Dagur - 23.09.1998, Side 7

Dagur - 23.09.1998, Side 7
MIÐVIKVDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 - 23 LÍFIÐ í LANDINU R A D D I R FÚLKSINS MEINHORNIÐ • Meinhyrning- ur skilur ekki hvernig nokkrum manni getur dottið í hug að setja jólaauglýsingu í Ioftið í septem- ber. Verslunar- mennskan sem er að yfirtaka jólahelgina er gjörsamlega óþolandi. Og enn verra ef verslunar- mennskan ætlar að teygja sína ,jólahátíð“ út og suður, þannig að hún nái frá september og fram í janúar. Hvað er þá eft- ir? • Áróðurs- og auglýsingatækni þeirra sem höndla með vör- ur fyrir börn er að verða óþol- andi. Framleið- endur ýmissa vara skirrast ekki við að skjóta sínum sjónarmiðum beint á bömin í þeim tilgangi að ná til foreldr- anna sem oft og tíðum treysta sér ekki til að neita börnunum sínum um það sem „allir hinir fá“. E. LÁRA SIGURÐARDÓTTIR SKRIFAR Nú eru tæpar tvær vikur síðan Keikó kom til landsins. Það var nánar tiltekið 10. september 1998. Mín skoðun er sú að 75 prósent landsmanna hafi fylgst með því og verið meðvitaðir á einhvern hátt. Umfjöllunin hefur verið mikil hér á landi í íjölmiðlum sem von er, hver gæs er gripin bæði stórar og smáar, hvort sem þær eru merkilegar eður ei. I mínum huga er þetta merkilegur at- burður. Þarna sannast fyrst og fremst þær sterku taugar milli manns og þess sem við köllum dýr (fyrir mér er mannskepnan ekkert annað en dýr) og hverju þær taugar fá áorkað. I umfjöllun um Keikó-málið frá því fyrsta hafa verið þrjár raddir, þeirra sem voru með, hinna sem voru á móti og þeirra sem voru að reyna að vekja á sér athygli á einhvern máta. Flestir okkar landa tel ég að hafi verið venjulegt fólk með heilbrigða skynsemi og tilfinn- ingar. Síðan koma þeir sem halda að þeir séu að missa af einhveijum auði sem felst í hvalveiðum eða stjórnleysi á höfum úti og að lokum það fólk allt sem að honum snýr eins og Islendinga yfír höfuð. Þar með tel ég að ég hafí afgreitt tvær fyrstu raddirnar. Við hverju hjóst fólh? Síðasta skilgreiningin er til þeirra sem aldrei hafa umgeng- ist dýr, hvorki tvífætt, fjórfætt, en kannski liðleysingja við físk- veiðar og þá fyrst og fremst í sporti. Við sem lifum í tengsl- um við náttúruna, dýrin og allt það sem við flest etum, vitum og gerum okkur grein fyrir að lífíð er ekki bara svart og hvítt. Það krefur um tilfínningu á hverjum tíma, tilfínningu hvað skal lifa og hvað skal deyja, það er ekki sársaukalaust. Fara ekki skotveiðimenn af stað á ákveðnum tímum og skjóta gæs, rjúpu og nánast hvað sem hreyfist, jafnvel bóndann sem er að gá til kinda? Svo má skilja á fjölmiðl- um. Það hefur mátt lesa og heyra í fjölmiðlum að Keikó karlinn færi ekki dult með sína kynþörf. Hann væri pervert, öf- uguggi og allt þar fram eftir götunum. Við hverju bjóst fólk? Hvað gera ekki ungir og gamlir, konur og menn? Eg spyr. Sveitakonan spyr. Hafið þið ekki leikið við ykkur sjálf? Aldrei? Mín reynsla af dýrum í umfjöllun um Keikó-málið frá því fyrsta hafa verið þrjár raddir, þeirra sem voru með, hinna sem voru á móti og þeirra sem voru að reyna að vekja á sér athygli á einhvern máta.