Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 12
12 - LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 rD^*r ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Á SKJÁNUM Laugard. 10. október SJÓNVARPIÐ Handbolti Kl. 16:00 Úrvalsdeildin Stjarnan - Fram STÖÐ 2 Kðrfubolti Kl. 12:30 NBA-molar fN Fótbolti Kl. 12:55 Landsleikur Bein útsending frá leik Armeníu og íslands í riðla- keppni EM. Kl. 14:55 Landsleikur Bein útsending ffá leik Englands og Búlgaríu í riðla- keppni EM. Kl. 17:10 Landsleikur Bein útsending frá leik Danmerkur og Wales í riðla- keppni EM. Hnefaleikar Kl. 22:50 Box með Bubba Suiumd. 11. október íþróttir Kl. 21:55 Helgarsportið fN Ameríski boltinn Kl. 17:00 NFL-deiIdin Gojf Kl. 18:30 19. holan Kl. 20:00 Golfmót í USA PGA-mótaröðin. Aflraunir Kl. 18:30 Hálandaleikamir Sýn frá aflraunakeppni sem fram fór á Akureyri í sumar. ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugardagur 10. okt. ■ HANDBOLTI Úrvalsdeildin Kl. 16:15 Stjarnan - Fram 2. deild karla Kl. 16:30 Fylkir - Völsungur 2. deild kvenna Kl. 16:30 Aftureld. - Breiðabl. ■KÖRFUBOLTI 1. deild kvenna Kl. 14:00 Grindavík - KB Kl. 17:00 ÍR - Njarðvík Eggjabikarinn Kl. 16:00 Keflavík - ÍR KI. 16:00 Njarðvík - ÍS Kl. 17:00 KR - Stjarnan Kl. 16:00 Haukar - Snæfell ^FRJÁLSARÍÞR. Víðavangshlaup Islands Kl. 14:00 að Hrafna- gili í Eyjafjarðarsveit. Sunnud. 11. október ■ handbolti Urvalsdeildin Kl. 20:00 ÍR - KA Kl. 20:30 FH - Haukar Kl. 20:00 Selfoss - HK Kl. 20:00 Valur - ÍBV Kl. 17:00 Afturelding - Grótta 2. deild karla Kl. 14:00 Vík. - Völsungur 2. deild kvenna Kl. 20:30 Fram B - Haukar B ■ körfubolti Eggiabikarinn Kl. 20:00 ÍA - Þór, Þorláksh. Kl. 20.00 Þór, Ak. - Grindavík Kl. 20:00 KFÍ - Valur Kl. 20.00 Tindast. - Skallagr. SMðaveisla á skjánum RíMssjónvarpið mun í vetur sýna frá alls sextán heimsbikar- mótum á skíðnm, ank útsendinga frá tveim- ur greinum á heims- meistaramótinu í Vail í fehrúar nk. Islenskt skíðaáhugafólk getur farið að hlakka til vetrarins, því Iþróttadeild Sjónvarpsins hefur nýlega gert samninga við fjóra er- Ienda aðila um útsendingar frá helstu skíðamótunum í vetur. Fyrirséð er að sextán heimsbikar- mót verða á skjánum og auk þess tvær greinar frá heimsmeistara- mótinu í Vail í Bandaríkjunum í febrúar nk. Að sögn Ingólfs Hannessonar, íþróttastjóra RUV, hefur sérstak- lega verið reynt að tryggja út- sendingarrétt frá svigmótum karla, þar sem Kristinn Björns- son er í fyrsta ráshópi. „Þessi skíðapakki er algjörlega byggður upp í kringum Kristin. Kristinn Björnsson, í fyrsta ráshópi í svigi, er hrygglengjan í þessum pakka. Hann er í raun og veru eina ástæðan fyrir því að við förum út í þetta og allt veltur á því hvern- ig honum gengur. Við erum nú þegar komnir með sjö af níu heimsbikarmótunum og náum vonandi því áttunda á næstunni. Einnig erum við komnir inn í beina útsendingu frá heims- meistaramótinu í Vail. Þannig beinist allt að Kristni Björnssyni í þessu máli og önnur mót eru þá komin inn í beinu samhengi við svigið. Þannig höfum við