Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 4
4- LAUGARDAGUR 10. OKTÚRER 1998
FRÉTTIR
L A
Burt með þi ónustugj öldin
Þingflokkur óháðra nefur flutt á Alpingi frumvarp til laga um að fella
niður þjónustugjöld í heilsugæslu. I greinargerð segir að álögur á
sjúklinga hafi verið auknar jafnt og þétt síðan 1992 og því hafi kjara-
rýrnun orðið mest hjá því fólki sem á við sjúkdóma að stríða.
SjúWingatrygging
Þrír þingmenn undir forystu Astu R. Jóhannesdóttur vilja að Alþingi
feli heilbrigðis- og tryggingaráðherra að láta fara fram úttekt á regl-
um um sjúklingatryggingu hér á landi og í kjölfarið verði lagðar fram
tillögur sem miði að réttarbótum á þessu sviði.
Hávaði- og hljóðmengun
Hjörleifur Guttormsson, Lára Margrét Ragnarsdótt-
ir, Lúðvík Bergvinsson, Kristín Halldórsdóttir, Asta
R. Jóhannesdóttir og Ragnar Arnalds leggja til að rík-
isstjórninni verði falið að láta fara fram víðtæka út-
tekt á hávaða- og hljóðmengun hér á landi og Ieggja
fyrir næsta þing niðurstöður hennar og úrbætur. Þau
Hjörleifur benda á að hávaði og hljóðmengun fari sívaxandi frá
Guttormsson. ári til árs.
Bankaskyldur
Jóhanna Sigurðardóttir og sjö aðrir þingmenn flytja
frumvarp til laga um að ársreikningum ríkisaðila
skuli fylgja sundurliðað yfirlit um launagreiðslur,
bifreiða-, ferða- og risnukostnað. Segir í greinargerð
að frumvarpið sé í samræmi við breytingar sem gerð-
ar voru á lögum um Seðlabanka Islands, Lands-
banka Islands, Búnaðarbanka Islands og Utvegs-
banka Islands 1983. Þegar sett voru ný lög um við-
skiptabankana 1986 var ákvæðið ekki með í þeim
lögum.
Úttekt á Schengeu-aðild
Hjörleifur Guttormsson og Kristín Astgeirsdóttir hafa lagt ffam
þingsályktunartillögu um útttekt á Schengen-aðild og innflutningi
fíkniefna. Þau benda á að með aðild Islands að Schengan samkomu-
laginu verði mönnum heimilt að fara yfir innri landamæri aðildar-
ríkja án þess að þeir sæti nokkru eftirliti.
Jóhanna
Sigurðardóttir.
Upplýsa skal um framlög
Iðnláuasjóðs
Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (Iðnlánasjóði) er skylt að veita Einari
S. Hálfdánarsyni endurskoðanda upplýsingar sem hann bað um með
vísan til upplýsingaiaga. Einar vildi fá upplýsingar um úthlutun úr
Iðnlánasjóði á óafturkræfum framlögum og styrkjum eftir nöfnum og
upphæðum, sem sjóðurinn hafnaði að veita.
Urskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði á sama veg í mars
1997, en Iðnlánasjóður áfrýjaði og taldi að undantekningarákvæði
upplýsingarmála um banka og sparisjóði stæði í vegi fyrir því að sjóð-
urinn veitti upplýsingarnar. Urskurðarnefnd og Hæstiréttur telja hins
vegar að það beri að túlka þröngt, enda verði ekki séð að hagsmunir
þeirra sem hafa fengið framlög vegi þyngra en réttur almennings til
að fá upplýsingar. — FÞG
Tölvunefnd engin gögn fengið
Tölvunefnd hefur enn engin gögn fengið í hendum-
ar vegna sjálfseignastofnunar á vegum lækna og Is-
lenskrar erfðagreiningar um þjónustumiðstöð rann-
sóknarverkefna við Nóatún.
„Tölvunefnd hefur enn ekkert fengið um þetta og
ég vil því ekkert segja til um okkar viðbrögð. Það
skilyrði sem við settum var að hjá Islenskri erfða-
greiningu yrði ekki unnið með nafngreind gögn. Við
höfum ekkert skjalfest um hvaða leið á að fara að því
marki, en ég vona að svo verði fyrir næsta fund
Tölvunefndar," segir Sigrún Jóhannesdóttir, starfs-
maður nefndarinnar.
Tölvunefnd vildi aðgreina rekstur þjónustumið-
stöðvarinnar frá Islenskri erfðagreiningu og hefur
gefið aðstandendunum framlengdan frest til 15.
október til að kynna áform sín. — FÞG
Nýtt íþróttahiis í MosfeUsbæ
Nýtt íþróttahús að Varmá i Mosfellsbæ verður vígt á sunnudaginn og
af því tilefni stendur bærinn fyrir mikilli fjölskylduhátíð á svæðinu
sem hefst kl. 13.00 á sunnudag.
Nýja húsið er rúmlega helmingi stærra en núverandi íþróttahús.
Það rúmar m.a. 2 handboltavelli, 6 blakvelli og 2 tennisvelli.
Sigrún Jóhann-
esdóttir, starfs-
maður Tolvu-
nefndar.
Mjög styttist í að kísilgúrinn á leyfilegu vinnslusvæði á botni Mývatns verði uppurinn. Nýs framkvæmdastjóra
bíður það verkefni að reyna að lengja líftíma verksmiðjunnar.
