Dagur - 25.09.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 25.09.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 2S. SEPTEMBER 1998 - 23 Dansinn í Há- skólabíó Það er mynd í bíó sem heitir Dansinn. Hún er íslensk. Gerð eftir sögu Færeyings- ins Williams Heinesens og var frumsýnd á miðviku- daginn. Þegar komnar tvær prýðisástæður fyrir wggmr m / Þv' aö faraí bíó um helg- ina. Hún er að vísu lítið far- in að spyrjast en gagn- rýni Sæbjörns Valdimarsson- ar í Mogganum gefur „Dansinn er títíl, Ijóðræn mynd sem heldur sínu sérstæða andrúms- lofti frá upphafi til enda...verður útkoman létt og dálítið kyndug mynd sem skilur við mann tiltölulega sáttan við upplifunina... Dansinn er lítil og notaleg stemmningsmynd sem tekst nokkurn veginn það sem hún ætlar sér... Þetta form hefur tekist að mestu leyti." Segiði svo að íslenskir gagnrýnendur máli sín viðföng ætíð annaðhvort í svörtu eða hvítu, rífi illyrmislega nið- ur eða lofsyngi hástöfum... tíffr fjör Þoka, mistur, raki Hljómar eilítið sexúelt en er það nú ekki ef sýning Sigrúnar Eldjárn í Gerðasafni (Listasafni Kópavogs) er eitthvað skyld fyrri myndum hennar. Á sýningunni eru olíuverk á striga og eru að sögn ónefnds kynningarfulltrúa Sigrúnar „ekki frásagnarlegar myndir en lýsa frekar andblæ eða stemmningu. Þær fjalla um þoku, mistur og raka, speglanir í vatni, mannverur og kyrrð. Litir verkanna og landslag eru í flestum tilfellum mjög svo íslensk en þó er eins og eitthvað aust- rænt hafi slæðst þar inn." Fulltrúinn heldur svo áfram: „Litirnir leysast upp í mistri, tíbrá og þoku, útlínur verða óljósar og allt svolítið dular- fullt." Þetta er síðasta sýningarhelgi en það er opið alla daga frá kl.12 til kl.18. Hallærislegt gaman Þessi þjóð er að verða skemmtanaóð. Iðnó verður með Leikhús- sportið sitt í fimmta sinn á mánudagskvöld og verður háð annað hvert mánudagskvöld í vetur - enda hefur hing- að til verið fullt út úr dyrum. Leikarar þreyta keppni í leiklist ög bregða fyrir sig ýmsum stílum leiklistarinnar, allt frá hefðbundnum Shakespeare til söngleikja nú eða dansa um á tánum í nútímaballett. „Þetta er ofsalega hall- ærislegt en skemmtilegt og spontant og með mikilli þátttöku áhorf- enda,“ segir Magnús Geir Þórðarson hjá Iðnó. Tvö lið leikara mæt- ast á sviði, skora á hvort annað að gera eitthvað bjánalegt, með hjálp þátttakenda, og er frammistaða liða svo metin af dómurum og áhorfendum. „Svo eru alltaf einhver mistök og klúður en það er rosaleg stemmning." Keppnin hefst kl. 20.30 en húsið opnar klukkutíma fyrir sýningu. Miðinn kostar 1.500 kr. IBM PC einmenningstölvurnar eru kraftmiklar, öruggar og á góðu vorði Þær eru einstaklega meðfærilegar sem útstöðvar á neti og sérhannaöar með lágmarks rekstrarkostnaö B B _________ _ f huga. Þeir sem gera ~ ~~ samanburð velja IBM. __ _ _ _ _ _ Skaftahlið 24 • Sími 5S3 7700 http: //www.nyherji.is ■ 15-50% afsláttur Gólfefnadagar af vönduðum gólfefnum 24. september - 3. október Flísar • Parket • Dúkar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.