Dagur - 15.07.1998, Side 7

Dagur - 15.07.1998, Side 7
1^11- ÞJÓÐMOLAR \ V. 9 r i •! M M 7 ’ i ?A ri V H í * t, \ M - V MIÐVIKUDAGUR 1S. JÚLÍ 1998 - 7 Ami og inállrelsiö enei ] Arni j FINNSSON I smmw tatAWS Jiö bréf til umbverflsráó luömvemdarsamittk íslamis jna harðit’ga þá ákvörðun i að kyfa noíkun eitursins uii. Samtökin leggja áherslu S hvorki hafí verið sýnt fram A wgfugl hafí valdið utntais- i fjárhagsiegu tjóni í jxám rvörpum sem fencmalnotkun ‘ eímiluð í, né að aðrar að- haft ekki hentað til að i stigu við meintu tjóni, é er ckkt réttkeumlegt að heim- íundanjtágu mar. Hnnfremur, hæði Náttúru- vcrndarráð <>g Ráðgjafancfnd um villt dýr lutfít lagst gegn |ni að veittar verði undan]>águr tii að nota frncmal. Er vandséð að f>r- ír Itggj nokkur faglcg rök cr styðja ákvöiðun Jtína um að veita und- anþágur. Einníg draga Nátlúru- vcrndarsamtök isiands i efa lög- martt afgrctðslu málsins jtar eð ákvöfðun var tekin áður cn lettað var samráðs við Ráðgjafanefnd um viHt dýr og án þcss nokkur gögn largju fyrír um skaðsemí sargfugls I ieðáivörpuro. Einkutn og sör í lagi gagnrýna Náttúruvcrmbrsamtök Isiands ásaiumir Ingjmars Sígurðssonar, skrifstofustjðra umhverfisráðu- neylisíns, f Morgunbiaðínu þann 28. júnt si. I garð Æv'ars Péturs- sonar, fuglafrarðings. í*au cru hvort tveggja óviðcígandt og ðdrengiieg. .0»um sem þekkja tíÆvms Peterssn og starta hms. má ffósi vera aó ham er vandvtrkur vismtíamaóur og semþteyttuf tí vandrmða, ’ segir Amt m,a. ibréfiséno. vama skapi ödrcngílcg. |»vf mcð scm ekki þóknait umhvctf hetra eða cínstökuin yfín um ráðuncytisins. Eftirfarandi ummæit, höfð cru bcint eftir ittgítnari S urðssyní i Morgunblaðtmt sunnudag, eru ámariisverð: | þrjú ár höfum víð I eftír niðurstöðu ncfndar i Ævar hefur serið » og gera i tiilögur um cfní scm nota « við utrymíngu á varj Ncfndín hcfur ckkí skilaí banníg að }>að var ckki blða lcngur með að taka ákv'f un í þcssu máli.“ í fyrsta iagi er }>að vttn < og trú að það sé hvorkt - umhverftsrádherra né „ stjórnar íslands að útrýma | fuglí. Teijum við víst að hv Ævar né aðrir starfsmenn ÍÍS úrufneðistofnunar (»! myndu aidret styðja sttkar f ætlanir. í öðru iagi itcndutn við 4j formaður téðrar ncfndar « urður Prátnsson, starfsm umhverfísráðuneytisins. stofustjórmn aetti því að | harg hcímatökín, sé þ«a 4' t g§ uro s»ð r Opið bréfÁrna Finnssonar í Degi 3. júií slíðastliðinn. I opnu bréfi til umhverfisráð- herra sem birtist í Degi 3. þ.m. sendir Arni Finnsson, sem skrif- ar í nafni Náttúruverndarsam- taka Islands, mér tóninn fyrir það að ég skuli leyfa mér að svara gagnrýni sem Ævar Peter- sen, fuglafræðingur, setti fram í viðtali við Dag 26. júní sl. Tilefni viðtalsins við Ævar var að hann sagði af sér sem formaður ráð- gjafarnefndar um villt dýr þar sem hann var ósáttur við ákvörð- un umhverfisráðherra um að veita undanþágu frá banni við notkun lyfja við útrýmingu á vargfugli. I Morgunblaðinu 28. f.m. voru höfð eftir mér ummæli í tengslum við málið, þar sem ég svaraði spurningum blaðamanns í framhaldi af alvarlegum ásök- unum sem komu fram hjá fugla- fræðingnum, s.s. um hugsanleg lögbrot og brot á alþjóðasamn- ingum, að arnarstofninum væri stefnt í hættu og að ekki hefði verið haft samráð við ráðgjafar- nefndina. Eg vil taka fram að ekki hafði Arni Finnsson fyrir því að leita skýringa minna á mál- inu. I tilefni greinar Arna Finns- sonar