“ sem aldrei hefur umgengist neitt annað en sig sjálft og náttúruleysið. (Þar á ég við tengsl við annað en mann- skepnuna.) Undirrituð er fædd og uppal- in á höfuðborgarsvæðinu, þekkti þar lífið út og inn en flutti síðan út á land nánar til- tekið í sveit og hef- ur lifað í því um- hverfi síðan. Sú um- §öllun sem Keikó hefur fengið og þá ekki hvað síst eftir að hann kom og um það bil hefur fengið mig til þess að tjá mig opinberlega á þennan hátt. „Við Islendingar höfum alltaf viljað vekja á okkur athygli, nú erum við með og sum á móti.“ En staðreyndin er sú að þeir sem fylgjast með okkur nú eru þeir sem hafa áhuga fyrir mál- efninu, hinir bara einfaldlega gera það ekki. Þeim er ná- kvæmlega sama um Keikó og Daguir Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6111 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. er sú að þau riðlast hvert á öðru og með sjálfu sér ef þau hafa akkert annað. Það gerir bara mannskepnan líka, en hún hefur einhverja blygðunar- kennd sem dýrin hafa ekki. Hefur hundaræktandinn, horssa-, sauðQár, nautgripa-, svfna- eða fuglabóndinn séð sína gripi fara í felur með sínar athafnir? Alveg örugglega ekki. Það er bara mannskepnan sem telur sig þurfa að dyljast. Þarna er komið að mínum lokaorðum. „Þú, kona og maður sem skrifíð svo fáfræðilega um kynhegðun dýra,“ reynið að verða ykkur úti um betri vitneskju áður en þið reynið að uppfræða almenning. Verið velkomin til mín alla þriðjudaga, þá er fengitími hjá mér. Mín skoðun er sú að við mannskepnan getum bundið tengsl við hvaða skepnu sem er, svo sem: kött, hund, hest, kind, hamstur, páfagauk, já og jafn- vel hval. Ofanrituð rekur svínabú að Bjarnastöðum, Gríms- nes/Grafningshreppi. Orri frá Þúfu algerlega sér á báti í kynbótamatinu. Gríðarleg áhrif Orra á hrossastofnirui Kynbótamat fyrir 1998 er nú að líta dagsins Ijós enda allar kyn- bótasýningar um garð gengnar. Eins og vænta má þá verða alltaf nokkrar tilfærslur á matinu, sum hross lækka og önnur hækka. Hér á eftir verður farið yfir list- ann hvað varðar 10 efstu hross- in f hveijum flokki. Af stóðhestum sem eiga 50 dæmd afkvæmi eða fleiri trónir Orri frá Þúfu lang efstur. Hann á nú orðið 86 afkvæmi dæmd og hefur hlotið 136 kynbótastig. Það er því auðséð að hann fellur mjög vel að þeim dómstiga sem notaður er í dag í ræktun íslenska hestsins. Þó eru það fyrst og fremst hæfileikarnir sem Iyfta honum svona hátt. Sköpulagsþættirnir eru ekki eins háir þó hvergi fari hann niður fyrir 100 sem er meðaltalið. Samræmi, fóta- gerð og réttleiki eru slökustu þættirnir þar svo og höfuðið. Það hefur áður komið fram að augljóst hagræði væri í því að reiknuð væri út meðaleinkunn fyrir sköpulag sérstaklega og fyrir hæfi- leika sérstaklega. Það þarf að gera miklu meira í því að taka þessa eigin- leika sér og sérstaklega finnst mér að setja verði lágmörk gagnvart hvoru meðaltalinu fyrir sig. Þeir eiginleikar Orra sem hæst fara i matinu eru tölt, stökk og vilji fyrir utan fegurð í reið. Fyrir fegurð í reið fær hann 151 stig sem er svo langt, langt fyrir ofan það sem aðrir hestar ná. Því er heldur ekki að neita að mjög mörg afkvæmi hans fara afskaplega vel í reið. Má þar minna á Gnótt frá Dallandi enda er hún með 145 stig fyrir þennan eiginleika. Þegar svona sterkur hestur kemur fram eins og Orri þá er alltaf hætta á því að menn fá glíju í augun og nærri blindist. Þta' fylgir sú hætta að menn