Dagur - 23.09.1998, Page 4

Dagur - 23.09.1998, Page 4
20-MIÐV1KUDAGVR 23. SEPTEMBER 1998 ro^tr MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU „Þetta er falleg saga. En eins og aðrar dæmisögur verða persónurnar fremur fulltrúar ákveðinna eiginleika en skýrar manngerðir, “ segir Gunnar Stefánsson m.a. mynd: teitur. kannski átta ára og upp úr. Á móti kemur að hér er boðið upp á sýningu sem nýtir vel ýmis áhrifsbrögð sem hringsviðið býð- ur upp á. Ieikmynd er haganlega útfærð og Ijósabeitingin undir- strikar ævintýrabraginn. Til fróðleiks fyrir þá sem ekki þekkja Bróður minn Ljónshjarta má rifja það upp að yngri bróðir- inn Karl segir söguna, Jónatan, eldri bróðir, nefnir hann Snúð. Karl er haldinn banvænum sjúk- dómi og til að hughreysta hann segir Jónatan honum að þegar hann deyi muni hann fljúga til ævintýralandsins Nangijala og þar muni þeir hittast seinna. En nú fer svo að eldur kviknar í húsi þeirra. Jónatan bjargar bróður sínum út en deyr sjálfur. Sagan lýsir svo ævintýrum þeirra félaga eftir að þeir hittast í Nangijala. Þar er engin Paradís þar sem hið illa hefur verið út rekið, heldur verður fólk þar að heyja baráttu fyrir frelsi sfnu og mannlegri reisn, við hinn illa Þengil sem hefur ófreskjuna Kötlu að bakhjarli. Og í þessari baráttu taka bræðurnir Ljóns- hjarta mikinn þátt, með því sanna þeir manngildi sitt, Snúður yfirvinnur hræðslu sína, hann er ekkert „lítið skítseyði" þegar öll kurl koma til grafar. Dramatískar takmarkanir Þetta er falleg saga. En eins og aðrar dæmisögur verða persón- urnar fremur fulltrúar ákveð- inna eiginleika en skýrar mann- gerðir. Af þvf rís vandi leikhúss- ins að persónusköpunin er grunn. Bræðurnir lifa á sviðinu í krafti síns æskuþokka og á miklu ríður að takist að sýna hið innilega vináttusamband þeirra. Umhvefis þá skipast svo annað fólk, eins og Soffía dúfnadrottn- ing og Matthías, gamli maður- inn sem verður afi Snúðs. Þetta eru fulltrúar góðu aflanna, þótt Soffía víli ekki fýrir sér að beij- ast sem Jónatan vill raunar ekki gera, svo góður er hann. Að sama skapi eru Þengilsmenn ill- ir, - en, sem fyrr sagði, er börn- unum sú linkind sýnd að láta þá ekki vera of ógnvekjandi. Þar kemur að dramatískum tak- mörkum sem barnaleikjum eru sett, viljandi og óviljandi. Fyrir bragðið verða átök verksins meira í tæknibrögðum, eldglær- ingum og öðru slíku heldur en í samskiptum persónanna. Tvenn „pör“ fara með hlutverk bræðranna í Ieiknum til skiptis á sýningum. Á frumsýningu voru það Sveinn Orri Bragason, Snúður, og Hilmir Snær Guðna- son, Jónatan. Á annarri sýningu voru í sömu hlutverkum Grímur Helgi Gíslason og Atli Rafn Sig- urðarson. Þeir Sveinn Orri og Grímur Helgi standa sig báðir með prýði og Ijá sýningunni þann þokka sem hún verður að hafa. Ef ætti að lýsa hvað að- greinir þá er Grímur meiri karakter enda ári eldri, en Sveinn öllu Iéttari og bjartari og í honum heyrðist betur. Einnig er samleikur Sveins og Hilmis góður, og ekki er að því að spyrja að Hilmir Snær er sem kjörinn í hlutverk hins hugprúða góða riddara Jónatans. Atli Rafn skil- ar því reyndar nokku vel þótt hann standi ekki jafnfætis Hilmi. I öðrum hlutverkum er hið fasta Iið Þjóðleikhússins. Er- lingur Gíslason er hlýr Matthías „afí“ og Anna Kristín Arngríms- dóttir skelegg Soffía. Olaf Darra hef ég áður nefnt, hann er reyndar nýr hér í húsinu, Valdimar Örn Flygenring er annar Þengilshermaður og hef ég oft séð meiri ógn stafa af honum á sviðinu. Hjalti Rögn- valdsson leikur svikarann Jossa, góðlátlega, en Stefán Jónsson er miklu fremur til alls vís sem Hú- bert bogaskytta, mestur karakt- er. Aðrir eru í minni hlutverk- um, nefni aðeins Randver Þor- láksson sem aðstoðarmann Þengils og Magnús Ragnarsson sem frelsishetjuna Örvar, leið- toga fólksins í Kirsuberjadal. Annars leika flestir fleiri hlut- verk en eitt. Þótt þetta verk hafi annmarka sem söguútdráttur á sviði, má vissulega mæla með sýning- unni, af hálfu Þjóðleikhússins og Viðars Eggertssonar er hún vönduð innan sinna marka. Sagnaheimur Astrid Lindgren svíkur engan og verði sýningin