Dagur - 02.10.1998, Qupperneq 9
*,) t' I)
ö
8- FÖSTVDAGUR 2. OKTÓBER 199 8
FRÉTTASKÝRING
SDígpr
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 - 9
Góðærið í nkiskassaim
/ fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar kom það í hlut Davíðs Oddssonar að setja þinglð. - mynd: bg
IIEIÐUR ^
HELGADÓTTIR
OG
VALGERÐUR
JOHANNSDÖTTIR
SKRIFA
Það er eitthvað fyrir
alla í tjárlagafnun-
varpinu og fjármála-
ráðherra kallaði það
sólskmsfjárlðg, enda
hullandi góðæri á öll-
um sviðum efnahags-
lífsins. Það verður af-
gangur hjá ríkissjóði,
skuldir greiddar nið-
ur, en samt settir
meiri peningar í heil-
hrigðis-, mennta- og
félagsmál og lagðir
vegir um landið þvert
og endilangt.
Fjárlagafrumvarpið sem lagt var
fram á Alþingi í gær er með skær-
gula kápu, ekki bláa eins og í
fyrra, enda „hálfgerð sólskins^ár-
Iög,“ sagði Geir Haarde fjármála-
ráðherra þegar hann kynnti frum-
varpið í gær.
Þetta er fyrsta fjárlagafrumvarp
Geirs og víst er að margir forver-
ar hans hefðu kosið að vera í
hans sporum. Geir þarf ekki að
afsaka botnlausan hallarekstur
ríkissjóðs. Þvert á móti er gert ráð
fyrir að tæplega tveggja milljarða
króna afgangur verði af ríkis-
rekstrinum. Og það þótt frum-
varpið sé fært á svokölluðum
rekstrargrunni þar sem gjaldfærð-
ar eru allar skuldbindingar sem
til falla á árinu þótt þær komi
ekki til greiðslu fyrr en eftir mörg
ár eða áratugi. Hefði frumvarpið
verið fært á greiðslugrunni eins
og gert var til skamms tíma væri
afgangurinn um 10 milljarðar
króna.
Heildartekjur ríkisins á næsta
ári eru áætlaðar Iiðlega 181 millj-
arður króna og gjöldin liðlega
179 milljarðar. Rfkissjóður mokar
inn tekjum þessa dagana. Það er
útlit fyrir að heildartekjurnar
verði rúmum 9 milljörðum meiri
á þessu ári en fjárlög áætluðu.
Tekjuskattar einstaklinga skila
rúmum 2 milljörðum meira en
áður var talið eða 32,7 milljörð-
um og aukin útgjöld heimilanna,
bíla- og heimilistækjakaupin,
skila sér í auknum tekjum af virð-
isaukaskatti, vörugjöldum, bif-
reiðagjöldum o.fl. Talið er að
tekjur af veltusköttum verði tæp-
lega 6,5 milljarðar umfram for-
sendur fjárlaga eða 94,1 milljarð-
ur. Og það er gert ráð fyrir að á
næsta ári verði lítið lát á. Veltu-
skattar aukist enn um 2,7 millj-
arða frá þessu ári og tekjuskattar
einstaklinga um 2,1 milljarð.
Blóðpeningar
Nýi fjármálaráðherrann þarf
heldur ekki að verja skeljalausa
skuldasöfnum ríkissjóðs. Þvert á
móti. A þessu ári verða skuldir
greiddar niður um 15 milljarða
króna og einnig á næsta ári, eða
samtals um 30 milljarða á tveim-
ur árum.
Þetta eru stóru tíðindin í frum-
varpinu að mati fjármálaráð-
herra. Ríkið er að draga sig í hlé á
lánsfjármarkaði og þar með skap-
ast svigrúm fyrir fólk og fyrirtæki
og þrýstingur á vexti minnkar.
