Dagur - 08.10.1998, Page 4
4 - FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998
SUÐURLAND
Eyjameim sáttir
við skólann siirn
Krakkar í Vestmannaeyjum glöddust mjög þegar þau fengu frí úr skólanum
til að taka móti Keiko. Nemendur í barnaskóla Vestmannaeyja virðast hins
vegar flest vera nokkuð ánægð með skólann sinn.
Vestmannaeyingar
virðast nokkuð
ánægðir með bama-
skólann sinn sam-
kvæmt nýrri við-
horfskönnun sem gerð
var í Eyjum.
Foreldrar barna í barnaskólan-
um í Vestmannaeyjum virðast
talsvert ánægðir með skólann, ef
marka má könnun sem birt var á
dögunum. Rúm 65% foreldra
sögðu viðhorf sín til skólans já-
kvæð og tæp 21% mjög jákvæð.
Ekki er mikill munur á viðhorf-
um foreldra eftir aldri nemenda,
en þó eiga flestir neikvæðir for-
eldrar börn á unglingastigi. For-
eldrar voru hins vegar ekki
jafnánægðir með stjórn skólans,
samkvæmt könnuninni. Rúm
8% sögðu hana mjög góða og
liðlega 30% í góðu lagi. Rúmur
helmingur sagði að sumt mætti
betur fara og Iiðlega 9% sögðu
Verslunin Hornið á Selfossi tók
formlega í notkun mikla stækk-
un á verslunarplássi sínu s.I.
föstudag. Eftir stækkunina er
verslunin mun bjartari og vöru-
úrvalið verður Iíka aukið. Þá er
stór skáli við inngang verslunar-
innar. Þar er aðstaða sem ef-
laust verður mikið notuð af fjöl-
brautarskólanemum og hafa þeir
þar aðgang að örbylgjuofni.
Einnig er ætlunin að nota skál-
ann fyrir vörukynningar, grill og
ýmsa skemmtan.
Þetta er ein af fáum kaup-
mannsverslunum á Suðurlandi
henni í mörgu áfátt eða stórlega
ábótavant.
Sírákunuiii líður ver
Nemendur voru einnig spurðir
hvort þeim fyndist skólinn sinn
góður eða slæmur og sögðu rúm
14% að hann væri mjög góður,
nokkuð góður sögðu flestir eða
tæp 46%, sæmilegur svöruðu
og sú stærsta. Hjónin Gunnar
B. Guðmundsson og Helga
Jónsdóttir eiga allt Hornið, bæði
húsið og Pizza 67 á staðnum.
Elvar sonur þeirra stýrir pizzu-
staðnum.
Viðskiptavinum var boðið upp
á veitingar á föstudaginn og
sértilboð voru á Pizza 67. Fór
aðsókn fram úr björtustu vonum
að sögn Gunnars. Hann segir
mikið hafa verið verslað þarna
alla helgina og viðskiptavinir lýst
ánægju sinni yfir stærri og betri
búð. -FIA
nærri þriðjungur, ekki góður
sögðu tæp 5% og mjög slæmur
sögðu rúm 2% nemenda.
Tveir af hverjum þremur sögðu
að þeim liði afar vel eða nokkuð
vel í skólanum, sæmilega sögðu
um 30%. Liðlega 4% nemenda
sögðu að þeim liði illa í skólanum
og 3% sögðust liða mjög illa.
Þegar svörin eru skoðuð eftir
kynjum sést að strákum líður ver
í skólanum og er það í samræmi
við aðrar hliðstæðar kannanir á
landinu. Ef svörin eru skoðuð
eftir bekkjum virðist nemendum
líða verst í áttunda bekk eða
11,43% segjast líða mjög illa.
Bæta skólastarfíð
Jóna Olafsdóttir, aðstoðarskóla-
stjóri Barnskólans, segir að til-
gangurinn með könnununum
hafi verið sá að bæta skólastarfið
og reyna að fá fram sjónarmið
starfsfólks, nemenda og foreldra á
skólastarfinu og bæta það sem
fólki finnst hafa farið miður og
efla þá þætti sem jákvæðir eru.
„Þetta er lfka liður í því að opna
skólann og efla tengsl milli þeirra
sem að þessum málum koma.
Skólastarf hér á landi hefur verið
Iokað fram að þessu og ekki mikið
tillit verið tekið til skoðana for-
eldra, nemenda og starfsfólksins.
Með þessum könnunum vonumst
við að geta metið hvar skórinn
kreppir, til þess að gera megi skól-
ann að þeim þroskavettvangi sem
hann á að vera.“
Heilsugæslustöðv-
ar sameinaðar
Heilsugæslustöðvamar á Hellu
og Hvolsvelli hafa verið samein-
aðar og heita nú Heilsugæslu-
stöð Rangárþings. Stjórnir
heilsugæslustöðvanna beggja
leituðu eftir því hvort vilji væri
fyrir því að sameina þær undir
einni stjórn fyrir nokkru. Þær
sendu erindi um þetta til heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins sem óskaði eftir áliti
sveitarfélaganna á starfssvæði
stöðvanna.
