Dagur - 31.07.1998, Qupperneq 4

Dagur - 31.07.1998, Qupperneq 4
IV-FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 19 9 8 T^u- MINNINGARGREINAR Sigurður Óskar Sigvaldason Sigurður Óskar Sigvaldason var fæddur á Gilsbakka í Oxar- firði 6. des. 1908, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. júlí s.I. Foreldrar hans voru: Sig- valdi Eliseus Sigurgeirsson, f. 3. júlí 1871 í Geiraseli, d. 7. okt. 1922, bóndi á Hóli Keldu- hverfi 1895-96, Byrgi Keldu- hverfi 1896-1901 og Gilsbakka í Öxarfirði 1901 til dánardags og kona hans Sigurlaug Jósefs- dóttir, f. 13. febr. 1874 í Krossavíkurseli, d. 20. nóv. 1959 í Keldunesi. Börn þeirra voru: 1) Benjamín, f. 3. sept. 1895 á Hóli, d. 23. apríl 1971. 2) Sigurður, f. 18. okt. 1897 í Byrgi, d. 15. okt. 1907. 3) Frið- geir, f. 6. maí 1899 í Byrgi, d. 11. mars 1966. 4) Sigrún, f. 31. okt. 1900 í Byrgi, d. 24. jan. 1975. 5) Halldór, f. 27. nóv. 1902 á Gilsbakka, d. 27. sept. 1988. 6) Ásfríður, f. 26. sept. 1904 á Gilsbakka, d. 2. maí 1980. 7) Kristín, f. 25. okt. 1906 á Gilsbakka, d. 1. des. 1996. 8) Sigurður Óskar, f. 6. des. 1908 á Gilsbakka, d. 15. júlí 1998. 9) Rakel, f. 23. júní 1910 á Gilsbakka. 10) Guðný Ingibjörg, f. 15. okt. 1911 á Gilsbakka, d. 21. nóv. 1988. 11) Sesselja, f. 28. jan. 1913 á Gilsbakka. 12) Guðbjörg, f. 11. febr. 1915 á Gilsbakka, d. 21. okt. 1989. Óskar var lengst af leigubifreiðarstjóri í Reykjavík. Stundaði nám við íþróttaskól- ann í Haukadal. Gerðist snem- ma Iangferðabílstjóri hjá BSA á Akureyri, og var í áætlunar- ferðum víða um landið. Árið 1943 flutti hann til Reykjavík- ur og ók vörubifreið hjá Þrótti, en 1945 gerðist hann Ieigubif- reiðastjóri hjá Hreyfli. Starfaði þar mikið að félagsmálum, sá m.a. um allar myndir í afmæl- isbók félagsins, og var þar heiðursfélagi. Áhugaljósmynd- ari, myndir hans hafa birst í mörgum ferðabókum. Seinni ár vann hann mjög að söfnun á þjóðlegum fróðleik. Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að jarðlíf okkar allra tekur enda fyrr en varir, fer ekki ekki hjá því að stundum finnst manni að ein- hver fastur punktur í lífsbarátt- unni, eitthvað haldreipi í tilver- unni sé horfið, og ekkert muni koma í staðinn, þegar sumir ein- staklingar hverfa af sjónarsvið- inu. Þannig varð mér innan- bijósts þegar ég frétti lát Óskars Sigvaldasonar, eða Sigurðar Ósk- ars sem hann hét fullu nafni, en hann notaði Sigurðar nafnið mjög lítið. Hann var sá sem mest og best hafði samband við alla sína ætt- ingja, og tengdi ættina saman á vissan hátt. Samt stofnaði hann sjálfur aldrei fjölskyldu, en öll ættin var hans fjölskylda. Óskar var bifreiðarstjóri að at- vinnu. Byijaði með vörubíl heima í héraði, en fljótlega réðist hann sem áætlunarbílstjóri hjá BSA á Akureyri og ók þaðan rútum víða um land. Á þessum árum var bif- reiðaakstur aðeins sumarvinna, og dvaldi Óskar því að mestu hjá foreldrum mfnum yfir vetrartím- ann við ýms störf. Árið 1943 flutti Óskar svo alfarið til Reykja- víkur, og ók í fyrstu vörubíl hjá Þrótti, en 1945 byrjaði hann sem leigubifreiðarstjóri hjá Hreyfli og var það meðan aldur Ieyfði. Bjó hann fyrst í ýmsum leiguíbúðum, en 1968 keypti hann íbúð í Fells- múla 14, og átti þar sfðan heima til æviloka. Þegar ég man fyrst eftir mér, var það alltaf