Dagur - 02.10.1998, Síða 5
FÖSTUDAGUR 2.0KTÓBER 1998 - S
FRETTIR
Ráðherra krefst
neyðarfimdar
Páll Pétursson vill að
rússneskir yfirmenn
Tedmopromexport
komi hið snarasta til
landsins. Reiði að
hrjótast út hjá rúss-
nesku starfsmðnnun-
um.
Langlundargerð rússnesku
starfsmannanna sem eru í verk-
takavinnu fyrir Landsvirkjun er á
þrotum að sögn Guðmundar
Gunnarssonar, formanns Raf-
iðnaðarsambandsins. I gær
fundaði Rafiðnaðarsambandið
með félagsmálaráðherra og
Landsvirkjun. Guðmundur lýsti
áhyggjum sínum af stöðunni og
beið Rafiðnaðarsambandið svara
frá Landsvirkjun og
Technopromexport um hvernig
staðið yrði að útborgun launa hjá
starfsmönnunum í
Þimgt hljóð
„Það er alveg ljóst að ef Rússarn-
ir fá ekki einhverjar greiðslur á
morgun [í dag] mun skapast
mikill órói á vinnusvæðinu. Það
er mjög þungt í þeim hljóðið. Við
vorum búin að mynda ákveðið
traust og eftir afskipti félags-
málaráðherra þar sem Lands-
virkjun sagðist ábyrgjast launa-
greiðslurnar, töldum við málin í
höfn. Það er hætt við að traust
Rússanna breytist í reiði ef þeir
fá þau skilaboð að rússneska og
íslenska kerfið geti ekki komist
að niðurstöðu," segir Guðmund-
Aukin haxka
Um ræðir 56 rússneska starfs-
menn. Þar af vinna um 50 „á
gólfinu" eins og Guðmundur
orðar það en 5-6 hefur þegar
verið sagt upp. Ráðherra krafðist
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
átti fund með rafiðnaðarmönnum í
gær
þess í gær að yfirmenn
Technopromexport kæmu til Is-
lands á neyðarfund vegna
ástandsins. Rússneskir starfs-
menn yrðu ekki sendir heim fyrr
en að loknum þeim fundi. Aður
höfðu fulltrúar Technopromex-
port sagt að þeir kæmust ekki
fyrr en í 42. viku en hún hefst
ekki fyrr en 12. október nk.
Búið að innsigla
Guðmundur undrast að Lands-
virkjun hafi gengið að tilboði
Technopromexport eftir útboð
við framkvæmdir á Rúrfellslínu,
enda hafi það spurst snemma út
að fyrirtækið yrði til vandræða á
Islandi eins og forsaga þess vitn-
aði um. „Það hefur farið mest í
taugarnar á mér hve langan tíma
íslenska kerfið þarf til að fúnk-
era. Tökum starfsmannaaðstöð-
una og öryggisbúnaðinn sem
dæmi. Þau mál eru enn að velkj-
ast um í Vinnueftirliti og heil-
brigðiseftirliti þótt það sé vitað
að Ijölmargar athugasemdir sé
hægt að gera við þetta tvennt. Á
hinum Norðurlöndunum væru
yfirvöld örugglega búin að mæta
á staðinn og innsigla vinnustað-
inn,“ segir Guðmundur. — BÞ
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra.
Skortir ranuna
með löguniun
Drög að frumvarpi um gagna-
grunn á heilbrigðissviði fara á
svig við grundvallarreglur vís-
indasiðfræði með þeim hætti að
ekki verður fallist á þau í núver-
andi mynd, samkvæmt ályktun
fundar Iæknadeildar Háskóla Is-
lands 23. og 30. september.
Bent er á að núverandi upp-
Iýsingalög, tölvulög og lög um
réttindi sjúklinga séu ófullnægj-
andi rammi gagnvart vandamál-
um sem upp koma vegna nýrra
verkefna og tækni í læknisfræði
og skorað er á stjórnvöld að
leggja frumvörp um gagnagrunn
á heilbrigðissviði og lífsýni til
hliðar og skapa fyrst um þau
nauðsynlegan ramma með lög-
um um öflun, meðferð og úr-
vinnslu heilsufars- og erfðaupp-
lýsinga. - HI
Frá undirritun samnings Landsbanka íslands og íslandspósts í gær. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri og Einar
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri íslandspósts. mynd: -brink.
Samstarf pósts
ogbanka
Land sl) íiiikíiútilm og
pósthús sanrrekin á
tveimiir stöðum á
Vestfjörðum. Bankiim
vill meira af svo góðu.
Forráðamenn Islandspósts og
Landsbanka Islands undirrituðu
á Akureyri í gær samning sem
• kveður á um samstarfs pósthúss
og útibús bankans á Bíldudal og
Króksfjarðarnesi. Strax í gær var
starfsemi þessara aðila á Bíldu-
dal flutt á einn stað og hið sama
mun gerast á Króksfjarðarnesi
fyrir komandi áramót.