vil ég taka fram að í Morg- unblaðinu 28. f.m. gerði ég ein- göngu grein fyrir staðreyndum. Ævar Petersen sendi umhverf- isráðherra uppsagnarbréf hinn 21. júní sl. sem barst ráðuneyt- inu degi síðar, og tiltekur ástæð- ur uppsagnarinnar. Þetta gerði hann fjórum vikum eftir að ákvörðun ráðherra lá fyrir og á þessum tíma tók hann ekki til af- greiðslu í nefndinni erindi frá ráðuneytinu sem send voru til nefndarinnar lögum samkvæmt heldur endursendi þau öll með uppsagnarbréfi sínu. Það sem er þó öllu undarlegra er sú stað- reynd að skipunartími ráðgjafar- nefndar um villt dýr rann út 1. júlí sl. þannig að aðeins rúm vika var eftir af skipunartímanum þegar ráðuneytinu barst upp- sagnarbréfið. Fljótlega eftir það fór Ævar úr landi og hefði vart boðað nefndina til fundar fyrir 1. júlí sl. hvort sem var. Auk þess gerði Ævar grein fyrir ástæðum uppsagnar sinnar í áðurnefndu viðtali í Degi og áður en ráðherra hafði gefist ráðrúm til að kynna sér málið til hlítar. Aldrei óskaði hann eftir viðtali við ráðherra um málið þótt hann sæti í nefnd- inni samkvæmt skipun ráðherr- ans. Þetta eru staðreyndir málsins, sem ég sem starfsmaður um- hverfisráðherra skýrði aðspurður frá í viðtali í Morgunblaðinu. Arni Finnsson gagnrýnir þetta og segir það gjörsamlega óþolandi að starfsmenn umhverfisráðu- neytis eða undirstofnana þess megi búast við köldum kveðjum frá yfirmönnum ráðuneytis taki þeir opinbera afstöðu sem ekki þóknast umhverfisráðherra eða einstökum yfirmönnum ráðu- neytisins. Þá krefst hann þess að ráðherra biðjist afsökunar á þeim ummælum sem ég hafði í viðtal- inu í Morgunblaðinu. Hann virð- ist telja það eðlilegt að formaður ráðgjafanefndar um villt dýr gagnrýni ákvörðun ráðherra op- inberlega án þess að hafa tekið málið fyrst upp við hann, en stór- lega ámælisvert að ég svari þeirri gagnrýni opinberlega. Skv. þes- sarri undarlegu röksemdafærslu mega undirmenn ráðherra gagn- rýna ákvarðanir hans að vild á opinberum vettvangi, en ættu að biðja afsökunar ef þeir svara gagnrýnisröddum og útskýra málstað ráðherrans! Það er skrít- ið málfrelsi atama. Það er greinilegt að Árni þekk- ir Iítið til starfa í stjórnarráði eða á stofnununum hins opinbera en þar verður að sjálfsögðu að gilda trúnaður og menn verða að virða ákvarðanir ráðherra og alla vega að láta hann vita áður en menn fara opinberlega fram með af- stöðu sem gengur þvert gegn af- stöðu hans. Ég fæ ekki betur séð en Arni og samtök hans séu að leggja að starfsmönnum ráð- herra að standa uppi í hárinu á honum eða boða stjórnleysi og bið þá um að athuga vel sinn gang áður en þeir halda lengra fram á þeirri braut. Krafa Arna Finnssonar um af- sökunarbeiðni vegna svara und- irritaðs við spurningum blaða- manns, þar sem eingöngu var skýrt frá staðreyndum málsins, er því auðvitað fráleit. Ég geri ekki kröfu um að Árni biðjist af- sökunar á skrifum sínum, þótt þar sé verulega skekkt mynd dregin upp, enda má hann að sjálfsögðu hafa sína skoðun á málinu. Það væri hins vegar æskilegt að hann hefði kynnt sér málið betur og ástundaði vand- aðri vinnubrögð en hann hefur viðhaft í þessu tilfelli áður en Iagt er af stað með kröfur um af- sökunarbeiðni og gífuryrði í Ijöl- miðlum í nafni Náttúruverndar- samtaka Islands. Samvtnna sem ætti að vera til eftirbreytni „Hallormsstaðaskógur, gróska hans og fegurð hefur vakið áhuga manna í gegn um tíðina fyrir