þurft að kaupa töluvert af öðrum mót- Kristinn Björnsson, skíðakappi. um með í pakkanum, en í heild- ina erum við að sýna frá níu karlamótum og þremur kvenna- mótum og þá raunverulega frá öllum mótum sem skipta ein- hvetju máli,“ sagði Ingólfur. - Nú sýndi sjónvarpsstöðin Sýn frá nokkrum heimsbikarmótanna í fyrra. Var samkeppni um þenn- an pakka á milli stöðvanna? „Ég neita því ekki að það er bú- inn að vera harður slagur um þetta mál og mjög ánægjulegt að það skuli vera komið í hús. Við höfum þurft að semja við eina fjóra aðila og samningamálin eru búin að ganga núna í tvo mán- uði, við að ná þessu saman í einn pakka. Þetta skíðadæmi er eitt af fyrstu skrefunum í töluverðri stefnubreytingu sem verið er að gera hér á íþróttadeildinni. Sem dæmi, þá munum við hér eftir Ieggja meiri áherslu á íþróttir í fréttatímum, þar sem menn verða í mynd. Við verðum með handboltaleiki nánast á hveijum laugardegi í vetur, í beinni út- sendingu. Við erum væntanlega að Ijúka samningum vegna þýska boltans, sem verður þá á dagskrá á laugardögum. Einnig erum við að vinna í ýmsum öðrum stærri málum þessa dagana, sem munu detta inn á næstu tveimur til þremur vikum. Síðan erum við að taka sjálfa okkur svolítið í gegn, en þetta er svona sýnis- horn af því sem koma skal,“ sagði Ingólfur. Tiittiigu Evrópu- leikir í dag Tuttugu leikir fara fram í riðla- keppni Evrópumóts landsliða í dag. Tveimur Ieikjum sem áttu að fara fram í Albaníu og Júgóslavíu er frestað vegna yfir- vofandi stríðsástands. Azerbaijan - Ungverjaland England - Búlgaría Norður Irland - Finnland Skotland - Eistland Liechtenstein - Slóvakía Armenía - ísland Bosnía-Herzeg. - Tékkland Andorra - Úkraína Malta - Króatía Lettland - Georgía Kýpur - Austurríki Danmörk - Wales Litháen - Færeyjar Pólland - Luxembourg Rússland - Frakkland Slóvenía - Noregur Tyrkland - Þýskaland San Maríno - Israel Italía - Sviss Portúgal - Rúmenía Albanía - Grikkland (frestað) Júgóslavía - Irland (frestað) Undankeppni íslandsmóts um helgina BJORN ÞORLAKS SON SKRIFAR í dag hefst undankeppni íslands- mótsins í tvímenningi. Keppend- ur af öllu landinu spila um ákveðinn fjölda sæta þar sem þeir stigahæstu komast í úrslita- keppnina, barómeter, ásamt svæðismeisturum landsins. Mót- ið fer fram í Þönglabakkanum í Reykjavík. Fóllandstvimenningux BR Verðlaunaríkur Póllandství- menningur stendur nú yfir hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Keppninni lýkur 18. nóvember og kemur þá í ljós hveijir hreppa farseðla á Evrópumótið í tví- menningi sem fram fer í Varsjá í Póllandi, 15.-20. mars 1999. Að auki er fjöldi aúkaverðlauna. Fyrstu þrjú kvöldin er spilaður Hipp-hopp tvímenningur, 2-3 spil milli para. Efstu 32 pörin komast í Varsjárúrslit, en hin spila í Prins Póló úrslitum. Baró- meter verður spilaður bæði í Var- sjárúrslitum og Prins Póló úrslit- um og stendur í Ijögur kvöld. Spilarar geta hætt eftir þrjú kvöld eða spilað aðeins fjögur síðustu kvöldin. 