Fram kom í máli Einars Þor-
steinssonar, framkvæmdastjóra
Islandspósts, við undirskriftina,
að með þessum samningi við
Landsbankann væri haldið
áfram á þeirri braut sem mörkuð
var fyrr á þessu ári, þegar tekið
var upp samstarf við nokkra
sparisjóði á Norðurlandi eystra
um samrekstur banka- og póst-
þjónustu. - Halldór J. Kristjáns-
son, bankastjóri Landsbankans,
kvaðst fagna samkomulaginu við
Islandspóst og sagði jafnframt að
bankans menn vildu sjá samstarf
af þessu tagi verða víðar að veru-
leika, en kvað þó ekki tímabært
að nefna einstaka staði í þessu
sambandi.
Jafnframt mun Landsbankinn
setja upp hraðbanka í húsi Is-
landspósts í Vestmannaeyjum. I
framhaldinu verður þjónusta í
Eyjum aukin, en til þessa hefur
Landsbankinn ekki verið með
starfsemi þar.
Gildandi lög setja vissar skorð-
ur við samrekstri peningastofn-
ana og póstþjónustu. Fram kom í
máli Björns Líndal, fram-
kvæmdastjóri hjá Landsbankan-
um, við undirskriftina í gær að
æskilegt kynni að vera að breyta
þessum lögum, enda gæti ávinn-
ingurinn verið að styrkari stoð-
um væri rennt undir þjónustu á
þessum vettvangi á Ijölmörgum
stöðum. -SBS.
INNLENT
Sýsliunaöur á Blönduósi kæröux
Héraðsráð sameinaðs sveitarfélags í Vestur-Húnavatnssýslu hefur
kært sýslumann sinn til dómsmálaráðuneytisins vegna þess að sýslu-
maðurinn vildi ekki skipa hreppstjóra til að annast um óskilafé og
ómarkað við skilaréttir í haust. Forráðamenn sveitarfélagsins telja það
ótvíræða skyldu sýslumanns samkvæmt ákvæðum í Ijallskilasamþykkt
að útnefna hreppstjóra vegna þessara verkefna.
mánuðir fvrir hasssmygl
iréttur hefur staðfest 18 mánaða fangelsisd
18
Hæstiréttur hefur staðfest 18 mánaða fangelsisdóm yfir Theodór
Emil Pantazis, sem var fundinn sekur um tilraun til að smygla til
landsins 192 grömmum af hassi með póstsendingu.
Hassið fannst í tollpóststofunni við Armúla 28. október sl., í send-
ingu sem kom frá Kaupmannahöfn. Akærði játaði að hafa sent efnið
en sagðist ekki hafa ætlað að selja það, heldur neyta þess sjálfur.
Hann hafi einfaldlega ákveðið að kaupa sér efnið þar vegna verðlags-
ins, þar sem hann væri svo fátækur. Theodór hefur hlotið nokkra
fíkniefnadóma, hérlendis, í Danmörku og í Frakklandi. Við dóminn
var tekið tillit til þess að hann braut skilyrði reynslulausnar og stafa
480 dagar af refsingunni af því. - FÞG
réttaxgæsla
Hæstiréttur heíur sýknað bandarískan hermann af Keflavíkurflugvelli
af ákæru um að hafa nauðgað sofandi konu í desember í fyrra. Um
leið er sex mánaða fangelsisdómi undirréttar hrundið, en þar var
gengið út frá trúverðugleika frásagnar hins meinta fórnarlambs.
Hæstiréttur fann meðal annars að því að Bandaríkjamaðurinn hefði
ekki notið liðveislu löggilts dómtúlks, sýknaði manninn og benti með-
al annars á að hann hefði verið látinn undirrita skýrslu á íslensku,
sem hann skildi ekki. Hæstiréttur leit einnig til þess að þrír dagar liðu
áður en konan gaf sig fram á neyðarmóttöku og að á því tímabili hefði
hún haft nokkur samskipti við manninn. - FÞG
Blómaval gefur
haustlauka
Blómaval gaf Akureyrarbæ 2.000
haustlauka í gær og hefur laukun-
um verið ætlaður staður í nýjum
beðum sem bærinn lét nýverið gera
við Hafnarstræti, sunnan leikhús-
flatarinnar. Með þessu kveðst
starfsfólk Blómavals vonast til að
stigið sé skref til þess að skipa Ak-
ureyri í hóp blómlegustu bæja í
landinu. Umhverfisnefnd bæjarins
tók síðan til óspilltra málanna við
að planta Iaukunum. f**-m*kí
Frá afhendingunni í gær.
5
I
t