Dagur - 23.09.1998, Qupperneq 5

Dagur - 23.09.1998, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 - 21 Vaftyr. LÍFIÐ í LANDINU Varúð á Netinu SVQNA ER LIFIÐ Vigdís Stefánsdóttir skrifar © Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Það eru óprúttnir menn á ferð um Netið rétt eins og aðrar götur og þeir reyna að hafa fé út úr fólki á ótrúleg- asta hátt. Ýmsir láta glepjast en hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar farið er um víð- áttur Netsins, sérstaklega þegar á að fjárfesta eitthvað. 1. Eigið aldrei viðskipti við þá sem ekki gefa upp rétt nafn, heimili og síma. Reyni einhver að nota tölvupóstfang sem er greinilega tilbúið eða póst- hólf í stað heimilsfangs á að láta viðkomandi eiga sig. 2. Þegar vísað er í eitthvað sem ekki er hægt að stað- festa eins og „hefur verið skrifað um í hundruðum blaðagreina!" Þá er sjaldn- ast getið hvar eða hvenær viðkomandi greinar voru. 3. Þegar beðið er um kredit- kortanúmer er gott að fara sér hægt. Sendið aldrei númerið með tölvupósti, áhættan er of mikil. 4. Þegar einhver skrifar og veit of mikið um viðkom- andi ætti fólk að gæta sín. Sérstaklega ef það er vit- neskja sem ekki á að liggja á lausu. 5. Þegar verið er að senda bréf sem full eru af hástöfum og upphrópunar- merkjum, sérstak- lega þegar verið er að segja ffá því hvernig á að græða stórfé á stuttum tíma er besta reglan sú að leggja bréfið frá sér í rusla- fötuna. ó.Gætið vel að tilboðum þar sem það er tekið fram að ekki kosti neitt að byrja á einhverju því sem auðvelt á að vera að græða á. Oft fylgir mikill kostnaður, fyrst sem innritunarkostn- aður og svo kemur fleira í kjölfarið. 7.Aldrei gefa upp aðgangs- orð. Ef einhver biður um að láta breyta aðgansorði í þeim tilgangi að „það eigi að prófa kerfið" er rétt að vera tortrygginn, þetta er vel þekkt brella. Semsagt, þó bréfaskriftir virðist sakleysislegar, þá geta þær haft í för með sér hættu. Farið ávallt gætilega í öllum viðskiptum á Netinu og gefið ekki upp upplýsingar nema vita eitthvað um þá sem upp- lýsingarnar fá og reynið þrátt fyrir það að halda þeim í lág- marki. Allt sem fer inn á Netið er hugsanlega hægt að skoða á einn eða annan veg. Mér er ekki kalt! H Lesandi Lesandi hafði samband og vildi koma á Ifamfæri þakklæti til Baut- ans á Akureyri fyr- ir hið frumlega og skemmtilega upp- átæki að bjóða alls kyns „óvenju- lega“ sjávarrétti í tiltekinn tíma. „Við erum yfirleitt alltof íhaldssöm á mat,“ sagði les- andinn ánægði. Sæl Vigdís. Nú eru skólarnir byrjaðir að nýju og krakkar um allar götur eins og gengur. Ég ætla svo sem ekkert að rífast yfir tískunni þó mér finnist forljótt að vera með buxurnar á hælun- um eins og nú tíðkast, en hins vegar vantar mig ráð til að koma mínu eigin barni, sem er 10 ára gamall strák- ur í föt. Hann vill helst aldrei vera í úlpu nema það sé mjög kalt og ég hef dauðans áhyggjur af því að hann fái lungna- bólgu. Kuldaskór og stígvél er eitthvað sem hann álítur mesta óþarfa, enda oft blautur í fæturna yfir veturinn og ég hef fengið skammir fyrir að hugsa ekki betur um hann. En strák- ur þverneitar að láta hugsa um sig og fer sínu fram. Hann „gleymir" fötunum sínum hjá vinum og kunningjum og jafn- vel úti við þegar ég hef pínt hann í úlpu og hlýja peysu. Það er ekki óþekkt að krakkar neiti að ldæða sig. Mörg- um finnast fötin hefta sig og þeim er ekki kalt þegar þau fara af stað og geta kannski ekki gert sér grein lyrir því að þeim kólni i ferðinni. Hins vegar er fólk miskulsækið, því er ekki að neita. En þetta er orðin barátta hjá ykkur og sjálfsagt komin í öngstræti. Þú ættir til að byrja með að prófa að segja ekki neitt við strákinn, láta hann fara sínu fram og athuga hvort hann áttar sig ekki smám saman þegar þráinn er farinn úr samskiptunum. Lögleiðmg fjárhættuspila Það hefur komið í Ijós að tvisvar til fjórum sinnum fleiri ferðamenn svipta sig lífí í Las Vegas en í öðrum bandarískum borgum. David Philips er bandarískur fé- lagsfræðingur og hann hefur annast rannsókn þá er þetta kom fram