Ríkissjóður skuldar 240 milljarða
króna og vaxtaútgjöldin eru
óheyrileg, segir fjármálaráðherra.
„Vaxtagreiðslur ríkisins eru vel á
annan tug milljarða á ári og þetta
eru blóðpeningar. Þetta eru út-
gjöld sem við eigum að leggja alll
kapp á að skera niður. Það er ekki
hægt að gera nema með því að
lækka skuldirnar og það er ein-
mitt það sem við erum að gera,“
segir Geir.
Enginn niðurskurður
Geir stendur ekki blóðugur upp
að öxlum í niðurskurði í heil-
brigðis,- félags- eða menntamál-
um, eins og margir forverar hans.
Þvert á móti. Utgjöld til heil-
brigðismála verða aukin um 3%
miðað við áætluð útgjöld á þessu
ári og um 5,4% ef miðað er við
fjárlög 1998. Meðal annars er í
frumvarpinu lögð sérstök áhersla
á að fjölga hjúkrunarrýmum eink-
um fyrir aldraða og stefnt að því
að fjölga þeim um 120 í Reykja-
vík, Hveragerði, Garðabæ og víð-
ar. Það er talið fullnægja brýn-
ustu þörfinni.
Útgjöld til menntamála verða
einnig aukin, einkum til rann-
sóknar- og þróunarmála, eða um
rúman hálfan milljarð. Menning-
armálin fá einnig stærri sneið af
kökunni og verða m.a. settar 260
milljónir króna í það á næsta ári
að undirbúa ýmsa menningarvið-
burði aldamótaársins, eins og
Kristnihátíð, Reykjavík - Menn-
ingarborg Evrópu og 1000 ára af-
mæli landafunda Islendinga í
Vesturheimi.
Geir Haarde er einn af fáum
fjármálaráðherrum, ef ekki sá
fyrsti, sem getur státað sig af því
að standa við áætlanir sem þingið
hefur samþykkt í samgöngumál-
um. Útgjöld ríkisins til sam-
gönguframkvæmda verða aukin
um heilan milljarð miðað við árið
í ár, þar af um 800 milljónir í
vegamálum. Stjórnarþingmenn
geta óhræddir riðið heim í hérað
í kosningabaráttunni í vor og veif-
að Qárlagafrumvarpinu og boðað
vegi hér og biýr þar.
Blússandi góðæri
Ofan á allt saman getur fjármála-
ráðherrann svo bent á að hag-
vöxtur er meiri hér en í flestum
nálægum ríkjum eða rúmlega 5%
og gert ráð fyrir að hann verði um
4,5% á næsta ári. Hagvöxtur í
stærstu iðnríkjum, að Japan frá-
töldu, er hins vegar talinn verða á
bilinu 2-3% á þessu ári og liðlega
3% á næsta ári.
Atvinnuleysi er minna hér á
landi en í nágrannalöndum. I
ríkjum Evrópusambandsins er at-
vinnuleysi um 10% en hér um 3%
á þessu ári og útlit fyrir að það
minnki enn á því næsta og verði
um 2,5% 1999. Það er lægra en í
flestum ef ekki öllum aðildarríkj-
um OECD, efnahags- og fram-
farastofnunar Evrópu sem í eru
öll ríkustu ríki heims.
Mikill kaupmáttur
Kaupmáttur ráðstöfunartekna er
umtalsvert meiri hér en í aðildar-
ríkjum OECD. Kaupmáttur ís-
lenskra heimila hefur aukist að
meðaltali um 9% á þessu ári og
mun aukast enn um 4,5% á því
næsta í fjárlagafrumvarpinu.
Samkvæmt því mun kaupmáttur
ráðstöfunartekna heimilanna
aukast um 22-23% á árunum
1995-1999 eða um 5% að jafnaði
á ári. Það er tvö- til þrefalt meiri
kaupmáttaraukning en í aðildar-
ríkjum OECD á sama tímabili.
