Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 - 21
LIFJÐ I LANDINIJ
sem heimsækir
Island reglu-
lega. Sólveig og
Bryndís hafa
nýlega bæst í
Flugleiðahóp-
inn og halda
uppi taum-
lausu fjöri í
gleðskapnum.
Islandsferðir
er ferðaskrif-
stofa sem ný-
lega hóf starf-
semi sína í
Noregi. Stelp-
urnar þar á bæ,
Guðrún Elín,
Guðrún Stein-
þórs og Inga,
hafa staðið í
ströngu í sum-
ar og selt þús-
Frá vinstri til hægri: Maggý, Guðrún Elín, Guðrún Steindórsdóttir, Dóra Óskarsdóttir, Inga Erlings- undum Norð-
dóttir, Sóveig Hákonardóttir, Guðrún Auðunsdóttir, Bryndís Sigurðardóttir og Elsa Lövdal. manna aðgang
að sæluríkinu á
66.° n.br. Með
íslenskar ferða-
drottningar í Noregi
Þær kalla sig freðýsurnar en eru allt annað en
freðnar. Þær starfa allar í ferðaþjónustunni, hjá
Flugleiðum, Islandsferðum og Islandia, og þjón-
usta hvern þann mann eða konu sem vill heim-
sækja Island frá Noregi. Þessi föngulegi hópur
kemur saman einu sinni í mánuði yfir glasi og
góðum mat.
Þær Dóra og Elsa hjá Flugleiðum hafa þjónust-
að landann í Noregi í næstum þrjátíu ár og eru
Iöngu orðinn fastur punktur í tilveru fjölda farþega
Guðrúnu Elínu
mætti til leiks
Maggí, aupair
pía sem nýlent
var á svæðinu
og gætir bús og
barna meðan
Guðrún telur
krónurnar í
kassanum sem
Inga og Guðrún S. hafa aflað.
Forföll voru Islandiuhópnum en Guðrún Auð-
unsdóttir hélt uppi heiðri fyrirtækisins í veislunni
og mætti fyrir sínar stelpur. Hún hefur, eins og
stöllur hennar á Islandsferðum, slegið sölumet í
sumar.
Sætanýting Flugleiða á leiðinni Osló-Keflavík-
Osló segir allt sem segja þarf um afköst íslensku
valkyrjanna. Húrra fyrir þeim.
16 ára flamenco-
dansari
Sígautiinn Jairofrá
Sevilla á Spáni ersagður
afLoftkastalamönnum
vera einnfærastiflam-
encodansari heims en
hann ætlarað
dansahérí
kvöld og annað
kvöld.
Jairo er ekki nema
16 ára gamall en
hraði hans og tækni
þykir með ólíkind-
um. Hann kveðst
hafa flamencodans-
inn í blóðinu en í
fjölskyldunni eru
flamencodansarar,
söngvarar og gítar-
leikarar. „Að dansa
fyrir mig er eins
mikilvægt og að
borða,“ segir dreng-
urinn sem byrjaði að
koma fram 8 ára
gamall, ásamt föður
sínum sem einnig er
dansari, og hætti í
skóla 14 ára til að
stunda fiamenco af
fullum krafti.
Með Jairo dansar
Gabriela Guttara sem hefur
áður komið til landsins og hald-
ið námskeið í Kramhúsinu. Þau
hafa verið að dansa að undan-
förnu á Norðurlöndum og feng-
ið glimrandi umsagnir.
Sýningarnar verða í kvöld og
annað kvöld í Loftkastalanum.
Hraði og tækni með ólíkindum segja þeir um þenn-
an unga flamencodansara.
Ertu yin eða yang?
SVOJMA
ER LIFID
Vigdís
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Vigdís svarar í
símann kl. 9—12.
Frá austurlöndum kom hug-
myndin um yin og yang, að
maður eigi að gæta þess að
jafnvægi sé á yin og yang
hliðum hans. En hvernig
finnur þú út hvort þú ert
meira yin eða yang og hvernig
áttu að bæta úr því. Hér er
stutt skilgreining, merktu við
til að finna út hvor hliðin er
sterkari.
Yin:
Langar hendur og
langir fingur.
Fitugt hár.
Olíukennd húð.
Blikkar augum oft.
Skrifar óskýrt og
renglulega stafi.
Þarf meira en 9 tíma svefn.
Hefur mjúka, háa eða
veika rödd.
Finnur gjarnan til þreytu.
