Dagur - 02.10.1998, Side 10

Dagur - 02.10.1998, Side 10
10 - FÖSTUDAGUR 2.QKTÓBER 1998 SMÁAUGLÝSINGAR ERLENDARFRETTIR Atvinna óskast Vantar góða framtíðaratvinnu, er með meistarabréf í vélvirkjun, meirapróf og rútu- próf, margt kemur til greina. Upplýsingar í s: 462-5659. Kirkjustarf Til sölu Til sölu fjögurra kóra Brandoni hnappa- harmonika, Casotto king. Sænsk grip 15 skiptingar, hljómborð, og sjö í bassa. Jón Sigurjónsson sími 464-3148. Skrautskrift Skrautskriftarnámskeið 6., 7. og 8. októ- ber. Kvennfélagið Baldursbrá sími 462-2773. Felgur Eigum mikið úrval af stálfelgum undir flestar gerðir japanskra og evrópskra bíla. Tilvalið undir vetrardekkin. Bilapartasalan Austurhlíð, Akureyri. Opið 9-19 og 10-16 laugardaga. Sími 462 6512, fax 461 2040. Reiki Frá Reikifélagi Norðurlands, næsti fundur félagsins verður laugardaginn 3. október kl. 17 í Brekkuskóla. Gestur fundarins verður miðillinn Skúli Lórenzson. Mætum öll. Stjórnin. Neskirkja Félagsstarf aldraðra: Á morgun verður farin haustlitaferð i Heiðmörk og Hafnarfjörð. Kaffiveitingar í Hafnarborg. Farið frá Nes- kirkju kl. 15. Kírkjubillinn ekur um hverfið. Hvítasunnukirkjan á Akureyri (kvöld kl. 21 Gospelkvöld. Laugardaginn 3. október kl. 14 verkleg þjálfun fyrir unglinga, kl. 20 bænastund. Hjálpræðisherinn Akureyri Major Daníel Óskarsson mun stjórna og tala á kvöldvöku laugardaginn 3. okóber kl. 20. Happdrætti og veitingar. Ólafsfjarðarkirkja Messa laugardaginn 3. október kl. 11 í upphafi héraðsfundar. Sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson prédikar, sr. Sigríður Guð- marsdóttir og sr. Hanner Örn Blandon þjóna fyrir altari. Hallgrímskirkja Orgelandakt í dag kl. 12.15-12.30. Orgel- leikur, ritningarlestur og bær. Langholtskirkja Opið hús í dag kl. 11-13. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina verður boðið uppá súpu, brauð og salat. Laugarneskirkja Mömmumorgun kl. 10-12. Frá Guðspekifélagið á Akureyri Glerárgötu 32, Akureyri. Takið eftir Laugardaginn 3. október kl. 15.00 og sunnudaginn 4. október kl. 15.00flytur Deildarforseti fslandsdeildar Guðspeki- félagsins Jón L. Arnalds flytur 2 erindi sem hann nefnir: Um hug og hugljóm- un. Guðspekifélagið Glerárgötu 32, 4 hæð, gengið inn að austan. Þríhyrningurinn andleg miðstöð Þórunn Maggy Guðmundsdóttir miðill starfar hjá okkur 8.-12. október. Tímapantanir í síma 461-1264 milli kl. 16 og 17. Ath. heilun á laugardaginn milli kl. 13 og 16. ± Minningarspjöld Sambands íslenskra kristniboðsfélaga fást hjá Pedromyndum, Skipagötu 16. Minningarspjöld Zontaklúbbs Akureyrar fást í Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Hornbrekka Ólafsfirði. Minningarkort Minningarsjóðs til styrktar elliheimilinu að Hornbrekku fæst í Bókvali og Valbergi, Ólafsfirði. Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást i Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri. Ástkær einkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN, sem lést þann 23. september sl. verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 3. október kl. 14.00. Ólafur Þ. Stefánsson, Þórunn Guðlaug Ólafsdóttir, Einar Rafn Haraldsson, Gunnlaugur Oddsen Ólafsson, Oktavía Halldóra Ólafsdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir, Stefán Sigurður