Verðbólga hefur einnig verið
með minnsta móti á íslandi eða
1,5 til 2,5% síðustu 5 ár. Á næsta
ári er gert ráð fyrir að verðbólga
verði um 2% sem er svipað eða
fvið meira en í helstu samkeppn-
islöndum Islendinga. „Þannig
renna flestir, ef ekki allir, hag-
fræðilegir mælikvarðar stoðum
undir þá kenningu að hér ríki
sannkallað góðæri í efnahagsmál-
um,“ segir orðrétt í gula fjárlaga-
frumvarpinu hans Geirs.
Ekki kosningafjárlög
Það er því ekki að undra að fjár-
málaráðherrann hafi brosað sól-
skinsbrosi þegar hann kynnti
frumburð sinn í embætti í gær.
Og Geir þvertekur fyrir að hér
séu á ferðinni „kosningafjárlög" í
þeim skilningi að þau séu óábyrg,
fjárlög þar sem íofað er upp í
ermarnar á skattgreiðendum og
eytt um efni fram. „Þetta eru ekki
þannig fjárlög. Ef það væri 2
milljarða halli og ef við hefðum
reynt að gera öllum til hæfis á öll-
um sviðum væri hægt að tala um
þetta sem óábyrg kosningafjárlög,
en þetta er ekki þannig. Fjárlaga-
nefndarmenn eiga að vísu eftir að
fjalla um frumvarpið en þeir eru
ábyrgir þingmenn og ég held að
kjósendur í dag kæri sig ekki um
einhver kosningafjárlög. Þeir vilja
að það sé haldið utan um ríkis-
fjármálin með ábyrgum hætti."
Og þegar spurt er hvort ekki sé
slæmt að auka framlög til vega-
framkvæmda á sama tíma og mik-
il þensla er í þjóðfélaginu bendir
fjármálaráðherrann á að fjárfest-
ing í stóriðju og virkjanageiranum
sé á niðurleið. „Það verður minni
fjárfesting í landinu á næsta ári
heldur en á þessu ári. I rauninni
eru þessar 800 milljónir sem fara
í vegina umfram það sem er í ár
mótvægi við það.“
Búið í haginn
Fjármálaráðherra viðurkennir að
það séu blikur á lofti. Einkaneysla
hefur aukist gríðarlega og við-
skiptahallinn verulegur. En það er
ekki talin ástæða til að óttast að
þróun efnahagsmála fari úr bönd-
unum. „Stefna ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum eins og hún birt-
ist í þessu fjárlagafrumvarpi mið-
ar að því að treysta stöðugleikann
í sessi og stuðla að áframhaldandi
hagvexti og batnandi lífskjörum
heimilanna í landinu. Það er lyk-
ilatriði í þessu samhengi að nýta
góðærið til að treysta stöðu ríkis-
fjármála enn frekar en orðið er og
halda áfram að greiða niður
skuldir. Lækkun skulda ríkisins er
forgangsatriði í ríkisljármálum og
eitt brýnasta verkefnið sem við
stöndum frammi fyrir í efnahags-
málum. Með þessu móti er í senn
búið í haginn fyrir framtíðina og
styrkum stoðum rennt undir
áframhaldandi góðæri í efnhags-
málum,“ segir í sólskinsfjárlaga-
frumvarpi Geirs Haarde.
TekjuaiLkaniun eytt
En stjórnarandstæðingar eru ekki
alveg jafnhrifnir. Þeim þykir helst
til Iítið afgangs • í Ijósi þess hve
mikið tekjur ríkissjóðs hafa auk-
ist. „Það er verulegt góðæri. Mik-
ill hagvöxtur sem skilar sér í mikl-
um nýjum tekjum ríkissjóðs," seg-
ir Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins og
fjárlaganefndarmaður. „Það er
áætlað að á næsta ári verði tekjur
ríkissjóðs 15 milljörðum króna
meiri en fjárlög þess árs áætluðu.