44 pör spiluðu í PóIIandství- menningnum miðvikudaginn 7. október í 2 riðlum. Efstu pör: A-riðill NS 1. Haukur Ingason - Helgi Jónsson 679 2. Jón St. Gunnlaugsson - Gylfi Baldursson 669 3. Guðmundur Páll Arnars. - Þorlákur Jónsson 647 AV 1. Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 650 2. Steinberg Ríkarðsson - Ólafur Steinason 626 3. Ragnar S. Magnússon - Kristján Blöndal 594 B-riðilI NS 1. Hrafnhildur Skúladóttir - Soffía Daníelsdóttir 684 2. Gísli Hafliðason - Ólafur Þór Jóhannsson 627 3. Sverrir G. Kristinsson - Guðmundur Pétursson 620 AV 1. Aron Þorfinnsson - Snorri Karlsson 675 2. Guðmundur Sv. Hermanns- son - Helgi Jóhannsson 648 3. Hjálmar S. Pálsson - Gísli Steingrímsson 612 Þriðjudaginn 6. október var spilaður einskvölds tölvureikn- aður Monrad Barómeter með þátttöku 22 para. Efstu pör voru: 1. Stefanía Sigurbjörnsdóttir - Jóhann Stefánsson +57 2. Sigurður Þorgeirsson - Daníel Már Sigurðsson +41 3. Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson +36 4. Guðmundur Baldursson - Sævin Bjarnason +32 5. Gróa Guðnadóttir - Torfi Ásgeirsson +27 5. Þorsteinn Karlsson - Róbert Geirsson +27 Jakob Kristinsson virðist í góðu formi um þessar mundir. 8 pör tóku þátt í Verðlauna- pottinum og því varð heildar- verðmæti hans 4000 kr. Hann rann allur til Sigurðar og Daní- els. Á þriðjudagskvöldum BR verða spilaðir einskvölds tölvu- reiknaðir tvímenningar, Mitchell og Monrad Barómeter til skiptis. Spilurum verður boðið að taka þátt í Verðlaunapotti, þ.e. að leggja 500 kr. í pott sem rennur til efsta parsins af þeim sem tóku þátt í pottinum. Allir spilarar eru velkomnir á þriðjudagskvöldum. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt á þriðjudögum og föstudögum. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Jákob og Ási imnu Selfossmótið Dræm þátttaka var á minningar- mótinu um Einar Þorfinnsson sem fram fór á Selfossi um síð- ustu helgi. Fyrir nokkrum árum komust mun færri en vildu á þetta mót en nú bar svo við að aðeins 22 pör mættu og er um- hugsunarefni af hverju þátttaka í bridgemótum almennt hefur verið léleg að undanförnu. Hörkukeppni var um efstu sætin á Selfossi og enduðu Jakob Kristinsson og Ásmundur Páls- son sem sigurvegarar. Lokastaða efstu para: 1. Jakob-Ási 103 2. Kristján M. Gunnarsson - Helgi G. Helgason 99 3. Aðalsteinn Jörgensen - Sigurður Sverrisson 90 4. Jón Þorvarðarson - Sverrir Kristinsson 78 5. Kristján Blöndal - Rúnar Magnússon 60 Verðlaunafé var alls 170.000 kr. Keppnisstjóri: Isak Örn Sig- urðsson. BRIDGE j Ferðalag i með Forquet i Bankastjórinn í Bláu sveitinni — Pietro Forquet — leiðir lesandann stig af stigi inn í leyndardóma úrspilsins Skemmtileg og lærdómsrík lesning. Þórður þýðir Þórður Sigfússon hefur þýtt og gefið út ásamt Guðmundi Páli Arnarsyni skemmtilega bridge- bók eftir Italann Forquet, „Ferðalag með Forquet“. í bók- inni rekur þessi margfaldi heimsmeistari 52 spil, lið fyrir lið og er uppsetning öll og efnis- tök til fyrirmyndar. Bridgeþátt- urinn mun veita sýnishorn af snilldartilþrifum úr bókinni síð- ar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.