mikil til- hlökkun þegar Óskar kom á heimilið með haustinu, því hann var alltaf fullur af hugmyndum sem hann svo reyndi að koma í framkvæmd. M.a. kom hann upp rafstöð við bæjarlækinn og not- aði rafal úr gömlum vörubíl, og heimasmíðað spaðahjól. Entist þessi rafstöð nokkuð, en var að sjálfsögðu ekki afkastamikil. Arið 1947 var svo reist stærri rafstöð hér á Gilhaga, og var Óskar þá óþreytandi til aðstoðar, bæði að útvega efni meðan hann var fyrir sunnan, og svo kom hann norður í sínu sumarfríi til að vinna við bygginguna með sfn- um eldlega áhuga. Alltaf var Ósk- ar boðinn og búinn til aðstoðar hvort heldur það var í heimsókn- um sínum norður, eða ef maður átti leið suður. Eru þær orðnar margar ferðirnar sem hann hefur farið með okkur ýmissa erinda. Hann hafði farið ungur á fþróttaskólann á Haukadal, og keppti í íþróttum á sínum tíma, og hvatti okkur krakkana til íþrótta og leikja og tók sjálfur þátt með okkur. Var þá oft mikill handagangur í öskjunni og uppá- tækin hjá Óskari oft hin ótrúleg- ustu. Var ekki að furða þó maður hafi reynt að taka hann sér snemma til fyrirmyndar á flest- um sviðum. Hann þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, og vildi sem flest reyna og ótaldar voru þær nýjungarnar sem hann bryddaði uppá þegar hann var heima. Lætur nærri að flestar nýjungar sem komust í gagnið á heimilinu á þeim árum hafi að einhverju leyti komist á vegna Óskars. Þess má þó geta til gamans, að fyrir kom að nýjungar Óskars reyndust ekki sem heppilegastar. Einu sinni stóð svo á að steinol- íulaust varð á heimilinu, en hann átti bensínlögg á brúsa, sem hann setti þá á lampana í olíu stað, og með aðgát blessaðist þetta þar til hann sofnaði frá log- andi Ijósi hjá sér eitt kvöldið. Lampinn sprakk í tætlur, og var síðan ekki sett bensín á fleiri lampa. En svona var Óskar, hann var aldrei ráðalaus, en alltaf tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. T.d. hefur það áreiðanlega ekki þótt arð- vænlegt á sínum tíma að gera bif- reiðaakstur að atHnnu, starf sem aðeins var hægt að sinna á sumr- in, og hann var sá eini hér um slóðir sem fór á íþróttaskóla. Eg minnist þess líka, að hann var sá fyrsti maður sem ég þekkti sem kunni að meta bækur Halldórs Laxness, en Laxness var ekki hátt skrifaður meðal alþýðu manna Iengi vel. En þarna eins og í svo mörgu öðru var Óskar á undan sinni samtíð. Eftir að hann flutti til Reykja- víkur, fékk hann áhuga á Ijós- myndun, og eins og að öðru gekk hann að því af brennandi áhuga, sótti námskeið og varð sér úti um vandaðar myndavélar. Varð þetta síðan stærsta áhugamál hans það sem eftir var ævinnar, og Iagði hann á sig mikla vinnu við þetta hugðarefni sitt. Tók hann bæði litskyggnur, kvikmyndir og sein- ustu árin prófaði hann mynd- bandstökur. Bestum árangri náði hann þó áreiðanlega með svart- hvítar myndir, en þær framkall- aði hann sjálfur og vann eftir eig- in höfði. Var hann búinn að koma sér upp allgóðri aðstöðu til framköll- unar og myndvinnslu heima hjá sér. Fékk hann verulegar viður- kenningar fyrir myndir sínar, og eru myndir eftir hann í mörgum landkynningarbókum, og oft á almanökum hér áður fyrr. Hann var mikill náttúruunnandi, og ferðaðist mikið um landið, bæði á eigin vegum eða í annara fé- lagsskap. Var