Það er gríðarlegur tekjuauki en
honum er að mestu varið til nýrra
útgjalda. Reglubundin útgjöld rík-
issjóðs hafa aukist nánast að sama
skapi og tekjuaukinn og þar finnst
mér vera helsta hættumerkið í
ríkisfjármálunum. Það er ekki
borð fyrir báru þegar dregur úr
þenslunni og tekjurnar minnka
aftur. Við erum sennilega á há-
tindi góðærisins og á slíkum tíma
á ríkissjóður að safna peningum
og búa sig undir þá tíma þegar
minna aflast."
Kristinn segir að það séu blikur
á lofti í efnahagsmálum eins og
mikill viðskiptahalli sé vitni um.
„Það setur mikinn þrýsting á
gengið og það verða háir vextir
áfram. Þar liggja helstu hætturnar
framundan."
Meira lianda öryrkjum
Hann er ekkert sérstaklega ósátt-
ur við þá forgangsröð útgjalda
sem birtist í fjárlagafrumvarpinu.
„Til dæmis finnst mér það fagnað-
arefni að vegaáætlun skuli vera
óskert í fyrsta sinn um langt ára-
bil. Hins vegar sé ég það strax að
það er ekki gert ráð fyrir neinum
breytingum að ráði í örorkubótum
og greiðslum til þeirra sem sann-
arlega standa verst. Þar sé ég ekki
þá hækkun sem vert væri.“
Kristinn hefði viljað meiri af-
gang og greiða niður meiri skuld-
ir, en samt standa við vegaáætlun
og hækka örorkubætur sem vekur
þá spurningu hvernig hann hefði
fjármagnað dæmið ef hann hefði
verið í sporum Geirs. „Eg hef alla
tíð sagt að ég teldi óskynsamlega
skattalækkunina sem farið var út í
þegar tekjuskattur var lækkaður
um 4% í þremur áföngum. Eg er
enn þeirrar skoðunar. Eg tel að
það sé skynsamlegt fyrir ríkissjóð
að fresta að minnsta kosti Iækkun
tekjuskatts um 1% um áramót.
Það er þörf á þessum tekjum til
að standa undir því að greiða nið-
ur skuldir og það er líka þörf á því
að taka peningana til að draga úr
þenslunni og viðskiptahallanum.
Maður getur litlu ráðið um það
sem ráðið er en ég held að ég
hefði ekki hleypt ríkisútgjöldun-
um svona hátt upp á síðustu
tveimur árum. Samneyslan hefur
aukist töluvert mikið," segir Krist-
inn H. Gunnarsson.
Ellefta hver króna í
lífeyrisskiildbmdmgar
Áætlað er að lífeyrisskuldbindingar rikissjóðs aukist um 16,2 milljarða
króna á næsta ári, sem samsvárar ellefta hluta heildarútgjalda ríkisins á
árinu. Þar af eru 7 milljarðar raktir til Iauna- og verðlagsbreytinga. Við
setningu fjárlaga var ákveðið að iðgjald ríkisstofnana til lífeyrissjóða
skyldi hækkað í 11,5% af öllum launum. Nýjar skuldbindingar vegna
áunninna réttinda nema 7,9 milljörðum. I fjárlagafrumvarpi segir að
aukningin skýrist að mestu af þvf að með nýju launakerfi frá 1997 fær-
ist stór hluti fastra yfirvinnugreiðslna og aukagreiðslna ríkisstarfs-
manna inn í dagvinnulaun þeirra. Og þar sem lífeyrisgreiðslur taki mið
af dagvinnulaunum valdi þetta auknum skuldbindingum hjá ríkissjóði.
Athygli vekur að skuldbindingar og verðlagsuppbætur á Iífeyri 1999
eru tiítölulega litiu minni végtíá '63jk stöðugilda hóps þingmanna og
ráðherra (265 m.) en t.d. allra hjúkrunarfræðinga (380 m.) í landinu.