Hreppsnefndirnar á starfs-
svæði heilsugæslustöðvarinnar á
Hellu lýstu sig allar jákvæðar
fyrir sameiningu. Hreppsnefnd
Rangárvallahrepps setti það sem
skilyrði fyrir samþykki sínu að
þjónusta hvorrar stöðvar um sig
minnkaði ekki frá því sem nú er,
að því er fram kemur í frétta-
bréfi hreppsins. I vikunni til-
kynnti svo heilbrigðisráðuneytið
að ákveðið hefði verið að sam-
eina stöðvarnar undir einni
stjórn.
Úttekt á aðgengi
fatlaðra
Bæjarstjóm Vestmannaeyja hef-
ur samþykkt að láta nú þegar
gera áætlun um úrbætur í
ferlimálum og aðgengi fatlaðra í
stofnunum Vestmannaeyjabæjar.
Jafnframt beindi bæjarstjórn því
til fyrirtækja í bænum að þau
gerðu einnig slíkar áætlanir þar
sem þeirra væri þörf.
BæjarfuIItrúar Vestmanneyja-
listans fluttu um þetta tillögu og
í greinargerð með henni var
m.a. bent á að þótt þessi mál
hefðu breyst til betri vegar und-
anfarin ár væri víða Iangt í Iand
og Vestmannaeyjar væru þar
engin undantekning. Jafnframt
var bent á að úrbætur af þessu
tagi eru styrkhæfar. Fuiltrúar
Sjálfstæðisflokksins samþykktu
tillöguna og var henni vísað til
félagsmálaráðs sem fer með
málefni fatlaðra.
Stórt Hom
Það er oft mikið að gera í Horninu á Selfossi og sýnist þröngt á þingi þótt
nýverið sé búið að stækka verslunina verulega.
S UÐ URLANDSVIÐ TALIÐ
Brýnt að byggja íþrótta-
hús við Fjöíbrautaskólaim
Sigurður
Sigursveinsson
skólameistari Fjölbrauta-
skóla Suðurlands
Það sárvantar íþróttahús
JyrirFjölbrautaskóla Suð-
urlands á Selfossi því bág-
borin íþróttaaðstaða erfar-
in að standa skólanum
fyrirþrifum.
- Hvað líður óformum um
byggingu íþróttahúss fyrir Fjöl-
brautaskólann?
„Það er á frumstigi. Skóla-
nefnd er búin að marka ákveðna
stefnu í því máli sem er að
stefna að byggingu húss sem
tæki fyrst og fremst mið af þörf-
um skólans fyrir kennsluhús-
næði fyrir íþróttir. Menntamála-
ráðuneytinu og héraðsnefndun-
um hefur verið ritað bréf þar að
lútandi um að taka upp viðræð-
ur um málið. Það er ekki komið
lengra en þetta.“
- Þið hafið engin viðbrögð
fengið ennþá?
„Nei, ekki nema jákvæð hér í
héraði. Þetta var kynnt á aðal-
fundi Sambands sunnlenskra
sveitarfélaga og viðtökurnar þar
voru jákvæðar, en þetta er allt
án skuldbinga enda erum við að
horfa dálítið langt fram í tím-
ann. Við erum að tala um bygg-
ingu eftir kannski 4 ár eða svo.“
- Er íþróttaaðstaða nemenda
mjög slæm?
„Hún er orðin mjög erfið. Við
leigjum af bænum aðstöðu í
íþróttahúsi sem er Iíka nýtt af
grunnskólanum hérna, Sandvík-
ur- og Sólvallaskóla. Það er gjör-
samlega sprungið og mjög erfitt
að koma íþróttum fyrir.“
- Er þetta farið að standa
ykkur fyrir þrifum?
„Já í rauninni. Iþróttakennsl-
an er ívíð minni en hún væri
ella. Við þurfum að beita aðeins
meira aðhaldi og þetta hefst
ekki nema allir leggist á eitt.
Það er mjög erfitt að koma
þessu fyrir. Við erum Iíka með
íþróttabraut og þurfum því held-
ur meira rými í íþróttahúsi en
ella. Það hafa margir farið frá
okkur með stúdentspróf á
íþróttabraut og farið að Laugar-
vatni. „
- Eruð þið ánægðir með að-
stöðuna að öðru leyti?
„Já. Það er reyndar orðið fleira
í þessu húsi en gert var ráð fyrir.
Það er orðið þröngt á okkur aft-
ur en við leysum þau mál. Hitt
hefur algjöran forgang að leysa
úr íþróttaaðstöðunni."
- Hver hefur þróunin verið
varðandi aðsóknina að skólan-
um, er alltaf að fjölga hjá ykk-
ur nemendum?
„Það hefur verið jafnvægi
undanfarin 2 -3 ár, en svo fjölg-
aði aftur í haust. Það eru 714
sem hófu nám í haust í dagskól-
anum, en undanfarnar haust-
annir hafa það verið um 670.“
- Eru þetta fyrst og fremst
nemendur úr nágrannbyggð-
um?
„Já, af skólasvæðinu. Það eru
alltaf nokkrir héðan og þaðan í
gegnum Qölskyldutengsl eða
eitthvað slíkt, en hlutfallslega er
það mjög fátt. Það eru alltaf
nokkrir frá Austfjörðum og úr
Austur-Skaftafellssýslunni. Svo
er einn og einn sem sækir í
brautir hér sem eru ekki víða
annars staðar, en fyrst og fremst
eru þetta Sunnlendingar.“