því að sækja fram, “ segir Jón Kristjánsson m.a. í grein sinni. Fljótsdalshérað er þekktasta skógræktarsvæði landsins og þar hafa margir frumherjar í þeirri ræktun lifað og starfað. Hall- ormsstaðaskógur, gróska hans og fegurð hefur vakið áhuga manna í gegn um tíðina fyrir því að sækja fram. Nú er skógrækt orð- in atvinnuvegur með Héraðs- skógaverkefninu, sem hefur gengið vel og orðið öðrum fyrir- mynd, en mikil ásókn er um að taka upp svipaða starfsemi í öðr- um landshlutum. Með þessu verkefni hefur fest í sessi hugtak- ið „nytjaskógar'1, sem heiti þeirra skóga sem verða í framtíðinni höggnir til nytja. Reynslan sýnir að slíkt er fyllilega raunhæft. Framtak skógræktarmanna á Anstuxlandi Skógræktarfélag Austurlands, sem er félag áhugamanna um skógrækt fagnaði sextíu ára af- mæli sínu um síðustu helgi með myndarlegum hætti. I skógrækt- arfélaginu hafa margir eldhugar og hugsjónamenn starfað, og einn slíkur Orri Hrafnkelsson á Egilsstöðum veitir því nú for- stöðu. Starf áhugamanna að skógrækt í gegn um tíðina hefur án nokkurs vafa undirbúið jarð- veginn fyrir þær jákvæðu viðtök- ur sem atvinnustarfsemi á sviði skógræktar hefur hlotið hjá bændum á Fljótsdalshéraði. Meðal þess sem gert var til há- tíðabrigða hjá Skógrætarfélaginu var að opna friðland meðfram Jökulsá í Dal. Með því er lands- svæði meðfram ánni og þjóðveg- urinn friðaður fyrir búfé. Þetta er samstarfsverkefni bænda, Vega- gerðar ríkisins, Landgræðslu rík- isins og skógræktarfélagsins. Þarna er um afar merkilegt mál að ræða. Hér er gengið til þess í góðu samkomulagi að taka frá lönd til skógræktar og friðunar, án þess að það sé verið að leggja niður búskap á þeim jörðum sem í hlut eiga. Þarna er leyst með frjálsu samkomulagi það vanda- mál sem uppi er um umferð bú- fjár á vegum, sem hefur valdið óþægindum og slysum i mörgum tilfellum. Þarna er merkilegt for- dæmi uppi sem ástæða er til þess að haida á lofti. I þessu friðlandi meðfram ánni sem telur um 30 ferkílómetra má hvort sem held- ur er planta skógi, eða lofa þeim gróðri sem þar er fyrir að vaxa upp. Landgræðslustarf bænda A Jökuldal, sem er ein af þeim sveitum landsins þar sem sauð- fjárbúskapur er eingöngu stund- aður má sjá glæsileg dæmi um áhuga bænda fyrir landgræðslu. Þar hafa einstakir bændur af frjálsum vilja og að eigin frum- kvæði ræktað upp örfoka mela með áburðargjöf og umhirðu. Þetta sýnir svo ekki verður um villst hver fengur það er að græða landið í samstarfi og með þátt- töku bændanna. Bændur eru ræktunarmenn og engir þekkja landið og eiginleika þess betur en þeir. Landgræðsla ríkisins hefur far- ið inn á þessa braut á síðustu árum að ráða bændur til land- græðslustarfa og áfram þarf að halda á þeirri þraut. Það vísar veginn til skipulegrar og skyn- samlegrar landnýtingar. Ymsir standa í þeirri meiningu að árangri sé hægt að ná með því að formæla sauðkindinni í blaða- greinum og skamma bændur fyr- ir rányrkju, en slíkt er víðsfjarri. Sauðfjárrækt, skógrækt og Iandgræsla geta farið saman ef skynsamlega er að staðið. Þekk- ing og reynsla bænda og jákvætt hugarfar eru þar lykilatriði til þess að ná árangri. Samvinna bænda á Jökuldal og í Jökulsár- hlíð á Héraði við Skógræktar- mennina og Landgræðsluna og Vegagerð ríkisins um friðun lands og vega eru fordæmi sem ætti að vera öðrum til eftir- breytni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.