Nýir Bessastaðir
dýrari í rekstri
Útgjöld embættis forseta Islands hækka um 6,4 milljónir og eru áætl-
uð alls 93 milljónir á næsta ári. Rekstrargjöld hækka um 4,2 milljónir,
m.a. „þar sem endurbættur húsakostur á Bessastöðum kallar á aukinn
rekstrarkostnað," segir í Qárlagafrumvarpi, sem ætlar 86 milljónir til
rekstrar embættisins á næsta ári. Fjárveiting til viðhalds á Laufásvegi
72 hækkar úr 600 þús. kr. í 1 milljón, einkum vegna húsgagnakaupa.
Hálf milljón fer til að auka við bókasafn embættisins og 1,3 milljónum
verður varið til að endumýja þjónustubílinn, sem kemur til viðbótar
2,5 milljóna framlagi til að gera upp embættisbifreið Sveins heitins
Björnssonar forseta.
Framkvæmdum sem staðið hafa yfir á Bessastöðum síðan 1989 á að
Ijúka á þessu ári. Heildarkostnaður er áætlaður rúmlega 1.000 millj-
ónir króna á núgildandi verðlagi.
Bamaspítaliiui kostar
einn miiljarð
Framlög til annars en vegamála lækka um 1,5 milljarða á næsta ári, í 9,1
milljarð. Þar af er 1,1 milljarður áætlaður í heilbrigðisstofnanir. Byrjað
verður á barnaspítala á Landspítalalóð sem talinn er kosta 1 milljarð. Úm
900 milljónir eru ætlaðar til framkvæmda við háskóla og framhaldsskóla
og hálfur milljarður til endurbóta á menningarmannvirkjum. Um 500
milljóna tekjur Ofanflóðasjóðs eru ætlaðar í nýja varnargarða.
Verkefnum tengdum íslenska upplýsingasamfélaginu eru sérstaklega
ætlaðar 320 milljónir, einkum til verkefna á sviði heilbrigðis- og mennta-
mála. Og loks nefnir frumvarpið 1.100 milljóna framlög ríkisins til hafna,
grunnskóla- og fráveituframkvæmda á vegum sveitarfélaga.
Miklu meira í vegi
Framlög til vegaframkvæmda og viðhalds hækka um 800 milljónir á
næsta ári og eiga þá að nema sem svarar um 110.000 kr. að meðaltali
á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Enda er nú gengið út frá óskertum
framkvæmdaáætlunum í fyrsta sinn í langan tíma.
Viðhaldskostnaður vega og bygginga hækkar um 450 milljónir (12%)
á næsta ári. Hækkunin fer nær öll í vegina og raunar næstum allt við-
haldsféð, eða 3.700 milljónir af alls 4.300 milljóna viðhaldsfé. Enda
endurnýjun á bundnu slitlagi sífellt kostnaðarsamari, segir í fjárlaga-
frumvarpi.
Framlög til nýframkvæmda í vegamálum eru áformuð 4.000 milljón-
ir á árinu, um 400 milljónum meiri en á þessu ári. Vegirnir fá næstum
þriðjung alls framkvæmdafjár ársins.
Fjárlaga-
molar
Eiut til orrustu vlð
lyfj akostnaðiun
Greiðslur sjúkratrygginga fyrir lyf sem landsmenn kaupa í
apótekum eru áætlaðar 4.100 miiljónir á næsta ári, eða sem
svarar 60.000 kr. að meðaltali á hverja 4ra manna fjölskyldu.