F áar wnsóknir
enmiMð spurt
Kísiliðjan verður að
líkmdiun að sanna
nýja vinnsluaðferð til
að ný vinnslusvæði
verði heimiluð. Brýnt
að ráða framkvæmda-
stjóra sem fyrst.
I dag rennur út umsóknarfrestur
þar sem auglýst er eftir nýjum
framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar.
Þetta er í annað skipti á rúmu ári
sem Kísiliðjan auglýsir þessa
stöðu, en fyrirtækið hefur verið
forstjóralaust frá því að Bjarni
Bjarnason hætti og tók við stjórn
Járnblendisverksmiðjunnar á
Grundartanga. Annar tveggja
staðgengla framkvæmdastjórans
hefur sagt starfi sínu lausu og því
er e.t.v. brýnni þörf en nokkru
sinni að fá kall í brúna. Ovissa er
um framtíð verksmiðjunnar.
Hreiðar Jónsson, formaður
stjórnar Kísiliðjunnar, segir tölu-
verð vibrögð hafa orðið við auglýs-
ingum um framkvæmdastjóra-
stöðuna. „Það hefur mikið verið
spurst fyrir en fátt um eiginlegar
umsóknir. Þær berast enda yfir-
leitt aldrei fyrr en á síðustu
stundu,“ sagði Hreiðar um hádeg-
isbil í gær. Hann segir mikilvægt
fyrir fyrirtækið að fá fram-
kvæmdastjóra sem fyrst.
Höimim til frambúðar
Eins og kunnugt er styttist mjög í
að kísilgúrinn á leyfilegu vinnslu-
svæði á botni Mývatns verði upp-
urinn. Fyrirtækið hefur látið hol-
lenskt fyrirtæki hanna grip þar
sem gerð verður tilraun með nýja
vinnsluaðferð, að líkindum næsta
vor að sögn Hreiðars. Gripurinn,
sem hægt er að líkja við kílplóg,
kostar einhveija tugi milljóna kr.,
enda var ákveðið að smíða tæki
sem hægt er að nota til frambúð-
ar ef vinnsluaðferðin skilar ár-
angri.
Þarf að sanna sig
En eru forráðamenn Kísiliðjunn-
ar ekki dálítið brattir að taka slíka
ákvörðun á meðan algjör óvissa
ríkir um hvort stjórnvöld munu
heimila vinnslu á nýjum svæðum'?
„Jújú, en við höfum farið hægar
við smíði þessa grips þar sem við
reynum að rýna í framtíðina í
leiðinni," segir Hreiðar. Nýja
vinnsluaðferðin gengur í stuttu
máli út á að efnið er tekið úr
miðju botnlagsins en yfirborðið
skilið eftir ósnert. Má segja að
Kísiliðjan verði að sanna nýjar
vinnsluaðferðir til að heimild fáist
fyrir vinnslu á áður ósnertum
svæðum á botni Mývatns? „Okkur
finnst það a.m.k. öruggara," segir
Hreiðar. — BÞ
Geggjaður mark-
aður á Akureyri
Nýir aðilar hafa tekið við rekstri kjörbúðarinnar í
Kaupangi. Hraðkaup bíður með breytingar til áramóta.
Hraðkaup muu ekki
opna nýja búð undir
eigin merki fyrr en
um áramót á Akur-
eyri. Akureyrarmark-
aðurinn að stækka
meira en á höfuðborg-
arsvæðinu.
Ný verslun undir nafni Hrað-
kaups mun ekki hefja rekstur í
Kaupangi á Akureyri þar sem
Kjörbúðin hf. er nú til húsa fyrr
en að líkindum í fyrsta lagi um
næstu áramót, að sögn tals-
manns Hraðkaups. Hins vegar er
búið að undirrita samkomulag
um rekstrarskipti. Frá og með
síðasta þriðjudegi rekur Hrað-
kaup búðina en engar breytingar
hafa orðið á starfsmannahaldi og
er ekki ljóst hvort eða hvaða
breytingar verða gerðar á því um
áramótin þegar Hraðkaup hefur
starfsemi sína. Um 15 heilsdags-
störf eru í kring-
um rekstur Kjör-
búðarinnar.
Jón Scheving
Thorsteinsson,
forsvarsmaður
Hraðkaupsversl-
ananna, segir að
skrefið sé stigið
vegna þess að Ak-
ureyri sé ört vax-
andi markaðs-
svæði. „Við ætl-
um að nota okk-
ur tímann fram
að áramótum og
kynnast þörfum
viðskiptavin-
anna. Við erum
ekki að koma
þarna inn í eitthvert glórulaust
stríð við KEA. Akureyri er bara
geggjaður markaður. Hann er að
vaxa hraðar en höfuðborgar-
svæðið í prósentum talið. Eftir
að Háskólinn kom inn hefur allt
þetta samfélag tekið stakkaskipt-
um. Þetta er gott viðskiptatæki-
færi og hefur ekkert með slag
Baugs við KEA að gera,“ segir
Jón Scheving.
Ekki er hægt að segja að KEA
Nettó á Akureyri fái beina sam-
keppni í lágvöruverði vegna til-
komu nýju búðarinnar. Hrað-
kaupsverslanirnar keyra á fersk-
Ieika, flýti og löngum afgreiðslu-
tíma. — BÞ