Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 1
I
T
'
-
Mermrng
sem
forvöm
EinarMár Guðmundsson talaði um daginn á ráðstefnu
sem hafði yfirskriftina Valdbeiting á stofnunum.
Hvað varhann að vilja þar?
Einar reyndist hvorki hafa persónulega
reynslu af valdníðslu á sjúklingum með
geðræn vandamál en eins og margir vita
þá var skáldsagan Englar alheimsins til-
einkuð minningu bróður hans, né hafði
rithöfundurinn beinar tillögur að með-
ferðarúrræðum... Og þó.
Lífsins innihald...
„Ég var nú eiginlega að tala um skáldskap-
inn,“ segir Einar Már en erindið nefndi
hann Er hægt að ná tökum á myrkrinu.
„Þetta var svona frjáls og óháð hugvekja.
Það sem ég var að reyna að nálgast þarna
og í ýmsu af því sem maður er að skrifa,
það er þessi spurning um innihaldið í líf-
inu...“
-Það er ekkert minna...
„Nei, ekkert minna. Sko, og á hvern hátt
menningin getur skapað þetta innihald.
Hvernig er t.d. hægt að virkja bókmenntir
og Iistir í svona málum.“-Þ« sent nteðferð-
arúrræði inni d stofnunum?‘‘Nei, bara al-
mennt. Sem sé, að hluti af þessum félags-
legu vandamálum sem við er að etja eigi
kannski rót sína að rekja í þennan veruleik
þar sem söguna vantar. Við getum sagt að
söguleysið sé lífsskilyrði nútímamannsins,
að yfirsýnin sé glötuð."
-Attu þá við að söguleg yfirsýn sé glötuð?
„Já, eða þannig, þetta er náttúrulega
svona almenn staðhæfing. Ég tel einmitt
að við slík skilyrði verði það sem bók-
menntirnar hafa fram að færa enn mikil-
vægara. Það hafa í sjálfu sér ekki orðið
neinar stórbreytingar á anda bókmennta
og frásagna í gegnum aldirnar. Ég var nú
að reyna að finna einhvern haus og sporð
á því hvernig megi líta á menninguna, ekki
beinlínis sem meðferðarfulltrúa, heldur
svona hvernig hún með vissum hætti
gegnir saman hlutverki."
Brotakenndux nútlmi
„Menn hafa sagt að maðurinn skynji líf
sitt sem sögu. En með þessum nútíma-
veruleika þá verði þessi saga miklu brota-
kenndari og gerist ekki í þessum harm-
óníska, epíska heimi eins og áður. Ég er
ekki að tala um söguleysi í sögum. Heldur
hvernig t.d. unglingur sem kemur út í
heiminn áttar sig á lífi sínu. Hvernig finn-
ur hann tilgang í lífinu? Og af hverju halla
menn sér að myrkrinu? Hver er sá tóm-
leiki sem leiðir ungling út í vímuefna-
neyslu eða afbrot? Sko..umm, mörg
vandamál af slíkum toga stafa af skorti á
lífsinnihaldi og ég segi að hlutverk menn-
ingarinnar sé að veita þetta sama inni-
hald.“
- Og þá til þess að svona tengja saman
þessi brot?
Menn hafa sagt að maðurinn skynji líf sitt sem sögu en með þessum nútímaveruieika þá verði
þessi saga miklu brotakenndari og gerist ekki í þessum harmóníska, epíska heimi eins og áður.
„Ja, maður getur ekki beinlínis sett það
þannig upp. Þegar það er verið að ræða
um svona félagsleg vandamál þá snýst um-
ræðan yfirleitt um ákveðin meðferðarúr-
ræði og Qárupphæðir en það er ekki rót
vandans. Ég vil leggja aukna áherslu á
menninguna sem forvörn...
Eins og oft í skáldskapnum þá er maður
að setja vandann fram á því plani þar sem
vandi mannsins er okkar sameiginlegi
vandi. Þá hefur maður kannski ekki bein-
Iínis svör í hverju einstaka máli, hvernig
eigi t.d. að meðhöndla áfengissjúklinga,
heldur lítur maður á skáldskapinn sem al-
mennan boðbera vonar. Og eigi þannig
lagað allstaðar erindi, hvort sem það er
inní stofnanir, eða hina heilbrigðu íþrótta-
hreyfingu.11 -LÓA
iNDÍsrnNDESltlfslblilT INDESITINDÉSiTINDESIT INDESITINDESIT INDESITINDESIT iNDESIT INDESITINDESÍT INDESITÍNðÉsÍT ÍNDESIT ÍNDfSIT indesitinIésítindesit'
4} índesír
Frystikistur
Tonnnrl I ítrar /Kr \ QtaorA
Tilhoðsverð sem eru komin til að vera.
B R Æ Ð U R N
R
Lágmúla 8 • Sími 5 3 3 2 800
Tegund Lítrar (br.) Stærð Verð Stgr.
GFP4141 146 lítrar 85x60x60 31.263,- 29.700,-
GFP 4220 220 lítrar 88x89x65 37.579,- 35.700,-
GFP 4290 294 lítrar 88x109x65 41.789,- 39.700,-
GFP 4370 370 lítrar 88x132x65 47.053,- 44.700,-
GFP 4435 443 lítrar 88x164x65 52.316,- 49.700,-
Elgum einnig ýmsar
stærðir IrysUshápa
fc
12
o
Z
fc
10
fc
IO
ui
O
Z
fc
iffi
5 O
ifc
I«l»
GFP 4435