fari að ofmeta hestinn og af- kvæmi hans og horfí fram hjá því sem frá honum kemur en ekki getur talist æskilegt. Hestgerðin er ekki þannig að æskilegt sé að hún verði ríkjandi í stofninum. Kristinn Hugason ráðu- nautur hefur bent á þessa hættu og ver- ið með tillögu um hross sem hagstætt gæti verið að blanda saman við Orra. Hvað sem því líður þá er rétt að vekja athygli á því að framúrskarandi hæfi- leikar mega ekki einir og sér ráða mót- un hrossastofnsins. Næstur Orra er Þokki frá Garði sem enn heldur sínum sessi þó fullorðinn sé en hann er orðinn 22 vetra. Hann er með 126 stig. Það má segja um hann eins og Orra að það eru hæfíleikarnir sem halda hans afkvæmum uppi. Stíg- andi frá Sauðárkróki sem hlaut Sleipn- isbikarinn í sumar er í þriðja sæti með 123 stig. Hann er jafnbestur hvað sköpulagið varðar. Næstur honum kem- ur Stígur frá Kjartansstöðum með 122 stig. Hann heldur lfka óbreyttri stöðu frá því á síðasta ári. Fimmti hestur í röðinni er svo Hrafn frá Holtsmúla sem 425 afkvæmi dæmd og er með 120 stig. Það er einstakt hvað afkvæmi hans eru jafnagóð. Allir þessir hestar hafa af- kvæmafrávik í plús. Það þýðir að þeir skila hærra dæmdum af- kvæmum en þeir voru sjálfir. Orri er með 16 í plús og Þokki og Hrafn með 9 í plús. Kolfinnur frá Kjarnholtum er næstur í röðinni með 120 stig. Hann hefur lækkað um eitt stig frá því í fyrra og þó hann eigi 420 afkvæmi á skrá þá er ekki búið að dæma nema 78. Hann er 4 stig í mfnus í afkvæmafráviki sem þýðir að hans af- kvæmin ná ekki dómi föðurins. Kjarval frá Sauðárkróki er einnig með 120 stig en hefur hækkað í röðinni. Angi frá Laugarvatni er líka með 120 stig og hefur lækkað um eitt stig. Hann hefur 2 í plús í afkvæmafráviki. Gassi frá Vorsabæ II er svo níundi hestur með 120 stig. Ofeigur frá Flugumýri nær tí- unda sæti með 118 stig. Hann er orð- inn 24 vetra og má segja að hann haldi vel hlut sínum. Kjarvalssynirair koma vel út í mati Af hestunum sem eiga 15 til 49 af- kvæmi dæmd stendur Kraflar frá Mið- sitju efstur með 129 stig. Hann gefur bestan háls af stóðhestunum í þessum flokki og er það vissulega verðmætur eiginleiki. í aðaleinkunn fær hann 129 stig fyrir 25 dæmd afkvæmi og 6 í plús í afkvæmafrávikinu. Kjarvalssynirnir Oddur frá Selfossi og Svartur frá Una- læk fylgja fast á eftir, Oddur með 128 stig og Svartur með 127. Svartur er með jafnar og góðar einkunnir fyrir sköpulag. Báðir hafa þessir hestar 2 stig í plús þó þeir séu með háan einstak- lingsdóm. Safír frá Viðvík kemur næst- ur með 126 stig. Toppur frá Eyjólfs- stöðum kemur svo næst með 125 stig. Hann fær hátt mat fyrir samræmi 132 stig en það fær Hektor frá Akureyri einnig. Næstu hestar Sólon frá Hóli, ÞengiII frá Hólum og Baldur frá Bakka eru allir með 123 stig. Þengill frá Hól- um kemur nú í fyrsta sinn inn í þennan flokk og lendir þar í sjöunda sæti en hann fær 4 stig í mínus í afkvæmafrá- viki. Hann hefur hæsta mat af öllum fyrir háls og herðar 138 stig. Hektor frá Akureyri er með 121 stig og hefur hækkað frá þvi i fyrra en restina af þessum tíu rekur Atli frá Syðra-Skörðu- gili með 120 stig. I þættinum á föstudaginn 25. sept verður haldið áfram með kynbótamatið. HESTAR Kári Arnórsson skrifar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.