Dagur - 16.07.1998, Page 6

Dagur - 16.07.1998, Page 6
, 6 - FIMMTUDAGURl 6.JÚLÍ199 8 Xfc^ur ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 A60 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason CAKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 617HAKUREYRI) B51 6270 (REYKJAVÍK) Friðrik forstjóri í fyrsta lagi Friðrik Sophusson hefur verið tiltölulega farsæll stjórnmála- maður, hefur fjölbreytta reynslu í opinberri stjórn, er vanur háum upphæðum og nýtur trausts sem heilsteyptur maður á opinberum vettvangi. Hann hefur alla burði til að geta orðið góður forstjóri í Landsvirkjun. Friðrik Sophusson er dæmi um stjórnmálamann sem auðsætt er að fær verkefni verðleika vegna. Ef hann áttar sig á því að hann er að bjóða sig fram til opinberrar þjónustu en ekki partasölu í einkavinavæðingu þá er hann boðinn velkominn til að takast á við krefjandi verkefni. í öðru lagi Auðvitað höfum við neyðst til að horfa á sviðsetningu á litlu leikriti frá því að Friðrik byijaði að pakka niður í ráðuneytinu og til þess að hann var „óvænt“ kallaður í forstjórastól. Stjórn- arformaður Landsvirkjunar var hreinskilinn og sagði að það hefði verið hræsni að auglýsa í starf sem stjórnin hafði ætlað einum manni. Rétt er það að í svona störf sækja ábyrgar stjórn- ir menn. Hitt er líka rétt að allar svona stöður á að auglýsa. Mannvalið kann að vera meira en stjórn kemur auga á, hugs- anlegir umsækjendur eiga rétt á að til þeirra sé litið. Það hefði verið í samræmi við góða stjórnsýslu að auglýsa starfið - dæm- in um pólitíska misnotkun á opinberum embættum eru hrein- lega of mörg til að sóa tækifæri til að sýna gott fordæmi. 1 þriðja lagi Friðrik Sophusson er því fráleitt dæmi um starfsframa í skjóli pólitískrar spillingar, og hann er því síður kominn í afherbergi á DAS: Dvalarheimili aldraðra stjórnmálamanna. Hann er í krefjandi og mikilvægu starfi. Hans bíður til dæmis að móta áfram og framfylgja umhverfisstefnu þar sem orkuvinnsla er í sátt við land og þjóð. Hann fær tækifæri til að reka opinbert fyrirtæki svo sæmd sé af en ekki fari af því orð um sukk og bruðl. Og hann fær tækifæri til að virða jafnrétti kynjanna í stóru fyrirtæki. Friðrik getur sýnt að hann er ekki endurunninn fyrir gamla kerfið, heldur endurnýjaður fyrir breytta tíma. Stefán Jón Hafstein. Helgisiðaleikiir Þessa dagana hefur þjóðin fylgst með merkilegum helgi- siðum í fjölmiðlunum. At- höfnin felst í því að hver jafn- aðarmannaforinginn á fætur öðrum úr fylkingu sameining- arsinna kemur og mærir hinn sem hugsanlegan foringja fyrir nýja sameinaða flokknum. Þannig kom t.d. Jóhanna fram um daginn og var að tala um hve Margrét væri nú mikið leiðtogaefni fyrir sameinaða jafnaðarmenn og að hún hefði nú staðið sig vel í Alþýðu- bandalaginu o.s.frv. o.s.frv. Þó var alltaf eitthvað „ef‘ sem hékk í loftinu þegar Jó- hanna var að tala, enda spurði frétta- maðurinn hana í lokin hvort hún væri sjálf ekkert að spá? Þá datt þetta „ef‘ allt í einu niður og Jóhanna svar- aði skýrt og skilmerkilega að hún væri nú ekki vön að skor- ast undan ef til hennar væri leitað. Garri fékk á tilfinning- una að Jóhönnu þætti það nokkuð sjálfsagt mál að