Dagur - 02.10.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 02.10.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGVR 2. OKTÓBER 1998 - 13 T)^ur. ÍÞRÓTTIR Framarar með fuílt hú s stiga Valsarinn Erlingur Richardsson fær óblíðar viðtökur í vörninni hjá KA-mönnunum Lars Waltner og Jóhanni G. Jóhannssyni. - mynd: bg Önniir imtferð úrvals- deildarinnar í hand- knattleih var leiMn í lyrrakvöld. Framarar gerðu góða ferð á Sel- foss og unnu Selfyssinga 18:27. Þeir koma geysilega sterkir til leiks og hafa unnið báða sína Ieiki mjög afgerandi. Fyrst IR- inga með sex marka mun og nú Selfyssinga með níu mörkum. Selfyssingar mættu ákveðnir til leiks í upphafi og héldu í við Framara allan fyrri hálfleikinn og var staðan 10:11 fyrir Fram- ara í hálfleik. Þetta breyttist heldur betur í seinni hálfleik, því þá var algjör einstefna á mark Selfyssinga. Leikur þeirra var algjörlega í molum og ekkert gekk upp hjá liðinu. Framarar gengu á lagið og spiluðu glimrandi leik sem skilaði þeim þessum afgerandi sigri. Markahæstir Framara voru Kristján Þorsteinsson 7/1, And- rei Astaljev 7. Hjá Selfyssingum skoraði Valdimar Þórsson 6. Valur vann KA Valsmenn fengu KA í heimsókn að Hlíðarenda og höfðu næstum misst niður fimm marka forskot sem þeir náðu í upphafi seinni hálfleiks. Staðan var 17:14 fyrir Val í hálfleik og þeir náðu fljótt fimm marka forystu og komust í 19:14. Þá tóku KA-menn heldur betur við sér og tókst að jafna 21:21. Mikil barátta var á lokamínútunum og Valsmenn náðu þá aftur þriggja marka for- ystu. En KA-menn neituðu að gefast upp og þegar nokkrar sek- úndur voru til leiksloka var eins marks munur og KA með bolt- ann. En Valsmenn sluppu með skrekkinn og voru heppnir að ná 25:24 sigri í lokin. Flest mörk Vals skoraði Einar Orn Jónsson 7 og Erlingur Richardsson 6. Fyrir KA skoraði Halldór Sigfússon 8 og þeir Sverrir A. Björnsson og Lars Waltner 6 hvor. FH-ingar tóku á móti Aftureld- ingu í Kaplakrika og töpuðu leiknum 20:22. Lið Afturelding- ar var mun sterkara og vann nokkuð öruggan sigur. Flest mörk FH-inga skoruðu Guðjón Arnason og Knútur Sigurðsson, 6 hvor. Fyrir Aftureldingu skor- uðu Galkauskas Gintas og Bjarki Sigurðsson 6 hvor. IR-ingar unnu Hauka í frekar sveiflukenndum leik í Austur- berginu. ÍR-ingar virtust kunna vel við sig á nýjum heimavelli og sigruðu Haukana nokkuð örugg- lega 31:28. Flest mörk ÍR-inga skoruðu Ragnar Helgason og Ragnar Oskarsson, 7 hvor, en hjá Haukum Kjetis Ellertsen 6. I Eyjum fór fram leikur IBV og HK og unnu Eyjamenn yfir- burðasigur 20:12. Flest mörk Eyjamanna skoraði Giedreus Cernauskas 5 og fyrir HK Oskar E. Óskarsson 5. I Garðabæ fór fram leikur Stjörnunnar og KR/Gróttu. KR/Grótta vann þar óvæntan sigur á Stjörnunni í jöfnum og spennandi leik, sem endaði 28:31. Flest mörk Stjörnunnar skoruðu Heiðmar Felixson og Hilmar Þórlindsson 6 hvor og fyrir Gróttu/KR Zoltán Belányi 7. Zoltán Belányi. Belányi marka liæstur Markahæstu leikmenn Zoltán Belányi, Gróttu/KR 20/8 Konráð Olavson, Stjömunni 14/4 Jón A. Finnsson, UMFA 9/2 Ragnar Þ. Óskarsson, ÍR 9/2 Valdimar Þórsson, Selfossi 9/3 Giedrius Cerniauskas, IBV 8/3 Sigurjón Sigurðsson, Haukum 8/3 Guðmundur Pedersen, FH 7/2 Gunnar Berg Viktorsson, Fram 7/1 Halldór Sigfússon, KA 5/1 Staðan í úrvalsdeildinni í handknattleik Fram 2 2 0 0 54:39 4 Grótta/KR 2 1 1 0 52:49 3 UMFA 2 1 1 0 45:43 3 ÍBV 2 1 0 1 44:37 2 KA 2 1 0 1 47:44 2 Stjarnan 2 1 0 1 51:50 2 Haukar 2 1 0 1 53:55 2 ÍR 2 1 0 1 52:55 2 Valur 2 1 0 1 44:47 2 FH 2 0 1 1 41:43 1 Selfoss 2 0 1 1 41.50 1 HK 2 0 0 2 31:43 0 ÍÞR ÓTTA VIÐ TALIÐ Deildin ekki nógu speunandi Geir Hallsteinsson handknattleiksþjálfari Aðeins átta lið leika í vetur í annarri deild karla í handknattleik og loksins í gser var ákveðið hvemig keppnisfyrirkomulagið verðuri deildinni. Við spurðum Geir Hallsteins- son,þjálfara