Dagur - 25.08.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 25.08.1998, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 2 S . ÁGÚST 19 9 8 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Suharto (lengst til v.J og eftirmaður hans sem Indónesíuforseti, Jusuf Habibie (annar frá v.J: Kínverjar gerðir að syndahöfrum i lok stjórnartíðar þess fyrrnefnda. Kínverj aoísóknir í Indónesíu Óeirðirnar í Indónesíu í maí, einkum um miðjan þann mánuð, fengu á sig í svipinn vott af róm- antískum byltingarljóma vegna þess að þær leiddu til þess að Suharto forseti, einræðisherra þar í 33 ár, lét af völdum. Síðan hefur sýnt sig að uppreisn þessi var mildð til ofsóknir gegn kín- verska þjóðernisminnihlutanum þarlendis. Eitthvað 2-4 prósent íbúa Indónesíu eru kínverskrar ættar, en þeir eiga eða hafa ráð yfir 70- 75 prósentum efnahagslífs landsins, allt frá stórfyrirtækjum til smáverslana. Meðal „eigin- legra" Indónesa (fólks malajískr- ar ættar sem er allur þorri lands- manna) er ofarlega óvild og öf- und í garð kínverskra Ianda þeirra. Kynþátta- og trúarofsóknir Hið kunna blað International Herald Tribune hélt því fram fyr- ir nokkru að hér hefði bæði ver- ið um að ræða kynþátta- og trú- arofsóknir, og álíka hafa fleiri sagt. Um 85-90 prósent lands- manna, sem eru um 200 milljón- ir talsins, eru múslímar en Indónesíu-Kínverjar játa flestir kínversk trúarbrögð, búddasið og kristni. Um 1200 manns voru drepnir í óeirðum þessum í Jakarta, höf- uðborg landsins, samkvæmt upplýsingum frá því opinbera, en ýmsir telja að fleiri hafi þá verið drepnir þar. Ljóst er að margir þeirra drepnu voru Kín- verjar. Vitað er að til svipaðra að- fara gegn Kínverjum kom í öðr- um stórborgum landsins, og álíka gerðist að líkindum í mörg- um smærri stöðum. Mikið var um að fyrirtæki og heimili Kín- verja væru rænd og brennd. Vit- að er og að ofsóknir þessar gegn Kínverjum beindust ekki síst gegn konum. Fyrir nokkrum dögum höfðu um 1 50 kínverskar konur látið uppi að þeim hefði verið nauðgað í ofsóknunum og í mörgum þessara tilvika mun hafa verið um hópnauðganir að ræða. En talið er að miklu fleiri kínverskum konum hafi verið nauðgað þessa maídaga. Margar þeirra kvenna, sem fyrir þessu hafi orðið, forðist að segja frá því af ótta við smán og aðrar hafi svipt sig lífi af sömu ástæðu. Þar að auki er vitað að konur biðu bana af misþyrmingum sem þær urðu fyrir við nauðganir eða voru myrtar af nauðgurunum. Kvennasamtök í Jakarta safna upplýsingum um þetta. „Slátnun Kínverjimuin!“ Að sögn danska blaðsins In- formation skýrði 18 ára kínversk stúlka svo frá á Netinu að Ijöldi fólks, sem hefði verið mjög æst, Baksvid MiMð var iini nauðg- anir á kínverskum konum og margir Kín- verjar voru drepnir um leið og Suharto var hrakiim frá völd- um. hefði safhast saman við fjölbýlis- hús í Jakarta þar sem fjölskylda hennar bjó. Frásögn stúlkunnar af því sem síðan gerðist er í stuttu máli svohljóðandi: Fólkið æpti m.a.: „Slátrum Kínverjun- um!“ „Nú skulum við éta svín!“ (Svínið er óhreint dýr í trúarlegri merkingu í íslam og trúarlögmál þess bannar því múslímum að neyta svinakjöts.) Hópur karl- manna ruddist inn í íbúð Qöl- skyldu stúlkunnar og hún sá fimm þeirra í röð nauðga systur sinni. Aður en hver og einn þeirra hóf nauðgunina hrópaði hann: „Allahu akbar!" (Það er þýtt: „Allah er meiri!