hann orðinn mjög gagnkunnugur landinu. En sér- stöku ástfóstri tók hann þó við sitt heimahérað. Leið aldrei svo sumar að hann kæmi ekki norður á æskustöðvarnar, venjulegast oftar en einu sinni, og reyndi þá að hitta sem flesta ættingja sína, en hafði þó jafnan fast athvarf á Gilhaga. Fór hann oft gangandi um óbyggðir sýslunnar til finna góð myndefni, og þá gjarnan á sömu slóðir og árið áður, því oft var hann ekki alveg sáttur við myndirnar sem hann hafði tekið, vildi t.d. taka myndina á öðrum tíma dags svo skuggarnir féllu eins og honum líkaði. Dvaldi hann oft allan sólarhringinn við myndatökur til fjalla þegar veðrið var hagstætt til myndatöku. Síðar tók hann sér fyrir hendur að taka myndir af öllum býlum sýslunnar, og eignaðist gott safn af þeim frá ýmsum tímum. I framhaldi af því fór hann að safna upplýsingum um eyðibýli í sýslunni. Lét hann sér ekki nægja að safna bóklegum upplýs- ingum, heldur gerði hann sér ferð á hendur til að finna hvert einstakt eyðibýli, staðsetja það á korti og taka af því mynd. Síðan hóf hann að taka saman ábúendatal sveitabæja í sýslunni, byrjaði á sinni heimasveit, Öxar- firðinum og síðan öðrum sveit- um. Sat hann þá löngum á söfn- um til að viða að sér heimildum, og naut oft góðrar aðstoðar. Er sérstaklega Óxarfjarðarþátturinn mjög viðamikill og merkilegur, en honum entist ekki heilsa og ald- ur til Ijúka við hina þættina eins og hann vildi hafa þá. Einnig er til í handriti hjá honum búskap- ar- og ættarsaga foreldra hans á Gilsbakka, sem hann var lengi með í smíðum, og taldi sjálfur ekki að öllu lokið. Árið 1965 var Árbók Ferðafé- lags Islands helguð Norður-Þing- eyjarsýslu, og var Gísli Guð- mundsson alþingismaður höf- undur lesmáls. Við þá samantekt fór Óskar með Gfsla í einskonar yfirreið um héraðið, og eru Iang- flestar myndir í bókinni eftir Óskar. Þegar ákveðið var að gefa út byggðasögu Norður-Þingey- inga, var strax ákveðið að leita til Óskars að sjá um myndir í bók- ina, og gerði hann það fúslega, og taldi ekki eftir sér neina fyrir- höfn í útvegun og töku mynda í bókina. Fór hann þá aftur sér- staklega um allt svæðið í því skyni. Bók þessi kom út 1985, en árið 1988, þegar hann stóð á áttræðu, kom út bókin Hreyfilsmenn, saga og félagatal Hreyfils, og þar sá Óskar einnig um allar myndir og myndmál, sem var mikið verk og var Óskar kjörinn heiðursfélagi Hreyfils um það leyti. Seinustu árin tók Óskar sér fyrir hendur að koma skipulagi á sitt mikla safn af myndum og öðrum upplýsingum, en jafn- framt var hann að bæta við ýmsu sem honum fannst vanta. Hann var mjög vandur á verk sín, og margvann sumt áður en það var ’eins og honum líkaði. Hann gaf Bóka- og Byggðasafninu við Kópasker stóran hlut af safni sínu, og mun það varla eiga bet- ur heima en þar, enda er það mikið skoðað af gestum safnsins. Haustið 1995, þegar Óskar var að koma að norðan á leið suður seint að kvöldi, lenti hann í árekstri við dráttarvél með vagn, og varð bíllinn gjörónýtur og Óskar slasaðist mikið. Eftir það var hann meira og minna á sjúkrastofnunum, en hvert sinn sem hann var heima hjá sér, hélt hann áfram að sinna hugðarefn- um sínum af sömu eljunni. I þessum veikindaerfiðleikum kom vel í Ijós hve Óskar var vinmarg- ur, og urðu margir til að heim- sækja hann og