú
bjóst til og gafst okkur munu
alltaf minna okkur á þig og ég
mun varðveita þá eins og dýrgripi.
Ég mun aldrei gleyma þér
elsku amma mín og núna veit ég
að þér líður vel.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson.)
Verstu sæl elsku amma mín
og takk fyrir allt.
Eydt's.
Elsku amma min.
Eg veit þú fylgist með mér
og leiðir mig á lífsins braut.
Allar ár eiga sinn farveg
og okkar vegir liggja saman.
Þótt sölt tár minfalli á
lifsins leið
mun styrkur þinn ávaílt vera
greyptur mér i minnum.
Góð er gleðin, björt og hrein,
þin var einstök, hennar
ég sakna.
Þin Gunnur Ósk.
Elskuleg föðuramma mín, Sig-
ríður Helgadóttir, kvaddi þetta
lífjtann 12. þessa mánaðar.
I byrjun maímánaðar þegar ég
kom síðast til Akureyrar og
heimsótti Siggu ömmu leyndi
sér ekki að margra mánaða veik-
indi höfðu sett mark sitt á hana.
Yfir ijúkandi súkkulaðibolla og
ljúffengum kræsingum áttum
við saman stund sem í dag er
mér ákaflega dýrmæt. Við rifjuð-
um upp þann tíma þegar ég var
lítil stelpa með annan fótinn á
heimili ömmu og afa í Norður-
byggðinni sem er rétt hjá húsi
foreldra minna. Ég átti mikinn
tíma með ömmu, sérstaklega eft-
ir að afi Iést og það var svo ótal
margt sem við gerðum saman og
gaman var að rifja upp.
Þrátt fyrir að amma starfaði utan
heimilisins virtist hún alltaf hafa
tíma til Jsess að sinna okkur böm-
unum. I mörg ár færði hún mér í
afmælisgjöf fullt box af nýbökuð-
um litlum kökum með bleiku
kremi. I hverri köku var falinn
málsháttur og urðu þessar kökur
frægar í mínum bamaafmælum.
Það var Siggu ömmu hjartans
mál að gleðja aðra og var það
ávallt gert af einstakri alúð. Ut-
saumuðu og handmáluðu jóla-
kortin hennar eru listaverk sem
vel eru varðveitt svo að ekki sé
talað um fallega skrifaðar kveðj-
urnar, þannig mætti Iengi telja.
Fjölskyldan var ömmu það
dýrmætasta af öllu og skipti vel-
ferð fjölskyldumeðlima hana
miklu máli. Ef að einhversstaðar
voru veikindi fylgdist hún náið
með líðan og bata og hvatning í
námi og starfi var henni eðlileg
öðrum til handa.
Það var svo auðvelt og gott að
tala við hana ömmu, hún gat
brúað öll kynslóðabil.
Súkkulaðið var löngu búið f
þessari síðustu heimsókn minni
til hennar og amma var greini-
Iega orðin þreytt. Það var komið
að kveðjustund. Ég faðmaði
ömmu þétt að mér í síðasta sinn
og kyssti hana á báða vanga.
Ég bið góðan Guð að blessa
minningu Siggu ömmu.
Arna.
Til ömmu.
Elskulega amma mín
mjúk var alltaf höndin þin
tárin þornuðu í sérhveri sinn
þegar þú straukst vanga minn.
Nú þú ert okkur farin frá
hvíl i friði Guði hjá.
Elsku amma.
Við kveðjum þig með mikJum
söknuði og þakklæti fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
með þér. Við og íjölskyldur okkar
geymum margar fallegar minn-
ingar um þig sem gleymast aldrei.
Elsku amma, þakka þér fyrir
þann tíma sem við fengum að
vera þér samferða og alla þá um-
hyggju og ástúð sem þú sýndir
okkur og börnuin okkar sem þú
varst alltaf svo góð.
Það er stutt í tárin þessa dag-
ana þegar við hugsum til þín.
En þú varst orðin þreytt og nú
vitum \ið að þú ert komin til
Gunnars afa sem þú saknaðir
svo oft.
Megi góður Guð geyma þig elsku
amma okkar.