annarrar deildar liðs Breiðabliks, um ástandið ídeildinni. - Ertu sáttur við það leikjafyr- irkomulag ser,i ákveðið hefur verið í annarri deildinni? „Staðan í annarri deildinni er algjörlega óviðunandi og þetta fyrirkomulag, að spila þrjár um- ferðir getur leitt af sér mjög óréttláta stöðu. Að draga um það hvaða lið fær þriðja leikinn finnst mér ekki góð Iausn. Þetta þýðir að í innbyrðis viðureignum Iiðanna fær annað Iiðið tvo heimaleiki en hitt einn. Þetta getur komið illa niður á sumum Iiðum, sérstaklega þegar um er að ræða baráttuna um toppinn og getur skipt sköpum í lokastöð- unni. Eg tel að það hefði til dæmis verið betri lausn að markatalan eftir tvær umferðir réði því hvort Iiðið fengi þriðja leikinn. Þannig þyrftu liðin að keppa um það og það væri rétt- látara heldur en að draga um það fyrirfram. Hér vakna menn líka allt of seint til lífsins og málin komin í hálfgerða sjálfheldu á síðustu stundu. I dag er kominn október og loksins í gær varð Ijóst hvern- ig fyrirkomulag keppninnar verð- ur í vetur. Þetta ástand kallar á skjót viðbrögð og það verður að taka á þessum málum fyrir næsta vetur. Það er ekki hægt að bjóða félögunum og þeim sem eru að leggja á sig mikla vinnu við æf- ingar og stjórnun, upp á þetta ástand." - Hver er ástæðan fyrir þess- ari stöðu í annarri deildinni? „Astæðan er fyrst og fremst sú að enginn vissi með vissu hvaða lið yrðu með í keppninni og hvað þau yrðu mörg. Deildin er greini- lega ekki nógu sjiennandi og breytinga er þörf. I dag er breitt bil á milli úrvalsdeildar og ann- arrar deildar og þau lið sem hafa verið að fara upp, eiga sáralitla möguleika. Þetta dregur úr mönnum og sum liðin gefast hreinlega upp. Þetta snýst mikið um fjármagn og ef það er ekki fyrir hendi þá er lítið hægt að gera. Eg held að lausnin á þessu sé að fækka liðunum um tvö í úr- valsdeildinni og styrkja þannig aðra deildina. Það er greinilegt að við stöndum á tímamótum og við þurfum að gera breytingar. Það þarf að gera deildina áhuga- verðari og sterkari og fá meiri breidd í boltann." - Hvað er til ráða? „Enn og aftur er þetta spurn- ing um fjármagn. Handknatt- leikurinn á í mikilli samkeppni við aðrar íþróttagreinar og úti á Iandsbyggðinni hefur hann hreinlega orðið undir í sam- keppninni. Ég held þó að með tilkomu nýrra íþróttahúsa víða um land, séu að skapast ný tæki- færi til sóknar. Handknattleiks- forystan hefur gert sér grein fyr- ir þessu og að undanförnu hafa Iandsleikir verið spilaðir úti á landsbyggðinni. Einnig hafa ver- ið haldin námskeið, en samt þarf að gera betur.“ - Hvaðfinnst þér um stöðuna í úrvalsdeildinni? „Það sem er mest áberandi í úrvalsdeildinni er hvað miklar breytingar hafa orðið á sumum liðanna. Það er augljóst að þau lið sem hafa fjármagn eru að og víðar. Erlendir leikmenn setja mikinn svip á deildina og eru að leika lykilhlutverk hjá sumum liðum. Önnur lið, sem eru færri, eru að byggja á sínu, þannig að enn er það fjármagnið sem spilar stórt hlutverk." - Er handholtinn á niðurleið í heiminum? „Handboltinn hefur á undan- förnum árum átt mjög erfitt upp- dráttar víðast hvar í heiminum. Samkeppnin milli íþróttagreina er mikil, en þetta er að vísu mis- jafnt eftir löndum. Ef við tökun til dæmis Þýskaland, þar sem handboltahefðin er rík, þá er uppistaðan í liðunum orðin að mestu erlendir leikmenn. Lið frá öðrum þjóðum, eins og Islandi, eru þar af leiðandi farin að ala upp leikmenn fyrir þýsku liðin, sem hafa Ijármagnið. Það er því spurning hvort þetta sé rétt þró- un og hvaða áhrif það hefur á handboltann. Við eyðum t.d. miklum tíma og fjármagni í upp- eldið og sjáum svo á eftir okkar kaupa sér árangur á ódýra mafk- ,• þ'éstyf leikmönnum til erlendra aðnum í Eystrasaltslöndunum liða, fyrir lítið sem ekkert." ... 'y r '. .• j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.