Þá er miðað við 200 milljóna hækkun milli ára. Enn einu
sinni er lagt til orrustu við lyfjakostnaðinn sem sýnt þykir að
hækka mundi um 500 milljónir (12%) ef ekkert væri að gert,
aðallega vegna stöðugs straums nýrra og dýrra lyfja á markað-
inn. En áformað er að spara 320 milljónir með því að nýta
betur árangur samkeppninnar á lyfjamarkaðnum til verðlækk-
unar, með breytingum á reglum um greiðslu almannatrygg-
inga fyrir lyf, áframhaldandi útboðum á lyfjainnkaupum
sjúkrahúsa og áherslu á samhliða innflutning lyfja.
Minna og minna
íbamabætur
Áætlað er að barnabætur haldi áfram að lækka á næsta ári um
550 milljónir (12%) frá gildandi fjárlögum og nemi 3.950
milljónum á næsta ári. Sparnaðurinn samsvarar kringum 8
þús. kr. að meðaltali á hvert einasta barn á Islandi. Skýring-
in er einföld: Á síðasta ári urðu barnabæturnar alfarið tekju-
tengdar og í fjárlagafrumvarpi er miðað við að Iaunahækkanir
á þessu ári leiði til þess að enn færri foreldrar fái barnabætur
og jafnframt lægri á næsta ári.
385.000.000 krónur
vegna Vínlandsfundar
Til ýmissa verkefna á vegum forsætisráðuneytisins eru áætlað-
ar liðlega 200 milljónir á næsta ári. Þar munar mestu um 122
milljóna framlag til landafundanefndar sem undirbýr hátíða-
höld árið 2000 vegna Vínlandsfundar. í heild er áætlað að
verkefnið kosti 385 milljónir.
Framlag til undirbúnings 1000 ára kristnitökuafmælis á Is-
landi er aukið um tíu milljónir í 27 milljónir í ár. Vegna und-
irbúnings sömu hátfðar er Iagt til að veitt verði 50 milljóna
framlag til vegagerðar á Þingvöllum, til viðbótar 25 milljóna
framlagi í ár og væntanlegu 10 milljóna framlagi árið 2000.
Kosningabiðlaim
eru 23 milljónir
Alþingi eru áætlaðar rfflega 23 milljónir til greiðslu biðlauna
í kjölfar alþingiskosninga á næsta ári og er þá gengið út frá
álíka Ijölda nýrra þingmanna og í síðustu kosningum. Alls eru
gjöld Alþingis áætluð tæplega 1.300 milljónir á árinu. Fram-
lag til Alþingis hækkar um ríflega 100 milljónir, eða 11%,
hvar af 42 milljónir eru vegna hækkunar Iauna og verðlags.
Framlag til almenns rekstrar hækkar um 24 milljónir og ann-
að eins. Um 2/3 af ríflega 50 milljóna viðhaldskostnaði á nota
til utanhússviðgerða á þinghúsinu.
Umbi tltnar
„Útgjöld embættis umboðsmanns Alþingis nema 51 milljón
kr. en starfsumfang þess hefur vaxið mikið á undanförnum
árum,“ segir í íjárlagafrumvarpi. Lagt er til að 3,6 milljónum
verið varið til að ráða embættinu sérfræðing á sviði skattarétt-
ar.
Laiwin þriðjungiir
Heildarlaunagjöld A-hluta stofnana eru áætluð 58 milljarðar
króna á næsta ári, sem er tæpur þriðjungur af heildarútgjöld-
um ríkissjóðs. Fjárlagafrumvarpið miðar við gerða kjarasamn-
inga sem flestir gera ráð fyrir 3,5% hækkun frá næstu áramót-
um og eru launaliðir allra stofnana hækkaðir sem því nemur.
Kjarasamningar við nokkra hópa, einkum lækna og hjúkrun-
arfræðinga, leiddu síðan til um 900 milljóna kr. útgjaldaauka
umfram forsendur fjárlaga. Til að mæta launahækkunum há-
skólaprófessora og öðrum launabreytingum sem búist er við
eftir að frumvarpið hefur verið lagt fram eru lagðar 300 millj-
ónir inn á sérstakan lið í Ijármálaráðuneyti.