til hennar yrði leitað. Pólitískir ólympíuleikar Sighvatur hefur líka verið að melda sig í þessu foringjatali öllu og auðvitað Margrét. Samt telja þau auðvitað öll að sáralitilu skipti hver það er, sem endar sem hinn formlegi foringi. Aðalatriðið sé að standa saman. Þetta er dálítið eins og á ólympíuleikunum - aðalatriðið er að vera með! Þó hangir þetta „ef‘ alltaf í Ioft- inu, og hverfur eiginlega ekki fyrr en það liggur fyrir að auð- viðað mun ekkert þeirra „skor- ast undan forustunni ef til verður leitað“. Samkvæmt þessum óvenju- lega helgisið jafnaðarmanna þá eru þau öll vinir og öll ótrú- lega hæfir foringjar þó svo að hvert foringjaefnið um sig virðist þó sannfært um að það sjálft sé örlítið hæfara en hin. Reglur athafnarinnar kreíjast þess að menn veki þessa at- hygli á sjálfum sér með þvf að tala fallega um keppinautana. Gítrri rniui ekki skorast undan Þannig hefur Garri tekið eftir einum þrem- ur formannsframboð- um í flokki sameinaðra jafnaðarmanna. Þetta eru Margrét, Jóhanna og Sighvatur. Eflaust eiga fleiri eftir að bæt- ast i hópinn og gott ef Össur óháði og frjálsi fer ekki blanda sér í þennan kór hvað úr hverju. Það er alla vega ástæða til að fylgjast vel með leiðurum hans í DV til að sjá hvort ekki kem- ur þar einhver mærðarrulla um þau Margréti, Sighvat og Jóhönnu. Þá er tíminn kominn fýrir hina Qölmiðlana að spyrja Össur og gefa honum tældfæri til að segja að hann muni auð- vitað „ekki skorast undan for- ustuhlutverkinu ef eftir því verði leitað." Og í framhjá- hlaupum er ekki úr vegi að nefna það að Garri telur Mar- gréti, Jóhönnu, Sighvat og Össur afar hæfa stjórnmála- menn sem myndu vera verðug- ir foringjar jafnaðarmanna. En fyrst menn eru að spyrja, þá er það Ifka rétt að Garri myndi að sjálfsögðu ekki skorast undan forustuhlutverkinu ef eftir því væri leitað... GARRI. þeirra Nanunidagur banka stióra Heima hjá mér, eins og á þús- undum íslenskra heimila, eru laugardagar útnefndir sem nammidagar. Það þýðir að krakk- arnir fá bara nammi einu sinni í viku, á Iaugardögum. I því felst mikið hagræði og allir aðilar máls vita nákvæmlega hvar þeir standa. Við foreldrarnir getum aðra daga sem hægast neitað börnunum um sælgæti með góðri samvisku og börnin sætta sig við neitunina vegna þess að reglurnar gefa jú kost á sælgæt- isáti einu sinni í viku. Einstaka sinnum eru þó gerðar undan- tekningar frá þessari meginreglu, einkum á hátíðum, afmælum eða við önnur sérstök tilefni, en þá er það sérstök ákvörðun sem tekin er eftir að málið hefur ver- ið skoðað og rætt. Hjálpað tH sjáHsaga Reynslan af nammidögum er góð á mínu heimili. Ég heyri að margir foreldrar eru sammála mér í því. Ávinningurinn er lfka mikill því þótt manni þyki auð- vitað vænt um börnin sín og vilji þeim vel þá gerir það þeim einfald- lega ekki gott að láta alit eft- ir þeim þannig að þau séu bryðjandi sæl- gætið daginn út og daginn inn. Tann- skemmdir minnka aug- ljóslega og krakkarnir Iæra líka að stundum getur ver- ið nauðsynlegt að neita sér um hluti. Það heitir víst uppeldi að aðstoða börnin við að ná valdi á hvötum sínum og löngunum þannig að þau beini þeim f þann farveg sem heppilegur er