Dagur - 16.07.1998, Qupperneq 8

Dagur - 16.07.1998, Qupperneq 8
8- FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 Thyur FRÉTTASKÝRING L Maigterá SIGRUN f /jm X ERNA W GEIRS DOTTIR ™ SKRIFAR Lífeyrissjóðimir hafa skert örorkubætur uudanfarin ár. Trygg- ingastofnuu bætir niissiiin aðeins að nokkru leyti. Upplýs- ingameðferð sjóðanna mætti líka vera betri. Oiyrkjar eru ekki ánægðir með sín hlut hjá lífeyrissjóðunum. Þeir segja að sjóðirnir séu að lækka örorkulífeyrinn kerfis- bundið og eins að upplýsingar þær er þeir gefa sjóðunum séu flestum opnar. Ýmislegt virðist benda til þess að þeir hafi eitthvað fyrir sér í þessum efnum. Tekjumar lækkaóar „Eg er metinn 75% öryrki hjá Tryggingastofnun og var ég einn- ig metinn það hjá mínum lífeyris- sjóði. Svo endurmat trúnaðar- læknir sjóðsins mig sem 40% ör- yrkja. Þetta lækkaði mínar Iágu tekjur um heil 50%. Það er at- hyglisvert að það er sami læknir- inn sem metur mig í bæði skipt- in,“ segir öryrki, sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann segir að sjóðirnir hafi kerfisbundið lækk- að bæturnar síðan þeir byrjuðu að nota sína eigin trúnaðarlækna. Hann segir einnig að afar erfitt sé að hnekkja þessu mati sjóðsins. Gagnrýnna mat Iðja, félag verksmiðjufólks á aðild að lífeyrissjóðnum Framsýn. For- maður Iðju, Guðmundur Þ. Jóns- son, segir að ýmsar breytingar hafi orðið í mati hjá sjóðnum. „Það var áður þannig að þú fékkst alla þína örorku metna þótt orku- tapið hefði orðið áður en þú byrj- aðir að borga hjá sjóðnum. Þannig er það ekki lengur." Guð- mundur segir það hafa verið eitt af baráttumálum félagsins að tryggja félagsmönnum lífeyri, en það þurfi ekki endilega að vera í gegnum lífeyrissjóðina. Almanna- tryggingakerfið sé mun heppilegri vettvangur, hjá lífeyrissjóðunum þurfi að ávinna sér réttindi. Gagnrýnna mat samrýmist því fyllilega stefnu félagsins. AI- mannatryggingakerfið verði þá að aðstoða þá er standa höllum fæti. Sigurður Guðmundsson, for- maður félags starfsfólks í veit- ingahúsum, er í sjóðsnefnd Framsýnar. „Vegna vaxandi sam- keppni meðal annars, var farið að skoða hve stór hluti af lífeyris- greiðslum sjóðsins getur farið í örorkugreiðslur. Það er verið að vanda val þeirra sem eiga að fara á örorku, það er alveg á hreinu." Sigurður sagði að Iífeyrissjóðirnir væru fyrst og fremst stofnaðir til að greiða lífeyri eftir að fólk hefði lokið starfi á vinnumarkaði. „Það er ekki spurning að Almanna- tryggingakerfið ætti að koma meira inn í bætur. Það væri langeðlilegast að örorkan væri öll greidd af ríkinu.“ öryrkj a 1 . Meöferö persónuupplýsinga hjá lífeyrissjóðum landsmanna var rædd á fundi tö persónuupplýsingum sé full frjá Sigurður taldi að lækkun á mati frá sjóðnum stafaði þá af því að þeir notuðust nú við trúnaðar- Iækni, og hann byggði þá mat sitt á reglugerðum sjóðsins. tekjur, kæmi það fram á skatt- skýrslu og þá hækkuðu almanna- tryggingar. Þeir sem hefðu haft góðar bætur frá sjóði, lækkuðu þó yfirleitt í tekjum. Almajmattygginga- kerfið verður að aðstoða þá er standa höllum fæti. Metinn eftir 3 ár Örn Arnþórsson, skrifstofustjóri Framsýnar, sagði að reyndar væri það þannig hjá sjóðnum síðan 1996 að viðkomandi þarf að verða fyrir 50% orkutapi en það var 40% áður. Trúnaðarlæknir starfar fyrir sjóðinn síðan í árs- byijun 1997. Hann endurmetur einstaklinga á þriggja ára fresti. Þetta var áður á fimm ára fresti. Allir sjóðir byggja frumúrskurð á atvinnu viðkomandi er slysið varð, en eftir það er hann metinn til almennra starfa. Það getur orðið til þess að fólk fellur í mati, segir Örn. Tvenns konar mat Sigurður Thorlacius, tryggingayf- irlæknir, sagði tvenns konar mat vera hjá Tryggingastofnun. Ann- ars vegar mat fyrir almannatrygg- ingar er byggðist einnig á félags- legum aðstæðum, og hins vegar fyrir lífeyrissjóði og byggðist það bara á starfsorku. Varðandi það að Trygginga- stofnun ætti alfarið að taka að sér örorkubætur sagði hann að þetta væri í raun undir sjóðunum kom- ið, þeir hefðu tekið þetta að sér. Ef bætur frá þeim lækkuðu og einstaklingar hefðu ekki aðrar Hægt er að áfrýja Kvartað hefur verið undan því að erfitt sé að áfrýja úrskurði sjóðs- nefndar. I einhveijum tilfellum hefur fólk fengið mat sitt hækkað eftir kvartanir til sjóðsins en dugi það ekki til, eru til aðrar leiðir. Atli Gíslason, lögmaður Fram- sýnar, bendir á að hægt sé að áfrýja örorkumati sjóðs til gerðar- dóms. Aður var misjafnt hvort sjóðir hefðu gerðardóm eður ei, en með nýjum lögum frá 1. júlí, sé öllum það skylt. Þar sem dóm- urinn er ekki ríkisrekinn þurfa málsaðilar að skipta með sér málskostnaði, en þó þurfi sækj- andinn aldrei að greiða meira en þriðjung. Hann segir þessa Ieið ekki hafa verið mikið notaða, enda geti það verið talsverðar fjárhæðir sem fólk þurfi að greiða. Tilnefningar í gerðardóm eru gerðar af þrem aðilum, sækj- anda, lífeyrissjóði og hlutlausum þriðja aðila, t.d Bankaeftirliti Seðlabankans. Þar sem öryrkjar eru ekki með þeim hærra laun- uðu í þjóðfélaginu gætu þeir einn- ig sótt um gjafsókn hjá hinu opin- bera, og væri einmitt eitt slíkt mál í vinnslu um þessar mundir. Gagnanna vel gætt Upp á síðkastið hefur Tölvunefnd verið að athuga í samvinnu við Iandlækni hvort kvartanir fólks um að lífeyrissjóðir hafi undir höndum meira af persónulegum upplýsingum en þeir ættu, og hvort óvarlega sé með þær farið, eigi við rök að styðjast. Tölvur og jaðartæki Rekstrarvörur Hugbúnaður Tölvuleikir Sony Playstation Netþjónar og útstöðvar: netþjónusta, þjónustusamningur, uppsetning, kennsla, róðgjöf, umsjón. Hafnargata 31 - Keflavík Sími 421 4040 & 421 4044 Fax: 421 3545 Netfang: tv@ok.is Heimasíða ok.is/tv Auk þess eru tilboð alltaf í gangi hjó okkur. Líttu við og við tökum vel ó móti þér. I TÖLVCJVfEÐING EHF.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.