Sigríður og Gunnar.
Vorið 1940 fluttu tvær fjölskyld-
ur í miðhæðina í Norðurgötu 10.
Eldhúsdyrnar voru hlið við hlið
og aðeins þunnur veggur milli
eldhúsanna. Þær urðu fljótt vin-
konur húsmæðurnar á miðhæð-
inni og sú vinátta stendur enn,
hún nær út yfir gröf og dauða.
Þær voru kallaðar Sigga og Fríða
af þeim sem þekktu þær, en köll-
uðu hvor aðra alltaf fullum
nöfnum, Sigríður og Hólmfríður.
Það voru tíu ár á milli þeirra en
þær áttu svo margt sameiginlegt.
Mennirnir þeirra unnu saman í
kolunum en þær voru heima
með lítil börn, okkur Svölu 5 og
6 ára og þá Arna og Einar á fyrs-
ta ári. Mikið ósköp gátu árin í
Norðurgötunni verið yndisleg.
Við krakkarnir lékum okkur sam-
an, og ég varð snemma heima-
gangur fyrir handan. Gunnar og
Sigríður áttu útvarp en við ekki
og þegar Helgi Hjörvar var að
lesa Bör Börsson fórum við yfir
um til að hlusta. Einu sinni var
ég lasin en þá var ég borin í
sænginni yfir ganginn, enginn
mátti missa af Bör. Þau áttu Iíka
margar skemmtilegar bækur. Þar
gluggaði ég í fyrsta sinn í ljóða-
bók, kvæði Arnar Arnarssonar.
Einar átti afmæli 2. desember,
en ég held að það hafi verið
haldið upp á afmælið hans dag-
inn áður því að 1. desember var
hátíðisdagur í þá daga og þá
komu þau oft Tryggvi bróðir Sig-
ríðar og Gunna konan hans. Þá
var nú oft glatt á hjalla og mikið
hlegið. Mér fannst gaman að
heyra þau hlæja. Þau fóru í
sjóorustur, ég hafði gaman af að
fylgjast með því. Svo fékk ég
stundum að fara með Sigríði í
sveitina þegar hún var að heim-
sækja foreldra sína að Króks-
stöðum. Þar var Helga, elsta
dóttir Sigríðar, og hún var ári
eldri en ég, það var náttúrlega
óskaplega spennandi að leika við
svo stóra stelpu. En árin í Norð-
urgötunni tóku enda. Þau höfðu
leigt íbúðina, en nú vildi eigand-
inn komast í hana. Ósköp fannst
mér hún Rósa prjónakona vond
að þurfa endilega að flytjast í
íbúðina hennar Sigríðar. Hún
átti bara að halda áfram að búa
uppi á loftinu. Sigríður og
Gunnar keyptu íbúð inni í Aðal-
stræti en byggðu svo í Rauðu-
mýrinni og síðar Norðurbyggð,
en vinskapurinn hélt áfram, og
hann náði til okkar barnanna,
maka okkar og afkomenda.
Þær áttu eftir að njóta sam-
vistanna aftur vinkonurnar úr
Norðurgötunni. Þegar þær
höfðu komið upp börnum sínum
fóru þær að vinna saman á
kvöldvaktinni á Heklu. Hvað
þær nutu þess að sitja saman við
saumavélarnar, spjalla saman í
kaffinu og ekki síst að fara sam-
an í ferðalög á sumrin með Iðju.
Nú að leiðarlokum er mér efst
í hug þakldæti. Þakklæti fyrir þá
gæfu að fá að kynnast Sigríði
Helgadóttur og njóta ástar henn-
ar og umhyggju í 58 ár. Þakklæti
fyrir að þær vinkonurnar skyldu
fá að njóta samvista á ný þegar
þær höfðu lokið þýðingarmesta
hlutverki sínu í lífinu að koma
börnum sínum til manns og gátu
loks farið að gera eitthvað fyrir
sjálfa sig.
Helga, Svala, Einar, Dóra og
fjölskyldur, við systkinin og Dísa
sendum ykkur og fjölskyldum
ykkar innilegar samúðarkveðjur.
Guðrún Sigurðardóttir.