“ og er al- geng setning í bænahaldi músl- íma og heróp þeirra jafnframt.) Aðrir árásarmenn þrifu þá til stúlkunnar, sem kom frásögn þessari á alnetið. Leið þá yfir stúlkuna og raknaði hún við á sjúkrahúsi. Foreldrar hennar voru þar og sögðu henni að sjö menn hefðu nauðgað henni, að því er virðist fyrir augum foreldr- anna. Hin systirin hefði verið drepin er hún reyndi að verjast. Að sögn Information hafa vitni borið að einhverjir nauðgaranna í ofsóknum þessum hafi sagt sem svo við konurnar, sem þeir réðust á: Við nauðgum þér af því að þú ert Kínverji og ekki músl- ími. Kmverjar nm allan heim reiðir Haft er eftir óháðri hjálparstofn- un í Jakarta að skipulagning nokkur hafi að öllum líkindum verið á bak við ofsóknirnar gegn Kínverjunum. Hópar manna hafi komið til ýmissa borgarhluta og hvatt til ofbeldis þessa. Grunur hefur í því sambandi fallið á að- ila innan hersins. Ekkert mun hafa sannast um það, en vart er óhugsandi að einhveijir aðilar f hernum, sem notið hefur mikilla fríðinda undir stjórn Suhartos og kann að hafa óttast um sig er sá gamli hraktist frá völdum, hafi talið hyggilegt að beina reiði al- mennings frá sér með því að spana fólk gegn kínverska þjóð- ernisminnihlutanum. Ofsóknir þessar hafa aukið kreppuna í Indónesíu, þar sem tugþúsundir Kínvetja hafa flúið þær úr Iandi og landflótti fjár- magns þar í höndum Kínverja er líklega tiltölulega enn meiri. Þar að auki hafa ofsóknirnar vakið reiði Kínveija um allan heim. I Hongkong og á Taívan hafa mót- mælagöngur og -fundir af þessu tilefni farið fram og jafnvel í Kína sjálfu, þar að vísu án leyfis yfirvalda en einnig án þess að þau reyndu að hindra mótmælin. Kínastjórn hefur og lagt að stjórn Indónesíu að tryggja ör- yggi kínverska þjóðernisminni- hlutans þar. Þetta boðar ekkert gott fyrir Indónesíu, vegna mikilla áhrifa Kínverja, í kínverskum ríkjum og utan þeirra, í Austur- og Suð- austur-Asíu, ekki síst í efnahags- málum. Gengi gjaldmiðils Indónesíu hefur verið fellt um 80% gagnvart dollarnum á einu ári, stórir hlutar efnahagslífsins þar hafa stöðvast og atvinnuleysi og fátækt aukist að því skapi þar- lendis. Ríkisstjómm eim á ný stokkuð upp RÚSSLAND - Boris Jeltsín hefur enn á ný stokkað upp ríkisstjórn landsins og fengið ViktorTsjernómyrd- ín til þess að taka að nýju við embætti forsætisráð- herra, en fimm mánuðir eru frá því hann rak Tsjernómyrdín og réð hinn unga Sergeí Kirijenkó til starfans. Rússneska þingið þarf að staðfesta skipun Tsjernómyrdín í embættið, en hyggst ekki ræða það í þessari viku. Leiðtogar á Vesturlöndum tóku vel í þessa ákvörðun Jeltsíns, en lýstu þó áhyggjum af framhaldinu þar sem Rússar stríði við alvarlega kreppu í efnahagsmálum. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hyggst halda í op- inbera heimsókn til Moskvu í byijun september samkvæmt fyrri áætl- un. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, fagnaði endurkomu Tsjernómyrdíns í embætti, og svipuð viðbrögð komu frá Frakklandi. Augóláher stöðvar uppreisnarmenn KONGÓ - Framrás uppreisnarmanna í Kongó snerist upp í flótta í gær eftir að herinn í Angóla greip inn í bardagana með bæði skriðdrekum og loftárásum. Bæði Rúanda og Úganda neituðu því, að hafa sent upp- reisnarmönnum herlið til aðstoðar. Hins vegar sögðust þau bæði myndu gera það ef Angóla og Simbabve drægju ekki til baka herlið sitt, sem sent hafði verið til stuðnings stjórnarhernum. Biu Laden ákærður í Bandaríkjimum BANDARIKIN - Osama bin Laden, sem grunaður er um að hafa Ijármagnað og staðið á bak við sprengju- árásirnar í Kenía og Tansaníu, hefur nú verið form- lega ákærður í Bandaríkjunum fyrir hryðjuverk, m.a. í Jemen og Sómalíu. Að sögn bandarískra stjórnvalda er ákæran forsenda þess að hægt verði að handtaka hann og færa fyrir dómstól. Samband Arabaríkja hefur fordæmt árás Bandaríkj- anna á lyljaverksmiðju í Súdan, þar sem brotið hafi verið á fullveldi landsins. Stjómvöld í Súdan hafa einnig ritað bréf til Sameinuðu þjóðanna þar sem því er mótmælt að verksmiðjan hafi verið notuð til þess að framleiða efnavopn. Jafnframt eru bandarísk stjórnvöld sökuð um að starfa eftir „lögmáli frumskógarins. Kreíjast Súdanir þess að öryggisráð SÞ verði kallað saman til þess að ræða árásirnar á Afganistan og Súdan. Suu Kyi hættir mótmælum BURMA - Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafi, hætti mótmælum sínum gegn herstjórninni í Burma í gær, eftir 13 daga samfeildar mót- mælaaðgerðir. Hefur hún dvalist við vegartálma frá því 12. ágúst, en þar var för hennar stöðvuð þegar hún var á leið á fund með stjórnar- andstæðingum. Smitsjúkdómar á flóðasvæðunum KINA - Smitsjúkdómar heija nú á fómarlömb flóðanna mildu í Kína, og vara yfirvöld við þvi að lélegar hreinlætisaðstæður í neyðarskýlum auki hættu á farsóttum. Sömuleiðis fara glæpamenn rænandi og rup- landi um yfirgefin svæði. I Innri-Mongólíu hafa alls 900.000 manns yf- irgefið heimili sín. Flóðvarnargarðar eru enn í hættu vegna flóðanna, sem ganga í bylgjum niður eftir Jangtse-fljóti. Liðsforiugi skaut fimm hermenu SUÐUR-AFRIKA - Liðsforingi í suðurafríska hernum skaut í gær fimm undirmenn sína til bana, og særði tvo að auki. Hóf hann skothríð þeg- ar þeir voru sofandi, en ekki er vitað um ástæður verknaðarins. Tveim- ur og hálfri ldukkustund síðar gaf hann sig fram hjá lögreglu. Farþegaflugvél hrapaði í Burma BURMA - Farþeganugvél með 35 manns um borð hrapaði til jarðar í Burma í gær, en óljóst var hvort einhver hefði komist lífs af. Flugvélin, sem var af gerðinni Fokker F-27, var á leið frá Rangún til Tachilek, rétt við landamærin að Táílandi. Pugvélarlíkau flaug yfir Atlautshafið ÁSTRALÍA - 13 kílógramma fjarstýrt Hugvélarmódel flaug yfir Atlants- hafið á 26 klukkustundum. Líkanið er smíðað í Ástralíu, og skýrðu ástr- alskir Ijölmiðlar frá fluginu. Flogið var frá St'. John’s í Kanada til skosku eyjarinnar South Uist. NORÐURLOND Ekkert atviunulevsi eftir ár? DANMÖRK - Dönsk stjórnvöld telja að á næsta ári verði atvinnuleysi í Danmörku orðið minna en 5 prósent. Er litið svo á að þar moð sé atvinnuleysi í landinu útrýmt. Segja þau að eftirspurn eftir \innuafli sé nú „ævintýrlega mikil“ og hafi lausum störfum Ijölgað um 40 pró- sent frá því í vor. Fyrir fimm árum var atvinnuleysi í Danmörku 12,4 prósent.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.