Dagur - 25.08.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 25.08.1998, Blaðsíða 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 2S. ÁGÚST 1998 Tfc^ur FRÉTTIR Ráðgjafastöð um fjármál heimilanna hóf starfsemi fyrir 2 árum og var gert ráð fyrir að hún yrði aðeins rekin tímabundið. Þörfin fyrir hana virðist hins vegar síst fara minnkandi, að sögn Elínar Sigrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns ráðgjafastöðvarinnar. Aldrei meiri aðsókn í ráðgjöf Aðsóknin hjá ráðgjafa- stöð íun fjármál heimil- anna heíiir síst minnkað. Meðal stærstu hópanna er fólk með þokkalegar tekj- ur sem fellur fyrir gylli- hoðum á lánamarkaðnum. Frá því að ráðgjafamiðstöð um fjármál heimilanna var opnuð fyrir tveimur árum síðan hefur aðsóknin verið mikil og stöðug. Búist var við því í upphafi að hún myndi minnka en ekki hefur farið fyrir því og hefur hún í raun aldrei verið meiri en um þessar mund- ir. Að sögn forstöðumannsins, Elínar Sigrúnar Jónsdóttur, er það aðallega fólk með þokkalegar tekjur og of gott lánstraust og sem hefur látið lokkast af Iánsgylliboðum sem leita mest til þeirra. Yfirleitt fólk með þokkalegar tekjur „Aðsókn hingað hefur verið stöðug, jöfn og þétt allt frá því að opnað var í febrúar 1996,“ sagði Elín. Hún sagði að þau hefðu viljað halda starfsemi í lágmarki og því væri einungis hægt að bóka viðtalstíma tvo miðvikudaga í mánuði. Yfirleitt væri búið að fullbóka hjá þeim fyrir hádegi þessa daga og frá upphafi hefðu þau verið að afgreiða sextíu umsóknir á mánuði. Frá því að miðstöðin var opnuð hafa verið af- greidd 1400 mál, sem er meira en bú- ist hafði verið við. Ráðgjafamiðstöðin gerir heildaráætlun um fjármálin og fólk Ieggur hana svo fyrir lánastofhan- irnar sem taka vel í hana, að sögn Elín- ar. Langflestir fara svo í greiðsluþjón- ustu bankanna. Elín sagði að athyglisvert væri að stærsti hópurinn væri sennilega fólk sem hefði þokkalegar tekjur en ekki þeir sem Iægstu launin hefðu. Lág- íaunafólkið passaði betur upp á pen- ingana. A markaðnum væri mikið um alls slags gylliboð og að tekjuhærra fólk léti frekar fallast í freistni og steypti sér þá út í skuldir, heldur en hinir. Elín sagði að þessi hópur hefði í raun of mikið lánstraust. Almeirn ánægja með þjónustuna I maí síðastliðnum gerði félagsstofnun könnun meðal 400 af þeim 1200 sem þá höfðu nýtt sér þjónustuna og kom þá í ljós að yfir áttatfu prósent höfðu farið eftir ráðleggingunum og töldu sín mál í mun betra horfi þá en áður. At- hyglisvert er að áttatíu prósent um- sækjenda búa á höfuðborgarsvæðinu og skulda þeir líka minnst. Mest skuld- ar fólk frá Norðurlandi vestra, eða um fjórum milljónum króna meira en Reykvíkingar. Framhald í undirbúningi Að þjónustunni standa allir bankar og lánastofnanir, auk félagsmálaráðuneyt- is sem átti frumkvæðið að miðstöðinni. Þar starfa nú sex manns, þar af fjórir Ij ármálaráðgj afar. I upphafi var ráðgjöfin hugsuð sem tilraun til tveggja ára en í ljósi þess hve aðsóknin er mikil er í undirbúningi að halda ráðgjafastöðinni opinni áfram. Að sögn Elínar hefur félagsmálaráðu- neytið þegar lýst yfir vilja til að halda starfseminni áfram en beðið er eftir svari frá öðrum. Vonast hún til þess að endanlegt svar verði komið eftir miðjan september. -SEG Hrikalcg afkoma Elugleiða og Flugfclags íslands er að sjálfsögðu rædd í pottinum. Augljóslega er nokkur niðurskurður á maimafla framundan og þá meðal flugmanna ekki siður en annarra. Eiim pottverja rifj- ar hins vegar upp að það sé ekki lcngra síðan en í jiíní að auglýst var eftir flugmönnum „vegna aukinna xnn- svifa". Á tveimur mánuðum hafa auknu umsvifin breyst í mikinn samdrátt. FLUGFÉLAG ÍSLANDS Air Iceland Það vakti einnig athygli á Húsavík að sölumaður frá Flugfélaginu var á staðnum að undirbúa Gjugg t Borg aðeins 10 tímum áður en tilkynning barst um að hætt yrði að fljúga þangað. Húsvíkingar höfðu á orði að ekki væru þau öflug boðskiptin milli deilda hjá félaginu..... Og cmi af Flugfélaginu. í heita pottinum heyrðist að Haraldur Haraldsson í Andra hcföi verið á leiö í í sumarhús sitt í Þingeyjar- sýslu og lirhigt til að panta sér far ineö Flugfélaginu til Húsavíkur síðastliðinn fhnmtudag. En því miður Haraidur Haraidsson. var uppselt á fimintudegin- mn og ehmig á föstudcgin- um. „Hvað er þetta,“ sagöi okkar maður. „Alltaf uppsclt. Ætlið þið ekki að fara að fjölga ferðum.