Dagur - 08.10.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 08.10.1998, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 4 Stéttin erfyrsta skrefið iim... Mikiðúrval afhellum og steinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 SUÐURLAND Alltaf verið handaviimustelpa Kristín Stefánsdóttir húsfreyja að Hurðar- baki í ViHingaholts- hreppi hélt nýverið upp á fmuntugsafmæH sitt með veglegri veislu í Þjórsárveri. Hún seg- ist vera húsmóðir en ekki hóndi, þótt hún gangi í öU útiverk. Kristfn er fædd og uppalin að Vorsabæ í Gaulveijabæjarhreppi, dóttir hjónanna Stefáns Jasonar- sonar bónda þar og konu hans Guðfinnu Guðmundsdóttur frá Túni í Hraungerðishreppi. „Við systkinin gengum öll í ung- mennafélagið Samhygð um leið og við höfðum aldur til. Unnur systir mín keppti mest og lengst í íþrótt- um, en við hin, ég, Ragnheiður, Helgi og Sveinbjörg vorum Iiðtæk líka. Annars var mfn helsta keppn- isgrein af landsmótsgreinum UMFI, jurtagreining. Eg keppti fyrst í henni á landsmótinu á Laugarvatni 1965 og náði þar í stig fyrir mitt félag. Þá tókum við 3 eldri systurnar þátt í þjóðdönsum og fimleikasýningu. Eg vann svo gullverðlaun í jurtagreiningu á landsmótinu á Eiðum 1968.“ Kristín keppti aftur í jurtagrein- ingu á landsmóti á Laugarvatni 1994 og náði þá 2.-3. sæti. Nú keppir hún í kringlukasti fyrir Vöku á Samhygðar- og Vökumót- um. - Var ekkert erfitt að skipta um ungmennafélag úr Samhygð yfir í Vöku? „Eg var lengi í Samhygð, en börnin mín í Vöku því við búum á félagssvæði Vöku. Fyrst hélt ég með Samhygð á mótum, en svo hélt ég auðvitað með mínum börn- um og smám saman færðist það yfir á að styðja þeirra Iið og félag líka, svo ég færði mig yfir í Vöku á eftir þeim. Maðurinn minn Olafur Einarsson keppti í íþróttum fyrir Vöku og ein dóttir okkar er mikið í íþróttum." Byrjaði snemma að prjóna „Eg var rosalega mikil handa- vinnustelpa strax sem barn og minnir að ég hafí ptjónað íyrstu vettlingana þegar ég var sex ára. Kristín Stefánsdóttir á Hurðarbaki í Villingaholtshreppi situr löngum við saumavélina sína, enda segist hún alltaf hafa verið handavinnustelpa. Ég pijónaði líka mikið á dúkkurn- ar mínar. Ég var í saumaklúbb og Iabbaði aðra hveija helgi 4-5 km til að hitta hinar stelpurnar. Það var nú ekki verið að keyra krakka hvern spöl í þá daga. Þegar ég var 17 ára langaði mig svo mikið til að komast í keppnislið HSK í jurta- greiningu á landsmótinu á Laugar- vatni. Fyrst fékk ég lánað hjól bróður míns til að komast út á Gaulveijabæjarveginn, svo gekk ég og húkkaði far í áföngum upp að Reykjum á Skeiðum, þaðan sem ég fékk far með vinkonu minni upp að Flúðum og ég komst í lið- ið.“ HantlavinnuJífiuisla á villigötum „Hugur minn stefndi allaf að þvf annað hvort að fara í Garðyrkju- skólann eða verða handavinnu- kennari og það síðarnefnda varð ofaná. Mér fínnst það mikil mistök þegar farið var að blanda strákum og stelpum saman í handavinnu og gefa bara hálfan vetur í hann- yrðum og hálfan í smíðum. Það er fullt af strákum sem þjást f handa- vinnutímunum og það fór mikill og leiðinlegur tími í að eiga við þá, sem bitnaði á kennslu hinna sem hafa gaman af handavinnu. Svo þegar bara er kennd handa- vinna hálfan veturinn, þá ná marg- ir rétt að klára skyldustykkin og komast ekki í þau skapandi verk- efni sem eru svo gefandi. Það er almenn óánægja með þetta fyrir- komulag meðal handavinnukenn- ara og ótrúlega fáar skólasystur mínar héldu áfram sem hannyrða- kennarar." Kristín saumar oft föt á sig og börnin en minna á bóndann, enda minna til af sniðum í herrafatnaði. En hefur hún fengist við aðra handmennt? „Nei, varla. Móðir mín Iærði hjá Ríkharði og skar út, en ég lærði það aldrei af henni. Ég fór á námskeið í málmsmíði í far- skólanum og hef aðeins málað á postulín, m.a. gefið öllum syst- kinabörnum mínum ámálaða postulínsvasa." Er ekki bóndi „Mér finnst skrítið þegar konur eru að kalla sig bændur. Ég geng í öll störf úti, en það er samt verka- skipting með okkur hjónunum og ég sinni meira um heimilisstörfin. Ég er húsmóðir en ekki bóndi. Ég gekk samt í búnaðarfélagið fyrir nokkrum árum þegar verið var að hvetja konur til aukinnar þátttöku þar.“ Kristín gekk fljótlega í kvenfé- lagið í Villingaholtshreppnum og varformaður þar frá 1983-89. „Ég hvet allar nýjar konur sem flytjast inn í sveitina til að ganga í kvenfé- Iagið. Það er mjög góð leið til að kynnast sveitungunum og þar er líka margt skemmtilegt gert. Það eru heimboð milli kvenfélaganna og þá eru heimatilbúin leikrit. Við förum í gönguferðir og Ieikhús- ferðir og svo er boðið upp á marg- vísleg námskeið t.d. í handavinnu, skyndihjálp, dansi og matreiðslu." - FIA Allar stærðir hópferðabíla. Öryggisbelti í öllum sætum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.