talinn. Nammidagarnir eru þannig heppilegt uppeldistæki sem stuðlar bæði að heilsusam- legra líferni um Ieið og þeir stýra krökkunum til meiri sjálfsaga. MiMl gleði- tíðindi I Degi í gær er upplýst að bankaráð Rúnaðarbankans hafi ákveðið að taka upp sérstakt nammidaga- kerfi fyrir bankastjóra bankans. Eru það gleðitíðindi. Samkvæmt nýjum reglun bankans mega bankastjórarnir ekki fara í lax- veiði nema einu sinni á ári og þá með mikilvægum viðskiptavin- um. Laxveiðar eru sem kunnugt er eitt eftirsóttasta „nammi" bankastjóra. Þó gerir bankaráð- ið, rétt eins og við foreldrarnir í sambandi við nammidaga barn- anna okkar, ráð fyrir því að und- antekningar geti verið gerðar frá þessu og þarf þá sérstaka sam- þykkt fýrir því. Namidagakerfi fyrir bankastjóra er löngu tíma- bært mál, enda fullreynt að menn sem setjast í þær stöður eru í sömu sporum og barn sem skilið er eftir eitt í sælgætisversl- un. Nú hlýtur Landsbankinn og Seðlabankinn að fylgja á eftir og skammta sínum mönnum einn nammidag á ári - einn nammi- dag. Ertu sammála því að björgunarskipið Sæ- björg, áður varðskipiö Þór, verði gert að hóteli og veitingastað á Húsa- vík? Ágúst Ólafur Georgsson safnvörðurá Sjóminjasafiti íslands í Hafiiarfirði. „Varðveisla á gömlum skipum er afar kostnað- arsöm og að varðveita Þór er miklu dýrara en Sjóminjasafn Is- lands hefur bolmagn til. En gaman hefði verið að gera skipið að safngrip í Reykjavíkurhöfn, með áherslu á sögu SVFI og Landhelgisgæslunnar. Mikilsvert er að fela skipum sem safngrip- um hlutverk svo þeir séu eldd dauðir hlutir - og dæmi eru er- lendis frá um að skip, sem hafa sögulegt gildi, séu rekin með þeim hætti sem stendur til að gera á Húsavík.“ Guðmundur Kjæmested jv. skipherra. „Menntaelítan hefur engan áhuga fyrir sjáv- arháttum. Gömlu skúturnar fóru allar og síðutogurunum var slátrað. Nýsköpunartog- ararnir fóru allir í brotajárn eða voru seldir til Grikklands. Er þá ekki best að varðskipin fari sömu leið? Þá gleymist þessi þáttur þjóðlífsins og menn geta haldið áfram að tyggja gömul handrit sér til viðurværis og ánægju." Sævar Gunnarsson fomtaður Sjómannasambands ís- lands. „Með því að selja skipið til Húsa- víkur verður það að minnsta kosti áfram til og getur verið öllum að- gengilegt. Mörg- um skipum sem eiga sér ekki neitt síðri sögu en Sæbjörgin, áður varðskipið Þór, t.d. falleg- um og víðfrægum aflaskipum hefur hreinlega verið sökkt sem eru döpur örlög. En ef menn eru að tala um að setja upp minja- safn til dæmis um þorskastríðin í þessu gamla varðskipi þá þarf peninga til þess og ég sé ekki hvaðan þeir ættu að koma.“ Örlygur HnefUl Jónsson lögmaður á Htísavílt „Ég er sammála því að allar góðar hugmyndir um atvinnuuppbygg- ingu fái fram- gang. En gæta verður hagsmuna annarra sem nota höfnina til út- gerðar skipa sinna og hafa veitt hér atvinnu og umsvif gegnum árin. Höfnin á að vera lífæð, vettvangur uppskipunar á fiski og vörum og úskipunar fram- leiðslu. Til skamms tíma þökk- uðu íslendingar skipum sem höfuðu þjónað þeim vel með því að sökkva þeim í sæ eða setja í brotajárn. Mér finnst skipinu meiri sómi sýndur með þessu.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.