Ólafsson, Hrafnhildur Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GRÉTAR RÓSANTSSON, Þórunnarstræti 119, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. októ- ber kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar- stofnanir. Dísa Sigfúsdóttir, Hreinn Grétarsson, Margrét G. Magnúsdóttir, Heiða Grétarsdóttir, Jón Sveinbjörnsson, Líney Grétarsdóttir, Friðrik Max Jónatansson, Jóhanna Grétarsdóttir, Rósant Grétarsson, Sigrún R. Vilhjálmsdóttir, Sigmar Grétarsson, Hóimfríður Þórðardóttir og barnabörn. Þýskaland getur orð- ið forysturíki ODDUR ÓLAFSSON skrifar Eftir kosningasigur í Þýskalandi Ieggur leiðtogi Jafnaðarmanna, Gerhard Schröder, höfuðáherslu á að róa flokksmenn sína og nán- ustu samstarfsþjóðir með stjórn- arsamvinnu með Græningjum. Það liggur beint við að Jafnaðar- menn og Græningjar myndi stjórn eftir úrslit kosningana sl. sunnudag. En það er ekki einfalt fyr- ir þessa flokka að koma saman stjórnarsáttmála sem hægt er að sættast á. Leiðtogi Græningja, Joschka Fischer, verður þá væntanlega utanríkis- ráðherra. Hann er gamall í hettunni í stjórnmála- baráttu og á þingi. Hann var róttækur götuvígja- fantur á yngri árum, en hefur róast með aldri og reynslu og er með hóf- samari umhverfisverndarsinnum í sínum flokki. En vandinn er sá, hvernig honum tekst að fá flokks- menn sína og meðþingmenn til að fallast á þær málamiðlanir í mikilvægum málum, sem gera verður ef Græningjar eiga að vera samstarfshæfír í ríkissjórn Þýska sambandslýðveldisins. Leiðtogar þýsku Græningjanna hafa breytt stefnu sinni í málefn- um eins og afstöðu til samstarfs við vestræna granna sinna og þátttöku Þýskalands í mikilvæg- um fjölþjóðasamtökum. Þeir eru til að mynda hættir að æsa sig út í Atlantshafsbandalagið og eru ekki fráhverfir þátttöku Þýska- lands í Evrópusambandinu. Breytt lífssýn En vel má vera að ábyrg þátttaka Græningja í stjórn Þýskalands verði ríkinu til góðs og jafnvel Evrópu allri. Þegar þeir láta af öfgafullri afstöðu sinni til ýmissa umhverfisverndarmála og þjónk- un við róttæka og úrelta vinstri- stefnu í stjórnmálum geta hug- sjónir þeirra sem best notið sín til að gera umhverfið manneskju- vænna. Þeir verða áreiðanlega Leiðtogar þýskra Græningja á tali við þýska friðargæslu- iiða í Bosníu. Joschka Fischer fyrir miðju. duglegir að sporna gegn mengun og glæða áhuga á náttúru og hennar gæðum, án þess að spilla umhverfi. Ef þau kreppueinkenni sem nú sjást víða vegna hagvaxtargræðgi, offjárfestinga og ofneyslu, leiða til minnkandi efnahagslegra gæða munu umhverfissinnar sjá sér Ieik á borði að vfsa veginn til bættra lífsgæða, sem byggjast á virðingu fyrir náttúruöflunum og hófsemi í daglegu Iífi. En þar er við ramman reip að draga þar sem neysluhungrinu er viðhaldið með skefjalausum heilaþvotti auglýsingamennsku Fleiri fjöldamorð í Kosovo JÚGÓSLAVÍA - A.m.k. þrenn fjöldamorð hafa verið framin í Kosovo-héraði síðustu daga, og rúmlega fimmtíu manns látið þar lífið. M.a. voru 18 meðlimir sömu fjölskyldu drepnir. Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gær til að ræða þessa at- burði, en ekki var búist við neinni ákvörðun í gær. Mary Robinson, framkvæmdastjóri mannréttinda hjá SÞ, krafðist þess að gripið verði til aðgerða HEIMURINN sem allra fyrst. Rússar vara hins vegar sem fyrr við því að hervaldi verði beitt gegn Serbum. Verðbólga í ESB kpmin iiiöiir í 1,3% LÚXEMBORG - í ágúst mældist verðbóiga í aðildarríkjum Evr- ópusambandsins ekki nema 1,3% að meðaltali, en hún var 1,5% í júlímánuði. Mesta verð- bólgan var á Grikklandi og Ir- landi, en minnst var hún í Frakk- landi, Svíþjóð, Þýskalandi og Austurríki. Eiginmaður minn, EIRÍKUR JÓNSSON, Einilundi 6 e, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, deild 1, þann 1. október 1998. Fyrir hönd aðstandenda: Sigrún Jónsdóttir. sem hvetur sífellt til bruðls í formi eyðslu og óþarfa fjárfest- inga í lausu sem föstu. A hitt ber að líta að ýmsar hug- myndir umhverfissinna eru tæp- ast framkvæmanlegar nema með því að gjörbreyta lifnaðarháttum, eins og þeim sem fólk í iðnríkjum hefur tamið sér. Þar má nefna, að leggja beri niður öll kjarnorkuver og að einkabílnum verði nánast útrýmt með stjórnvaldsaðgerðum. Verði orkuverin lögð niður í nú- verandi mynd og brennsla jarð- efna takmörkuð eða bönnuð er erfitt að sjá hvemig nú- tímalegt þjóðfélag fær staðist. Hér sem víðar verður að finna málamiðlun og kannski gengur Schröder og Fischer það betur en margir spá. Þegar efna- hagskerfi kapítalista og sósíalista ganga sér til húðar, eins og nú er að gerast, mishratt samt, er ekki ólíklegt að stefnu- laus sósíalisti og laus- beislaður umhverfissinni detti niður á lausnir sem duga til að halda lífskjör- um í sæmilegu lagi án þess að eyðileggja þann lífskraft náttúr- unnar, sem líf vort byggist á hvort sem menn fást til að viðurkenna það eða ekki. Valasanitir ásetningiir Ekki er hægt að draga alla um- hverfisverndarsinna í einn og sama dilkinn. Þeir hafa misjafnar áherslur og eru sumar fráleitar, aðrar peningavænar (frelsun Willys) og enn aðrar sjálfsagðar og eðlilegar. En góður ásetningur þarf ekki alltaf að leiða til góðs. Til dæmis er bent á, að ef Svíar loka sínum kjarnorkuverum, eins og stjórn- völd stefna að, neyðist þeir til að kaupa enn meiri orku að austan en þeir gera nú. Það þýðir enn meiri keyrslu atómstöðva í Aust- ur-Evrópu, og þykir sumum nóg um nú þegar. En kjarnorkuverin fyrir austan eru mun ótryggari en verin í Svíþjóð, sem eru með þeim öruggustu í heimi. Það er því stórhættulegt fyrir alla Evrópu ef Svíar loka sínum atómstöðvum. Sama gildir um Þýskaland. Umhverfissinnar eru yfirleitt á móti orkuvinnslu. Þeir vilja ekki vatnsorkuver og atómstöðvar eru fordæmdar og ekki má vinna orku úr kolum eða olíu. Þá er eftir vetnisorkan, sem seint ætlar að verða brúkleg þrátt fyrir miklar tilraunir og væntingar. Verndun lífríkisins er Græn- ingjum mikið áhugamál og fara þeir víða offari, eins og íslending- ar hafa illilega orðið varir við. Víða færa þeir sig upp á skaftið og vilja banna nánast alla nýtingu dýraríkis og takmarka vinnslu úr jurtaríki og vinna að framgangi hugmynda sinna með ofstopa. Með því færa þeir andstæðingum sínum sífellt vopn í hendur og koma óorði á umhverfisvernd. En taki Græningjar í Þýska- landi ábyrga afstöðu í stjórn Sam- bandslýðveldisins og starfi af heil- indum og ef Jafnaðarmenn láti ekki undan þrýstingi um að bæta lífskjörin með auknu neyslubruðli ríkis, fyrirtækja og einstaklinga, getur Þýskaland gengið á undan öðrum þjóðum með góðu for- dæmi um skynsamlega stjórn og lífshætti.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.