í. Þessari rann- sókn var hrint í framkvæmd til að ganga úr skugga um hugsanlegar afleiðingar af lögleiðingu fjárhættuspila, en í Las Vegas eiga spilafíkl- ar það á hættu að tapa öllum eigum sínum. Og stundum sökkva menn í svo djúpt þunglyndi við þetta að þeir sjá enga leið færa aðra en að svipta sig lífi. Þessar upplýs- ingar er að finna í nýút- komnu blaði sem heitir Lif- andi vísindi, en í því eru mjög fjölbreyttar greinar. / Los Angeles eru fjölmargir spilasalir þar sem fólki hættir til að tapa aleigunni. Hrafnhildur hreppti Lundúnaferð Mikilþátttaka í ferðagetraun Dags þarsem helgarferð tilLundúna varí aðalverðlaun. Hrafnhildur Ingólfsdóttir og Ólafur Aðalbjörnsson, eiginmaður hennar, taka við verðlaunum í ferðagetraun Dags úr hendi Sig- urðar Boga Sævarssonar blaðamanns. Hrafnhildur Ingólfsdóttir á Akureyri datt heldur betur í lukkupottinn, en nafn henn- ar var dregið úr potti fjöldra innsendra lausna í ferðaget- raun blaðsins. Til hennar var efnt þegar fjallað var sérstak- lega um ferðalög til borga er- lendis £ blaðinu á dögunum. Hrafnhildur svaraði öllum spurningunum tíu kórrétt- um. Og verðlaunin sem Hrafnhildur hreppti eru ekki af verri endanum; helgarferð til Lundúna fyrir tvo með leiguflugi Heimsferða ein- hverntíman nú á haustmán- uðum. Mikil þátttaka var í getrauninni og komu innsendar lausnir því sem næst af öllu landinu. Hrafnhildur og Ólafur kváðust vera full eftirvæntingar að fara til Lundúna á haustmánuðum. Reyndar hafa þau áður verið á ferðinni þar í borg, það var fyrir tíu árum þegar Ólafur gekkst undir mikla hjartaaðgerð og þá fór Hrafn- hildur einmitt með honum út vegna þess. Vonandi er þó að ferðin nú verði þeim sýnu skemmtilegri. „Ef við eigum þess kost þætti okkur gaman að komast út í desember en þann 12. þess mánaðar mun Ólafur Hrafn sonur okkar útskrifast frá háskólanum í Durham í Bretlandi þar sem hann hefur undanfarin ár stundað nám í verslun og stjórnun en er að Ijúka því nú,“ sagði Hrafnhildur. -SBS. ■ HVAB ER Á SEYfll? HAFNAGÖNGUHÓPURINN í AFMÆLISFERÐ í kvöld, á haustjafndægri á ári hafsins, stendur Hafnagönguhópurinn fyrir göngu- ferð og siglingu í tilefni af sex ára afmæli hópsins um þessar mundir. Farið verður frá Hafnarhúsinu að austanverðu kl. 20.00 í stutta gönguferð upp í bæ. KI. 20.30 verður svo farið um borð í fræðslu- og skemmtiskipið Arnes og siglt inn með ströndinni og út að Sjöbauju og þaðan inn Engeyjarsund. Boðið verður uppá Iéttar veitingar um borð í Árnesinu og HGH-tríóið leikur, minnt verður á Ár hafsins, margt fleira sér til gamans gert. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kínaklúbbur Unnar Kínaklúbbur Unnar heldur Kínaferða- kynningu þriðjudaginn 29. sept. á veit- ingahúsinu Sjanghæ, Laugavegi 28. kl. 18.30.Kynnt verður næsta ferð til Kína en hún verður farin í maí nk. og er öllum opin. Hausfagnaður VE Vestmannaeyjafélögin á suðvesturhorn- inu hafa ákveðið að hóa saman öllu sínu liði á lundaball, sem haldið verður í Gullhömrum Iðnaðarmannahúsinu Hall- veigarstíg 1, laugardaginn 3. okt. Nú þarf að panta miða og eru allar upplýs- ingar í síma 422 7177. Vináttufélag Islands og Kanada Ólafur Skúlason biskup mun fjalla um prestskap sinn meðal Vesturíslendinga í Bandaríkjunum og Kanada á árum áður og svara síðan fyrirspurnum á vegum vináttufélags íslands og Kanada, mið- vikudaginn 23. september kl. 20.30 í Lögbergi Háskóla íslands stofu 102. Fundurinn er öllum opinn. MÍR „Baltenski fulltrúinn" nefnist kvikmynd- in sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10, Rvk. nk. sunnudag, 27. septem- ber kl. 15. Þessi rússneska mynd var gerð 1937 undir leikstjórn Alexanders Sarkis og Jósifs Heifitz. Aðgangur að kvikmyndasýningunni er ókeypis og öll- um heimill. Ættfræðiþjónustan flutt Ættfræðiþjónustan í Reykjavík sem starf- að hefur í 12 ár er nú að flytja úr Austur- strætinu í nýtt og vistlegt húsnæði að Túngötu 14, Hallveigarstöðum. I næstu viku hefjast ný ættfræðinámskeið og standa þau í sjö vikur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.