Dagur - 15.07.1998, Síða 4

Dagur - 15.07.1998, Síða 4
 7 - a?p. \ * ’ ''i\_ ? i \’j_aiva7h\’í u í a. 4 -MIDVIKUDAGUR 1S. JÚLÍ J 998 FRÉTTIR -Ð^ur Ekki skipað eim í Öraefnanefnd OII ný sveitarfélög landsins eru án heitis meðan viðkomandi ráðu- neyti skipa ekki í nefndina. Menntamálaráðuneyti og umhverfisráðu- neyti skipa Örnefnanefnd samkvæmt nýsamþykktum Iögum frá AI- þingi, en enn hefur ekki verið skipað í nefndina. Hún á m.a. að Qal- la um nafngiftir á nýjum sveitarfélögum, en meðan ekki er skipað í nefndina gerist ekkert þrátt fyrir þrýsting frá þeim nýju sveitarfélög- um sem urðu til eftir sveitarstjórnarkosningarnar 23. maí sl. Ekki er Iíklegt að nefndin komi saman fyrr en 1. ágúst nk. og á meðan eru nokkur íslensk sveitarfélög nafnlaus þó þau gangi undir ýmsum nöfnum, eins og t.d. Austurrfki, Ardalsvík, Húnaþing, Austur-Hérað o.fl. Lög um Örnefndastofnun Islands öðlast gildi 1. ágúst nk. en stofn- unin leysir af hólmi Örnefnastofnun Þjóðminjasafns sem starfað hef- ur síðan árið 1969 undir forsæti Þórhalls Vilmundarsonar. GG Vegagerðin á sveig við samkeppnislög Samkeppnisráð hefur komist ao þeirri niðurstöðu að Vegagerð ríkis- ins hafi með þeim aðferðum sem beitt var við mat á bjóðendum í út- boði á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði farið gegn markmiði sam- keppnislaga. Einn tilboðsgjafa kvartaði yfir því hvernig Vegargerðin hefði staðið að útboði á vetrarþjónustunni, bjóðendur hefðu ekki staðið jafnir. Samkeppnisráð taldi að forsendur fyrir mati Vegargerðarinnar á til- boðsgjöfum og tækjum þeirra hafi verið huglægar og órökstuddar og til þess fallnar að draga úr samkeppni og útiloka keppinauta frá markaðnum. - FÞG Fossamir tveir Meinleg villa var í þættinum Land og þjóð í helgarblaði Dags, síðast- liðinn laugardag. Spurt var um foss á Suðurlandi, sem af textanum fyrir neðan mátti ráða að væri Seljalandsfoss. En í stað þess að mynd birtist af honum kom mynd af Fjallfossi í Dynjanda, en um þann foss var reyndar spurt í þessum þætti blaðsins fyrir nokkrum vikum. Mistök þessi urðu vegna mistaka í mynd- vinnslu blaðsins og er beðist velvirðingar á þeim hér. -SBS. Fjallfoss í Dynjanda er á Vestfjörðum. Seljalandsfoss er á Suðurlandi. Helmingi færri heymarlausir Nemendum Heyrnleysingjaskóla Islands hefur fækkað um meira en helming frá upphafi níunda áratugarins, sem fyrst og fremst er þakk- að bólusetningum gegn rauðum hundum sem hófust 1980. Nem- endafjöldinn hefur nokkur síðustu árin verið á bilinu 31-34 en flest- ir urðu þeir á bilinu 71-75 á árabilinu 1980-82, samkvæmt upplýs- ingum Ölafs Ólafssonar landlæknis í Læknablaðinu (7-/8. tbl.98). Eftir það fór nemendum að fækka hröðum skrefum. Bólusetningarn- ar virðast því, að mati Iandlæknis, hafa haft afdrifarík áhrif til fækk- unar heyrnarleysistilfella síðan 1982. Frá 1982 hafa aðeins verið framkvæmdar sex fóstureyðingar vegna rauðra hunda. Næsta áratuginn á undan voru aftur á móti framkvæmd- ar rúmlega 130 fóstureyðingar af þessum sökum, yfirgnæfandi meiri- hlutinn á árinum 1977-1978. Nemendur Heyrnleysingjaskólans eru á aldrinum 3ja til 16 ára, eða að jafnaði 2-3 í árgangi. - HEI Sjóhleikjan hrannast upp Hinar skemmtilegu silungs- veiðiár á Vesturlandi, með þó nokkri von um að geta líka fengið lax, eru nú að koma inn hver af annarri. Þannig er með þær skemmtilegu ár Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. Sjó- bleikjan er að hrannast upp og Iaxinn er farinn að láta sjá sig. Hér eru þeir Júlíus Sigurhjart- arson og Axel G. Benediktsson með tvo laxa, sem Júlíus veiddi í Hvolsánni um síðustu helgi. . , , Hér eru þeir Júlfus Sigurhjartarson og Athugasema um Axel G. Benediktsson með tvo laxa. læknaráð Ólafur Ólafsson landlæknir hafði samband vegna klausu í pottinum þar sem sagt var frá ritarastörfum Haraldar Johannessen fyrir lækna- ráð. Af því tilefni vildi Ólafur koma eftirfarandi á framfæri: „Læknaráð fjallar um erfið deilumál er upp koma innan heilbrigð- isþjónustunnar. I ráðinu eiga sæti ýmsir af færustu einstaklingum í læknastétt. Oft koma upp lögfræðileg vandamál og þar af leiðandi er vandað til vals á lögfræðilegum ritara ráðsins. Ráðið og ritari þess þiggja nokkur Iaun ffá ríkinu, en ekki ffá læknum.“ Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að D-álmu sjúkrahússins í Keflavík á dögun- um. Hér er hún ásamt Jóhanni Einvarðssyni framkvæmdastjóra sjúkrahússins, lengst til vinstri, Önnu Margréti Guðmundsdóttur sem er formaður stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Kristmundi Ásmundssyni lækninga- forstjóra, Konráð Lúðvíkssyni yfirlækni, Ernu Björnsdóttur hjúkrunarforstjóra og Þórunni Benediktsdóttur hjúkrun- arforstjóra. mynd: jbp Kvíða ekki langvar- andi læknaskorti Viðbygging við Sjúkrahús Suðumesja heíúr dregist um ára- bil, nú eru fram- kvæmdir hafnar. Prátt fyrir lækna- skort þar syðra uú, kvíða menu ekki framtíðinui. D-álma Sjúkrahúss Suðurnesja mun rísa, 3 þúsund fermetra bygging. Þar verður aukið rými fyrir aldraða og sjúka Suður- nesjamenn. Biðlistinn er stór og málið knýjandi segir Jóhann Ein- varðsson framkvæmdastjóri sjúkrahússins. D-álman hefur verið inni og úti í kerfinu í að minnsta kosti 15 ár. Teikningar að húsi upp á tvær til fjórar hæð- ir hafa verið gerðar. Nú er málið í höfn, segir Jóhann. Nýja álman við spítalann verð- ur tvær hæðir og verður nýtt fyr- ir legudeildir fyrir aldraða og endurhæfingu. Framkvæmdir eiga að ganga hratt, húsið komið upp eftir rúmt ár og stefnt að því að taka neðri hæðina í notkun haustið 2000. Dótturfyrirtæki Islenskra aðal- verktaka, Lava hf., bauð Iægst í fyrsta áfanga, 116 milljónir, en heildarkostnaður byggingarinnar er talinn verða um 400 milljónir króna. Það kann að þykja sérkenni- legt að fara í stórar bygginga- framkvæmdir í Keflavík á sama tíma og ekki fæst nægilegt starfslið til spítalans. Jóhann Einvarðsson segir að úr þessu sé að rætast. „Okkur vantar í augnablikinu heilsugæslulækna, en ég vonast til að úr því rætist með haustinu. I D-álmunni verður meira um að ræða legu- deildir langlegusjúklinga. Um þá annast sérfræðingar sem ég tel að verði ekki vandamál að fá til starfa þegar þar að kernur," sagði Jóhann. -JBP Félagslegar íbuðir 30% allraíbúoa íGrafarvogi Um 30% allra íbúða í Grafarvogi eru „fé- lagslegar“ íbúðir en rösklega fjóröimgur allra íbúðaíBreið- holti. Um 30% allra íbúða í Grafarvogi eru félagslegar íbúðir. Hlutfallið er langhæst í Engjahverfi, næst- um helmingur allra íbúðanna og kringum þriðjungur allra íbúða í Hamrahverfi og Rimahverfi. Samkvæmt Árbók Reykjavíkur 1997 voru íbúðir í Grafarvogi alls tæplega 4.100. Yfir 1.200 þessara íbúða eru félagslegar fbúðir; langflestar félagslegar eignaríbúðir en einnig tæplega 200 félaglegar kaupleiguíbúðir og nokkrar leiguíbúðir borgar- innar. í Breiðholti eru félagsleg- ar íbúðir um 2.000 af alls tæp- lega 7.800 fbúðum í Breiðholti, eða um 26%. I þessum tveim borgarhverfum eru næstum tveir þriðju hlutar allra félagslegra íbúða í Reykjavík. Rúmlega 5.100 félagslegar íbúðir Ibúðafjöldi í Reykjavík var alls um 41.700 samkvæmt nýjustu tölum, eða 10 íbúðir handa hverjum 25 borgarbúum. Af þessum íbúðum voru næstum 4.000 íbúðir félagslegar eignar- og kaupleiguíbúðir. Og þar við bætast um 1.140 leiguíbúðir í eigu Reykjavíkurborgar. Þannig að ríflega 12% íbúða í borginni tilheyra félagslegum kerfum. Leiguíbúðir borgariimar mjðg dreifóar Öfugt við félagslegu eignaríbúð- irnar, sem yfirleitt eru nánast heil hverfi húsa, aðallega í Graf- arvogi og Breiðholti, þá er aftur á móti heilmikið um það að leiguíbúðir borgarinnar séu í húsum út um allan bæ, 1 eða 2 í stigagangi með fleiri íbúðum. A nokkrum stöðum í borginni eru þó Iíka tugir (50-80) leiguíbúða á sama stað, til dæmis á Austur- brún og Norðurbrún, Furugerði, Fannafelli, Kleppsvegi, Irabakka, Lindargötu, MeistaravöIIum, Lönguhlíð og Yrsufelli. Tvær íbúðir fyrir hverja 5 borgarbúa Ibúaljöldi er jafnaðarlega aðeins 2,5 á hverja íbúð í Reykjavík, sem er miklu minna en í ná- grannabæjunum, að Kópavogi undanskyldum. En þetta er þó einnig mjög mismunandi eftir borgarhverfum. Ibúar eru fæstir um hverja íbúð í gamla Austur- bænum, aðeins um 2 að meðal- tali á íbúð, enda gríðarlega mik- ið þar um einhleypt fólk og barn- laust, eins og áður hefur komið fram. Stærstu fjölskyldurnar eru hins vegar i Arbæjar- og Selás- hverfi, að jafnaði 3,2 um hverja íbúð sem er svipað og í Mosfells- bæ, Garðabæ og Hafnarfirði svo dæmi séu nefnd. I Breiðholti og _

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.