“ Nei, var svarið. „Við ætlum að hætta að fljúga þangað!....“ Og í potthium er alltaf verið að ræða hvcr verður næsti landlælah. Þessa dagana sveiílast líkuniar milli tveggja líklegra að því sagt er: Þorstcins Njálssonar og Haraldar Briem.. FRETTAVIÐ TALIÐ Loðdýrarækt veruleg áhættugrein Sigurjón Bláfeld loðdýraræhtarrádunautur Nýirmöguleikareru til skoð- unarhjá loðdýraræktendum og hafa svokallaðar loðkanín- ur numið land á íslandi. Markaðsþróun í austurheimi ermönnum áhyggjuefni. - Eru horfurnar góðar í loðdýrarækt utn þessar tnundir? „Að sumu leyti já, en að öðru ekki. Það eru erfiðleikar í Kóreu auk þess.sem rúss- neska rúblan er að falla. Rússamarkaður- inn er sérlega mikilvægur.“ Síðustu þrjú árin hafa Rússar komið mjög öflugir inn í skinnakaup. Við sendum okkar skinn til tveggja uppboðshúsa aðallega. I Kaup- mannahöfn og Seattle í Bandaríkjunum en einnig til Leningrad og New York. Kóreu- menn hafa keypt mest af ref en annars eru Hong Kong, Kína og Japan helstu við- skiptalöndin." - Hve tnargir framleiðendur eru á landinu? „134. Flestir á Skagafjarðarsvæðinu og svo Suðurlandi, Skaftafellssýslu og Eyja- firði.“ - Hvað eru menn að rækta? „Fyrst og fremst minkaskinn. Einnig bláref og örlítið af silfurref. Svo erum við að byrja á loðkanínum. Ef dýr eru ein- göngu ræktuð vegna skinnanna eru þau flokkuð sem loðdýr. Angórakanínur flokk- ast ekki sem loðdýr, því þar skiptir ullin öllu máli en ekki skinnin." - Hvar hafa þessar loðkantnur numið J0limúavz biii9iiiinuBj i 4úi „Á Þórustöðum í Ölfusi og Laxárdal í Lýtingsstaðahreppi. Síðan eru þó nokkur bú byrjuð á þessu sem hafa fengið dýr frá þessum býlum." - Lofar þetta góðu? „Það er ekki komin reynsla á það.“ - Hvernig er verðið núna? „Fyrir minkinn fá menn almennt gott verð. En verðið á refaskinnum hefur fallið um 40% frá í september. Staðan hefur versnað mikið þar.“ - Er þetta áhættubúgrein? „Já, veruleg áhættubúgrein." - Hvemig eru innri skilyrði setn stend- ur? „Þokkaleg. Islendingar hafa sérstöðu vegna legu Iandsins. Það liggur svo norðar- lega að dýrin mynda þétta og góða feldi. Annar höfuðkostur er að við höfum aðgang að fiskiprótíni í mildum mæli sem er und- irstöðuatriði til að hægt sé að mynda góð- an feld.“ - Þannig að aðstæður eru heppilegar hér á landi fyrir þessa framleiðslu? „Já. Það hefur mikil breyting orðið að undanförnu í heiminum. Bretland er búið að bannað loðdýrarækt. Hollendingar bún- ir að banna refarækt. Þetta er af umhverf- isástæðiijflnjj Biiiiá goInBjáivúiió óstj - Hvernig þá? „Þeir vilja ekki fá ammoníak niður í grunnvatnið. Það þarf dýran sérútbúnað til að passa það mjög vel, allskonar síur, skilj- ur, tanka og fleira. Svíar eru einnig að spá í að hætta sinni framleiðslu og í Bandaríkj- unum og Kanada hefur framleiðsla dregist verulega saman." - Hafa dýraverndarsamtök engin áhrif? „Minni en var. Það hefur náðst friður við samtök eins og Greenpeace í Evrópu en þau eru ennþá sterk, t.d. f Bandaríkjun- U um. - Er einhver nýliðun í hópi loðdýra- ræktenda? „Já. Árið 1995 fór fjöldinn niður í 75 en svo fjölgaði um 40 loðdýrabú árin 1996 og 1997. Þá varð töluverð nýliðun auk þess sem búin hafa verið endurskipulögð sem er nauðsynlegt." - Hvað olli skellinutn í greininni í kringum 1990? „Einkum tvennt. Gengið var bundið fast í eitt og hálft ár á sama tíma og óðaverð- bólga var í þjóðfélaginu. Einnig varð alls- herjarverðfall í heiminum og við fengum miklu verri skell en aðrir ræktendur, t.d. á hinum Norðurlöndunum." 13 iömBíilfig iióisv JufeidgniiH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.