aðstoða á ýmsan hátt. Má sérstaldega nefna syst- ursyni hans fyrir sunnan, þá Ara, Pálma og Sigurð Gils, sem allir voru honum til mikillar hjálpar og aðstoðar. En enginn ræður við Elli kerl- ingu, og þegar við bættist að sjúkdómur sem hann hafði lengi þurft að stríða við, færðist í auk- ana, fór svo að hann átti ekki aft- urkvæmt af sjúkrahúsinu. En hann hélt merkilega miklu and- legu þreki til hinstu stundar, og vildi í Iengstu lög trúa því að hans starfsdegi væri ekki að fullu lokið. Blessuð sé minning hans. Brynjar Halldórsson. Vinningaskrá U. útdráttur 23. júlí 1998. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000_____________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 54147 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 ftvöfaldur) 12068 16463 18693 25197 | Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 10764 35290 40236 49885 53336 57861 18447 37615 48905 51602 54495 60592 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 982 12112 25669 33333 44457 55027 63469 73214 2740 14005 26772 33523 44861 55482 63883 74342 3614 14343 27299 33570 45819 56088 64332 74418 4104 15003 28061 34023 47032 56541 67487 74462 5652 15233 28193 35465 47070 57148 68561 74897 6744 16159 28632 36607 47751 58560 69061 75530 6836 20535 29356 37168 48008 59570 69161 76935 8129 21077 30285 38117 50999 60251 69556 77182 8224 21128 30342 40315 51706 60709 69705 78733 9093 22036 31252 41791 52733 60831 70287 10487 22711 31715 42281 54110 61985 70385 11269 23486 31783 42559 54315 62336 71907 11978 24902 32043 43877 54792 62669 72959 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 1001 10719 22312 31961 41881 50766 62637 72223 1021 10949 23408 32129 42093 51506 62777 72654 1203 11234 23460 32760 42340 52189 62796 72834 1217 11802 23525 33078 42646 52190 63007 72955 1316 11994 24115 33546 42774 54192 63202 73723 2149 12264 24260 33710 43160 54426 63453 73805 2349 12707 24773 34355 43322 54743 63864 73823 2411 12798 25016 34477 43350 55215 64501 73980 248! 12981 25292 34666 43727 55668 64568 74006 2869 13395 25590 34710 44111 55966 64597 74128 3213 14782 26139 35110 44171 56320 65176 74714 4276 14913 26419 35865 44264 56370 65523 74876 4407 16058 26614 36097 44924 56617 65648 74907 4490 16069 26651 36329 44937 56846 65657 75359 4630 16584 26681 37253 45293 56913 65844 75965 4640 16994 26927 37440 46261 56974 66271 76188 4790 17308 26929 37472 46528 57783 66317 76656 4867 17514 26934 37973 46699 58368 66524 76749 5289 17610 27117 37994 47169 58531 67138 77065 5422 17621 27362 38574 47329 58936 67324 77519 5613 17894 27660 39042 47496 58966 67329 77588 5735 19086 28463 39085 47845 60264 67462 78184 5988 19184 28787 39098 48086 60324 67845 78493 6363 19569 29648 39507 4&114 60696 68029 78615 6913 19611 29769 39533 48198 61127 68224 79217 7802 20994 29776 39669 48587 61245 68419 79280 8228 21076 30012 40373 48731 61310 69004 8624 21148 30424 40388 48773 61403 69194 9358 21149 30637 40516 49151 61733 70627 10014 21599 30949 40526 49349 61929 70784 10109 21951 31086 41814 . 49437 62370 71327 10410 22256 31299 41864 50714 62496 71802 Næsti útdráttur fer fram 30. júlí 1998 Heimasíða á Interneti: www.itn.is/das/

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.