til að opna mörgum ungum leik- húsgestum leið inn í hann er hún vel ráðin. Gunnar Stefánsson skrifar Þjóðleikhúsið: BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA eftir Astrid Lindgren. Leikgerð: Eva Sköld. Þýðing: Þorleifur Hauksson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Frumsýnt á Stóra sviðinu 19. september, 2. sýning 20. september. Bróðir minn Ljónshjarta er líklega veiga- mesta saga Astrid Lind- gren, uppbyggi- Iegt ævintýri eins og barna- sögum ber að vera. Það er hugarflug, feg- urðarskyn og mannúðarkennd höfundar sem ber hana uppi og gerir hana heillandi lestur fyrir fullorðna. Sagan er mörgum kunn, hefur komið út oft á ís- lensku og geta má þess að hún verður senn lesin í útvarp í ann- að sinn. Leikgerð sú af Bróðir minn Ljónshjarta sem Þjóðleikhúsið sýnir er meðal eindregnustu leikgerða af sögu sem ég hef lengi séð. I rauninni er hér að- eins um leikinn útdrátt úr sög- unni að ræða og minnir þannig helst á sænsku kvikmyndina sem margir kannast við, - að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að hér er um ólík form að ræða. En jafnt kvikmynd sem leikgerð beygja sig algerlega fyrir þeirri sýn sem Astrid Lindgren hefur í sögu sinni og breyta í engu út frá því. Það er helst í leikgerð- inni - sem kannski er uppfinn- ing leikstjórans til að skemmta börnunum, - að menn Þengils verða í meinlausara lagi. Sér í lagi má nefna að Kader, sem Ólafur Darri Ólafsson leikur, rumur mikill, verður öðrum þræði eins og skoplegur bangsi. Varla er hann það í sögunni. Bróðir minn Ljónshjarta er í raun alvarlegt verk og hentar ekki mjög ungum börnum, Dirnmali íTini kóngsdóttir Þrír gagnrýnendur óskólagengnir en á rétt- um aldri fyrir sýninguna voru beðnir að kveða upp dóm yfir Dimmalimm eftir frum- sýningu í Iðnó: „Gam- an!“ Þarf ekki að hafa fleiri orð um það „enda efni sögunnar hveijum manni þekkt“ eins og al- vöru leiklistargagn- rýnendur segja í dóm- um. Rétt er þó að rekja aðeins frekar gang mála á þessari sýn- ingu: Pétur prins lendir í mikl- um hremmingum þegar hann rekst á galdranorn, hún verður fokvond við hann þegar þau ríf- ast um spýtu, og breytir hún þessum frekar aulalega prinsi í MENNIAIGAR VAKTIN Stefán Jón Hafstein skrifar svan. Álögin eru þau að hann verði f hamnum þar til lítil og góð stúlka hafi heimsótt hann dag- lega í heilt ár. Spennan magnast þegar Dimmalimm kóngsdóttir tekur ástfóstri við svan- inn og veður gerast vá- lynd, en hún heldur út daglegar heimsóknir og þau giftast þegar Pétur prins sprettur fullskap- aður á ný úr fjöðrunum. Krakkranir höfðu bara gaman af þessari sögu sem var skemmtilega útfærð fyrir ímyndunarafl. Einfalt og gott Þessi sýning er fyrir yngstu áhorfendurna. Þeim brá örlítið Dimmalimm bregst ekki nú frekar en fyrr. þegar galdrakerlingin birtist, lifðu sig hressilega inn í sumar, vetur, vor og haust, og hlógu næstum því jafn dátt og full- orðna fólkið þegar Dimmalimm og Pétur dönsuðu fulgadansinn í lokin. Örfá „dauð augnablik" voru í þann veginn að hefjast þegar blása þurfti nokkra aukatóna í lögum Atla Heimis og leikararnir höfðu ekki mikið að gera á meðan, en allt slapp. Þetta er fín sýning fyrir hreinar sálir. Stórpólitísk stefna Fólkið á sviðinu eru leikararnir Harpa Arnardóttir, Ólafur Guð- mundsson og Þorsteinn Bach- mann. Guðrún Sigríður Birgis- dóttir og Peter Maté taka lif- andi þátt í sýningunni, ekki bara með að leika tónlistina, heldur með viðeigandi svip- brigðum þegar við á. Björg Vil- hjálmsdóttir gerir einfalda og skemmtilega sviðsmynd og Ásta Arnardóttir stýrir. Hér er sem sagt allt með mjög felldu og lítil, saklaus og skemmtileg leikhúsferð í boði fyrir þau yngstu. En þó er þarna rúm fyrir stórpólitíska ákvörðun: Hvers vegna eru krakkarnir í salnum látnir taka þátt í því með galdrakerlingunni að breyta Pétri í svan? Ég og mitt frænd- fólk erum vön því að vera réttu megin í hinni eilífu baráttu góðs og ills og ætlum ekki að fara að breyta því fyrir einhverja galdra- kerlingu í Iðnó. Allra síst á sunnudögum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.