Dreyminn.
Listamaður.
Ekki framhleypinn.
Gagnrýninn.
Smámunasamur.
Gleyminn.
Menntamaður.
Lítið sjálfstraust.
Lítið sjálfsálit.
Yang:
Ferkantaðar hendur og
stutta fingur.
Þurrt hár.
Þurra húð.
Blikkar sjaldan.
Sterka rithönd og ákveðna.
Þarf minna en sex tíma svefn.
Háa og skýra rödd.
Ofvirkni.
Osveigjanleiki.
Sjálfstraust.
Hvatvís.
Uppreisnargjarn.
Oþolinmæði.
Nákvæmni.
Ævintýragjarn.
Sjálfsæði.
Ef þú ert Yin skaltu borða
heitan mat en forðast salöt.
Borða heitan hafragraut í
morgunverð, ristað brauð og
steikt egg. Forðast sykur og
sætabrauð, kaffi og mikið
krydd.
Ef þú ert Yang skaltu borða
hráfæði og kaldan mat, sæta
og sterkkryddaða rétti, léttan
morgunverð, kalda eftirrétti
og kalda drykki og jurtate.
Forðast bakaða rétti eins og
pæ, að hita upp mat, túnfisk,
reyktan silung og dýraprótein.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
;ða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
■ HVAfl ER Á SEYfll?
GREIFARNIR í SÍÐASTA SKIPTI Á ÞESSARI ÖLD
Stórhljómsveitin
Greifarnir leggja
upp í sína síðustu
ferð, á þessarri
öld, um landið nú
um helgina.
A föstudagskvöld
verða þeir á
heimavelli í Ydöl-
um og á laugardag
skella þeir sér
austur og leika af
fingrum ham í
Valaskjálf Egils-
stöðum um kvöld-
ið.
Þetta sumar hefur verið frábært hjá strákunum eins og reyndar síðustu tvö sumur
einnig. Svo eru þeir að mestu komnir í frí frá spilamensku fram til ársins tvö þúsund.
HOFUDBORGARSVÆÐIÐ
Skítamórall í Oskjuhlíðarskóla
Hljómsveitin Skítamórall verður að spila
á kvöldvöku hjá nemendum Öskuhlíðar-
skóla í kvöld. Nemendur Öskjuhlíðar-
skóla eru einlægir aðdáendur hljómsveit-
arinnar.
Síðasta sýningarhelgi
Yfirlitssýningu 20,02 hugmyndir um eit-
urlyf stendur nú í Gallerí Geysi við Ing-
ólfstorg og lýkur þann 4. október næst-
komandi. Sýningin endurspeglar brot af
ýmsum sýningum og hugmyndum sem
verkefnið 20,02 stóð fyrir á árinu s.s.
Framtíðarsýn, Spjarir 2000, Vefsíðugerð,
ásamt mörgu fleira.
Sýningin er opin á virkum dögum frá kl.
8 - 23 og um helgar frá 13 - 18.
Álafoss föt bezt í Mosfellsbæ
Vinsældum dagskrár tileinkaðri rokk-
hljómsveitinni frábæru Creedence Cle-
arwater Revival linnir ekki og verður hún
því endurtekin um næstu helgi 2. og 3.
október.
Hljóðfæraleikarar eru Gildru og 66 fé-
lagarnir Birgir Haraldsson, Karl Tómas-
son, Sigurgeir Sigmundsson og Mezzo-
forte bassaleikarinn Jóhann Ásmundsson.
Hafnarborg Hafnarfirði
Síðasta sýningarhelgi er framundan í
þremur sölum Hafnarborgar; Aðalsal,
þar sem Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
sýnir höggmyndir, í Apótekinu sýnir
Bernd Schlusselburg frá Cuxhaven ljós-
myndir og í Sverrissal eru olíuverk eftir
Margréti Guðmundsdóttur unnar á ál-
plötur.
Sýningamar eru opnar alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 12 - 18 og standa til 5.
október.
Unnið með sorgarviðbrögð í Hallgríms-
kirkju
Hafin er fræðsla um sorg og sorgarvið-
brögð í Hallgrímskirkju í samvinnu við
Nýja dögun.
Sorgarviðbrögðin geta verið mjög sterk
og valdið fólki mikilli þjáningu á sál og
líkama. Fræðsla um sorg og sorgarvið-
brögð er efni sem snertir alla og er fólk
hvatt til að nýta sér þetta tækifæri.